Femanest

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Femanest Tafla 2 mg
 • Skammtar:
 • 2 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Femanest Tafla 2 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 01152244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Femanest 1 mg og 2 mg töflur

estradíól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Femanest og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Femanest

Hvernig nota á Femanest

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Femanest

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Femanest og við hverju það er notað

Femanest er lyf sem notað er sem hormónauppbótarmeðferð. Það inniheldur kvenhormónið estrógen.

Femanest er ætlað til notkunar eftir að tíðablæðingar eru hættar (tíðahvörf), þegar að minnsta kosti eitt

ár er liðið frá síðustu eðlilegu tíðablæðingum.

Femanest er notað:

Til að draga úr einkennum, um og eftir tíðahvörf

Þegar tíðablæðingar eru hættar (tíðahvörf) minnkar estrógenmagn hjá konum. Það getur valdið

óþægindum, eins og svitaköstum og hitakófum. Femanest dregur úr þessum einkennum eftir tíðahvörf.

Femanest á eingöngu að nota ef óþægindin trufla daglegt líf.

Femanest 2 mg má einnig nota til að fyrirbyggja beinþynningu

Eftir tíðahvörf getur beinþynning komið fram hjá sumum konum. Ráðfærðu þig við lækninn um öll

hugsanleg meðferðarúrræði.

Ef þú ert í aukinni hættu á beinbrotum og önnur lyf henta þér ekki getur þú notað Femanest til að

fyrirbyggja beinþynningu eftir tíðahvörf.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Femanest

Sjúkrasaga og reglubundið eftirlit

Hormónauppbótarmeðferð hefur í för með sér áhættu sem þarf að íhuga þegar verið er að ákveða að

hefja meðferð eða hvort halda eigi meðferð áfram.

Reynsla af meðferð er takmörkuð hjá konum með snemmkomin tíðahvörf (vegna þess að eggjastokkar

hafa hætt að starfa eða vegna brottnáms þeirra). Ef þú ert í þeim hópi getur áhættan sem fylgir

hormónauppbótarmeðferð verið önnur. Ráðfærðu þig við lækninn.

Áður en meðferð hefst (eða er hafin á ný) mun læknirinn spyrja um heilsufarssögu þína og fjölskyldu

þinnar. Hugsanlega mun læknirinn framkvæma almenna læknisskoðun og kvenskoðun, sem felur

einnig í sér brjóstaskoðun.

Þegar meðferð er hafin skaltu fara reglulega í læknisskoðun, að minnsta kosti einu sinni á ári. Þegar þú

mætir í þessi eftirlit ættir þú að ræða við lækninn um kosti og áhættu áframhaldandi meðferðar.

Þú skalt skoða brjóstin reglulega, samkvæmt ráðleggingum læknisins.

Ekki má nota Femanest:

ef eitthvað af eftirtöldu á við um þig. Ef þú ert ekki viss skaltu hafa samband við lækni áður en þú

tekur Femanest.

ef þú ert með, hefur verið með eða grunar að þú sért með

brjóstakrabbamein

ef þú ert með eða hefur verið með

estrógenháð æxli

, t.d. krabbamein í legslímhúð (legslímu)

eða ef grunur er um að þú sért með það

ef þú ert með

óvæntar blæðingar frá leggöngum

sem ekki hafa verið rannsakaðar af lækni

þykknun er á legslímhúð

(mikill ofvöxtur legslímhúðar) sem ekki hefur verið meðhöndluð

ef þú ert með eða hefur fengið

blóðtappa í bláæð

í fótleggjum (segamyndun í djúpum

bláæðum) eða í lungum (lungnasegarek)

ef þú ert með

truflun á blóðstorknun

eða kvilla sem eykur hættu á blóðtappamyndun

(C-prótein, S-prótein eða andtrombínskort)

ef þú ert með eða hefur nýlega verið með sjúkdóm sem orsakast af blóðtappa í slagæðum, t.d.

hjartadrep, heilaslag

(heilaáfall) eða

hjartaöng

ef þú ert með eða hefur einhvern tíma verið með

lifrarsjúkdóm

og niðurstöður rannsókna á

lifrarstarfsemi eru ennþá óeðlilegar

ef þú ert með

porfýríu

, sem er sjaldgæfur arfgengur sjúkdómur

ef um er að ræða ofnæmi fyrir estradíóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Ef eitthvað af ofangreindu kemur fram í fyrsta sinn við notkun Femanest skaltu hætta notkun

Femanest og hafa tafarlaust samband við lækni.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Segðu lækninum frá því, áður en þú byrjar á meðferðinni, ef þú hefur einhvern tíma verið með

einhvern neðangreindra kvilla, þar sem hann getur komið aftur fram eða versnað meðan á meðferð

með Femenest stendur. Ef það gerist þarftu að fara oftar í eftirlit til læknisins.

ef þú ert með einhvern sjúkdóm sem hefur áhrif á legslímhúð, góðkynja sléttvöðvaæxli í legi,

legslímuvilla (endometriosis) eða ofvöxt legslímhúðar (mikil þykknun legslímhúðar)

ef þú ert í aukinni hættu á að fá blóðtappa (sjá hér á eftir „Blóðtappar í bláæð (segarek)“)

ef einhver nákominn ættingi hefur fengið brjóstakrabbamein eða annað estrógenháð krabbamein

hár blóðþrýstingur

lifrarsjúkdómar, t.d. kirtilæxli í lifur (góðkynja æxli)

sykursýki

gallsteinar

ef þú færð mígreni eða svæsinn höfuðverk

ef þú ert með rauða úlfa (SL), sjálfsofnæmissjúkdómur sem leggst á mörg líffæri

flogaveiki

astmi

snigilgluggahersli (beingering í miðeyra sem leiðir til heyrnarskerðingar)

of há gildi þríglýseríða (hækkuð blóðfitugildi)

vökvasöfnun, vegna hjarta- eða nýrnasjúkdóma

Hafa skal tafarlaust samband við lækni og hætta á meðferðinni ef eitthvað af eftirfarandi kemur

fram:

eitthvað af því sem nefnt er í kaflanum „Ekki má nota Femanest“

ef húð eða augnhvíta verður gulleit (gula), það geta verið einkenni lifrarsjúkdóms

ef blóðþrýstingur hækkar mikið (einkennin geta verið höfuðverkur, þreyta eða sundl)

ef þú færð í fyrsta sinn höfuðverk sem líkist mígreni

ef þú verður þunguð

ef þú færð einkenni blóðtappa, t.d.

sársaukafulla bólgu og roða á fótlegg

skyndilegan brjóstverk

öndunarerfiðleika

Sjá nánari upplýsingar að neðan „Blóðtappar í bláæð (segarek)“

Athugið

: Femanest er ekki getnaðarvarnarlyf. Ef styttra en 12 mánuðir eru frá síðustu tíðablæðingum

eða ef þú ert yngri en 50 ára getur enn verið nauðsynlegt fyrir þig að nota getnaðarvörn til þess að

fyrirbyggja þungun. Ráðfærðu þig við lækni.

Hormónauppbótarmeðferð og krabbamein

Mikill ofvöxtur legslímhúðar og krabbamein í legslímhúð

Hormónauppbótarmeðferð með estrógeni eingöngu eykur hættu á ofvexti legslímhúðar og

krabbameini í legslímhúð (legslímukrabbamein).

Notkun gestagens, til viðbótar estrógeni, í að minnsta kosti 12 daga í hverjum 28 daga hring verndar

þig gegn þessari auknu hættu. Læknirinn mun ávísa gestageni ef þú ert með leg. Ef legið hefur verið

fjarlægt með skurðaðgerð (legnám) skaltu ræða við lækninn um það hvort óhætt sé fyrir þig að taka

lyfið án þess að taka gestagen.

Meðal kvenna með leg, sem eru ekki á hormónauppbótarmeðferð, greinast að meðaltali 5 af hverjum

1.000 konum á aldrinum 50–65 ára með krabbamein í legslímhúð.

Meðal kvenna með leg, á aldrinum 50–65 ára, sem eru á hormónauppbótarmeðferð sem eingöngu

inniheldur estrógen, greinast 10 til 60 af hverjum 1.000 konum með krabbamein í legslímhúð (þ.e.a.s.

frá 5 til 55 viðbótartilvik), háð skammti og meðferðarlengd.

Brjóstakrabbamein

Upplýsingar benda til að samsett meðferð með estrógeni og gestageni og hugsanlega meðferð með

estrógeni eingöngu auki hættu á brjóstakrabbameini. Áhættan er háð meðferðarlengd. Áhættuaukning

fer eftir því hversu lengi hormónauppbótarmeðferð varir. Áhætttuaukningin kemur fram innan

nokkurra ára en verður aftur eins og almennt gengur og gerist nokkrum árum (í mesta lagi 5 ár) eftir að

meðferðinni er hætt.

Meðal kvenna án legs sem hafa eingöngu verið á meðferð með estrógeni í 5 ár er engin eða lítillega

aukin hætta á brjóstakrabbameini.

Samanburður

Meðal kvenna á aldrinum 50–79 ára, sem eru ekki á hormónauppbótarmeðferð, munu að meðaltali

9-14 af hverjum 1.000 greinast með brjóstakrabbamein á 5 ára tímabili.

Meðal kvenna á aldrinum 50–79 ára, sem eru á samsettri hormónauppbótarmeðferð með estrógeni og

gestageni í 5 ár, munu 13-20 af hverjum 1.000 notendum fá þessa sjúkdómsgreiningu (þ.e.a.s.

4-6 viðbótartilvik).

Skoðaðu brjóstin reglulega. Hafðu samband við lækni ef þú verður vör við einhverjar

breytingar eins og:

innfallna húð eða dældir

breytingar á geirvörtu

hnúta sem þú getur séð eða fundið með þreifingu

Mælt er með því að þú farir í brjóstamyndatöku þegar þú færð boð í hana. Við brjóstamyndatökuna er

mikilvægt að þú látir heilbrigðisstarfsfólkið sem framkvæmir rannsóknina vita að þú notir

uppbótarmeðferð með hormónum, vegna þess að þetta lyf getur aukið þéttleika í brjóstunum. Aukinn

þéttleiki getur valdið erfiðleikum við að greina hnúta á myndunum úr brjóstamyndatökunni.

Krabbamein í eggjastokkum

Eggjastokkakrabbamein er mjög sjaldgæft – mun sjaldgæfara en brjóstakrabbamein. Notkun

uppbótarmeðferðar með hormónum með estrógeni eingöngu eða samsetningu með estrógeni-

prógestageni hefur verið tengd við örlítið aukna hættu á krabbameini í eggjastokkum.

Hættan á krabbameini í eggjastokkum er mismunandi eftir aldri. Til dæmis, hjá konum á aldrinum 50

til 54 ára sem ekki fá hormónauppbótarmeðferð greinast um 2 af hverjum 2.000 með krabbamein í

eggjastokkum á 5 ára tímabili. Af konum sem hafa fengið hormónauppbótarmeðferð í 5 ár eru u.þ.b.

3 tilfelli á hverja 2.000 notendur (þ.e. u.þ.b. 1 viðbótartilfelli).

Áhrif hormónauppbótarmeðferðar á hjarta og blóðrás

Blóðtappar í bláæð (segarek)

Hætta á

blóðtappa í bláæðum

er 1,3-3 sinnum meiri hjá konum sem eru á hormónauppbótarmeðferð

en þeim sem ekki eru á slíkri meðferð, sérstaklega á fyrsta ári meðferðarinnar.

Blóðtappar geta reynst alvarlegir. Ef blóðtappi berst til lungnanna getur hann valdið brjóstverk,

öndunarerfiðleikum, losti eða jafnvel dauða.

Meiri líkur eru á að þú fáir blóðtappa í bláæð ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig. Láttu lækninn

vita ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig.

ef þú hefur verið ófær um að ganga eða standa í lengri tíma, vegna meiri háttar skurðaðgerðar,

meiðsla eða sjúkdóms (sjá einnig kafla 3, „Ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð”)

ef þú ert í verulegri yfirþyngd (líkamsþyngdarstuðull yfir 30 kg/m

ef þú ert með blóðstorkuraskanir sem krefjast langvarandi meðferðar með lyfi til að fyrirbyggja

blóðtappamyndun

ef nákominn ættingi hefur fengið blóðtappa í fótlegg, lunga eða annað líffæri

ef þú ert með rauða úlfa

ef þú ert með krabbamein

Einkennum blóðtappa er lýst í kaflanum „Hafa skal tafarlaust samband við lækni og hætta á

meðferðinni“.

Samanburður

Meðal kvenna á sextugsaldri, sem eru ekki á hormónauppbótarmeðferð, má búast við að á 5 ára

tímabili fái að meðaltali 4-7 af hverjum 1.000 blóðtappa í bláæð.

Meðal kvenna á sextugsaldri, sem hafa verið á hormónauppbótarmeðferð með estrógeni og gestageni

lengur en 5 ár, má búast við að 9-12 af hverjum 1.000 notendum fái blóðtappa í bláæð (þ.e.a.s.

5 viðbótartilvik).

Meðal kvenna á sextugsaldri, sem eru ekki með leg og sem hafa verið lengur en 5 ár á estrógeni einu

sér, má búast við að 5-8 af hverjum 1.000 notendum fái blóðtappa í bláæð (þ.e.a.s. 1 viðbótartilvik).

Hjartasjúkdómur (hjartadrep)

Engar vísbendingar eru um að hormónauppbótarmeðferð fyrirbyggi hjartadrep.

Konur, eldri en sextugar, sem eru á hormónauppbótarmeðferð með estrógeni og gestageni eru í heldur

meiri hættu á að fá hjartasjúkdóm en þær sem eru ekki á hormónauppbótarmeðferð.

Konur án legs, sem eru eingöngu á estrógeni, eru ekki í aukinni hættu á að fá hjartasjúkóm.

Heilaslag (heilaáfall)

Hættan á að fá heilaslag er u.þ.b. 1,5 sinnum meiri hjá þeim sem eru á hormónauppbótarmeðferð en

þeim sem eru ekki á henni. Hættan á heilaslagi tengist aldri, þess vegna eykst fjöldi heilaslagstilvika,

vegna hormónauppbótarmeðferðar, með hækkandi aldri.

Samanburður

Búast má við að meðal kvenna á sextugsaldri, sem eru ekki á hormónauppbótarmeðferð, munu að

meðaltali 8 af hverjum 1.000 fá heilaslag á 5 ára tímabili. Meðal kvenna á sextugsaldri sem eru á

hormónauppbótarmeðferð lengur en 5 ár má búast við að 11 af hverjum 1.000 notendum fái heilaslag

(þ.e.a.s. 3 viðbótartilvik).

Aðrir sjúkdómar

Hormónauppbótarmeðferð kemur ekki í veg fyrir minnistap. Hættan á minnistapi getur

verið heldur meiri hjá konum sem byrja á hormónauppbótarmeðferð eftir 65 ára aldur.

Ráðfærðu þig við lækninn.

Notkun annarra lyfja samhliða Femanest

Sum lyf geta haft áhrif á verkun Femanest, sem getur valdið óreglulegum blæðingum. Þetta á við um

eftirfarandi lyf:

Lyf við

flogaveiki

(t.d. fenóbarbítal, fenytóín og karbamazepín)

Lyf við

berklum

(t.d. rifampicín, rifabútín)

Lyf við

HIV-sýkingu

(t.d. nevírapín, efavírenz, rítonavír og nelfínavír)

Jurtalyf (hefðbundin) sem innihalda

jóhannesarjurt

Hypericum perforatum

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að vera notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fást án lyfseðils og náttúrulyf.

Niðurstöður blóðrannsókna

Ef þú þarft að fara í blóðprufu skaltu segja lækninum eða þeim sem tekur blóðsýnið að þú sért á

meðferð með Femanest, vegna þess að lyfið getur haft áhrif á niðurstöður sumra rannsókna.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Femanest er eingöngu ætlað konum eftir tíðahvörf. Ef þú verður þunguð skaltu hætta notkun Femanest

og hafa samband við lækninn.

Konur með barn á brjósti mega ekki nota Femanest.

Akstur og notkun véla

Femanest hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Femanest inniheldur mjólkursykur (laktósa

). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa

samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

Femanest 2 mg inniheldur litarefnið para-appelsínugult,

sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

3.

Hvernig nota á Femanest

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Við langvarandi meðferð með estrógeni er hætta á ofvexti legslímhúðar. Því er mælt með að gefa

konum með leg einnig gulbúshormón (gestagen) í 10-14 daga í hverjum mánuði. Í lok meðferðar með

gulbúshormóni verða venjulega blæðingar, sem líkjast tíðablæðingum.

Læknirinn leitast við að gefa þér minnsta skammt sem dregur úr einkennum og þú átt að nota

Femanest í eins stuttan tíma og mögulegt er. Leitaðu ráða hjá lækninum ef einkennin minnka ekki eða

ef þú heldur að skammturinn sé of stór.

Notkunarleiðbeiningar

Pakkningin er merkt með vikudögum, þannig að hægt er að fylgjast með inntöku taflanna dag frá degi.

Merking vikudaga á þynnum er samnorræn. Þar sem vikudagarnir hafa ekki alltaf sama upphafsstaf á

íslensku og sænsku stendur: M/Má (mánudagur), Ti/Þ (þriðjudagur), O/Mi (miðvikudagur), To/Fi

(fimmtudagur), F/Fö (föstudagur).

Blæðingamynstur

Milliblæðingar og/eða blettablæðingar geta komið fram á fyrstu mánuðum meðferðar. Sjá nánari

upplýsingar í kafla 4.

Ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð

Ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð, skaltu láta lækninn vita að þú takir Femanest. Verið getur að

þú þurfir að hætta töku Femanest tímabundið, 4-6 vikum fyrir skurðaðgerðina, til að draga úr hættu á

blóðtappamyndun (sjá kafla 2 „Blóðtappar í bláæð (segarek)“). Þú skalt einnig spyrja lækninn hvenær

þú getir byrjað að taka Femanest aftur.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222), til þess að hægt sé að meta

áhættuna og fá ráðgjöf.

Ef gleymist að taka Femanest

Ekki má nota tvöfaldan skammt til að bæta upp skammt sem hefur gleymst. Ef meira en 12 klst. eru

liðnar frá því að taka átti töflu sem gleymist á að fleygja töflunni og halda síðan meðferðinni áfram

eins og venjulega. Ef gleymist að taka eina töflu geta líkur á milliblæðingum eða blettablæðingum

aukist.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi sjúkdómar eru algengari hjá konum á hormónauppbótarmeðferð en þeim sem eru ekki á

slíkri meðferð:

Brjóstakrabbamein

Mikil þykknun legslímhúðar (ofvöxtur legslímhúðar) eða krabbamein í legslímhúð

(legslímukrabbamein)

Krabbamein í eggjastokkum

Blóðtappi í fótleggjum eða lungum (bláæðasegarek)

Hjartasjúkdómur

Heilaslag (heilaáfall)

Hugsanlega minnistap ef meðferðin hefur hafist eftir 65 ára aldur

Nánari upplýsingar um þessar aukaverkanir eru í kafla 2.

Algengar

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 100 notendum):

Höfuðverkur, ógleði, óvænt

blæðing frá leggöngum, þyngdaraukning eða þyngdartap, magaverkir, útbrot, kláði.

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 100 notendum en fleiri en 1 af hverjum

1.000 notendum):

Eymsli í brjóstum, uppsöfnun vökva í líkamanum, ofnæmi, depurð, sundl,

sjóntruflanir, hjartsláttarónot, meltingartruflanir, sársaukafullir rauðir hnútar á húðinni

(þrimlaroðaþot), ofsakláði, verkir í brjóstum.

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 1.000 notendum): Blóðtappi í bláæð (sjá

einnig kafla „Áður en byrjað er að nota Femanest“). Uppþemba sem stundum fylgir verkur í þind,

hárlos, kvíði, minnkuð eða aukin kynhvöt, mígreni, óþol fyrir augnlinsum, vindgangur, uppköst,

aukinn vöxtur líkamshára (ofloðna), þrymlabólur, vöðvaverkir, tíðaverkir, útferð frá kynfærum,

fyrirtíðalegt heilkenni, stækkun brjósta, þreyta.

Blæðingarmynstur

Sumar konur fá milliblæðingar eða blettablæðingar á fyrstu mánuðum meðferðar. Ef slíkar blæðingar

halda áfram eftir fyrstu mánuði eða byrja eftir að meðferð hefur staðið yfir í nokkurn tíma eða halda

áfram eftir að meðferð er hætt skaltu segja lækninum frá því eins fljótt og auðið er.

Greint hefur verið frá eftirfarandi aukaverkunum við meðferð með öðrum hormónauppbótarlyfjum:

Sjúkdómum í gallblöðru

Ýmsum húðsjúkdómum:

- dökkum blettum á húð, sérstaklega á andliti og hálsi, svokallaðar „þungunarfreknur“

- sársaukafullum rauðum hnútum á húðinni (þrimlaroðaþot)

- hringlaga útbrotum með roða eða sárum (regnbogaroðasótt)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Femanest

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir fyrnist.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Femanest inniheldur

Femanest 1 mg:

-

Virka innihaldsefnið er estradíólhemihýdrat sem samsvarar 1 mg af estradíóli.

Önnur innihaldsefni eru vatnsfrír mjólkursykur (laktósi) 62,77 mg, litarefni (títantvíoxíð E 171),

maíssterkja, povidon, talkúm, magnesíumsterat, hýprómellósi, makrógól.

Femanest 2 mg:

-

Virka innihaldsefnið er estradíólhemihýdrat, sem samsvarar 2 mg af estradíóli.

Önnur innihaldsefni eru vatnsfrír mjólkursykur (laktósi) 61,73 mg, litarefni (títantvíoxíð E 171,

para-appelsínugulur E 110), maíssterkja, povidon, talkúm, magnesíumsterat, hýprómellósi,

makrógól.

Lýsing á útliti Femanest og pakkningastærðir

Femanest 1 mg: Hvít tafla, merkt 01.

Femanest 2 mg: Appelsínugul tafla, merkt 02.

Töflurnar eru í dagatalspakkningu með 3 x 28 töflum. Pakkningin er merkt með vikudögum sem

auðveldar að fylgjast með inntöku taflnanna frá degi til dags.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Meda AB

Box 906

170 09 Solna

Svíþjóð.

Framleiðandi

Piramal Healthcare UK Ltd

Whalton Road

Morpeth

Northumberland

NE61 3YA

Bretland.

Umboð á Íslandi

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.