Felodipin ratiopharm

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Felodipin ratiopharm Forðatafla 2,5 mg
 • Skammtar:
 • 2,5 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Felodipin ratiopharm Forðatafla 2,5 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a2d6649f-8efb-e311-8e1b-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Felodipin ratiopharm 2,5 mg forðatöflur

Felodipin ratiopharm 5 mg forðatöflur

Felodipin ratiopharm 10 mg forðatöflur

Felodipin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Felodipin ratiopharm og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Felodipin ratiopharm

Hvernig nota á Felodipin ratiopharm

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Felodipin ratiopharm

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Felodipin ratiopharm og við hverju það er notað

Felodipin ratiopharm inniheldur virka efnið felodipin. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast

kalsíumgangalokar. Það lækkar blóðþrýsting með því að víkka litlar æðar. Það hefur ekki neikvæð

áhrif á virkni hjartans.

Felodipin ratiopharm er notað í meðferð á háum blóðþrýstingi (háþrýstingi) og hjarta- og brjóstverk

sem er til kominn vegna t.d. áreynslu eða streitu (hjartaöng).

2.

Áður en byrjað er að nota Felodipin ratiopharm

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Felodipin ratiopharm:

ef þú ert þunguð. Þú skalt láta lækninn vita eins fljótt og hægt er ef þú verður þunguð á meðan

lyfið er notað.

ef um er að ræða ofnæmi fyrir felodipini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með ómeðhöndlaða hjartabilun

ef þú ert með bráða kransæðastíflu (hjartaáfall)

ef þú ert með brjóstverk sem er nýbyrjaður eða hjartaöng sem stendur yfir í 15 mínútur eða

lengur eða er alvarlegri en vanalega

ef þú ert með sjúkdóm í hjartaloku eða hjartavöðva, þar til þú hefur rætt við lækninn.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Felodipin ratiopharm getur, líkt og önnur blóðþrýstingslækkandi lyf, í mjög sjaldgæfum tilvikum

valdið verulega lágum blóðþrýstingi, sem getur í sumum tilfellum valdið ófullnægjandi magni af blóði

til hjarta, því fylgir oft svimi og brjóstverkur. Ef þú finnur fyrir þessum einkennum skalt þú leita strax

á bráðamóttöku.

Leitið ráða hjá lækninum áður en Felodipin ratiopharm er notað, sérstaklega ef þú ert með

lifrarvandamál.

Felodipin ratiopharm getur valdið bólgu í tannholdi. Góð munnhirða getur hjálpað til við að koma í

veg fyrir bólgu í tannholdi (sjá kafla 4).

Börn

Felodipin ratiopharm er ekki ráðlagt fyrir börn.

Notkun annarra lyfja samhliða Felodipin ratiopharm

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Sum lyf/náttúrulyf geta haft áhrif á meðferð með Felodipin ratiopharm.

Dæmi um það eru:

cimetidin (lyf notað við magasári)

erythromycin (lyf notað við bakteríusýkingum)

itraconazol (lyf notað við við sveppasýkingum)

ketoconazol (lyf notað við við sveppasýkingum)

lyf notuð við meðhöndlun á HIV sýkingu, próteasahemlar (t.d. ritonavir)

lyf notuð við meðhöndlun á HIV sýkingu (t.d. efavirenz, nevirapin)

phenytoin (lyf notað við flogaveiki)

carbamazepin (lyf notað við flogaveiki)

rifampicin (lyf notað við sýkingum)

barbitúröt (lyf notuð til að meðhöndla kvíða, svefnvandamál og flogaveiki)

tacrolimus (lyf notað eftir líffæraígræðslu)

Lyf sem innihalda jóhannesarjurt/jónsmessurunni (St John´s wort (

Hypericum perforatum

)) (náttúrulyf

notað til að meðhöndla þunglyndi) geta minnkað áhrif Felodipins ratiopharm og því skal forðast

notkun þess.

Notkun Felodipin ratiopharm með mat eða drykk

Ekki drekka greipaldinsafa ef þú ert á meðferð með Felodipin ratiopharm, vegna þess að það getur

aukið áhrif Felodipin ratiopharm og hættuna á aukaverkunum.

Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki má nota Felodipin ratiopharm á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Látið lækninn vita ef þú ert með barn á brjósti eða ert að hefja brjóstagjöf. Konum með barn á brjósti

er ekki ráðlagt að nota Felodipin ratiopharm og læknirinn getur valið aðra meðferð ef þú vilt hafa

barnið á brjósti.

Akstur og notkun véla

Felodipin ratiopharm getur haft lítil til í meðallagi mikil áhrif á hæfni til akstur og stjórna vélum. Ef þú

finnur fyrir höfuðverk, ógleði, svima eða þreytu getur viðbragðshæfni þín verið skert. Gæta skal

varúðar, sérstaklega í upphafi meðferðar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Felodipin ratiopharm inniheldur mjólkursykur (laktósa)

Felodipin ratiopharm inniheldur mjólkursykur (laktósa) sem er sykurtegund. Ef læknirinn hefur sagt

þér að þú hafir óþol fyrir sumum gerðum sykurs, hafðu þá samband við lækninn áður en þú notar þetta

lyf.

3.

Hvernig nota á Felodipin ratiopharm

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum.

Felodipin ratiopharm forðatöflur skal taka að morgni og gleypa með vatni. Ekki má skipta töflunni,

mylja eða tyggja.

Háþrýstingur

Hefja skal meðferð með 5 mg einu sinni á dag. Læknirinn getur aukið skammtinn eða bætt við öðru

blóðþrýstingslækkandi lyfi ef þörf er á. Venjulegur skammtur í langtímameðferð er 5-10 mg einu sinni

á dag. Hjá öldruðum sjúklingum má íhuga upphafsskammtinn 2,5 mg á dag.

Stöðug hjartaöng

Hefja skal meðferð með 5 mg einu sinni á dag og ef þörf er á getur læknirinn aukið skammtinn í 10 mg

á dag.

Ef þú ert með lifrarvandamál

Styrkur felodipins í blóði getur verið meiri. Læknirinn getur þurft að minnka skammtinn.

Aldraðir

Læknirinn getur byrjað meðferð með minnsta mögulega skammti.

Ef tekinn er stærri skammtur af Felodipin ratiopharm en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef þú tekur stærri skammt en ráðlagt er af Felodipin ratiopharm getur þú fengið mjög lágan

blóðþrýsting og stundum hjartsláttarónot, hraðan eða, mjög sjaldan, hægan hjartslátt. Því er mjög

mikilvægt að taka skammtinn sem læknirinn ávísar. Ef þú finnur fyrir einkennum eins og

yfirliðstilfinningu, ringli eða svima skaltu strax hafa samband við lækninn.

Ef gleymist að taka Felodipin ratiopharm

Ef gleymist að taka töflu skal sleppa þeim skammti alveg. Taka skal næsta skammt á réttum tíma. Ekki

á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Felodipin ratiopharm

Ef þú hættir að nota lyfið geta einkenni sjúkdómsins komið aftur. Ráðfærðu þig við lækninn áður en

þú hættir að nota Felodipin ratiopharm.

Leitið til læknisins eða ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef eitthvað af eftirtöldu kemur fram hjá þér skalt þú hætta að nota Felodipin ratiopharm og láttu

lækninn vita strax:

Ofnæmi og ofnæmisviðbrögð: Einkenni geta verið m.a. hnútar í húð (rauðkláðaþot) eða þroti í

andliti, vörum, tungu, munni eða hálsi.

Eftirtaldar aukaverkanir hafa komið fram. Þær koma flestar fram í upphafi meðferðar eða eftir

skammtaaukningu. Ef slík einkenni koma fram þá vara þau yfirleitt í stuttan tíma og minnka með

tímanum. Láttu lækninn vita ef þú færð eitthvert af eftirtöldum einkennum og þau hverfa ekki.

Tilkynnt hefur verið um væga stækkun á gómum hjá sjúklingum með bólgu í munni

(tannholdsbólga/tannslíðursbólga). Hægt er að forðast eða snúa við stækkun með góðri munnhirðu.

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Þroti í ökklum/fótum

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Höfuðverkur

Roði

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Óeðlilega hraður hjartsláttur

Hjartsláttarónot

Of lágur blóðþrýstingur (lágþrýstingur)

Ógleði

Kviðverkur

Brunatilfinning/stingir/dofi

Útbrot og kláði

Þreyta

Sundl

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Yfirlið

Uppköst

Ofsakláði

Liðverkir

Vöðvaverkir

Getuleysi/kynlífsvandamál

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

Bólgið tannhold

Aukin lifrarensím

Húðviðbrögð vegna aukinnar næmni fyrir sólarljósi

Bólga í litlum æðum í húð

Aukin tíðni þvagláta

Ofnæmisviðbrögð, eins og hiti eða bólga í vörum og tungu

Aðrar aukaverkanir geta komið fram. Ef þú færð eitthver þreytandi eða óvenjuleg viðbrögð á meðan

þú notar Felodipin ratiopharm skaltu ræða það við lækninn strax.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Felodipin ratiopharm

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið ef pakkningar eru rifnar eða skemmdar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Felodipin ratiopharm inniheldur

Virka innihaldsefnið er felodipin.

Hver tafla inniheldur 2,5 mg af felodipini.

Hver tafla inniheldur 5 mg af felodipini.

Hver tafla inniheldur 10 mg af felodipini.

Önnur innihaldsefni eru:

2,5 mg

Örkristallaður sellulósi

Laktósaeinhýdrat (mjólkursykur)

Hýprómellósi

Póvidón K25

Própýlgallat (Ph.Eur.)

Vatnsfrí kísilkvoða

Magnesíumsterat (Ph.Eur.)

Talkúm

Própýlenglýkól

Gult járnoxíð (E 172)

Títantvíoxíð (E 171)

5 mg

10 mg

Örkristallaður sellulósi

Laktósaeinhýdrat (mjólkursykur)

Hýprómellósi

Póvidón K25

Própýlgallat (Ph.Eur.)

Vatnsfrí kísilkvoða

Magnesíumsterat (Ph.Eur.)

Talkúm

Própýlenglýkól

Gult járnoxíð (E 172)

Rautt járnoxíð (E 172)

Títantvíoxíð (E 171)

Lýsing á útliti Felodipin ratiopharm og pakkningastærðir

2,5 mg

Felodipin ratiopharm 2,5 mg forðatöflur eru kringlóttar, gular og filmuhúðaðar.

Felodipin ratiopharm

5 mg forðatöflur eru kringlóttar, ljósbleikar og filmuhúðaðar.

Felodipin ratiopharm

10 mg forðatöflur eru kringlóttar, rauðbrúnar og filmuhúðaðar.

2,5 mg

Fáanlegar í þynnupakkningum með 10, 20, 28, 30, 50, 100 og 100x1 forðatöflum.

Fáanlegar í glasapakkningum með 100 og 250 forðatöflum.

5 mg

10 mg

Fáanlegar í þynnupakkningum með 20, 28, 30, 30x1, 50, 50x1, 98, 100, 100x1 og 250 forðatöflum.

Fáanlegar í glasapakkningum með 100 og 250 forðatöflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

ratiopharm GmbH

Graf-Arco-Strasse 3

89079 Ulm

Þýskaland

Framleiðandi

Merckle GmbH

Ludwig-Merckle-Strasse 3

D-89143 Blaubeuren

Þýskaland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

2.5 mg

Bretland:

Folpik XL 2.5 mg prolonged release Tablets

Danmörk:

Felodipin Teva 2,5 mg depottabletter

Finnland:

Felodipin ratiopharm 2,5 mg depottabletti

Ísland:

Felodipin ratiopharm 2,5 mg, forðatöflur

Svíþjóð:

Felodipin Teva 2,5 mg depottablett

Þýskaland:

Felodipin-ratiopharm 2,5 mg Retardtabletten

5 mg

Austurríki:

Felodipin ratiopharm retard 5 mg-Filmtabletten

Bretland:

Folpik XL 5 mg prolonged release Tablets

Danmörk:

Felodipin Teva 5 mg depottabletter

Finnland:

Felodipin ratiopharm 5 mg depottabletti

Ísland:

Felodipin ratiopharm 5 mg, forðatöflur

Lúxemborg:

Felodipin-ratiopharm 5 mg Retardtabletten

Noregur:

Felodipin ratiopharm 5 mg depottablett

Svíþjóð:

Felodipin Teva 5 mg depottablett

Þýskaland:

Felodipin-ratiopharm 5 mg Retardtabletten

10 mg

Bretland:

Folpik XL 10 mg prolonged release Tablets

Danmörk:

Felodipin Teva 10 mg depottabletter

Finnland:

Felodipin ratiopharm 10 mg depottabletti

Ísland:

Felodipin ratiopharm 10 mg, forðatöflur

Lúxemborg:

Felodipin-ratiopharm 10 mg Retardtabletten

Noregur:

Felodipin ratiopharm 10 mg depottablett

Svíþjóð:

Felodipin Teva 10 mg depottablett

Þýskaland:

Felodipin-ratiopharm 10 mg Retardtabletten

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.