Fuzeon

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Fuzeon
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Fuzeon
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Veirur fyrir almenn nota,
 • Lækningarsvæði:
 • HIV sýkingar
 • Ábendingar:
 • Fuzeon er ætlað ásamt öðrum antiretroviral lyf til meðferð HIV-1-sýkt sjúklingar sem hafa fengið meðferð með og ekki á meðferð inniheldur að minnsta kosti einn lyf frá hvorri á eftir antiretroviral flokkum: próteasahemlar, ekki núkleósíð snúa-transcriptase hemlar og núkleósíð snúa-transcriptase hemla, eða sem hafa óþol fyrri antiretroviral meðferð. Í ákveða á ný meðferð fyrir sjúklinga sem hefur ekki tekist að antiretroviral meðferð, vandlega íhugun ætti að meðferð sögu sjúklingur og mynstur stökkbreytingar tengslum með mismunandi lyf. Þar sem í boði, viðnám prófa má viðeigandi.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 20

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000514
 • Leyfisdagur:
 • 26-05-2003
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000514
 • Síðasta uppfærsla:
 • 24-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Fuzeon 90 mg/ml stungulyfsstofn og leysir, lausn

Enfúvirtíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Fuzeon og við hverju er það notað

Áður en byrjað er að nota Fuzeon

Hvernig nota á Fuzeon

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Fuzeon

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Nákvæmar leiðbeiningar um hvernig gefa á Fuzeon

1.

Upplýsingar um Fuzeon og við hverju það er notað

Hvað Fuzeon er

Fuzeon inniheldur virka efnið enfúvirtíð. Það tilheyrir flokki andretróveirulyfja.

Notkun Fuzeon

Fuzeon er notað til meðferðar við sýkingu af völdum HIV-veiru - ásamt öðrum andretróveirulyfjum

hjá sjúklingum sem hafa sýkst af HIV.

Læknirinn hefur ávísað Fuzeon til að hjálpa til við að halda HIV-sýkingu þinni í skefjum.

Fuzeon er ekki lækning við HIV-sýkingu.

Verkun Fuzeon

HIV ræðst á tiltekna gerð blóðfrumna sem nefnast CD4 eða T-frumur. Veiran þarf að komast í

snertingu við frumuna og komast inn í hana til að geta fjölgað sér. Fuzeon verkar með því að koma í

veg fyrir það.

2.

Áður en byrjað er að nota Fuzeon

Ekki má nota Fuzeon:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir enfúvirtíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Ef þú ert í vafa skaltu leita ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi áður en Fuzeon er

notað.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Fuzeon er notað ef:

lungnasjúkdómur hefur nokkurn tíma verið vandamál

nýrnasjúkdómur hefur nokkurn tíma verið vandamál

þú ert með langvinna lifrarbólgu B eða C eða aðra lifrarkvilla – þá eru auknar líkur á að þú fáir

alvarlega lifrarkvilla meðan þú notar þetta lyf

Ummerki um fyrri sýkingar

Hjá sumum sjúklingum með langt gengna HIV-sýkingu (alnæmi) og sögu um tækifærissýkingar geta

einkenni um bólgu vegna fyrri sýkinga komið fram stuttu eftir að HIV meðferð er hafin. Talið er að

þessi einkenni séu vegna endurheimtu á ónæmiskerfi líkamans. Þessi bæting gerir líkamanum kleift að

vinna á sýkingum sem gætu hafa verið til staðar án greinilegra einkenna. Segðu lækninum strax frá því

ef þú færð einkenni um sýkingu.

Ummerki um sjálfsofnæmiskvilla

Til viðbótar við tækifærissýkingarnar, geta sjálfsofnæmissjúkdómar (ástand sem kemur fram þegar

ónæmiskerfið ræðst á heilbrigðan líkamsvef) einnig komið fram eftir að þú byrjar að taka lyf til

meðhöndlunar á HIV-sýkingunni. Sjálfsofnæmissjúkdómar geta komið fram mörgum mánuðum eftir

upphaf meðferðar. Ef þú tekur eftir einhverjum einkennum sýkingar eða öðrum einkennum eins og

vöðvamáttleysi, máttleysi sem byrjar í höndum og fótum og færist upp eftir líkamanum í átt að

bolnum, hjartsláttarónotum, skjálfta eða ofvirkni, skaltu segja lækninum strax frá því til að fá

nauðsynlega meðferð.

Sjúklingar með lifrarkvilla

Sjúklingar með langvinna lifrarbólgu B eða C sem fá meðferð við HIV-sýkingu eru í aukinni hættu á

að fá alvarlega lifrarkvilla. Ræddu við lækninn ef þú ert með sögu um lifrarsjúkdóma.

Beinkvillar (beindrep)

Hjá sumum sjúklingum, sem eru í samsettri lyfjameðferð við HIV-sýkingu getur komið fram

sjúkdómur í beinum sem kallast beindrep og lýsir sér með því að beinvefur deyr vegna þess að

blóðflæði til hans rofnar (beinvefur deyr vegna minnkaðs blóðflæðis til beina).

Merki um beindrep eru stífleiki, verkir eða sársauki í liðum (einkum í mjöðm, hné og öxl) og

erfiðleikar með hreyfingar. Ef þú færð eitthvað af þessum einkennum áttu að segja lækninum

frá því.

Meðal áhættuþátta fyrir myndun þessa sjúkdóms eru: hve lengi þú hefur fengið lyfjameðferð

við HIV-sýkingu, hvort þú notar barkstera, hve mikils áfengis þú neytir, hve vel ónæmiskerfi

þitt starfar og hvort þú ert í ofþyngd.

Smitun annarra af HIV

Þú getur smitað aðra af HIV meðan þú tekur lyfið, þó dregið sé úr hættunni með virkri meðferð með

andretróveirulyfjum. Ræddu við lækninn um þær varúðarráðstafanir sem þarf að viðhafa til að forðast

að smita aðra.

Notkun annarra lyfja samhliða Fuzeon

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega

verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils og

náttúrulyf. Komið hefur í ljós að Fuzeon milliverkar ekki við önnur alnæmislyf eða rífampicín

(sýklalyf).

Notkun Fuzeon með mat eða drykk

Þú mátt nota Fuzeon með eða án matar. Engu að síður þarf að fara að leiðbeiningum í fylgiseðlum

með öðrum lyfjum sem þú notar.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum áður en lyfið er notað. Þú átt ekki að nota Fuzeon nema læknirinn hafi sérstaklega

mælt fyrir um það.

HIV-sýktar konur eiga ekki að hafa börn sín á brjósti vegna hættu á að barnið geti sýkst af

HIV með brjóstamjólkinni.

Akstur og notkun véla

Ekki hefur verið rannsakað hvort Fuzeon hafi áhrif á hæfni til aksturs eða stjórnunar tækja eða véla. Ef

vart verður við sundl meðan Fuzeon er notað skal ekki aka bifreið né stjórna tækjum eða vélum.

Fuzeon inniheldur natríum

Fuzeon inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum skammti, þ.e. er nánast

natríumsnautt.

3.

Hvernig nota á Fuzeon

Notaðu lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota

á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hvernig á að undirbúa og gefa Fuzeon

Gefa á Fuzeon með inndælingu undir húð. Í kafla 7 er því lýst hvernig Fuzeon er undirbúið og hvernig

þú sprautar þig með lyfinu.

Hve mikið á að nota?

Ráðlagður skammtur er 90 mg tvisvar á dag fyrir fullorðna og unglinga (16 ára og eldri).

Lyfið er gefið sem 1 ml inndæling rétt undir húðina.

Best er að nota Fuzeon á sama tíma á hverjum degi.

Reyndu að hafa jafnt bil milli skammta og nota þá á hentugum tíma – til dæmis strax að morgni

og snemma að kvöldi.

Sjá ítarlegri upplýsingar um hvernig á að nota Fuzeon aftast í fylgiseðlinum (kafli 7). Þar er að finna

leiðbeiningar um hvernig á að útbúa Fuzeon og hvernig á að sprauta sjálfan sig.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um, skal leita ráða hjá lækni eða fara tafarlaust á

sjúkrahús. Takið lyfjapakkann með.

Ef gleymist að nota Fuzeon

Ef gleymist að nota skammt á að gera það um leið og munað er eftir honum. Þó á að sleppa

skammti sem gleymst hefur ef minna en 6 klukkustundir eru fram að næsta reglulegum

skammti.

Aldrei á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Fuzeon

Haltu áfram að nota lyfið þar til læknirinn segir þér að hætta því. Ef þú hættir og hlé verður á

meðferðinni aukast líkur á því að HIV-veirur í blóði þínu verði ónæmar fyrir Fuzeon. Það er

síður líklegt ef lyfið er notað reglulega og án þess að hlé verði á.

HIV-veirur í blóði þínu gætu orðið ónæmar fyrir Fuzeon. Ef það gerist gæti veirum í blóðinu

fjölgað. Við þessar aðstæður gæti læknirinn ákveðið að halda ekki áfram meðferð með Fuzeon.

Læknirinn ætti að ræða þetta við þig ef til þess kemur.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hættu að nota Fuzeon og leitaðu tafarlaust til læknis ef vart verður við einhverja eftirtalinna

alvarlegra aukaverkana – þú gætir þurft á bráðalæknisþjónustu að halda:

Ofnæmisviðbrögð (ofnæmi) – meðal einkenna gætu verið: útbrot, hár hiti eða kuldahrollur,

ógleði eða uppköst, svitnun og skjálfti.

Þessi aukaverkun er mjög sjaldgæf (kemur fyrir hjá færri en 1 af hverjum 1.000 einstaklingum). Þessi

einkenni þurfa ekki að þýða að þú sért með ofnæmi fyrir lyfinu.

Láttu lækninn vita ef þú finnur fyrir aukaverkunum þar sem lyfinu var sprautað inn

Algengustu aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum) eru kvillar á

stungustað, þar sem sprautað er. Sennilega koma fram ein eða fleiri eftirfarandi aukaverkana, sem geta

verið vægar eða miðlungi alvarlegar:

roði

bólga

kláði

hersli í húð eða hnúðar

verkur, sárindi eða eymsli

Þessi viðbrögð geta komið fram á fyrstu viku meðferðar og standa yfirleitt í 7 daga eða minna. Yfirleitt

versna viðbrögðin ekki eftir það. Ef vart verður við viðbrögð á stungustað átt þú ekki að hætta töku

Fuzeon, heldur tala við lækninn um það sem þú hefur áhyggjur af.

Viðbrögð geta verið verri við endurteknar inndælingar á sama stað á líkamanum. Þau geta einnig orðið

verri þegar sprautað er dýpra en ætlað var (t.d. í vöðva). Í mjög sjaldgæfum tilfellum getur komið fram

sýking á stungustað. Til að draga úr sýkingarhættu þarf að fara eftir leiðbeiningunum í kafla 7.

Fuzeon getur valdið uppsöfnun tiltekinnar gerðar próteina, sem nefnast mýlildi, undir húð á

stungustaðnum. Þetta birtist sem hnútar undir húðinni. Hafðu samband við lækninn ef þetta gerist.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir

Mjög algengar (hafa áhrif á fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

niðurgangur

ógleði

þyngdartap

verkur og dofi í höndum, fótum eða fótleggjum.

Algengar

(hafa áhrif á færri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

lungnabólga

sýking í eyra

bólgnir eitlar

bólga í augum (tárubólga)

inflúensa eða inflúensulík einkenni

skútabólga

nefstífla

lystarleysi

brjóstsviði

brisbólga

minnkuð matarlyst

sykursýki,

martraðir

svimi

skjálfti

kvíði eða skapstyggð

skortur á einbeitingu

skert tilfinningaskyn

þrymlabólur

hörundsroði

eksem

þurr húð

vörtur

vöðvaverkur

nýrnasteinar

þróttleysi

blóð í þvagi

breytingar á blóðprófum (aukin blóðfita)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Fuzeon

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðum hettuglasa með Fuzeon

eða vatni fyrir stungulyf á eftir fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar

kemur fram.

Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Eftir að lausnin hefur verið útbúin til inndælingar, á að nota hana tafarlaust. Sé hún ekki notuð

tafarlaust, verður að geyma hana í kæli (2°C-8°C) og nota hana innan 24 klukkustunda.

Ekki skal nota lyfið ef vart verður við agnir í duftinu eða lausninni eftir að búið er að bæta í vatni fyrir

stungulyf. Ekki skal heldur nota vatn fyrir stungulyf ef vart verður við agnir í hettuglasinu eða ef

vatnið er gruggugt.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Fuzeon inniheldur

Virka efnið er enfúvirtíð. Hvert hettuglas inniheldur 108 mg af enfúvirtíði. Eftir blöndun með

meðfylgjandi leysi inniheldur 1 ml af blandaðri lausn 90 mg af enfúvirtíði.

Önnur innihaldsefni eru:

Stofn

Natríumkarbónat, vatnsfrítt

Mannítól

Natríumhýdroxíð

Saltsýra

Leysir

Vatn fyrir stungulyf

Lýsing á útliti Fuzeon og pakkningastærðir

Fuzeon stungulyfsstofn og leysir, lausn er í öskju sem inniheldur:

60 hettuglös með Fuzeon

60 hettuglös með vatni fyrir stungulyf sem notað er til að blanda Fuzeon stungulyfsstofninn

60 3 ml sprautur

60 1 ml sprautur

180 sprittþurrkur

Í þessum pakka er allt það sem með þarf til undirbúnings og inndælingar Fuzeon í 30 daga.

Markaðsleyfishafi

Roche Registration GmbH

Emil-Barell-Strasse 1

79639 Grenzach-Wyhlen

Þýskaland

Framleiðandi ábyrgur fyrir lokasamþykkt

Roche Pharma AG

Emil-Barell-Str. 1

D-79639 Grenzach-Wyhlen

Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað, ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

N.V. Roche S.A.

Tél/Tel: +32 (0) 2 525 82 11

Lietuva

UAB “Roche Lietuva”

Tel: +370 5 2546799

България

Рош България ЕООД

Тел: +359 2 818 44 44

Luxembourg/Luxemburg

(Voir/siehe Belgique/Belgien)

Česká republika

Roche s. r. o.

Tel: +420 - 2 20382111

Magyarország

Roche (Magyarország) Kft.

Tel: +36 - 23 446 800

Danmark

Roche a/s

Tlf: +45 - 36 39 99 99

Malta

(See Ireland)

Deutschland

Roche Pharma AG

Tel: +49 (0) 7624 140

Nederland

Roche Nederland B.V.

Tel: +31 (0) 348 438050

Eesti

Roche Eesti OÜ

Tel: + 372 - 6 177 380

Norge

Roche Norge AS

Tlf: +47 - 22 78 90 00

Ελλάδα

Roche (Hellas) A.E.

Τηλ: +30 210 61 66 100

Österreich

Roche Austria GmbH

Tel: +43 (0) 1 27739

España

Roche Farma S.A.

Tel: +34 - 91 324 81 00

Polska

Roche Polska Sp.z o.o.

Tel: +48 - 22 345 18 88

France

Roche

Tél: +33 (0) 1 47 61 40 00

Portugal

Roche Farmacêutica Química, Lda

Tel: +351 - 21 425 70 00

Hrvatska

Roche d.o.o.

Tel: + 385 1 47 22 333

România

Roche România S.R.L.

Tel: +40 21 206 47 01

Ireland

Roche Products (Ireland) Ltd.

Tel: +353 (0) 1 469 0700

Slovenija

Roche farmacevtska družba d.o.o.

Tel: +386 - 1 360 26 00

Ísland

Roche a/s

c/o Icepharma hf

Sími: +354 540 8000

Slovenská republika

Roche Slovensko, s.r.o.

Tel: +421 - 2 52638201

Italia

Roche S.p.A.

Tel: +39 - 039 2471

Suomi/Finland

Roche Oy

Puh/Tel: +358 (0) 10 554 500

Kύπρος

Γ.Α.Σταμάτης & Σια Λτδ.

Τηλ: +357 - 22 76 62 76

Sverige

Roche AB

Tel: +46 (0) 8 726 1200

Latvija

Roche Latvija SIA

Tel: +371 – 6 7039831

United Kingdom

Roche Products Ltd.

Tel: +44 (0) 1707 366000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Þessi fylgiseðill er birtur á vef Lyfjastofnunar Evrópu á tungumálum allra ríkja Evrópska

efnahagssvæðisins.

7.

Nákvæmar leiðbeiningar um hvernig gefa á Fuzeon

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef eitthvað er óljóst skal leita

upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Hvað gera örvhentir

Myndirnar í þessum fylgiseðli sýna fólk sem er rétthent. Þeir sem eru örvhentir eiga að gera það sem

þeim finnst eðlilegast. Væntanlega er þægilegast fyrir þá að:

halda á sprautunni í vinstri hendi og

halda hettuglasinu með þumli og vísifingri hægri handar.

Hvenær er þörf á aðstoð

Í upphafi getur verið erfitt að nota ákveðna stungustaði, svo sem upphandlegg. Gott er að fá aðstoð hjá

maka, vini eða einhverjum úr fjölskyldunni ef þess er þörf. Þú gætir viljað fá einhvern með þér í

þjálfun í inndælingu hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi.

Sprauturnar

Sprauturnar sem fylgja lyfinu eru með litaða nálaröryggishlíf. Hún er fest við nálina og hylur hana

eftir notkun til að draga úr hættunni á að einhver stingi sig á henni. Þótt sprauturnar séu búnar þessum

öryggiseiginleika er áríðandi að farga notuðum sprautum á réttan hátt. Fylgið leiðbeiningum frá lækni,

lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Öryggisleiðbeiningar

Þvoið hendur vandlega. Það dregur úr hættu á bakteríusýkingum.

Snertið ekkert nema lyfið og búnaðinn eftir að hendur hafa verið þvegnar.

Snertið ekki nálina þegar verið er að handleika sprautuna.

Snertið ekki tappa hettuglasanna þegar búið er að hreinsa þá með sprittþurrkum.

Notið ekki umbúðir sem hafa verið opnaðar. Gangið úr skugga um að ekkert af búnaðinum hafi

verið opnað fyrir notkun.

Notið aldrei notaðar sprautunálar eða deilið þeim með öðrum.

Notið aldrei sprautu með boginni eða skemmdri nál.

Blandið aldrei lyfið með kranavatni.

Sprautið aldrei lyfinu með öðrum stungulyfjum.

Eingöngu á að gefa Fuzeon undir húð.

Fuzeon á ekki að gefa í æð eða í vöðva.

Fargið notuðum búnaði í sérstakt ílát fyrir úrgangsefni, með loki. Gerið þetta jafnvel þó

hettuglös innihaldi ónotað lyf eða vatn fyrir stungulyf, þar sem þau eru eingöngu einnota. Ræðið

við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn ef spurningar vakna um örugga förgun slíkra

hluta.

Hér fyrir neðan eru einfaldar leiðbeiningar í nokkrum skrefum varðandi inndælinguna.

Skref A: Undirbúningur

Takið til öll eftirtalin áhöld:

Eitt hettuglas af Fuzeon (glerílát með hvítu dufti)

Eitt hettuglas af vatni fyrir stungulyf (glerílát með tærum og litlausum vökva)

Eina 3 ml sprautu (stærri sprautan) með 25 mm nál

Eina 1 ml sprautu (minni sprautan) með 13 mm nál

3 sprittþurrkur

Sérstakt ílát fyrir úrgangsefni með loki til öruggrar förgunar úrgangsefna.

Opnið pakkana með sprautunum og takið lokin af hettuglösunum.

Fleygið umbúðum og lokum af hettuglösum í sérstakt ílát fyrir úrgangsefni.

Setjið sprautur og hettuglös á hreinan flöt.

Þvoið hendur vel.

Eftir handþvottinn á ekki að snerta neitt nema inndælingaráhöldin og stungustað.

Hreinsið tappana á hettuglösunum.

Þurrkið ofan af töppunum á hvoru hettuglasi um sig með nýrri sprittþurrku. Látið þá síðan

loftþorna.

Gætið þess að snerta ekki gúmmítappana eftir að þeir hafa verið hreinsaðir. Ef þeir eru snertir,

verður að hreinsa þá aftur.

Skref B: Blöndun Fuzeon

Dragið upp vatn fyrir stungulyf

Takið

3 ml stóru sprautuna

. Notið vísifingur til að ýta lituðu nálaröryggishlífinni frá nálinni.

Til þess að tryggja að nálin sé föst á sprautunni:

haldið um plastlokið undir nálarhlífinni

herðið nálina og lokið með því að snúa varlega réttsælis. Ekki snúa of kröftuglega því þá gæti

nálin losnað.

Til að fjarlægja glæra plastlokið:

þrýstið því í áttina að sprautunni og togið síðan af.

Dragið upp 1,1 ml af lofti.

Stingið nálinni á sprautunni í gúmmítappann á hettuglasinu með vatni fyrir stungulyf og

sprautið lofti inn með því að þrýsta stimplinum niður.

Hvolfið hettuglasinu varlega.

Gætið þess að nálaroddurinn sé alltaf undir yfirborði

vatnsins fyrir stungulyf svo ekki komist loftbólur inn í sprautuna

Dragið stimpilinn hægt til baka þar til vatnið nær 1,1 ml merkinu

. Vinsamlega athugið að

hettuglasið inniheldur meiri vökva en þörf er fyrir (2 ml); einungis á að draga upp 1,1 ml til að

undirbúa lyfjagjöfina.

Sláið laust á sprautuna til þess að hugsanlegar loftbólur stígi upp.

Ef aukaloft kemst inn í sprautuna á að ýta varlega á stimpilinn til að þrýsta loftinu aftur inn í

hettuglasið.

Síðan á að draga vatnið upp aftur.

Gangið úr skugga um að 1,1 ml af vatni fyrir stungulyf sé í sprautunni.

Endurtaka má þetta skref þar til rétt rúmmál af vatni fyrir stungulyf er í sprautunni.

Takið nálina úr hettuglasinu.

Gætið þess að snerta aldrei nálina með fingrunum eða neinu

öðru.

Fleygið hettuglasinu og afgangnum af vatni fyrir stungulyf í sérstakt ílát fyrir úrgangsefni –

þetta hettuglas er einungis einnota.

Vatni fyrir stungulyf sprautað í Fuzeon duft

Sláið laust í hettuglasið með Fuzeon til þess að losa um duftið.

Haldið um miðja sprautuna með vatninu og ýtið nálinni örlítið á ská í gegnum gúmmítappann

á hettuglasinu.

Ýtið stimplinum á sprautunni hægt niður.

Látið vatnið renna hægt niður eftir innanverðu hettuglasinu.

Gætið þess vel að sprauta ekki vatni á duftið af fullum krafti þar sem þá getur myndast froða.

Ef froða myndast, er duftið lengur að leysast algjörlega upp.

Eftir að búið er að láta allt vatnið fyrir stungulyf í Fuzeon hettuglasið, á að taka sprautuna úr

hettuglasinu.

Haldið um miðja sprautuna með annarri hendi og ýtið lituðu nálaröryggishlífinni varlega niður

á sléttan flöt þar til að hún hylur nálina.

Þú munt heyra smell. Ekki nota lausu höndina til að ýta hlífinni yfir nálina.

Fleygið sprautunni í lokað ílát fyrir úrgangsefni.

Vatni fyrir stungulyf blandað við Fuzeon duft

Sláið varlega á hettuglasið með fingurgómnum þar til duftið fer að leysast upp.

Aldrei á að

hrista hettuglasið eða hvolfa því við blöndun - það veldur óþarfa froðumyndun.

Þegar duftið fer að leysast upp skal setja hettuglasið til hliðar til að duftið leysist alveg upp.

Það getur tekið duftið allt að 45 mínútur að leysast upp.

Einnig má rúlla hettuglasinu varlega milli handa sér eftir að vatninu fyrir stungulyf hefur verið

bætt í þar til duftið er algjörlega uppleyst.

Þetta getur stytt þann tíma sem duftið þarf til að leysast upp.

Þegar duftið er algjörlega uppleyst

Látið loftbólur, sem kunna að hafa myndast, hjaðna.

Ef loftbólur eru enn til staðar, á að slá laust í glasið til að eyða þeim.

Áríðandi er að skoða hvort agnir séu í lausninni.

Verði vart við agnir í lausninni, skal ekki nota hana.

Fleygja á hettuglasinu í þar til gert lokað ílát fyrir úrgangsefni eða skila því aftur í apótekið.

Byrja á aftur með nýtt hettuglas af Fuzeon dufti.

Ef gúmmítappinn er óvart snertur, er nauðsynlegt að hann sé hreinsaður aftur með nýrri

sprittþurrku.

Þegar skammtur hefur verið blandaður með vatni fyrir stungulyf, verður að nota hann

tafarlaust. Ef það er ekki gert á að geyma hann í kæli og nota innan 24 klukkustunda.

Látið lausnina ná stofuhita fyrir notkun.

Ef báðir skammtar dagsins eru útbúnir í einu, skal gæta þess að nota nýjar nálar, vatn fyrir

stungulyf og Fuzeon fyrir hvorn skammt um sig.

Skref C: Inndæling undirbúin

Fuzeon dregið upp í 1 ml sprautuna

Þurrkið aftur ofan af tappanum á Fuzeon hettuglasinu með nýrri sprittþurrku.

Takið

litlu 1 ml sprautuna

. Notið vísifingur til að ýta lituðu nálaröryggishlífinni aftur í átt frá

nálinni.

Til þess að tryggja að nálin sé föst á sprautunni:

haldið um glæra plastlokið undir nálarhlífinni

herðið nálina/lokið með því að snúa varlega og þrýsta því í áttina að sprautunni.

Til að fjarlægja glæra plastlokið:

þrýstið því í áttina að sprautunni og togið síðan af.

Dragið upp 1 ml af lofti.

Gætið þess að draga stimpilinn ekki of hratt út – hann gæti farið fram yfir 1 ml markið eða út úr

sprautuhólknum.

Stingið nálinni í gúmmítappann á Fuzeon hettuglasinu og ýtið á stimpilinn. Þá sprautast loftið

inn í glasið.

Snúið hettuglasinu varlega á hvolf.

Gætið þess að nálaroddurinn sé alltaf undir yfirborði lausnarinnar til að varna því að loftbólur

komist inn í sprautuna.

Dragið stimpilinn hægt til baka þar til lausnin nær 1,0 ml merkinu.

Gætið þess að draga stimpilinn ekki of hratt út – hann gæti farið fram yfir 1 ml markið eða út úr

sprautuhólknum.

Sláið laust á sprautuna svo hugsanlegar loftbólur færist upp.

Ef of mikið loft kemst inn í sprautuna, skal þrýsta varlega á stimpilinn til að sprauta loftinu aftur

inn í hettuglasið

Dragið síðan lausnina upp aftur

Gangið úr skugga um að 1,0 ml af lausn séu í sprautunni (eða það magn sem læknirinn hefur

ávísað, sé það annað).

Þetta getur þurft að endurtaka þar til rétt magn af lausn er komið í sprautuna.

Takið sprautuna úr hettuglasinu.

Skref D: Innsdæling á Fuzeon

Ábending:

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn getur lagt til að notuð sé önnur inndælingartækni

sem hentar betur.

Hvar er best að sprauta

Fuzeon er gefið sem 1 ml inndæling undir húð.

Hægt er að sprauta í upphandlegg, efri hluta læra eða kvið.

Hverja inndælingu á að gefa á öðrum stað en síðast var stungið í.

Aldrei má sprauta þar sem enn eru viðbrögð á stungustað frá fyrri skammti. Athugið þá staði

sem áður hefur verið sprautað í með því að þrýsta á húðina til að aðgæta hvort harðir hnútar eru

í henni.

Ekki má sprauta á svæðum sem gætu orðið fyrir ertingu af belti eða mitti á fötum.

Aldrei á að sprauta lyfinu í fæðingarblett, örvef, marbletti eða nafla.

Stungustaður hreinsaður

Hreinsið stungustaðinn vel með sprittþurrku. Strjúkið í hringi, byrjið innst og víkkið hringinn. Látið

þorna alveg.

Stunga og inndæling

Klípið um eins mikið af húðfellingu og hægt er án þess að það sé óþægilegt.

Stingið nálinni í húðina með 45 gráðu horni.

Þegar nálin er komin inn:

sleppið húðinni

notið lausu höndina til að halda í sprautuhólkinn - það gerir hann stöðugri og kemur í veg fyrir

að hann hreyfist.

Notið þumalfingur hinnar handarinnar til að þrýsta stimplinum niður og sprauta lausninni inn.

Eftir að skammturinn er allur kominn inn á að fjarlægja nálina úr húðinni.

Eftir að nálin er dregin út

Haldið um sprautuhólkinn með annarri hendi

ýtið lituðu nálaröryggishlífinni varlega niður á sléttan flöt þar til hún hylur nálina.

Þú munt heyra smell.

Ekki nota lausu höndina til að ýta hlífinni yfir nálina

Fleygið sprautunni í þar til gert lokað ílát fyrir úrgangsefni.

Látið plástur á stungustaðinn ef blóð er á húðinni.

Skref E: Förgun notaðra áhalda

Fleygið öllum notuðum búnaði beint í þar til gert lokað ílát fyrir úrgangsefni. Gerið þetta jafnvel

þó hettuglös innihaldi ónotað lyf eða vatn fyrir stungulyf, þar sem þau eru eingöngu einnota.

Hafið ílátið kyrfilega lokað og geymið það þar sem börn ná ekki til.

Fáið ráð hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum um hvernig best sé að farga

ílátinu.

Ef fram koma spurningar eða áhyggjuefni varðandi örugga förgun þessara hluta, skal hafa

samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn.