Flutivate

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Flutivate Krem 0,05 %
 • Skammtar:
 • 0,05 %
 • Lyfjaform:
 • Krem
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Flutivate Krem 0,05 %
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 0d122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Flutivate krem 0,05%

Flutivate smyrsli 0,005%

Flútíkasónprópíónat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Flutivate og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Flutivate

Hvernig nota á Flutivate

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Flutivate

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Flutivate og við hverju það er notað

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Flutivate er barksteri. Lyfjum sem innihalda barkstera til útvortis notkunar er skipt í fjóra mismunandi

styrktarflokka: I. vægir, II. meðalsterkir, III. sterkir og IV. mjög sterkir. Flutivate tilheyrir flokki

sterkra barkstera (flokki III).

Flutivate minnkar bólgur í húð og er kláðastillandi. Flutivate er notað gegn psoriasis, exemi og

húðkvillum sem eru næmir fyrir sterum.

2.

Áður en byrjað er að nota Flutivate

Ekki má nota Flutivate

ef um er að ræða ofnæmi fyrir flútíkasónprópíónati eða einhverju öðru innihaldsefni Flutivate

(talin upp í kafla 6)

ef þú ert með húðsýkingu

ef þú ert með bólgu eða útbrot á svæðinu í kringum munninn

gegn rósroða (óeðlileg rauð svæði í andlitinu, með eða án sýnilegra æða eða bóla með eða án

graftar)

gegn bólum

í kringum endaþarm eða kynfæri

í augu

gegn kláða án bólgu

hjá börnum yngri en 1 árs, þ.m.t. gegn húðbólgu eða bleiuútbrotum

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Flutivate er notað.

Gæta skal varúðar við notkun Flutivate:

ef þú hefur áður fengið staðbundin ofnæmisviðbrögð við notkun annarra barkstera.

Ofnæmisviðbrögð geta líkst einkennum sjúkdómsins og ef slík viðbrögð koma fram skal hætta

notkun lyfsins strax (sjá einnig kafla 4).

í andlit, einkum í lengri tíma því þetta getur valdið húðþynningu

á augnlok

á exem í kringum fótasár, því þetta getur aukið hættu á ofnæmisviðbrögðum eða sýkingu í

kringum fótasárið

í húðfellingar

hjá börnum

í langan tíma, einkum hjá börnum yngri en 12 ára vegna hættu á nýrnahettubælingu (sjá einnig

kafla 4)

á húð sem er sködduð eða ef varnarmáttur húðarinnar er skertur

á húð undir ógegndræpum umbúðum (loftþéttum plástrum) eða undir bleium. Húðin verður að

vera þurr og hrein áður en borið er á hana

á stór húðsvæði, einkum hjá börnum og ungbörnum.

Hafðu samband við lækni ef þú færð þokusýn eða aðrar sjóntruflanir.

Notkun annarra lyfja samhliða Flutivate

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Sum lyf geta haft áhrif á hvernig Flutivate verkar og aukið líkur á aukaverkunum. Þetta gildir t.d. um

rítónavír (lyf sem notað er gegn HIV-sýkingu) og ítrakónazól (lyf gegn sveppasýkingum). Láttu

lækninn vita ef þú notar annað hvort þessara lyfja. Sum önnur lyf geta haft áhrif á verkun Flutivate.

Það er því mikilvægt að láta lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega

verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Meðganga og brjóstagjöf

Það er mögulegt að fóstrið geti orðið fyrir áhrifum við notkun á meðgöngu. Við meðgöngu, grun um

þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en Flutivate er notað.

Ávallt skal leita ráða hjá lækninum áður en Flutivate er notað samhliða brjóstagjöf. Ef konur með barn

á brjósti nota Flutivate skal ekki bera það á brjóstin til að forðast að barnið fái Flutivate.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Með hliðsjón af aukaverkunum Flutivate er ekki búist við að lyfið hafi áhrif á hæfni til aksturs eða

notkunar véla.

Flutivate inniheldur ímíðúrea

Flutivate krem inniheldur hjálparefnið ímíðúrea. Þegar ímíðúrea brotnar niður losnar efnið

formaldehýð í mjög litlu magni. Formaldehýð getur valdið ofnæmisviðbrögðum, svo sem útbrotum

eða kláða, ef það kemst í snertingu við húð.

3.

Hvernig nota á Flutivate

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Flutivate er notað bæði til að meðhöndla bráð útbrot og sem varnandi meðferð hjá fullorðnum með

langvinnt ofnæmisexem.

Venjulegur skammtur við bráðameðferð: Lyfið er borið á í þunnu lagi 1-2 sinnum á dag. Nuddið því

varlega inn í húðina, jafnt yfir svæðið sem meðhöndla skal. Þvoið hendur eftir að lyfið hefur verið

borið á, nema verið sé að meðhöndla þær. Leyfið Flutivate að dragast alveg inn í húðina áður en

rakakrem er hugsanlega borið á. Flutivate skal ekki nota á hverjum degi í meira en 4 vikur í einu.

Þegar ástand þitt batnar færðu kannski fyrirmæli frá lækninum um að fækka skiptunum sem borið er á

eða að skipta yfir í vægari barkstera.

Ef þú ert aldraður sjúklingur eða ert með skerta lifrarstarfsemi skaltu nota minnsta magn af

kremi/smyrsli sem nægir til að ná tilætluðum áhrifum, í eins stuttan tíma og hægt er. Læknirinn mun

taka mið af þessu og ávísa þér réttum skammti.

Leitaðu ráða hjá lækninum ef þér finnst áhrif Flutivate vera of mikil eða of lítil.

Varnandi meðferð (fullorðnir) gegn langvinnu ofnæmisexemi:

Lyfið er borið á 1 sinni á dag, 2 daga í viku, án þess að hylja húðina. Nota skal rakakrem daglega

samhliða meðferðinni. Læknirinn mun reglulega fylgjast með því að meðferðin hafi áhrif.

Ef gleymist að nota Flutivate

Berðu Flutivate á um leið og þú manst eftir því. Ekki nota meira magn af Flutivate en venjulega til að

bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hættan á aukaverkunum eykst við ofskömmtun Flutivate.

Við langvinna ofskömmtun geta önnur líffæri en húðin orðið fyrir áhrifum.

Meðferðinni skal þá hætt smám saman undir eftirliti læknis.

Ef þú tekur inn mikið magn af Flutivate skalt þú skola munninn með miklu vatni og leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Flutivate valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 100 einstaklingum sem nota

lyfið):

Kláði

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 1.000 einstaklingum sem nota

lyfið):

Staðbundinn sviði í húðinni

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum

sem nota lyfið):

Ofnæmisviðbrögð á notkunarstað

Ofnæmisviðbrögð

Roði

Útbrot eða ofsakláði

Ef þú ert með psoriasis geta komið fram litlar graftarbólur undir húðinni meðan á meðferð

stendur eða í kjölfar hennar (graftarbólupsoriasis)

Húðsýking

Sýnilegar æðar undir yfirborði húðarinnar

Litabreytingar í húð

Notkun stórra skammta í langan tíma eða notkun á stór húðsvæði getur, vegna frásogs gegnum húðina,

valdið aukaverkunum í líkamanum (svokallaðri nýrnahettubælingu eða barksteraofverkun), sérstaklega

þegar húðin er hulin umbúðum eða við notkun í húðfellingum. Eftirtalin einkenni geta komið fram:

Þyngdaraukning / offita

Tunglandlit / kringluleitt andlit

Húðþynning, sem getur valdið húðsliti

Aukin líkamshár

Lækkuð kortisólþéttni í blóði

Aukið sykurmagn í blóði eða þvagi

Hækkaður blóðþrýstingur

Ský á auga (drer)

Hækkaður augnþrýstingur (gláka)

Beinþynning

Fylgist sérstaklega vel með eftirfarandi einkennum hjá börnum:

Hægari þyngdaraukningu

Vaxtarskerðingu

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

þokusýn

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Flutivate

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Má ekki frjósa.

Ekki skal nota Flutivate eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Flutivate inniheldur

Krem

Virka innihaldsefnið er flútíkasónprópíónat 0,5 mg.

Önnur innihaldsefni eru cetósterýlalkóhól, cetómakrógól 1000, paraffínolía, ísóprópýlmýristat,

própýlenglýkól, ímíðúrea, natríumfosfat, sítrónusýra, hreinsað vatn.

Smyrsli

Virka innihaldsefnið er flútíkasónprópíónat 0,05 mg.

Önnur innihaldsefni eru própýlenglýkól, sorbitanseskvíóleat, vax, paraffínolía.

Lýsing á útliti Flutivate og pakkningastærðir

Flutivate 0,05% krem fæst í 30 g og 100 g túpum.

Flutivate 0,005% smyrsli fæst í 30 g.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi

Glaxo Operations UK Limited

Harmire Road

Barnard Castle

Bretland

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535-7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2017.

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á http://www.serlyfjaskra.is.