Folic Acid

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Folic Acid Tafla 5 mg
 • Skammtar:
 • 5 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Folic Acid Tafla 5 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 9b152244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Folic Acid 5 mg töflur

Fólinsýra

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Folic Acid og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Folic Acid

Hvernig nota á Folic Acid

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Folic Acid

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um

Folic Acid og við hverju það er notað

Fólinsýra tilheyrir flokki lyfja sem nefnist B-vítamín. Fólinsýrutöflur eru notaðar:

til meðhöndlunar á:

blóðleysi vegna fólatskorts sem ófullnægjandi mataræði, lélegt frásog (eins og við glútenóþol

eða meltingarfærasjúkdóm sem kallast fituskita) eða aukin notkun á fólati í líkamanum (eins og

á meðgöngu) getur orsakað.

fyrirbyggjandi við:

fólinsýruskorti vegna notkunar lyfja (s.s. flogaveikilyfja eins og fenýtóín, fenóbarbital og

primidon).

fólínsýruskorti, vegna langvarandi skemmda á rauðum blóðkornum eða nýrnaskiljunar.

heila- og mænuskemmdum (til dæmis klofnum hrygg) hjá börnum kvenna sem eru í áhættu

hvað þetta varðar.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Folic Acid

Ekki má nota

Folic Acid töflur og þú verður að

láta lækninn vita

ef þú ert með:

ofnæmi

fyrir fólinsýru eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ómeðhöndlaðan

B

12

-vítamínskort

t.d. vegna blóðleysis eða langtíma grænmetisfæðis.

blóðkornafár

(blóðleysi vegna B

-vítamínskorts) eða annan sjúkdóm vegna B

-vítamínskorts.

illkynja

(krabbalíkan) sjúkdóm.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Folic Acid ef þú:

ert með fólín-háð

æxli.

þunguð

ert með sjúkdóm sem

dregur úr magni B

12

vítamíns

í líkamanum.

Notkun annarra lyfja samhliða Folic Acid

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils. Þetta á sérstaklega við um:

flogaveikilyf, t.d. fenýtóín, fenóbarbital og primidon.

bakteríueyðandi lyf (til meðferðar á sýkingum) s.s.klóramfenikól og co-trímoxazol.

súlfasalazín (við sáraristilbólgu, Crohns sjúkdómi (sjúkdómur í þörmum) eða liðagigt).

metótrexat (við Crohns sjúkdómi, sóra (poriasis) eða liðagigt).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Folic Acid inniheldur mjólkursykur

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Folic Acid

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Töflurnar á að gleypa

með vatni.

Skammtar:

Fullorðnir (einnig aldraðir)

-

Meðhöndlun blóðleysis vegna fólinsýruskorts:

5 mg daglega í 4 mánuði. Auka má skammtinn í allt að 15 mg daglega.

-

Fyrirbyggjandi við fólinsýruskorti af völdum ákveðinna lyfja:

5 mg daglega í 4 mánuði. Auka má skammtinn í allt að 15 mg daglega.

-

Fyrirbyggjandi við fólinsýruskorti vegna langvarandi skemmda á rauðum blóðkornum

eða nýrnaskiljunar:

5 mg á 1-7 daga fresti.

-

Fyrirbyggjandi gegn heila- og mænuskemmdum hjá börnum mæðra sem eru í áhættu

hvað þetta varðar:

5 mg daglega frá því fyrir getnað og þrjá fyrstu mánuði meðgöngu.

-

Meðhöndlun á fólinsýruskorti á meðgöngu:

5 mg daglega fram að fæðingu.

Börn

Nota ætti hentugra lyfjaform fyrir lítil börn.

-

Meðhöndlun blóðleysis vegna fólinsýruskorts:

1-18 ára gömul börn: 5 mg daglega í 4 mánuði. Viðhaldsmeðferð er 5 mg á 1-7 daga fresti.

-

Meðhöndlun rauðalosblóðleysis og efnaskiptaraskana:

1-12 ára gömul börn: 2,5-5 mg einu sinni á dag.

12-18 ára gömul börn: 5-10 mg einu sinni á dag.

-

Fyrirbyggjandi við fólinsýruskorti vegna nýrnaskiljunar:

1-12 ára gömul börn: 250 míkrógrömm fyrir hvert kg líkamsþyngdar (mest 10 mg) einu sinni á

dag.

12-18 ára gömul börn: 5-10 mg einu sinni á dag.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Folic Acid

Ef gleymist að taka töflu, skal taka hana um leið og þú manst eftir því og síðan skal taka næstu töflu á

réttum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafðu samband við lækninn þinn

ef eftirtalin einkenni koma fram, versna eða ef þú tekur eftir

aukaverkunum sem ekki er minnst á hér:

Mjög sjaldgæfar

(koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10.000 en færri en 1 af hverjum 1.000)

Ofnæmisviðbrögð

: t.d. klæjandi/rauð húð, útbrot, bólga í andliti, hálsi, á vörum eða tungu eða

öndunar- eða kyngingarerfiðleikar, lost (kaldur sviti, veikur púls, munnþurrkur, víkkuð ljósop).

Magi og þarmar

: lystarleysi, ógleði, þaninn kviður, vindgangur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Folic Acid

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25ºC á þurrum stað. Geymið varið ljósi.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Folic Acid inniheldur

Virka innihaldsefnið er fólinsýra. Hver tafla inniheldur 5 mg af virka efninu.

Önnur innihaldsefni eru kísilkvoða, mjólkursykur, maíssterkja, magnesíumsterat, E460.

Lýsing á útliti Folic Acid taflna og pakkningastærð

Folic Acid töflur eru gular, kringlóttar, kúptar óhúðaðar töflur.

Pakkningastærð: 28 töflur.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Actavis UK Ltd.

Whiddon Valley, Barnstaple

North Devon, EX32 8NS

Bretland

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið þá samband við fulltrúa

markaðsleyfishafa:

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2015.