Forsteo

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Forsteo
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Forsteo
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • KALSÍUM HOMEOSTASIS
 • Lækningarsvæði:
 • Beinbrot, Beinbrot, Tíðahvörf
 • Ábendingar:
 • Meðferð við beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf og karlar við aukna hættu á beinbrotum. Hjá konum eftir tíðahvörf hefur verið sýnt fram á veruleg lækkun á tíðni beinbrota og hryggleysinga en ekki brot á mjöðmum.. Meðferð beinbrot tengslum við viðvarandi almenn sykurstera meðferð í konur og menn á jókst hættan fyrir beinbrot.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 20

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000425
 • Leyfisdagur:
 • 09-06-2003
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000425
 • Síðasta uppfærsla:
 • 28-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

FORSTEO 20 míkrógrömm/80 míkrólítra stungulyf lausn í áfylltum lyfjapenna

Teriparatid

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um FORSTEO og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota FORSTEO

Hvernig nota á FORSTEO

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á FORSTEO

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um FORSTEO og við hverju það er notað

FORSTEO inniheldur virka efnið teriparatid sem er notað til að styrkja beinin og draga úr áhættu á

beinbrotum með því að örvar beinmyndun.

FORSTEO er notað til meðferðar við beinþynningu hjá fullorðnum. Beinþynning er sjúkdómur sem

veldur því að beinin þynnast og verða brothætt. Þessi sjúkdómur er sérstaklega algengur hjá konum

eftir tíðahvörf, en getur einnig komið fram hjá karlmönnum. Beinþynning er einnig algeng hjá

sjúklingum sem eru á barksterum.

2.

Áður en byrjað er að nota FORSTEO

Ekki má nota FORSTEO

ef um er að ræða

ofnæmi fyrir teriparatidi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (sem talin

eru upp í kafla 6)

ef þú ert með hækkað kalk (sögu um hækkun kalks í blóði)

ef þú ert með alvarlega skerta nýrnastarfsemi

ef þú ert með æxli í beinum eða önnur krabbamein sem hafa myndað meinvörp í beinum.

ef þú ert með ákveðna beinasjúkdóma. Ef þú hefur beinasjúkdóma, segðu lækninum frá því.

ef þú ert með óútskýrðan hækkaðan alkalískan fosfatasa í blóðinu, sem gæti þýtt að þú sért

með Pagetssjúkdóm í beini (sjúkdómur með óeðlilegum breytingum í beini). Spurðu lækninn

ef þú ert ekki viss.

ef þú hefur farið í geislameðferð sem tengist beinum.

ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti.

Varnaðarorð og varúðarreglur

FORSTEO getur valdið aukningu á kalki í blóði eða þvagi.

Leitið ráða hjá lækninum fyrir eða meðan á notkun FORSTEO stendur:

Ef þú hefur langvarandi ógleði, uppköst, hægðatregðu, ert orkulaus, eða vöðvaslappleika. Allt

þetta geta verið einkenni um of mikið kalk í blóði.

Ef þú ert með nýrnasteina eða hefur sögu um nýrnasteina.

Ef þú ert með nýrnavandamál (miðlungs mikið skerta nýrnastarfsemi).

Sumir sjúklingar geta fundið fyrir svima eða hraðari hjartslætti við notkun fyrstu skammtana. Þegar

fyrstu skömmtunum er sprautað inn þá skal gera það þar sem hægt er að setjast strax eða leggjast út af

ef þig svimar. Ekki á að lengja meðferðartíma fram yfir 24 mánaða ráðlagða meðferð.

FORSTEO má ekki nota hjá ungu fólki sem er enn að vaxa.

Börn og unglingar

FORSTEO má ekki gefa börnum eða unglingum (undir 18 ára aldri).

Notkun annarra lyfja samhliða FORSTEO

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, því stundum geta þau haft milliverkanir

(t.d. dígoxín/digitalis, lyf sem eru notuð við hjartasjúkdómi).

Meðganga og brjóstagjöf

Þú mátt ekki nota FORSTEO ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti. Ef þú ert kona á barneignaraldri

skalt þú nota örugga getnaðarvörn meðan á töku FORSTEO stendur. Ef þú verður þunguð, skal stöðva

meðferð með FORSTEO. Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Sumir sjúklingar hafa fundið fyrir svima eftir FORSTEO sprautu. Ef þig svimar skaltu ekki aka eða

nota vélar fyrr en þér líður betur.

FORSTEO inniheldur natríum:

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er sem næst

natríumlaust.

3.

HVERNIG NOTA Á FORSTEO

Notaðu lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er 20 míkrógrömm sem er gefinn einu sinni á dag með sprautu undir húð (til

notkunar undir húð), í læri eða kvið. Sprautaðu þig ávallt á sama tíma dags, því það auðveldar þér að

muna eftir að nota lyfið.

Notaðu FORSTEO daglega eins lengi og læknirinn hefur gefið fyrirmæli um. Meðferðarlengd með

FORSTEO ætti ekki að vera lengri en 24 mánuðir. Þú átt ekki að fá meira en eina 24 mánaða meðferð

um ævina. FORSTEO má gefa samtímis með máltíð.

Fylgið notkunarleiðbeiningum um notkun FORSTEO pennans.

Nálar fylgja ekki með pennanum. Hægt er að nota Becton, Dickinson og Company nálar fyrir

pennann.

Sprautaðu þig með FORSTEO skömmu eftir að þú hefur tekið pennann út úr kælinum eins og lýst er í

notkunarleiðbeiningunum. Settu pennann strax í kælinn eftir notkun.

Notaðu nýja nál í hvert skipti sem þú sprautar þig. Ekki má geyma pennann með nál á. Ekki deila

FORSTEO pennanum þínum með öðrum.

Læknirinn getur ráðlagt þér að taka FORSTEO með kalki og/eða D-vítamíni. Ræddu við lækninn um

hversu stórir dagsskammtarnir skulu vera.

FORSTEO má gefa með eða án matar.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður af FORSTEO:

Hafðu samband við lækni eða lyfjafræðing ef þú hefur, fyrir mistök, notað of mikið af FORSTEO.

Áhrif ofskömmtunar geta meðal annars verið ógleði, uppköst, sundl og höfuðverkur.

Ef þú gleymir eða getur ekki sprautað þig með FORSTEO á vanalegum tíma,

skaltu sprauta þig

eins fljótt og auðið er þann daginn. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst

hefur að nota. Ekki má nota fleiri en eina sprautu á dag. Ekki reyna að bæta upp þann skammt sem

gleymdist.

Ef hætt er að nota FORSTEO

Ef þú íhugar að hætta notkun FORSTEO skalt þú ræða það við lækninn. Hann mun ráðleggja þér og

ákveða hversu lengi þú átt að fá meðferð með FORSTEO.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengasta aukaverkunin er verkur í útlim (tíðni er mjög algeng, getur komið fyrir hjá fleirum en 1 af

hverjum 10 einstaklingum) og ógleði, höfuðverkur og sundl (tíðni algeng). Ef þig svimar eftir

sprautuna, skaltu setjast eða leggja þig uns einkennin líða hjá. Ef einkennin batna ekki, skaltu hafa

samband við lækni, áður en meðferð er haldið áfram. Tilkynnt hefur verið um yfirlið í tengslum við

notkun teriparatid.

Sumir einstaklingar geta fundið til óþæginda svo sem hörundsroða, verkja, bólgu, kláða, fengið

marbletti eða minniháttar blæðingar á stungusvæði. Venjulega líður það hjá á nokkrum dögum eða

vikum. Annars skaltu hafa samband við lækninn eins fljótt og auðið er. Í mjög sjaldgæfum tilfellum

geta komið fram alvarleg og hugsanlega lífshættuleg ofnæmisviðbrögð að meðtöldum

bráðaofnæmisviðbrögðum.

Aðrar aukavarkanir eru meðal annarra:

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

kólesterólhækkun í blóði

þunglyndi

taugaverkur í fæti

yfirliðstilfinning

óreglulegur hjartsláttur

mæði

aukin svitamyndun

vöðvakrampar

orkuleysi

þreyta

brjóstverkur

lágur blóðþrýstingur

brjóstsviði (sársaukafull eða stingandi tilfinning rétt fyrir neðan bringubein)

ógleði (uppköst)

blæðing í vélinda

lágt gildi blóðrauða eða lítill fjöldi rauðra blóðkorna (blóðleysi)

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

aukinn hjartsláttur

hjartaniður (hjartamurr)

öndunarerfiðleikar

gylliniæð

skyndileg þvaglát eða þvagleki

aukin þvaglátaþörf

þyngdaraukning

nýrnasteinar

vöðvaverkir og liðverkir. Sumir sjúklingar hafa fengið alvarlegan krampa eða verk í baki sem

leiddi til innlagnar á sjúkrahús

kalkhækkun í blóði

þvagsýruhækkun í blóði

hækkun á ensími sem kallast alkalískur fosfatasi.

Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum

skert nýrnastarfsemi, þar með talin nýrnabilun

bólga aðallega á höndum, fótum og fótleggjum

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á FORSTEO

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið FORSTEO ávallt í kæli (2°C – 8°C). Þú getur notað FORSTEO í allt að 28 daga eftir að fyrst

er sprautað úr pennanum, svo fremi sem penninn er geymdur í kæli (2°C til 8°C).

FORSTEO má ekki frjósa. Forðist að geyma penna nálægt frystihólfi til að fyrirbyggja að þeir frjósi.

Ekki má nota FORSTEO ef það er, eða hefur frosið.

FORSTEO pennanum skal fargað samkvæmt leiðbeiningum eftir 28 daga, jafnvel þótt hann sé ekki

tómur.

FORSTEO inniheldur tæra og litlausa, lausn. Ekki má nota FORSTEO ef agnir eru í lausninni, eða ef

lausnin er skýjuð eða lituð.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

FORSTEO inniheldur

Virka innihaldsefnið er teriparatid. Hver ml af stungulyfi, lausn inniheldur 250 míkrógrömm af

teriparatidi.

Önnur innihaldsefni eru ísediksýra, natríumacetat (vatnsfrítt), mannitól, metakresól og vatn fyrir

stungulyf. Auk þess getur verið bætt við saltsýrulausn og/eða natríumhýdroxíðlausn til að stilla

sýrustig (pH).

Lýsing á útliti FORSTEO og pakkningastærðir

FORSTEO er litlaus og tær lausn. Lyfið fæst í rörlykju sem komið er fyrir í áfylltum einnota

lyfjapenna. Hver penni inniheldur 2,4 ml af lausn sem nægir í 28 skammta. Pennarnir fást í öskjum

sem innihalda einn eða þrjá penna. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Eli Lilly Nederland B.V., Papendorpseweg 83, 3528 BJ Utrecht, Holland.

Framleiðandi

Lilly France S.A.S, Rue du Colonel Lilly, F-67640 Fegersheim, Frakkland.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Eli Lilly Benelux S.A./N.V.

Tél/Tel: + 32 (0) 2 548 84 84

Luxembourg/Luxemburg

Eli Lilly Benelux S.A./N.V.

Tél/Tel: + 32 (0) 2 548 84 84

България

ТП "Ели Лили Недерланд" Б.В. - България

тел. + 359 2 491 41 40

Magyarország

Lilly Hungária Kft.

Tel: + 36 1 328 5100

Česká republika

ELI LILLY ČR, s.r.o.

Tel: + 420 234 664 111

Malta

Charles de Giorgio Ltd.

Tel: + 356 25600 500

Danmark

Eli Lilly Danmark A/S

Tlf: + 45 45 26 60 00

Nederland

Eli Lilly Nederland B.V.

Tel: + 31-(0) 30 60 25 800

Deutschland

Lilly Deutschland GmbH.

Tel. + 49-(0) 6172 273 2222

Norge

Eli Lilly Norge A.S.

Tlf: + 47 22 88 18 00

Eesti

Eli Lilly Holdings Limited Eesti filiaal

Tel:

+

3726817280

Österreich

Eli Lilly Ges. m.b.H.

Tel: + 43-(0) 1 711 780

Ελλάδα

ΦΑΡΜΑΣΕΡΒ-ΛΙΛΛΥ Α.Ε.Β.Ε.

Τηλ: + 30 210 629 4600

Polska

Eli Lilly Polska Sp. z o.o.

Tel.: + 48 22 440 33 00

España

Lilly S.A.

Tel: + 34 91 663 50 00

Portugal

Lilly Portugal - Produtos Farmacêuticos, Lda

Tel: + 351-21-4126600

France

Lilly France SAS

Tél: + 33-(0) 1 55 49 34 34

România

Eli Lilly România S.R.L.

Tel: + 40 21 4023000

Hrvatska

Eli Lilly Hrvatska d.o.o.

Tel: +385 1 2350 999

Ireland

Eli Lilly and Company (Ireland) Limited.

Tel: + 353-(0) 1 661 4377

Slovenija

Eli Lilly farmacevtska družba, d.o.o

Tel: +386 (0)1 580 00 10

Ísland

Icepharma hf.

Sími: + 354 540 8000

Slovenská republika

Eli Lilly Slovakia, s.r.o.

Tel: + 421- 220 663 111

Italia

Eli Lilly Italia S.p.A.

Tel: + 39- 055 42571

Suomi/Finland

Oy Eli Lilly Finland Ab

Puh/Tel: + 358-(0) 9 85 45 250

Κύπρος

Phadisco Ltd

Τηλ: + 357 22 715000

Sverige

Eli Lilly Sweden AB

Tel: + 46-(0) 8 7378800

Latvija

Eli Lilly Holdings Limited pārstāvniecība Latvijā

Tel:

+

371 67364000

United Kingdom

Eli Lilly and Company Limited

Tel: + 44-(0) 1256 315000

Lietuva

Eli Lilly Holdings Limited atstovybė

Tel. + 370 (5) 2649600

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ og á

vef Lyfjastofnunar http//www.serlyfjaskra.is.

Þessi fylgiseðill er birtur á vef Lyfjastofnunar Evrópu á tungumálum allra ríkja Evrópska

efnahagssvæðisins.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR PENNANN

Forsteo™

FORSTEO, 20 míkrógrömm (µg) 80 míkrólítra, stungulyf, lausn, í áfylltum lyfjapenna

Notkunarleiðbeiningar

Áður en þú notar nýja pennann þinn, vinsamlegast lestu ítarlega kaflann Leiðbeiningar um

notkun. Fylgdu leiðbeiningunum vandlega þegar þú notar pennann.

Lestu einnig fylgiseðilinn sem er í umbúðunum.

Ekki deila pennanum eða nálum með öðrum þar sem það getur aukið hættuna á smiti af völdum

sýkla.

Penninn þinn inniheldur lyf fyrir 28 daga.

Uppbygging FORSTEO pennans*

* Nálar fylgja ekki með.

Hægt er að nota Becton,

Dickinson og Company

nálar fyrir pennann.

Spyrðu lækninn eða

lyfjafræðing hvaða

nálarstærð er best fyrir

þig.

Gulur hólkur

Svartur

skömmtunar-

takki

Rauð rönd

Blár

pennahólkur

Rörlykja

fyrir lyf

Hvítt lok

Pappírs-

innsigli Nál Stór nálarhlíf

Lítil nálarhlíf

Þvoðu hendur alltaf fyrir hverja notkun. Undirbúðu svæðið sem nota á til inndælingar

samkvæmt leiðbeiningum frá lækni eða lyfjafræðingi.

1

Taktu hvíta lokið af

2

Ný nál sett á

Taktu

pappírsinnsiglið af.

Þrýstu nálinni

beint

á rörlykjuna með

lyfinu.

Skrúfaðu nálina á

þar til hún er föst.

Togaðu stóru

nálarhlífina af

geymið

Stór

nálarhlíf

3

Stillið

skammt

Rauð rönd

Lítil

nálarhlíf

Togaðu

út svarta

skömmtunar-

takkann

þar til

hann stöðvast.

Ef þú getur ekki

togað út svarta

skömmtunar-

takkann skoðaðu

þá kaflann

Spurningar og

svör, vandamál

E.

Athugaðu

hvort rauða

röndin sést.

Togaðu

litlu

nálarhlífina af og

hendið.

4

Skammti

dælt inn

Klemmdu húðina varlega á læri eða kvið

og stingdu nálinni beint í húðina.

Þrýstu

inn svarta skömmtunartakkanum

þar til hann stöðvast. Haltu honum inni og

teldu h-æ-g-t upp að 5

Dragðu nálina úr

húðinni.

Mikilvægt

5

Skammtur

staðfestur

Eftir að

inndælingu er

lokið

Þegar nálin

hefur verið

fjarlægð úr

húðinni,

athugaðu

hvort

svarta

skömmtunar-

takkanum hafi

verið ýtt alla leið

inn. Ef ekki sést

í gula hólkinn þá

hefur

inndælingu verið

lokið á

fullnægjandi

hátt.

Þú ættir

ekki

að geta séð neitt

af gula hólknum. Ef þú gerir

það og hefur þegar dælt inn

skammti, þá skalt þú ekki

endurtaka inndælingu sama

dag. Í stað þess

skalt þú

endurstilla FORSTEO

pennann (sjá Spurningar og

svör, vandamál A)

Stór

nálarhetta

6

Nál fjarlægð

Setjið stóru

nálarhlífina yfir

nálina.

Skrúfið nálina af

með því að snúa

stóru nálarhlífinni 3

til 5 sinnum heilan

hring.

Togaðu nálina af og

fargaðu henni

samkvæmt

leiðbeiningum læknis

eða lyfjafræðings.

Þrýstu hvíta lokinu

aftur á pennann.

Setjið FORSTEO

pennann í kæli strax

að lokinni notkun.

Leiðbeiningunum um meðhöndlun nála er ekki ætlað að koma í stað staðbundinna ráðlegginga

heilbrigðisstarfsfólks.

Forsteo™

FORSTEO, 20 míkrógrömm (µg) 80 míkrólítra

stungulyf, lausn, í áfylltum lyfjapenna.

Spurningar og svör

Vandamál

Lausn

A. Það sést enn í gula

hólkinn eftir að ég þrýsti

inn svarta inndælingar-

takkanum. Hvernig get

ég endurstillt FORSTEO

pennann.

Fylgið eftirfarandi skrefum til að endurstilla

FORSTEO pennann.

Ef þú hefur nú þegar dælt inn skammti þá

skalt þú ekki dæla inn öðrum skammti

sama dag.

Fjarlægðu nálina.

Settu nýja nál á, taktu stóru nálarhlífina af og

geymdu hana.

Togaðu út svarta skömmtunartakkann þar til

hann stöðvast. Athugaðu hvort það sjáist í

rauðu röndina.

Togaðu litlu nálarhlífina af og fleygðu henni.

6)

Vísið nálinni niður í tómt ílát. Þrýstið á svarta

skömmtunartakkann þar til hann stöðvast.

Haltu honum inni og teldu h-æ-g-t upp að 5.

Þú gætir séð lítla bunu eða dropa.

Þegar

þessu er lokið, ætti svarti

skömmtunartakkinn

að vera allur inni.

Ef enn sést í gula hólkinn, vinsamlegast hafðu

þá samband við lækni eða lyfjafræðing.

Settu stóru nálarhlífina yfir nálina. Skrúfaðu

nálina af með því að snúa stóru nálarhlífinni 3

til 5 sinnum heilan hring. Togaðu nálarhlífina

af og hendið samkvæmt leiðbeiningum frá

lækni eða lyfjafræðingi. Settu hvíta lokið

aftur á pennann og setjið FORSTEO pennann

í kæli.

Þú getur komið í veg fyrir þetta vandamál

með því að

nota ávallt nýja nál fyrir hverja inndælingu og

með því að þrýsta svarta inndælingartakkanum

alla leið og telja h-æ-g-t upp að 5.

B. Hvernig get ég séð

hvort nýi FORSTEO

penninn minn virkar?

FORSTEO penninn er hannaður þannig að hann dæli

inn fullum skammti í hvert skipti sem hann er notaður

samkvæmt leiðbeiningum í kaflanum

Leiðbeiningar

um notkun

. Svarti inndælingartakkinn er inni svo það

Stór

nálarhlíf

sjáist hvort fullum skammti hafi verið dælt inn úr

FORSTEO pennanum.

Mundu að nota nýja nál fyrir hverja inndælingu svo

fullvíst sé að FORSTEO penninn virki á fullnægjandi

hátt.

C. Ég sé loftbólu í

FORSTEO pennanum

mínum.

Lítil loftbóla kemur ekki til með að hafa áhrif á

skammtinn þinn né mun skaða þig á nokkurn hátt. Þú

getur haldið áfram og tekið næsta skammt samkvæmt

venju.

D. Ég get ekki tekið

nálina af.

Settu stóru nálarhlífina yfir nálina.

Notaðu stóru nálarhlífina til þess að skrúfa

nálina af.

Skrúfaðu nálina af með því að snúa stóru

nálarhlífinni 3 til 5 sinnum heilan hring.

Ef þú getur ekki enn tekið nálina af, leitaðu

þá eftir aðstoð.

E. Hvað á ég að gera ef

ég get ekki togað út

svarta inndælingar-

takkann?

Skipt yfir í nýjan FORSTEO penna samkvæmt

leiðbeiningum læknis eða lyfjafræðings.

Þetta þýðir að þú hefur nú notað allt lyfið sem hægt er

að dæla inn sem nákvæmum skammti, jafnvel þótt þú

sjáir leifar af lyfi í rörlykjunni.

Hreinsun og geymsla

Hreinsun FORSTEO pennans

Þurrkið FORSTEO pennann að utanverðu með rökum klút.

Ekki leggja FORSTEO pennann í vatn, eða þvoið eða hreinsið með nokkrum vökva.

Geymsla FORSTEO pennans

Setjið FORSTEO pennann í kæli strax eftir notkun. Lesið og fylgið leiðbeiningunum um

geymslu pennans sem eru í

fylgiseðlinum

Geymið ekki FORSTEO pennann með nálinni áfastri þar sem loftbólur geta myndast í

rörlykjunni.

Geymið FORSTEO pennann með hvíta lokinu á.

Geymið aldrei FORSTEO pennann í frysti.

Fargið FORSTEO pennanum ef hann hefur frosið og notið nýjan penna.

Ekki farga FORSTEO pennanum þó svo að hann hafi verið við stofuhita. Setjið pennann aftur í

kæli og hafið samband við lækni eða lyfjafræðing.

Förgun nála og penna

Förgun nála og penna

Áður en FORSTEO pennanum er fargað, verið viss um að nálin hafi verið fjarlægð.

Setjið notaðar sprautunálar í nálarhelt ílát eða hart ílát úr plasti með öruggu loki. Ekki má setja

sprautunálar óvarðar í heimilissorp.

Ekki á að endurnota nálarheld ílát sem fyllast.

Spyrjið heilbrigðisstarfsmann hvar hægt sé að farga lyfjapennum og nálarheldum ílátum á

öruggan hátt.

Þessum leiðbeiningum um meðhöndlun sprautunála er ekki ætlað að koma í stað gildandi

leiðbeininga frá yfirvöldum, heilbrigðisstarfsmönnum eða heilbrigðisstofnunum. Fargið

pennanum 28 dögum eftir að hann er tekinn í notkun.

Aðrar mikilvægar upplýsingar

Forsteo penninn inniheldur lyf fyrir 28 daga.

Ekki flytja lyfið yfir í sprautu.

Skráið hjá ykkur dagsetningu fyrstu notkunar.

Lesið og fylgið leiðbeiningum um notkun lyfsins sem eru í

fylgiseðlinum

Skoðið merkinguna á FORSTEO pennnum, svo fullvíst sé að þú sért með rétt lyf og að lyfið

sé ekki útrunnið.

Hafðu samband við lækni eða lyfjafræðing ef vart verður við eftirfarandi:

-

FORSTEO penninn virðist skemmdur

-

Lausnin er EKKI tær, litlaus og laus við agnir

Notið nýja nál fyrir hverja inndælingu.

Við inndælingu geta heyrst einn eða fleiri smellir - það er eðlilegt við notkun pennans.

Ekki er mælt með notkun FORSTEO pennans fyrir blinda eða sjónskerta án aðstoðar frá fólki

sem er þjálfað í réttri notkun lyfsins.

Geymið FORSTEO pennann þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Framleitt af Lilly Frakklandi, F-67640 Fegersheim, Frakkland

fyrir Eli Lilly and Company.

Dagsetning endurskoðunar textans {MM/YYYY}