Feldíl

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Feldíl Forðatafla 10 mg
 • Skammtar:
 • 10 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Feldíl Forðatafla 10 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f9142244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Feldíl

®

5 mg og 10 mg forðatöflur

Felódipín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Feldíl og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Feldíl

Hvernig nota á Feldíl

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Feldíl

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Feldíl og við hverju það er notað

Feldíl inniheldur virka efnið felódipín. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast

kalsíumgangalokar. Lyfið

lækkar blóðþrýsting með því að víkka út grannar æðar. Það hefur ekki neikvæð áhrif á

hjartastarfsemina.

Feldíl er notað við háum blóðþrýstingi og einnig við hjarta- og brjóstverk sem getur til dæmis komið

fram við áreynslu eða streitu (hjartaöng).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Feldíl

Ekki má nota Feldíl

ef um er að ræða ofnæmi fyrir felodipini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert þunguð. Ef þú verður þunguð meðan á meðferð stendur skaltu segja lækninum eins

fljótt frá því og hægt er.

ef þú ert með hjartabilun sem ekki hefur verið nægilega meðhöndluð.

ef þú ert með brátt hjartadrep (hjartaáfall).

ef þú ert með nýlegan brjóstverk, eða hjartaöng sem hefur staðið yfir í 15 mínútur eða lengur

eða er alvarlegri en venjulega.

ef þú ert með sjúkdóm í hjartalokum eða hjartavöðvasjúkdóm, þar til þú hefur rætt við lækninn.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Feldíl, líkt og önnur blóðþrýstingslækkandi lyf, getur mjög sjaldan valdið mjög lágum blóðþrýstingi

sem getur hjá sumum sjúklingum valdið ófullnægjandi flæði súrefnis til hjarta. Einkenni mjög lágs

blóðþrýstings og ófullnægjandi flæði súrefnis til hjarta, eru oft sundl og brjóstverkur. Leitaðu strax til

neyðarmóttöku ef þú finnur fyrir þessum einkennum.

Leitið ráða hjá lækninum áður en Feldíl er notað, sérstaklega ef þú ert með lifrarsjúkdóm.

Notkun Feldíl getur valdið bólgu í tanngómum. Hugsaðu vel um tennurnar til að koma í veg fyrir að

bólga myndist í gómunum (sjá kafla 4).

Börn

Notkun Feldíl er ekki ráðlögð hjá börnum.

Notkun annarra lyfja samhliða Feldíl

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Sum lyf/jurtalyf geta haft áhrif á meðferð með Feldíl.

Dæmi um slík lyf eru:

cimetidin (lyf við magasári)

erythromycin (sýklalyf)

itrakonazol (sveppalyf)

ketokonazol (sveppalyf)

lyf við HIV sýkingu/próteasahemlar (t.d. ritonavir)

lyf við HIV sýkingu (t.d. efavirenz, nevirapin)

fenýtóín (flogaveikilyf)

karbamazepin (flogaveikilyf)

rifampicin (sýklalyf)

barbítúröt (lyf sem eru notuð við kvíða, svefnvandamálum og flogaveiki)

takrolimus (lyf sem er notað við líffæraflutning)

Lyf sem innihalda jóhannesarjurt (

Hypericum perforatum

) (jurtalyf notað við þunglyndi) geta dregið úr

áhrifum Feldíl og því skal forðast notkun þeirra.

Notkun Feldíl með mat eða drykk

Ekki drekka greipaldinsafa meðan þú tekur Feldíl, þar sem það getur aukið áhrif Feldíl og hættuna á

aukaverkunum.

Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki má nota Feldíl á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Láttu lækninn vita ef þú ert með barn á brjósti eða ráðgerir að vera með barn á brjósti. Notkun Feldíl

er ekki ráðlögð hjá konum með barn á brjósti, og læknirinn gæti valið aðra meðferð fyrir þig ef þú vilt

vera með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Feldíl getur haft lítil eða væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ef þú færð höfuðverk, ógleði,

sundl eða þreytu gæti viðbragðshæfnin verið skert. Sérstaklega er ráðlagt að gæta varúðar í upphafi

meðferðar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Feldíl inniheldur laktósa

Feldíl inniheldur laktósa sem er sykurtegund. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa

samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Feldíl

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum.

Hár blóðþrýstingur

Hefja skal meðferð með 5 mg einu sinni á sólarhring. Læknirinn getur aukið skammtinn eða bætt við

öðru blóðþrýstingslækkandi lyfi ef nauðsyn krefur. Venjulegur skammtur við meðhöndlun þessa

sjúkdóms í langan tíma er 5-10 mg einu sinni á sólarhring. Hjá öldruðum sjúklingum má íhuga að

byrja með 2,5 mg upphafsskammt.

Athugið að önnur lyf kunna að vera fáanleg fyrir 2,5 mg upphafsskammt af felódipíni, en Feldíl fæst

ekki í þeim styrkleika.

Stöðug hjartaöng

Hefja skal meðferð með 5 mg einu sinni á sólarhring og læknirinn getur aukið skammtinn í 10 mg einu

sinni á sólarhring ef þörf er á.

Ef þú ert með lifrarsjúkdóm

Magn felodipins í blóði gæti aukist. Læknirinn gæti minnkað skammtinn.

Aldraðir

Læknirinn gæti byrjað meðferðina með lægsta mögulega skammti.

Lyfjagjöf

Taka skal Feldíl forðatöflur að morgni og gleypa með vatni. Ekki má skipta, mylja eða tyggja

töflurnar. Taka má lyfið milli mála eða eftir létta fitusnauða og kolvetnaskerta máltíð.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú tekur fleiri en ráðlagða skammta af Feldíl gætir þú fengið mjög lágan blóðþrýsting og stundum

hjartsláttartruflanir, hraðan eða, mjög sjaldan, hægan hjartslátt. Því er mikilvægt að þú takir þann

skammtafjölda sem læknirinn ávísaði. Hafðu samstundis samband við lækninn ef þú finnur fyrir

einkennum eins og yfirliði, svima eða sundli.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Ef gleymist að taka Feldíl

Slepptu skammtinum ef þú gleymir að taka töflu. Taktu næsta skammt á réttum tíma. Ekki á að

tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Feldíl

Ef þú hættir að taka lyfið geta einkennin komið aftur. Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú hættir að

taka lyfið. Læknirinn mun ráðleggja þér hversu lengi þú átt að taka lyfið.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef eitthvað af eftirfarandi kemur fram, skal stöðva notkun Feldíl og hafa samstundis samband við

lækninn:

Ofnæmisviðbrögð: Einkennin geta m.a. verið upphleyptir flekkir í húð eða þroti í andliti, vörum,

munni, tungu eða hálsi.

Eftirfarandi aukaverkanir hafa komið fram. Flestar aukaverkanirnar koma fram í upphafi meðferðar

eða eftir skammtastækkun. Ef þessi einkenni koma fram eru þau yfirleitt skammvinn og dofna með

tímanum. Hafðu samband við lækninn ef einhvereftirfarandi einkenna koma fram og hverfa ekki.

Væg ofholdgun hefur komið fram í tannholdi hjá sjúklingum með tannholdsbólgu. Hægt er að koma í

veg fyrir þetta eða snúa þessu við með góðri tannhirðu.

Mjög algengar: geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

Ökklabjúgur

Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum

Höfuðverkur

Andlitsroði

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum

Óeðlilega hraður hjartsláttur

Hjartsláttartruflanir

Of lágur blóðþrýstingur (lágþrýstingur)

Ógleði

Kviðverkur

Brunatilfinning/náladofi/dofi

Útbrot eða kláði

Þreyta

Sundl

Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum

Aðsvif

Uppköst

Ofsakláði

Liðverkur

Vöðvaverkur

Getuleysi/skert kynhvöt

Koma örsjaldan fyrir: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum

Bólga í tannholdi

Aukning lifrarensíma

Húðviðbrögð vegna aukins ljósnæmis

Bólga í smáum æðum í húð

Tíð þvaglát

Ofnæmisviðbrögð t.d. hiti eða þroti í vörum eða tungu

Aðrar aukaverkanir geta komið fram. Leitaðu til læknisins ef aukaverkanir sem koma fram valda þér

óþægindum eða eru óvenjulegar.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í

þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Feldíl

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Plastglös: Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Glerglös: Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Feldíl inniheldur

Virka innihaldsefnið er felódipín, 5 mg eða 10 mg.

Önnur innihaldsefni eru laktósi (mjólkursykur), örkristallaður sellulósi, hýprómellósi, póvídón,

própýlgallat, kollóíð-kísiltvíoxíð, magnesíumsterat, talkúm, própýlenglýkól, gult og rautt

járnoxíð (E172) og títantvíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Feldíl og pakkningastærðir

Feldíl 5 mg forðatöflur: Ljósbleikar, hringlaga, kúptar filmuhúðaðar töflur, 9 mm í þvermál, merktar

“5” öðrum megin.

Pakkningastærð 100 töflur í plastglösum eða glerglösum.

Feldíl 10 mg forðatöflur: Rauðbrúnar, hringlaga, kúptar filmuhúðaðar töflur, 9 mm í þvermál, merktar

“10” öðrum megin.

Pakkningastærð 100 töflur í plastglösum eða glerglösum.

Ekki er víst að báðar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf., Reykjavíkurvegi 76-78, 220 Hafnarfjörður.

Framleiðendur

Actavis hf, Reykjavíkurvegi 76-78, 220 Hafnarfjörður.

Actavis Group PTC ehf., Reykjavíkurvegur 76-78, 220 Hafnarfjörður

Tjoapack Netherlands B.V., Nieuwe Donk 9, 4879 AC Etten-Leur, Holland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í september 2017.