Flagyl

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Flagyl Skeiðarstíll 500 mg
 • Skammtar:
 • 500 mg
 • Lyfjaform:
 • Skeiðarstíll
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Flagyl Skeiðarstíll 500 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 4e152244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Flagyl 500 mg skeiðarstílar

metrónídazól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Flagyl skeiðarstíla og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Flagyl skeiðarstíla

Hvernig nota á Flagyl skeiðarstíla

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Flagyl skeiðarstíla

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Flagyl skeiðarstíla

og við hverju það er notað

Flagyl verkar gegn sýkingum af völdum ákveðinna tegunda baktería og annarra örvera (frumdýra).

Flagyl skeiðarstílar eru notaðir ásamt Flagyl töflum til meðferðar á sýkingum í leggöngum af völdum

ákveðinnar tegunda örvera (

Trichomonas vaginalis

). Við meðferð á sýkingum í leggöngum á einnig að

meðhöndla rekkjunautinn með Flagyl, þar sem algengt er að smit sé til staðar þrátt fyrir að viðkomandi

sé einkennalaus. Ein pakkning inniheldur 10 skeiðarstíla (og 10 einnota hanska).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Flagyl

skeiðarstíla

Ekki má nota Flagyl

skeiðarstíla:

ef þú ert með ofnæmi fyrir metrónídazóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Flagyl er notað.

Gæta skal varúðar við notkun lyfsins hjá fólki með taugasjúkdóm, þar sem einkennin geta versnað.

Gæta skal varúðar við notkun lyfsins hjá fólki með heilaskemmd (lifrarheilakvilla).

Litur þvags getur dökknað af völdum Flagyl. Þetta er ekki hættulegt og verður vegna ákveðinna

niðurbrotsefna, sem skiljast út með þvaginu.

Samtímis notkun Flagyl skeiðarstíla og verju eða hettu eykur hættu á rofi í latexinu sem

getnaðarvarnirnar eru gerðar úr.

Greint hefur verið frá tilvikum um alvarlega lifrareitrun/bráða lifrarbilun, þ.m.t. tilvik sem ollu dauða,

við notkun lyfja sem innihalda metrónídazól, hjá sjúklingum með Cockayne heilkenni.

Ef þú ert með Cockayne heilkenni á læknirinn einnig að gera tíðar mælingar á lifrarstarfseminni

meðan þú ert á meðferð með metrónídazóli og eftir að henni lýkur.

Segðu lækninum strax frá því og hættu að taka metrónídazól ef vart verður við:

Kviðverk, lystarleysi, ógleði, uppköst, hita, lasleika, þreytu, gulu, dökkt þvag, ljós grábrúnar eða

gullitar hægðir eða kláða.

Notkun annarra lyfja samhliða Flagyl skeiðarstílum

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Samhliða notkun Flagyl

og dísúlfírams (Antabus) getur valdið ruglástandi og

geðrofsviðbrögðum.

Ef þú notar lyf sem innihalda warfarín (blóðþynningarlyf) eða litíum (notað til að koma í veg fyrir

geðhvörf) skaltu ræða um það við lækninn áður en meðferðin með Flagyl hefst. Læknirinn mun þá

hafa náið eftirlit með meðferðinni.

Verkun Flagyl getur minnkað ef notaðar eru ákveðnar tegundir róandi lyfja/svefnlyfja (barbitúröt)

samhliða. Flagyl getur aukið verkun og einnig aukaverkanatíðni ákveðinna annarra lyfja eins og

ciklóspóríns (ónæmisbælandi lyf), 5-flúoróúracíls og búsúlfans (krabbameinslyf).

Notkun Flagyl samhliða áfengi

Neysla áfengis, meðan á meðferð með Flagyl stendur og í að minnsta kosti einn dag eftir að henni

lýkur, getur valdið vanlíðan eins og ógleði, aukinni hjartsláttartíðni og hitatilfinningu (áhrif eins og af

Antabus). Drekktu því ekki áfengi meðan á meðferðinni stendur.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Þú átt ekki að nota Flagyl ef þú ert þunguð, nema brýna

nauðsyn beri til.

Flagyl berst yfir í brjóstamjólk og hugsanlegt er að lyfið hafi áhrif á barn sem er á brjósti. Notaðu því

ekki Flagyl meðan þú ert með barn á brjósti, nema brýna nauðsyn beri til.

Akstur og notkun véla:

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Venjulega er ekki talið að lyfið hafi áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Komi fram aukaverkanir

eins og rugl, sundl, ofskynjanir, krampar og sjóntruflanir, skaltu samt sem áður forðast akstur og

notkun véla.

3.

Hvernig nota á Flagyl skeiðarstíla

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Flagyl skeiðarstílar eru alltaf notaðir samhliða Flagyl

töflum.

Ráðlagður skammtur er 1 skeiðarstíll, sem stungið er djúpt í leggöng einu sinni á sólarhring í 10 daga.

Skeiðarstíllinn er losaður með því að rífa eftir rifgötuninni. Á heitasta tíma ársins á að kæla

skeiðarstílinn fyrir notkun með því að halda honum ofan í köldu vatni í nokkrar mínútur áður en hann

er tekinn úr hulstrinu. Í pakkningunni eru 10 einnota plasthanskar. Einnota hanskar eru notaðir til að

koma í veg fyrir smithættu þegar skeiðarstíl er stungið í leggöngin. Stinga á skeiðarstílnum djúpt í

leggöngin.

Ef þér finnst áhrif Flagyl skeiðarstíla vera of lítil eða of mikil skaltu ráðfæra þig við lækninn eða

lyfjafræðing.

Ef notaður er stærri skammtur af Flagyl skeiðarstílum en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Hafið lyfið meðferðis.

Ef gleymist að nota Flagyl skeiðarstíla

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tíðni, tegund og alvarleiki aukaverkana er sá sami hjá börnum og fullorðnum,

Stórir skammtar og langvarandi meðferð eykur hættuna á aukaverkunum.

Meltingarfæri

:

Kviðverkir, ógleði, uppköst, niðurgangur, breytingar á bragðskyni ,mislitun á tungu og

skán á tungu. Roði, þroti og sár í munni og á tungu (kallast munnslímhúðarbólga). Minnkuð

matarlyst/. Afturkræf brisbólga.

Ónæmiskerfi: Þroti (bjúgur) í húð og slímhúðum sem oftast kemur fyrir í andliti, einkum á augnlokum,

vörum og mögulega í koki (ofsabjúgur). Bráðaofnæmislost (alvarleg ofnæmisviðbrögð).

Taugakerfi: Breytt húðskyn, einkum í handleggjum og fótleggjum. Krampakast, höfuðverkur, sundl.

Heilasjúkdómur (heilakvilli) sem getur leitt t.d. til ruglástands og til ástands sem kallast „meðalbrátt

heilaheilkenni“ og getur valdið einkennum eins og t.d. minnkaðri vöðvastjórnun og samhæfingu,

tormæli, breytingum á göngulagi, ósjálfráðum augnhreyfingum og skjálfta. Ástandið getur leitt til þess

að hætta verði meðferð. Heilahimnubólga sem ekki orsakast af sýkingu.

Geðræn vandamál: Geðrofsviðbrögð, rugl og ofskynjanir. Depurð.

Augu: Tímabundnar sjóntruflanir eins og tvísýni og nærsýni, þokusýn, óskýr sjón og breytingar á

litasýn. Sjóntaugarbólga.

Eyru: Skert heyrn/heyrnartap. Eyrnasuð

Blóð og eitlar: Óeðlilegur fjöldi af ýmsum gerðum hvítra blóðfrumna og/eða blóðflagna

(daufkyrningafæð, kyrningahrap og blóðflagnafæð, afturkræf hvítfrumnafæð).

Lifur og gall: Greint hefur verið frá aukningu lifrarensíma, öðrum tegundum lifrarbólgu, lifrarskaða, í

sumum tilvikum með gulu.

Húð: Ofsakláði, roði (exem), kláði, útbrot með litlum blöðrum með greftri. Rauð hreistruð útbrot með

ójöfnum undir húðinni og blöðru

(graftarbóluútbrot). Bráðabólga í húð sem kallast regnbogaroðasótt.

Lyfjaútbrot sem verða endurtekið á sama stað (staðbundin lyfjaútbrot).

Alvarleg húðeinkenni sem kallast Stevens-Johnson heilkenni og eitrunardrep í húðþekju. Hafið

tafarlaust samband við lækninn ef eitthvert þessara einkenna kemur fram.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað: Hiti.

Nýru og þvagfæri: Þvag litast dökkt.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Flagyl skeiðarstíla

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Flagyl skeiðarstílar

innihalda

Virka innihaldsefnið er metrónídazól 500 mg í hverjum skeiðarstíl.

Önnur innihaldsefni eru hörð fita.

Lýsing á útliti Flagyl skeiðarstíla

og pakkningastærðir

Flagyl skeiðarstílar 500 mg eru hvítir u.þ.b. 10x30 mm.

Þynnur með 10 skeiðarstílum. Einnota hanskar eru í pakkningunni.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Sanofi-aventis Norge AS, Pósthólf 133, 1325 Lysaker, Noregur.

Framleiðandi:

Unither Liquid Manufacturing, Colomiers, Frakkland.

Umboð á Íslandi

Vistor hf., s. 535 7000.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2018