Famvir

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Famvir Filmuhúðuð tafla 125 mg
 • Skammtar:
 • 125 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Famvir Filmuhúðuð tafla 125 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • e5142244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Famvir 125 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur

famciclovir

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Famvir og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Famvir

Hvernig nota á Famvir

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Famvir

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Famvir og við hverju það er notað

Famvir er veirulyf. Það kemur í veg fyrir að veiran sem veldur sýkingunni fjölgi sér. Vegna þess að

veiran fjölgar sér mjög fljótlega eftir að sýking á sér stað er ávinningur af meðferðinni mestur ef

meðferð með Famvir er hafin þegar fyrstu einkenni koma fram.

Famvir er notað við tvennskonar veirusýkingum hjá fullorðnum:

Ristli (herpes zoster), sem er sýking af völdum veiru sem kallast varicella zoster (sama veira og

veldur hlaupabólu). Famvir kemur í veg fyrir að veiran dreifi sér um líkamann og flýtir þannig

fyrir bata.

Famvir er einnig notað til meðferðar við ristli á svæðinu í kringum augað eða í auganu sjálfu

(ristill í auga).

Áblæstri á kynfærum. Áblástur á kynfærum er veirusýking af völdum herpes simplex veiru af

gerð 1 eða 2. Veiran berst yfirleitt á milli einstaklinga við kynmök.

Sjúkdómurinn veldur blöðrum og sviða eða kláða kringum kynfærin, sem getur verið

sársaukafullt. Famvir er notað til að meðhöndla áblástur á kynfærum hjá fullorðnum.

Einstaklingar sem fá oft áblástur á kynfæri geta einnig notað Famvir til að koma í veg fyrir

endurtekinn áblástur af völdum sýkingarinnar.

2.

Áður en byrjað er að nota Famvir

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Famvir

ef um er að ræða ofnæmi fyrir famcicloviri, einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6), eða pencicloviri (virka umbrotsefni famciclovirs og innihaldsefni sumra annarra lyfja).

Ráðfærðu þig við lækninn

ef þú heldur að þú sért með ofnæmi.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Famvir er notað:

ef þú ert með nýrnasjúkdóm (eða hefur verið með nýrnasjúkdóm). Verið getur að læknirinn

ákveði að gefa þér minni skammta af Famvir.

ef ónæmiskerfi þitt verkar ekki sem skyldi.

ef þú ert með lifrarsjúkdóm.

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig, skaltu láta lækninn vita áður en þú notar Famvir.

Börn og unglingar (yngri en 18 ára)

Famvir er ekki ætlað til notkunar fyrir börn og unglinga.

Komdu í veg fyrir að þú smitir aðra af áblæstri á kynfærum

Ef þú ert að nota Famvir til að meðhöndla eða bæla áblástur á kynfærum, eða ef þú hefur einhvern

tímann fengið áblástur á kynfæri, áttu að stunda öruggt kynlíf, þar með talið að nota smokkinn. Það er

mikilvægt að koma í veg fyrir að þú smitir aðra af sjúkdómnum. Þú átt ekki að hafa samfarir ef þú ert

með sár eða blöðrur á kynfærum.

Notkun annarra lyfja samhliða Famvir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, lyf keypt erlendis, náttúrulyf,

vítamín og steinefni í stórum skömmtum sem og fæðubótarefni.

Það er sérstaklega mikilvægt að láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú ert að nota eitthvert

eftirtalinna lyfja:

Raloxifen (notað til að koma í veg fyrir og meðhöndla beinþynningu).

Probenecid (notað til meðhöndlunar á of miklu magni af þvagsýru í blóði, sem tengist

þvagsýrugigt og til að auka blóðþéttni sýklalyfja af flokki penicillina), eða eitthvert annað lyf

sem getur haft áhrif á nýrun.

Notkun Famvir með mat eða drykk

Nota má Famvir án tillits til máltíða.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað. Ekki má nota Famvir á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Læknirinn mun

ræða við þig um hugsanlega áhættu sem fylgir því að nota Famvir á meðgöngu.

Ekki á að nota Famvir þegar barn er haft á brjósti nema brýna nauðsyn beri til. Læknirinn mun ræða

við þig um hugsanlega áhættu sem fylgir því að nota Famvir þegar barn er haft á brjósti.

Akstur og notkun véla

Famvir getur valdið sundli, syfju eða ringli.

Þú mátt ekki aka eða nota vélar

ef þú finnur fyrir

einhverjum þessara einkenna meðan á meðferð með Famvir stendur.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Famvir 125 mg filmuhúðaðar töflur innihalda laktósa (mjólkursykur)

Ef óþol fyrir sykrum, t.d. laktósa (mjólkursykri) hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður

en lyfið er notað.

3.

Hvernig nota á Famvir

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Sólarhringsskammtur og meðferðarlengd eru háð því hvaða veirusýkingu er um að ræða - sjá hér

á eftir. Læknirinn mun ávísa réttum skammti fyrir þig.

Til að ná sem bestum árangri á að hefja meðferðina eins fljótt og hægt er eftir að fyrstu einkenni

koma fram.

Ekki stunda kynlíf með neinum ef þú ert með einkenni áblásturs á kynfærum - jafnvel þótt þú

hafir hafið meðferð með Famvir. Þetta er vegna þess að þú gætir smitað rekkjunaut þinn af

veirusýkingunni.

Ef þú ert með eða hefur verið með nýrnasjúkdóm, getur verið að læknirinn ákveði að gefa þér

minni skammta af Famvir.

Skammtur við ristli

Ef þú ert með eðlilegt ónæmiskerfi er ráðlagður skammtur 500 mg þrisvar á sólarhring, í sjö daga

Ef þú ert með bælt ónæmiskerfi er ráðlagður skammtur 500 mg þrisvar á sólarhring, í tíu daga.

Skammtur við áblæstri á kynfærum

Skammturinn fer eftir því hve virkt ónæmiskerfi þitt er og á hvaða stigi sýkingin er.

Ef þú ert með eðlilegt ónæmiskerfi eru skammtarnir samkvæmt eftirfarandi:

Við

fyrsta tilviki áblásturs á kynfærum

er ráðlagður skammtur 250 mg þrisvar á sólarhring, í fimm

daga.

Við

endurteknum áblæstri á kynfærum

er ráðlagður skammtur 125 mg tvisvar á sólarhring, í fimm

daga.

fyrirbyggjandi meðferð við áblæstri á kynfærum

er ráðlagður skammtur 250 mg tvisvar á

sólarhring.

Læknirinn mun segja þér hversu lengi þú þarft að halda áfram að taka töflurnar.

Ef þú ert með bælt ónæmiskerfi eru skammtarnir samkvæmt eftirfarandi:

Við

áblæstri sem er til staðar á kynfærum

, er ráðlagður skammtur 500 mg tvisvar á sólarhring, í sjö

daga.

fyrirbyggjandi meðferð við áblæstri á kynfærum

er skammturinn 500 mg tvisvar á sólarhring.

Læknirinn mun segja þér hversu lengi þú þarft að halda áfram að taka töflurnar.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú hefur tekið fleiri töflur en þér var sagt að gera, eða ef einhver annar hefur tekið lyfið inn fyrir

slysni, skaltu án tafar fá leiðbeiningar hjá lækninum eða á sjúkrahúsi. Sýndu þeim pakkninguna utan af

töflunum.

Of stór skammtur af Famvir getur haft áhrif á nýrun. Hjá einstaklingum sem eru með nýrnasjúkdóm

getur það, í mjög sjaldgæfum tilvikum, leitt til nýrnabilunar ef skammturinn er ekki minnkaður

nægjanlega.

Ef gleymist að nota Famvir

Ef þú gleymir að taka einn skammt af Famvir, skaltu taka hann strax og þú manst eftir því. Taktu síðan

næsta skammt á venjulegum tíma. Hinsvegar skaltu ekki taka tvo skammta innan einnar klukkustundar.

Í þeim tilvikum skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Ennfremur máttu ekki tvöfalda skammt til

að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir Famvir eru:

Flestar þessara aukaverkana eru mjög sjaldgæfar eða sjaldgæfar (koma fyrir hjá 1 til 100 af hverjum

10.000 notendum).

Veruleg blöðrumyndun

á húð eða slímhúð á vörum, í augum, munni, nösum eða á kynfærum

(þetta geta verið einkenni alvarlegra ofnæmisviðbragða í húð).

Marblettir án skýringa

, rauð- eða fjólubláleitir flekkir á húð eða

blóðnasir

(þetta geta verið

einkenni fækkunar blóðflagna).

Þroti

undir húð (t.d. þroti í andliti, þroti umhverfis augu, þroti á augnlokum, þroti í koki).

Gulnun

húðar og/eða augna (einkenni gulu).

Tíðni eftirfarandi aukaverkana er ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Fjólubláir flekkir á húð, kláði, sviði (einkenni bólgu í æðum).

Flog eða krampar.

Erfiðleikar við öndun eða kyngingu. Útbrot, kláði, ofsakláði, hvæsandi öndun eða hósti, vægur

svimi, sundl, breytt meðvitund. Lágþrýstingur, með eða án dreifðs kláða, húðroða, þrota í

andliti/hálsi, bláma á vörum, tungu eða húð (einkenni alvarlegra ofnæmisviðbragða).

Hafðu strax samband við lækni eða farðu á bráðamóttöku á næsta sjúkrahúsi

ef þú færð

einhverja þessara aukaverkana.

Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum)

Höfuðverkur

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum)

Ógleði

Uppköst

Kviðverkur

Niðurgangur

Sundl

Útbrot

Kláði

Óeðlilegar niðurstöður úr rannsóknum á lifrarstarfsemi

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum)

Ringl

Syfja (yfirleitt hjá öldruðum)

Útbrot ásamt kláða (ofsakláði)

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum)

Ofskynjanir (þú sérð eða heyrir hluti sem ekki eru til staðar í raun og veru)

Hjartsláttarónot (einkenni óeðlilegs hjartsláttar).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til

Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Famvir

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki skal nota lyfið ef vart verður við að pakkningin sé skemmd eða beri merki þess að átt hafi

verið við hana.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Famvir inniheldur

Virka innihaldsefnið er famciclovir.

Önnur innihaldsefni eru natríumsterkjuglýkollat (gerð A), hýdroxýprópýlsellulósa,

magnesíumsterat. Filmuhúð: Hýprómellósa, títantvíoxíð (E 171), macrogol (4000 og 6000).

Famvir 125 mg inniheldur auk þess vatnsfrían mjólkursykur.

Lýsing á útliti Famvir og pakkningastærðir

Filmuhúðaðar töflur

Famvir 125 mg: Hvít, kringlótt, filmuhúðuð tafla, kúpt báðum megin, með sniðbrún, auðkennd „FV“ á

annarri hliðinni og „125“ á hinni hliðinni.

Famvir 500 mg: Hvít, sporöskjulaga, filmuhúðuð tafla, kúpt báðum megin, með sniðbrún, auðkennd

„FV 500“ á annarri hliðinni og án auðkennis á hinni hliðinni.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk.

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Hörgatún 2

210 Garðabær.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Bretland, Danmörk, Finnland, Grikkland, Holland,

Írland, Ísland, Kýpur, Malta, Spánn, Svíþjóð,

Ungverjaland

Famvir

Austurríki

Famvir Filmtabletten

Frakkland

Oravir

Þýskaland

Famvir Filmtabletten

Famvir Zoster Filmtabletten

Famciclovir-Sandoz Filmtabletten

Famciclovir-SB Filmtabletten

Famciclovir-SB Zoster Filmtabletten

Ítalía

Famvir

Famciclovir Sandoz

Lúxemborg

Famvir Filmtabletten

Famvir Zoster Filmtabletten

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í júlí 2017.