Fludarabin Actavis

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Fludarabin Actavis Stungulyfs-/ innrennslisstofn, lausn 50 mg/ hgl.
 • Skammtar:
 • 50 mg/ hgl.
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Fludarabin Actavis Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn 50 mg/hgl.
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d1672759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Fludarabin Actavis 50 mg stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

Flúdarabínfosfat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn vita um allar aukaverkana. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst

á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Fludarabin Actavis og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Fludarabin Actavis

Hvernig nota á Fludarabin Actavis

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Fludarabin Actavis

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Fludarabin Actavis og við hverju það er notað

Fludarabin Actavis er lyf við krabbameini.

Fludarabin Actavis er notað við langvinnu B-eitilfrumuhvítblæði (B-CLL) hjá sjúklingum með

eðlilega blóðfrumumyndun. Það er krabbamein af gerð hvítra blóðkorna (blóðkornin eru kölluð

eitilfrumur).

Fludarabin Actavis á aðeins að nota sem fyrsta meðferðarvalkost hjá sjúklingum með langt genginn

sjúkdóm sem hafa einkenni tengd sjúkdómnum og merki um versnun sjúkdóms.

Allar frumur líkamans mynda nýjar frumur sem eru eins og þær sjálfar með því að skipta sér.

Til þess þarf að afrita erfðaefnið (DNA) og endurnýja það. Fludarabin Actavis verkar með því að

hindra myndun á nýju DNA. Þegar Fludarabin Actavis er tekið upp af krabbameinsfrumum stöðvar

það vöxt nýrra krabbameinsfrumna.

Við krabbamein í hvítum blóðkornum (eins og langvinnt eitilfrumuhvítblæði) myndast margar

afbrigðilegar eitilfrumur. Þessar afbrigðilegu eitilfrumur starfa annað hvort ekki eðlilega eða eru of

ungar (óþroskaðar) til að vinna á móti sjúkdómum eins og hvít blóðkorn gera.

Séu þessar afbrigðilegu eitilfrumur of margar ýta þær til hliðar heilbrigðum blóðfrumum í

beinmergnum en þar myndast flestar nýjar blóðfrumur. Ef heilbrigðar blóðfrumur eru ekki nægilega

margar getur það leitt til sýkinga, blóðleysis, marbletta, mikillar blæðingar eða jafnvel óstarfhæfni

líffæra.

2.

Áður en byrjað er að nota Fludarabin Actavis

Ekki má nota Fludarabin Actavis

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með barn á brjósti.

ef nýrnastarfsemi þín er alvarlega skert.

ef blóð þitt inniheldur lítið af rauðum blóðkornum (blóðlýsublóðleysi).

Læknirinn lætur þig vita hvort það á við um þig.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Fludarabin Actavis er notað.

Ef þér líður ekki mjög vel, læknirinn mun e.t.v. ákveða að gefa þér ekki lyfið eða gefa þér það

með varúð. Þetta er mikilvægt ef beinmergur þinn starfar ekki eðlilega eða ef þú ert viðkvæm/ur

fyrir sýkingum.

Ef þú færð óvenjulega marbletti, miklar blæðingar eftir meiðsli eða ef þú virðist fá margar

sýkingar. Fjöldi heilbrigðra blóðfrumna getur verið minni og þú þarft reglulega að fara í

blóðprufur.

Starfi lifur þín ekki eðlilega, þar sem læknirinn getur gefið þér þetta lyf með varúð.

Sjúkdómurinn sjálfur og meðferðin getur valdið fækkun á fjölda blóðkorna og ónæmiskerfi þitt getur

ráðist á mismunandi hluta líkama þíns (sjálfsnæmissjúkdómur). Það getur líka beinst gegn rauðu

blóðkornunum þínum (sjálfsnæmisblóðlýsublóðleysi) og getur verið lífshættulegt.

Komi þetta fram getur verið að þú þurfir frekari meðferð svo sem blóðgjöf (geislameðhöndlað, sjá að

neðan) og barkstera.

Ef þú þarft blóðgjöf og notar (eða hefur notað) þetta lyf skaltu segja lækninum frá því. Læknirinn mun

tryggja að þú fáir eingöngu blóð sem hefur verið meðhöndlað sérstaklega (geislað). Alvarleg vandamál

og jafnvel dauðsföll má rekja til þess að blóð sem ekki var geislameðhöndlað hefur verið gefið.

Eigi að taka stofnfrumur og þú ert (eða hefur verið) í meðhöndlun með þessu lyfi, skaltu láta lækninn

vita.

Hafir þú sjúkdóm í nýra þarf að fylgjast reglulega með nýrnastarfsemi þinni. Komi í ljós að nýru þín

starfa ekki eðlilega getur verið að þú fáir lyfið í minni skömmtum. Starfi nýru þín einungis að litlu leyti

verður þér ekki gefið þetta lyf. Athuga skal nýrnastarfsemi sjúklinga 65 ára eða eldri áður en meðferð

hefst.

Litlar upplýsingar eru til um áhrif Fludarabin Actavis á sjúklinga sem eru 75 ára og eldri. Læknirinn

notar lyfið af varúð ef þú ert á þessum aldri.

Ef þú hefur alvarlegt, langvinnt eitilfrumuhvítblæði, getur verið að líkami þinn geti ekki losnað við öll

niðurbrotsefni af frumum sem Fludarabin Actavis vinnur á. Þetta kallast æxlislýsuheilkenni (tumour

lysis syndrome) og getur leitt til vökvaskorts, nýrnabilunar og hjartavandamála. Læknirinn veit af

þessu og gefur þér jafnvel önnur lyf til að hindra þetta.

Takir þú eftir óvenjulegum einkennum frá taugakerfinu skaltu láta lækninn vita. Þetta er vegna þess að

hafi lyfið verið notað í skömmtum sem eru fjórum sinnum hærri en ráðlagðir skammtar hefur verið

tilkynnt um alvarleg áhrif á taugakerfi (heila og mænu) þ.á m. blindu, dá og dauðsföll.

Ef þú tekur eftir einhverjum breytingum í húðinni, annað hvort á meðan þú færð þetta lyf, eða eftir að

þú hefur lokið meðferðinni skaltu láta lækninn vita. Læknirinn mun kanna alvarleika húðbreytinganna.

Ef þú ert með húðkrabbamein, getur sá hluti húðarinnar þar sem meinið er versnað við það að fá lyfið.

Karlmenn og konur á barneignaraldri skulu nota getnaðarvarnir á meðan meðferð stendur og í minnst 6

mánuði eftir að meðferð lýkur.

Ræddu við lækninn um bólusetningar sem þú þarfnast. Forðast skal bólusetningu með lifandi

bóluefnum, á meðan og eftir meðferð með Fludarabin Actavis.

Notkun annarra lyfja samhliða Fludarabin Actavis

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að vera notuð. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú notar lyf sem heita pentostatín eða

deoxycoformýcín (líka notuð við meðhöndlun á langvinnu eitilfrumuhvítblæði) þar sem ekki er mælt

með samhliða notkun með Fludarabin Actavis. Sum lyf, t.d. dipyridamól (notað til að koma í veg fyrir

blóðtappa), geta dregið úr virkni Fludarabin Actavis.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Fludarabin Actavis meðferð getur verið hættuleg ófædda barninu. Þú átt ekki að fá Fludarabin Actavis

ef þú ert þunguð nema brýna nauðsyn beri til og ávinningur vegur þyngra en hugsanleg hætta fyrir

ófætt barnið. Sért þú kona á barneignaraldri verður þú að forðast þungun meðan á meðferðinni stendur

og í að minnsta kosti 6 mánuði eftir að meðferðinni er lokið. Ef þú verður samt sem áður barnshafandi

skaltu tafarlaust láta lækninn vita.

Karlmenn á barneignaraldri, sem meðhöndlaðir eru með Fludarabin Actavis, verða að nota örugga

getnaðarvörn á meðan og í að minnsta kosti 6 mánuði eftir að meðferðinni er lokið.

Ekki er vitað hvort að lyfið berst í brjóstamjólk kvenna sem meðhöndlaðar eru með Fludarabin

Actavis. Þar sem lyfið fannst í mjólk tilraunadýra mátt þú hins vegar ekki gefa barni brjóst meðan á

meðferð með þessu lyfi stendur.

Akstur og notkun véla

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Áhrif meðferðar með Fludarabin Actavis á hæfni til að aka eða nota vélar hafa ekki verið metin.

Samt sem áður getur Fludarabin Actavis haft áhrif á hæfnina til að aka eða nota vélar þar sem

aukaverkanir eins og þreyta, slappleiki, skjálfti, krampar og sjóntruflanir hafa komið fram.

Fludarabin Actavis inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

3.

Hvernig nota á Fludarabin Actavis

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fludarabin Actavis skal aðeins gefið af sérfræðingum með sérþekkingu á krabbameinslækningum.

Skammturinn sem þér er gefinn fer eftir líkamsstærð þinni. Hann fer eftir yfirborði líkama þíns og er

mældur í fermetrum (m

) en er í raun reiknaður út frá hæð þinni og þyngd. Ráðlagður skammtur er

25 mg/m

líkamsyfirborðs og er gefinn annað hvort sem stungulyf eða innrennsli (með dreypi) í bláæð

einu sinni á dag 5 daga í röð á 28 daga fresti. Þessi fimm daga meðferðarlota verður endurtekin á

28 daga fresti þar til læknirinn ákveður að hámarks árangri sé náð.

Skammturinn getur verið lækkaður eða meðferðarlotu seinkað ef aukaverkanir verða vandamál.

Hafir þú vandamál tengd nýrum færð þú lægri skammta og blóðprufur verða gerðar reglulega.

Notkun handa börnum og unglingum

Öryggi lyfsins hefur ekki verið rannsakað hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára og ekki er mælt

með meðferð með lyfinu.

Ef eitthvað af Fludarabin Actavis lausninni kemst í snertingu við húð þína eða slímhúð nefs eða

munns, skaltu þvo svæðið vandlega með sápu og vatni. Komist lausn í augu þín skaltu skola þau

vandlega með miklu vatni. Reyndu að anda ekki að þér gufum sem koma frá lausninni.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef um ofskömmtun er að ræða, mun læknirinn stöðva meðferðina og meðhöndla einkenni.

Einkenni ofskömmtunar geta verið blinda, sem getur jafnvel birst síðar, dá og dauði vegna eitrunar á

miðtaugakerfið sem ekki gengur til baka. Stórir skammtar geta líka valdið alvarlegri fækkun á fjölda

blóðkorna.

Ef gleymist að nota Fludarabin Actavis

Læknirinn ákveður tímann sem þú átt að fá lyfið á. Ef þú heldur að þú hafir misst af skammti skaltu

hafa samband við lækninn eins fljótt og þú getur.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú ert ekki viss hvað aukaverkanirnar hér fyrir neðan eru, áttu að biðja lækninn um að útskýra þær

fyrir þér.

Sumar aukaverkanir geta verið lífshættulegar.

Ef þú finnur fyrir öndunarerfiðleikum, færð hósta eða brjóstverk, með eða án hita.

Þetta

geta verið einkenni um sýkingu í lungum.

Ef þú tekur eftir óvenjulegum marblettum eða óvenju miklum blæðingum eftir áverka

eða ef þú virðist fá margar sýkingar.

Þetta getur verið vegna fækkunar á blóðfrumum. Þetta

getur einnig leitt til aukinnar hættu á (alvarlegum) sýkingum, vegna lífvera sem valda

venjulega ekki sýkingum hjá heilbrigðum einstaklingum (

tækifærissýkingar

) þ.m.t. síðbær

endurkoma veira eins og t.d. herpes zoster.

Ef þú tekur eftir verk í síðunni, blóði í þvagi eða minnkuðu þvagmagni.

Það geta verið

merki um

æxlislýsuheilkenni

(tumour lysis syndrome) (sjá kafla 2 „Gæta skal sérstakrar

varúðar“).

Ef þú tekur eftir einhverjum viðbrögðum í húð eða slímhúð með roða, bólgu,

blöðrumyndun eða vefjaskemmdum.

Það geta verið merki um alvarleg ofnæmisviðbrögð

eitrunardrep í húðþekju (Lyells heilkenni), Stevens-Johnson heilkenni

Ef þú færð hjartsláttarónot (ef þú verður skyndilega var við hjartslátt) eða brjóstverk.

Þetta geta verið merki um hjartakvilla.

► Láttu lækninn strax vita ef þú finnur fyrir einhverjum þessara einkenna.

Hér fyrir neðan er listi yfir hugsanlegar aukaverkanir flokkaðar eftir því hversu algengar þær eru. Mjög

sjaldgæfar aukaverkanir (hjá færri en 1 af hverjum 1.000 sjúklingum) sáust aðallega eftir

markaðssetningu lyfsins.

Mjög algengar

(geta koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

:

Sýkingar (sumar alvarlegar)

Sýkingar vegna bælingar á ónæmiskerfi (

tækifærissýkingar

Sýkingar í lungum (

lungnabólga

) með einkennum eins og öndunarerfiðleikum og /eða hósta

með eða án hita

Fækkun blóðflagna (

blóðflagnafæð

) sem veldur mari og blæðingu

Fækkun á hvítum blóðfrumum (

hvítfrumnafæð

Fækkun á rauðum blóðfrumum (

blóðleysi

Hósti

Uppköst, niðurgangur, ógleði

Hiti

Þreyta

Lasleiki

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Aðrar tegundir blóðkrabbameins (

mergmisþroski, bráðahvítblæði í mergfrumum

.

Flestir

sjúklingarnir sem fá þetta höfðu áður, samtímis eða síðar fengið meðferð með öðrum

krabbameinslyfjum (

alkýlerandi efnum, tópóísómerasahemlum

) eða geislun)

Beinmergsbæling

Alvarlegt lystarleysi sem veldur þyngdartapi

Dofi eða þróttleysi í útlimum (

úttaugakvilli

Sjóntruflanir

Bólga í munni (

munnbólga

Húðútbrot

Þroti vegna of mikillar vökvasöfnunar (

bjúgur

Bólga í slímhúð meltingarfæra, frá munni að endaþarmi (

slímbólga

Kuldahrollur

Almenn vanlíðan

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Sjálfsnæmissjúkdómar (sjá kafla 2 „Gæta skal sérstakrar varúðar“)

Æxlislýsuheilkenni (sjá kafla 2 „Gæta skal sérstakrar varúðar“)

Rugl

Eituráhrif á lungu, örmyndun í öllum lungunum (

bandvefsmyndun í lungum

), bólga í lungum

(lungnabólga), mæði

Blæðingar í maga eða görnum

Óeðlileg gildi ensíma í lifur eða brisi

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Sjúkdómar í eitlum vegna veirusýkinga (

EBV-tengd eitilfrumufjölgunartruflun

Krampar

Æsingur

Blinda

Bólga eða skemmdir í augntaug (

sjóntaugarþroti; sjóntaugarkvilli

Hjartabilun

Óreglulegar hjartsláttur

Krabbamein í húð

Viðbrögð í húð og/eða slímhúð með roða, bólgu, blöðrumyndun eða vefjaskemmdum

eitrunardrep í húðþekju (Lyells heilkenni), Stevens-Johnson heilkenni

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Blöðrubólga, sem getur valdið verkjum við þvaglát og getur leitt til blóðs í þvagi (

blæðandi

blöðrubólga

Blæðing í heila

Blæðing í lungum

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Fludarabin Actavis

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25ºC.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Fludarabin Actavis inniheldur

Virka innihaldsefnið er flúdarabínfosfat.

Önnur innihaldsefni eru mannitól og natríumhýdroxíð.

Útlit Fludarabin Actavis og pakkningastærðir

Hvert hettuglas inniheldur 50 mg af flúdarabínfosfati sem stungulyfs/innrennslislyfs stofn.

Duftið er leyst upp áður en þér er gefið lyfið. 1 ml af uppleystri lausn inniheldur 25 mg af

flúdarabínfosfati.

Pakkningastærðir

1 x 50 mg hettuglas

5 x 50 mg hettuglös

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Sími 550 3300

Framleiðandi

S.C.Sindan Pharma S.R.L.

11 Ion Michalache Blvd

11171 Búkarest

Rúmenía

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í desember 2017.

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á http://www.serlyfjaskra.is

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Fludarabin Actavis 50 mg stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

Leiðbeiningar um notkun, meðhöndlun og förgun

ÆXLISHEMJANDI LYF

Skipti úr upphaflegri meðferð með flúdarabínfosfati yfir í klórambúcíl, fyrir þá sem ekki svara

meðferð með flúdarabínfosfati, þarf að forðast, þar sem flestir sjúklingar sem hafa verið ónæmir fyrir

flúdarabíni hafa einnig sýnt ónæmi gegn klórambúcíli.

Leiðbeiningar um notkun

Upplausn

Fludarabin Actavis skal þynna með dauðhreinsuðu vatni fyrir stungulyf að viðhafðri smitgát.

Við uppleysingu með 2 ml af dauðhreinsuðu vatni fyrir stungulyf, á duftið að leysast fullkomlega upp

innan 15 sekúndna. Hver ml lausnarinnar inniheldur 25 mg af flúdarabínfosfati, 25 mg af mannitóli og

natríum hýdroxíð til að stilla sýrustigið á 7,7. Sýrustig tilbúinnar lausnar er á bilinu 7,7 – 8,2.

Þynning

Dragið tilskilið magn (reiknað út frá líkamsyfirborði sjúklingsins) af uppleystri lausn upp í sprautu.

Fyrir stakan skammt til inndælingar í bláæð er þessi skammtur þynntur enn frekar með 10 ml af 0,9%

natríum klóríði. Annar kostur er innrennsli, þá er tilskilinn skammtur þynntur með 100 ml af 0,9%

natríum klóríði og gefinn með innrennsli á u.þ.b. 30 mínútum.

Ekki má blanda flúdarabínfosfati við önnur lyf.

Geymsla eftir uppleysingu

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 8 klukkustundir við 25° og í 7 daga við

2-8°C. Frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lausnina tafarlaust. Sé lausnin ekki notuð tafarlaust er

geymslutími og geymsluskilyrði fyrir notkun á ábyrgð notanda.

Athugun fyrir notkun

Lausnin á að vera tær og litlaus. Skoðið útlit lausnarinnar fyrir notkun. Aðeins á að nota tæra og

litlausa lausn án agna. Fludarabin Actavis á ekki að nota ef umbúðirnar eru skemmdar.

Meðhöndlun og förgun

Barnshafandi starfsfólk á ekki að meðhöndla Fludarabin Actavis.

Fylgja á reglum um rétta meðhöndlun frumudrepandi lyfja.

Gæta skal varúðar við meðhöndlun og blöndun Fludarabin Actavis lausnar.

Ráðlagt er að nota gúmmíhanska og öryggisgleraugu til að koma í veg fyrir skaða ef glas brotnar eða

annað óhapp verður.

Ef lausnin berst á húð eða slímhúð skal þvo svæðið vel með sápu og vatni.

Ef lausnin berst í augu á að skola með miklu vatni. Forðast skal að anda lyfinu að sér.

Lyfið er einnota.

Öllu ónotuðu lyfi eða lyfjaleifum á að farga í samræmi við reglur um frumudrepandi efni.