Fortum

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Fortum Stungulyfs-/ innrennslisstofn, lausn 2 g
 • Skammtar:
 • 2 g
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Fortum Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn 2 g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d3672759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fortum 1 g stungulyfsstofn, lausn

Fortum 2 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

Ceftazidím

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Fortum og við hverju það er notað

Áður en þú færð Fortum

Hvernig nota á Fortum

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Fortum

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Fortum og við hverju það er notað

Fortum er sýklalyf notað hjá fullorðnum og börnum (þar á meðal nýburum). Það verkar með því að

drepa bakteríur sem valda sýkingum. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast cefalóspórín.

Fortum er notað við meðferð alvarlegra bakteríusýkinga í:

lungum eða brjóstholi

lungum og berkjum hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm

heila (heilahimnubólga)

eyra

þvagfærum

húð og mjúkvefjum

kvið og kviðvegg (lífhimnubólga)

beinum og liðum

Fortum má einnig nota:

til að fyrirbyggja sýkingar við aðgerðir á blöðruhálskirtli hjá körlum

til meðferðar hjá sjúklingum með fá hvít blóðkorn (daufkyrningafæð), sem fá hita vegna

bakteríusýkingar.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en þú færð Fortum

Ekki má gefa þér Fortum

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ceftazidími eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú hefur fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð við einhverju öðru sýklalyfi (penicillíni,

mónóbaktam-lyfi og karbapenem-lyfi), vegna þess að þú gætir einnig verið með ofnæmi fyrir

Fortum.

Láttu lækninn vita áður en þú færð Fortum ef þú heldur að þetta eigi við um þig. Þú mátt ekki

fá Fortum.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Fortum

Þú þarft að fylgjast með ákveðnum einkennum, svo sem ofnæmisviðbrögðum, röskun í taugakerfi og

meltingarfærakvillum, svo sem niðurgangi, meðan þér er gefið Fortum. Þetta mun minnka hættuna á

hugsanlegum vandamálum. Sjá („Ástand sem þú þarft að fylgjast með“) í kafla 4. Ef þú hefur fengið

ofnæmisviðbrögð við öðrum sýklalyfjum gætir þú einnig verið með ofnæmi fyrir Fortum.

Ef þú þarft að fara í blóð- eða þvagprufu

Fortum getur haft áhrif á niðurstöður þvagprófa fyrir sykri og blóðprófa sem kallast Coombs-próf. Ef

þú ferð í slík próf:

Láttu þann sem tekur sýnið vita að þú hafir fengið Fortum.

Notkun annarra lyfja samhliða Fortum

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Þú átt ekki að fá Fortum án þess að ræða við lækninn ef þú tekur einnig:

sýklalyf sem kallast klóramfenikól

tegund sýklalyfja sem kallast amínóglýkósíð, t.d. gentamícín, tóbramýcín

vatnslosandi töflur sem kallast fúrósemíð

Láttu lækninn vita ef þetta á við um þig.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Leitaðu ráða hjá lækninum áður en þú færð Fortum:

Ef þú ert barnshafandi, heldur að þú gætir verið barnshafandi eða ráðgerir að verða

barnshafandi

Ef þú ert með barn á brjósti

Læknirinn mun meta ávinning meðferðar með Fortum fyrir þig á móti áhættu fyrir barnið.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Fortum getur valdið aukaverkunum sem hafa áhrif á hæfni þína til aksturs, svo sem sundli/svima.

Aktu ekki eða notaðu vélar nema þú sért viss um að finna ekki fyrir slíkum áhrifum.

Fortum inniheldur natríum

Þú þarft að hafa þetta í huga ef þú ert á natríumskertu fæði.

Styrkur Fortum

Magn í hverju

hettuglasi

Fortum 1 g

52 mg

Fortum 2 g

104 mg

3.

Hvernig nota á Fortum

Læknir eða hjúkrunarfræðingur sjá yfirleitt um að gefa Fortum. Það má gefa sem dreypi

(innrennsli í bláæð) eða með inndælingu beint í æð eða vöðva.

Læknir, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur sjá um að blanda Fortum með vatni fyrir stungulyf eða

viðeigandi innrennslisvökva.

Ráðlagður skammtur

Læknirinn ákveður réttan skammt af Fortum og ræðst hann af: alvarleika og tegund sýkingar; hvort þú

takir önnur sýklalyf; þyngd þinni og aldri; hve vel nýru þín starfa.

Nýburar (0-2 mánaða)

Fyrir hvert 1 kg sem barnið vegur, fær það 25 til 60 mg af Fortum á dag í tveimur aðskildum

skömmtum.

Börn (eldri en 2 mánaða) og börn sem vega minna en 40 kg

Fyrir hvert 1 kg sem barnið vegur, fær það 100 til 150 mg af Fortum á dag í þremur aðskildum

skömmtum. Að hámarki 6 g á dag.

Fullorðnir og unglingar sem vega 40 kg eða meira

1 g til 2 g af Fortum þrisvar á dag. Að hámarki 9 g á dag.

Sjúklingar eldri en 65 ára

Dagsskammturinn á yfirleitt ekki að fara yfir 3 g á dag, sérstaklega ef þú ert eldri en 80 ára.

Sjúklingar með nýrnavandamál

Þú gætir fengið annan skammt en venjulega skammtinn. Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur mun

ákveða hve mikið þú þarft af Fortum, eftir því hve alvarlegur nýrnasjúkdómur þinn er. Læknirinn mun

skoða þig vandlega og þú gætir þurft að fara í reglulegri nýrnapróf.

Ef notaður er stærri skammtur af Fortum en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef þú fyrir slysni notar meira en skammtinn sem þér var ávísað skaltu strax hafa samband við lækninn

eða næsta sjúkrahús.

Ef gleymist að nota Fortum

Ef þú missir af inndælingu áttu að fá hana eins fljótt og unnt er. Ekki á að tvöfalda skammt (tvær

inndælingar á sama tíma) til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota, fáðu bara næsta skammt

á venjulegum tíma.

Ekki hætta að nota Fortum

Ekki hætta að nota Fortum nema læknirinn segi þér að gera það. Leitaðu til læknis eða

hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ástand sem þú þarft að fylgjast með

Eftirfarandi alvarlegar aukaverkanir hafa komið fyrir hjá fáum einstaklingum, en nákvæm tíðni þeirra

er ekki þekkt:

alvarleg ofnæmisviðbrögð. Einkenni eru m.a. upphleypt útbrot með kláða, þroti, stundum í

andliti og munni sem veldur öndunarörðugleikum.

Útbrot í húð, sem geta myndað blöðrur, líta út eins og litlar markskífur (dökkir miðlægir

blettir, umluktir ljósara svæði með dökkri brún utan með.

Dreifð útbrot með blöðrum og flagnandi húð. (Þetta geta verið einkenni Stevens-Johnson-

heilkennis eða eitrunardreploss í húðþekju).

Taugakerfi: skjálftar, flog og í sumum tilvikum dá. Þetta hefur komið fyrir hjá fólki þegar

skammturinn sem það fær er of hár, einkum hjá fólki með nýrnasjúkdóma.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið greint frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum með miklum

útbrotum, sem fylgt geta hiti, þreyta, þroti í andliti eða eitlum, fjölgun eósínfíkla (tegund hvítra

blóðkorna), áhrif á lifur, nýru eða lungu (viðbrögð sem kallast DRESS).

Hafið strax samband við lækni eða hjúkrunarfræðing ef einhver þessara einkenna koma

fram.

Algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af 10 einstaklingum:

niðurgangur

þroti og roði meðfram æð

rauð upphleypt útbrot sem kláði getur fylgt

verkur, sviði, þroti eða bólga á stungustað.

Láttu lækninn vita ef eitthvað af þessu veldur þér vandræðum.

Algengar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum:

fjölgun ákveðinnar tegundar hvítra blóðkorna (eósínfíklafjöld)

fjölgun frumna sem aðstoða við blóðstorknun

hækkun lifrarensíma.

Sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af 100 einstaklingum:

bólga í meltingarvegi, sem getur valdið verkjum eða niðurgangi sem getur innihaldið blóð

þrusku - sveppasýkingar í munni eða leggöngum

höfuðverkur

sundl

magaverkur

ógleði eða uppköst

hiti og kuldahrollur.

Láttu lækninn vita ef þú færð eitthvað af þessu.

Sjaldgæfar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum:

fækkun hvítra blóðkorna

fækkun blóðflagna (frumur sem aðstoða við blóðstorknun)

hækkun á þéttni þvagefnis, köfnunarefnis úr þvagefni eða kreatíníni úr sermi í blóði.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af 10.000 einstaklingum

bólga eða bilun í nýrum

Aðrar aukaverkanir

Aðrar aukaverkanir hafa komið fram hjá fáum einstaklingum, en nákvæm tíðni þeirra er ekki þekkt:

náladofi

slæmt bragð í munni

gulnun í hvítu augna eða húð.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum:

rauðu blóðfrumurnar eyðileggjast of hratt

fjölgun ákveðinnar tegundar hvítra blóðkorna

veruleg fækkun hvítra blóðkorna.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Fortum

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

1 g stungulyfsstofn, lausn, 2 g stungylyfs-/innrennslisstofn, lausn

Geymið við lægri hita en 25°C.

Blönduð og þynnt lausn

Læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn munu útbúa lyfið í vatni fyrir stungulyf eða

samhæanlegum vökva. Þegar búið eer að útbúa lyfið skal nota það innan 6 daga ef það er geymt í kæli

(4°C) eða innan 9 klst. ef það er geymt við stofuhita (lægri hita en 25°C).

Geymið hettuglösin í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Fortum inniheldur

Fortum fæst í eftirfarandi styrkleikum: 1 g eða 2 g. Virka innihaldsefnið er 1 g eða 2 g af

ceftazidími (sem ceftazidím pentahýdrat).

Annað innihaldsefni er eingöngu natríumkarbónat (vatnsfrítt, sæft).

Sjá kafla 2 varðandi mikilvægar upplýsingar um natríum, sem er eitt innihaldsefna Fortum.

Útlit Fortum og pakkningastærðir

Fortum 1 g stungulyfsstofn, lausn er sæft, hvítt til drapplitað duft í 17 ml eða 26 ml hettuglösum úr

gleri með brómóbútýl gúmmítappa og með álhettu sem fletta má af.

Fæst í pakkningu með 5 hettuglösum.

Fortum 2 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn er sæft, hvítt til drapplitað duft í 60 ml eða 77 ml

hettuglösum úr gleri með brómóbútýl gúmmítappa og með álhettu sem fletta má af.

Fæst í pakkningu með 5 hettuglösum.

Læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn munu útbúa stungulyfið eða innrennslislyfið

með vatni fyrir stungulyf eða viðeigandi vökva. Þegar búið er að útbúa Fortum er liturinn breytilegur,

allt frá því að vera ljósgulur til gulbrúnn. Það er alveg eðlilegt.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi

GlaxoSmithKline Manufacturing S.p.A

Via A. Fleming, 2

37135 Verona

Ítalía

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535-7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Fortum 1 g stungulyfsstofn, lausn

Finnland, Ítalía – Glazidim

Holland, Ísland, Svíþjóð – Fortum

Fortum 2 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

Austurríki, Tékkland, Danmörk, Frakkland, Ungverjaland, Ísland, Litháen, Holland, Noregur, Pólland,

Rúmenía, Slóvakía, Svíþjóð, Bretland – Fortum

Belgía, Ítalía, Lúxemborg – Glazidim

Finnland – Glazidim

Frakkland – Fortumset

Grikkland – Solvetan

Portúgal – Cefortam

Spánn – Fortam IV

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2016.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

Vinsamlega sjá samantekt á eiginleikum lyfs vegna frekari upplýsinga

Geymsluþol

1 g stungulyfsstofn, lausn og 2 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn:

3 ár.

Eftir blöndun:

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika til notkunar í 6 daga við 4°C og í 9 klst.

við 25°C í vatni fyrir stungulyf eða samrýmanlegum vökvum sem taldir eru upp hér fyrir neðan.

Út frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota blandaða lausn strax. Ef lausnin er ekki notuð strax er

geymslutími og aðstæður áður en lausnin er notuð á ábyrgð notanda og ætti vanalega ekki að vera

lengri en 24 klst. við 2 til 8°C, nema að blöndun hafi farið fram með smitgát við gildaðar aðstæður.

Eftir þynningu:

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika til notkunar í 6 daga við 4°C og í 9 klst.

við 25°C í vatni fyrir stungulyf eða samrýmanlegum vökvum sem taldir eru upp hér fyrir neðan.

Út frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota blandaða og þynnta lausn strax. Ef lausnin er ekki notuð

strax er geymslutími og aðstæður áður en lausnin er notuð á ábyrgð notanda og ætti vanalega ekki að

vera lengri en 24 klst. við 2 til 8°C, nema að blöndun hafi farið fram með smitgát við gildaðar

aðstæður.

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Allar stærðir af Fortum hettuglösum eru með undirþrýstingi. Þegar lyfið leysist upp losnar koltvíoxíð

og yfirþrýstingur myndast. Horfa má framhjá litlum koltvíoxíðbólum í fullbúinni lausninni.

Leiðbeiningar um blöndun

Sjá töflu 1 og töflu 2 varðandi rúmmál sem bæta skal út í og styrki lausna, sem getur verið gagnlegt

þegar nota skal hluta af skömmtum.

Tafla 1: Stungulyfsstofn, lausn

Samsetning

Magn af

þynningarlausn sem

bæta skal við (ml)

Styrkur u.þ.b. (mg/ml)

Í vöðva

Í bláæð (bolus)

3 ml

10 ml

Í bláæð (bolus)

10 ml

Athugið:

Rúmmál lausnar af ceftazidími eftir blöndun er aukið vegna tilfærsluþáttar (displacement

factor) lyfsins en hefur þéttni sem sýnd er í töflunni hér að ofan.

Tafla 8: Innrennslisstofn, lausn

Samsetning

Magn af

þynningarlausn sem

bæta skal við (ml)

Styrkur u.þ.b. (mg/ml)

Innrennsli í bláæð

50 ml*

* Skal bætt saman við í tveimur þrepum.

Athugið:

Rúmmál lausnar af ceftazidími eftir blöndun er aukið vegna tilfærsluþáttar (displacement

factor) lyfsins en hefur þéttni sem sýnd er í töflunni hér að ofan.

Lausnirnar eru breytilegar á litinn, allt frá því að vera ljósgular yfir í gulbrúnar, háð styrk,

þynningarlausn og geymsluaðstæðum sem notaðar eru. Ef farið er eftir ráðleggingum sem hér koma

fram verður virkni lyfsins ekki fyrir óæskilegum áhrifum af slíkum litabreytingum.

Ceftazidím í styrk á milli 1 mg/ml og 40 mg/ml má blanda saman við:

natríumklóríð 9 mg/ml stungulyf, lausn

M/6 natríumlaktatlausn

samsett natríumlaktatlausn (Hartmanns lausn)

5% glúkósalausn

0,225% natríumkóríð- og 5% glúkósalausn

0,45% natríumklóríð- og 5% glúkósalausn

0,9% natríumklóríð- og 5% glúkósalausn

0,18% natríumklóríð- og 4% glúkósalausn

10% glúkósalausn

Dextran 40 lausn 10% í 0,9% natríumklóríðlausn

Dextran 40 lausn 10% í 5% glúkósalausn

Dextran 70 lausn 6% í 0,9% natríumklóríðlausn

Dextran 70 lausn 6% í 5% glúkósalausn

Ceftazidím í styrkleika á milli 0,05 mg/ml og 0,25 mg/ml má blanda saman við kviðskilunarvökva

(laktat).

Ceftazidím í þéttni sem getið er um í töflu 1 má blanda til notkunar í vöðva með 0,5% eða 1%

lídókaínhýdróklóríðstungulyfi.

1 g stungulyfsstofn, lausn, 2 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn:

Blöndun lausna fyrir hraða inngjöf (bolus)

Setjið nálina í gegnum tappann á hettuglasinu og dælið ráðlögðu rúmmáli af þynningarlausn

inn. Undirþrýstingurinn getur auðveldað innrennsli þynningarlausnarinnar. Fjarlægið

sprautunálina.

Hristið til að leysa upp: koldíoxíð losnar og tær lausn fæst eftir um 1 til 2 mínútur.

Hvolfið hettuglasinu. Þrýstið bullunni í sprautunni alveg niður, setjið nálina í gegnum tappa

hettuglassins og dragið allt rúmmál lausnarinnar upp í sprautuna (þrýstingurinn í hettuglasinu

getur auðveldað að draga lausnina upp). Tryggið að nálin sé undir yfirborði lausnarinnar og fari

ekki inn í rýmið fyrir ofan. Lausnin sem dregin er upp gæti innihaldið litlar loftbólur, horfa má

framhjá þeim.

Lausnirnar má gefa beint í æð eða inn í slöngu á innrennslissetti ef sjúklingurinn fær vökva í æð.

Ceftazidím má blanda við innrennslisvökva sem taldir eru upp hér að framan.

2 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn:

Blöndun lausna til innrennslis í bláæð úr ceftazidímstungulyfi í hefðbundnum hettuglösum (mini-bag

eða burette innrennslissett):

Blandið með notkun alls 50 ml af samrýmanlegri þynningarlausnum (taldar upp hér að framan), sem

bætt er saman við í TVEIMUR þrepum eins og lýst er hér á eftir.

Setjið sprautunálina í gegnum tappann á hettuglasinu og dælið 10 ml af þynningarlausn í

hettuglasið.

Dragið nálina út og hristið hettuglasið til að fá fram tæra lausn.

Ekki má stinga gaslosunarnál í fyrr en lyfið er uppleyst. Stingið gaslosunarnál í gegnum tappann

á glasinu til að draga úr þrýstingi.

Flytjið uppleysta lausnina í endanlegan gjafabúnað (t.d. innrennslissett af mini-bag eða burette

gerð) og náið upp heildarrúmmáli sem er minnst 50 ml og gefið með innrennsli í bláæð á 15 til

30 mínútum.

Athugið: Til að viðhalda sótthreinsun lyfsins er mikilvægt að nál til gaslosunar sé ekki stungið í

gegnum tappann á hettuglasinu fyrr en lyfið er að fullu uppleyst.

Farga skal öllum lausnum sem innihalda sýklalyf.

Eingöngu einnota.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.