Fucithalmic

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Fucithalmic Augndropar, dreifa 10 mg/g/einnotask.
 • Skammtar:
 • 10 mg/g/einnotask.
 • Lyfjaform:
 • Augndropar, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Fucithalmic Augndropar, dreifa 10 mg/g/einnotask.
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • eb152244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Fucithalmic 10mg/g, augndropar, dreifa

Fucithalmic 10mg/g, augndropar, dreifa í stakskammtaíláti

fúsidínsýra

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum:

Upplýsingar um Fucithalmic og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Fucithalmic

Hvernig nota á Fucithalmic

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Fucithalmic

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM FUCITHALMIC OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Fucithalmic er sýklalyf notað til meðferðar á sýkingum í augum.

Til að byrja með kemur Fucithalmic í veg fyrir að bakteríur fjölgi sér, en smám saman verður það

bakteríudrepandi.

Þú skalt nota Fucithalmic við augnsýkingum ef sýkingin er af völdum sýkla sem eru næmir fyrir

Fucithalmic.

Læknirinn gæti hafa ávísað lyfinu til annarrar notkunar. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FUCITHALMIC

Ekki má nota Fucithalmic

ef þú ert með ofnæmi fyrir fúsidínsýru eða einhverju öðru innihaldsefni Fucithalmic.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Fucithalmic

Vinsamlega athugið

Þú skalt ekki nota augnlinsur (hvorki harðar né mjúkar) þegar þú ert með augnsýkingu. Fucithalmic

augndropar innihalda örkristalla sem geta rispað bæði augnlinsuna og hornhimnuna.

Ef þú notar Fucithalmic of oft geta bakteríur orðið ónæmar.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, , einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, lyf sem keypt eru í

útlöndum, náttúrulyf, sterk vítamín og steinefni sem og fæðubótaefni.

Ef þú notar fleiri en eitt augnlyf skaltu bíða í u.þ.b. 5 mínútur á milli þess sem þú notar Fucithalmic og

hitt lyfið.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga

Þú getur notað Fucithalmic á meðgöngu.

Brjóstagöf

Þú getur notað Fucithalmic jafnvel þó þú sért með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Fucithalmic getur valdið þokusýn strax eftir notkun. Þú skalt því bíða með að keyra bíl eða önnur ökutæki

og nota vélar þar til sjónin verður skýr aftur.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Fucithalmic

Fucithalmic augndropar í túpu

Augndroparnir innihalda rotvarnarefnið benzalkónklóríð sem getur valdið ertingu í auga. Benzalkónklóríð

getur upplitað mjúkar augnlinsur.

Þú skalt varast að nota augnlinsur (harðar og mjúkar) þegar þú ert með augnsýkingu.

Fucithalmic augndropar í skammtahylki

Innihalda ekki benzalkónklóríð.

Þú skalt varast að nota augnlinsur (harðar og mjúkar) þegar þú ert með augnsýkingu.

3.

HVERNIG NOTA Á FUCITHALMIC

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu

þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur er

1 dropi í sýkt auga/augu tvisvar sinnum á sólarhring.

Notkunarleiðbeiningar

Skammtahylki:

Opnið pokann með því að klippa eftir endilangri brotalínu.

Takið einnota skammtahylkin úr pokanum og losið eitt skammtahylki frá.

Lokið pokanum eftir notkun með því að brjóta saman kantinn.

Haldið skammtahylkinu þannig að vængurinn snúi niður (sjá mynd 1) og sláið varlega á hylkið

svo innihaldið safnist fyrir í neðri og þrengri hluta þess.

Opnið skammtahylkið með því að snúa vænginn af (sjá mynd 2).

Dreypið lyfinu í augað með því að þrýsta á þykkari hluta skammtahylkisins.

Hvert einnota skammtahylki inniheldur nægjanlegt magn til notkunar í bæði augu.

Túpa og skammtahylki:

Með því að draga neðra augnlokið niður eins og sýnt er á mynd 3 er hægt að láta 1 dropa af

Fucithalmic drjúpa niður í bilið milli augans og neðra augnloks án þess að stútur túpunnar eða

skammtahylkisins komi í snertingu við augað eða svæðið umhverfis það.

Fucithalmic augndropar eru þykkfljótandi til að auðveldara sé að dreypa þeim í augun, en þeir

verða tærir og þunnfljótandi fljótlega eftir að þeir blandast söltum táravökvanum.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Hafðu samband við lækninn, bráðamóttöku eða apótekið ef þú hefur notað meira Fucithalmic en mælt er

fyrir um í þessum fylgiseðli eða meira en læknirinn hefur mælt fyrir um og þú finnur fyrir vanlíðan.

Hafðu umbúðirnar með þér.

Ef gleymist að nota Fucithalmic

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Taka skal áfram

venjulegan skammt.

Ef hætt er að nota Fucithalmic

Þú skalt einungis hætta meðferð í samráði við lækninn.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Fucithalmic valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir: Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum

Stingur í augum, bruni í augum og erting í augum.

Sjaldgæfar aukaverkanir: Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum

Tárvot augu, tímabundin þokusýn.

Kláði, bólga í kringum augu og ofnæmisviðbrögð

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir: Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum

Versnun augnsýkingar.

Útbrot (ofsakláði) og bólga. Getur verið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn. Ef andlit þitt, varir

eða tunga eru bólgin getur það verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

5.

HVERNIG GEYMA Á FUCITHALMIC

Geymið Fucithalmic þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið Fucithalmic augndropa ekki við hærri hita en 30°C.

Ekki skal nota Fucithalmic eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fucithalmic túpa:

Fucithalmic túpuna má aðeins nota í 4 vikur frá því að hún er opnuð.

Fucithalmic skammtahylki:

Eftir

pokinn

hefur

verið

opnaður

nota

skammtahylkin

honum

innan

vikna.

Opnum

skammtahylkjum á að henda strax eftir notkun.

Ekki

fleygja

lyfjum

skólplagnir

eða

heimilissorp.

Leitið

ráða

hjá

lyfjafræðingi

hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Fucithalmic 10mg/g augndropar, dreifa í túpu:

Virka innihaldsefnið: fúsidínsýra

Önnur innihaldsefni: bensalkónklóríð, karbómer, mannitól, natríumedetat, natríumhýdroxíð og vatn fyrir

stungulyf.

Hvað inniheldur Fucithalmic 10mg/g augndropar, dreifa í skammtahylki:

Virka innihaldsefnið: fúsidínsýra

Önnur innihaldsefni: karbómer, mannitól, natríumasetat, natríumhýdroxíð og vatn fyrir stungulyf.

Útlit og pakkningastærðir

Pakkningastærðir

Túpa:

Skammtahylki:

12 x 0,2 g

10 x 12 x 0,2 g

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Amdipharm Limited

Temple Chambers

3 Burlington Road

Dublin 4

Írland

Framleiðandi augndropa, dreifu í túpu

LEO Laboratories Ltd.

285 Cashel Road

Dublin 12

Írlandi

Framleiðandi augndropa, dreifu í skammtahylki

LEO Pharma A/S

Industriparken 55

DK-2750 Ballerup

Danmörk

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í nóvember 2013.