Finquel vet.

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Finquel vet. Duft fyrir baðlausn 1000 mg/ g
 • Skammtar:
 • 1000 mg/ g
 • Lyfjaform:
 • Duft fyrir baðlausn
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Finquel vet. Duft fyrir baðlausn 1000 mg/g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • c0ca7308-32d1-df11-9134-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL

Finquel vet. 1000 mg/g duft fyrir baðlausn, svæfingarlyf fyrir atlantshafslax, regnbogasilung og

á tilraunastigi gagnvart þorski.

1.

HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS

FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

ScanAqua AS

Pósthólf 233

N-2151 Årnes

Noregur

Framleiðandi sem sér um lokasamþykkt:

ScanAqua AS

Pósthólf 233

N-2151 Årnes

Noregur

2.

HEITI DÝRALYFS

Finquel vet. 1000 mg/g duft fyrir baðlausn, svæfingarlyf fyrir atlantshafslax, regnbogasilung og á

tilraunastigi gagnvart þorski.

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Tricainmesilat 100 %.

4.

ÁBENDING(AR)

Slæving/deyfing á atlantshafslaxi, regnbogasilungi og á tilraunastigi gagnvart þorski í tengslum við

bólusetningu og meðhöndlun (t.d. flokkun, vigtun, kreistingu klakfiska o.s.frv.)

5.

FRÁBENDINGAR

Engar.

6.

AUKAVERKANIR

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Atlantshafslax, regnbogasilungur og á tilraunastigi gagnvart þorski.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Skammtur er eins fyrir lax og regnbogasilung:

Stig svæfingar

Skammtur mg/l

Hámarkstími í

svæfingarlausn

Vöknunartími eftir

flutning í hreint vatn

Slæving

15-30

6 klst.

Svæfing

50-60

30 mín.

2-20 klst.

Hröð svæfing

80-135

4-12 mín.

3-19 mín.

Skammtur fyrir þorsk:

Stig svæfingar

Skammtur mg/l

Hámarkstími í

svæfingarlausn

Vöknunartími eftir

flutning í hreint vatn

Svæfing

5 mín.

U.þ.b. 4 mín.

Fyrir þorsk:

Við takmörkuð lyfjaáhrif er í lagi að auka lyfjaskammtinn í 60 mg/l.

Úr Finquel vet. er útbúin vatnslausn í þeim styrkleika sem við á og fiskurinn er hafður í henni þar til

ætluðu svæfingarstigi er náð.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Við notkun dýralyfsins í ferskvatni fæst betri verkun með því að tryggja sem næst hlutlaust sýrustig í

lyfjalausninni með hjálp natríumbíkarbónats í jöfnu hlutfalli við dýralyfið.

Þegar útbúin er stofnlausn fyrir Finquel vet. skal vega tilskilið magn duftsins og það sett út í vatn.

Stofnlausn fyrir natríumbíkarbónat er útbúin á sama hátt. Þessar stofnlausnir skal alltaf útbúa og

geyma aðskildar. Síðan er jöfnu magni af Finquel vet. og bíkarbónatinu blandað í svæfingarkerið.

Blandan er tær. Við notkun dýralyfsins í söltu vatni er ekki þörf á sérstakri hlutleysingu sýrustigs eins

og lýst er hér að ofan. Stofnlausn skal eingöngu nota sama dag og hún er útbúin.

Útþynnta lyfjalausn skal endurnýja nokkrum sinnum á dag.

Útþynnta lyfjablönduna skal súrefnisbæta (>7 mg/l).

Skammtar eru hitastigsháðir.

Þegar æskilegum lyfjaáhrifum er náð ber að flytja fiskinn yfir í

hreint(lyfjalaust) vatn.

Í upphafi vinnu með svæfingalyfið er ráðlagt að prófa útþynnta lyfjablönduna með nokkrum fiskum

þess hóps sem ætlunin er að vinna með.

Öryggi við notkun lyfsins við hitastig <7°C og >17°C er ekki staðfest.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Afurðir:

25 gráðudagar. Ef þorski er slátrað innan 21 sólarhrings skal lifrinni fargað.

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið í upprunalegum umbúðum.

Geymið plastfötuna vel lokaða til varnar gegn ljósi og raka.

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Notið ekki þetta dýralyf eftir fyrningardagsetninguna, sem er gefin upp á miðanum á plastfötunni.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Lyfið er ertandi komist það í snertingu við augu, öndunarfæri og óvarða húð. Ef sá sem annast

lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni, skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða

umbúðir dýralyfsins. Komist lyfið í snertingu við augu skal skola með vatni og hafa samband við

lækni. Nota skal hlífðarfatnað t.d. hanska og rykgrímu þegar óblandað dýralyfið er handleikið.

Nota skal hanska þegar blandað dýralyfið er handleikið og forðast að lyfið berist í augu og munn.

Í einstaka tilfellum geta þeir sem eru með ofnæmi og/eða þeir sem í starfi eru mikið útsettir fyrir lyfinu

þróað með sér metrauðablæði (methaemoglobinaemia) eftir snertingu við dýralyfið.

Við ofskömmtun skal flytja fiskana yfir í hreint rennandi vatn og tálkn þeirra skoluð þar til eðlilegri

öndun er náð.

Við losun sterkrar lyfjalausnar í vatn verður að tryggja nægjanlega þynningu í vatninu.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur.

Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Mars 2015.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Pakkningastærðir: 100 g, 1000 g.

Ef óskað er upplýsinga um þetta dýralyf, vinsamlegast hafið samband við markaðsleyfishafa:

ScanAqua AS

Pósthólf 233

N-2151 Årnes

Noregur.

Sími: +47 63908990

Tölvupóst: postmaster@scanaqua.com