Exemestan Actavis

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Exemestan Actavis Filmuhúðuð tafla 25 mg
 • Skammtar:
 • 25 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Exemestan Actavis Filmuhúðuð tafla 25 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • c5142244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Exemestan Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur

Exemestan

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Exemestan Actavis hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Exemestan Actavis og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Exemestan Actavis

Hvernig nota á Exemestan Actavis

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Exemestan Actavis

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Exemestan Actavis og við hverju það er notað

Lyfið heitir Exemestan Actavis. Exemestan Actavis tilheyrir lyfjaflokki sem nefnist aromatasahemlar.

Exemestan Actavis hemur efni sem nefnist aromatasi og er nauðsynlegt við myndun kvenhormónanna

estrogena, einkum hjá konum eftir tíðahvörf. Unnt er að meðhöndla hormónaháð brjóstakrabbamein

með því að minnka magn estrogena í líkamanum.

Exemestan Actavis er notað til meðferðar á ífarandi brjóstakrabbameini án meinvarpa (early breast

cancer) hjá konum sem hafa fengið meðferð með tamoxifeni í 2-3 ár.

Exemestan Actavis er einnig notað til meðferðar á langt gengnu brjóstakrabbameini, þegar meðferð

með öðru hormónalyfi hefur ekki skilað nægilega miklum árangri.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Exemestan Actavis

Ekki má nota Exemestan Actavis ef:

um er að ræða ofnæmi fyrir exemestani eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

þú ert ekki komin yfir tíðahvörf, þ.e.a.s. ef þú færð enn tíðablæðingar.

þú ert þunguð, hyggst verða þunguð eða hefur barn á brjósti.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Áður en þú færð meðferð með Exemestan Actavis mun læknirinn framkvæma blóðrannsókn til

að tryggja að þú sért komin yfir tíðahvörf.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú ert með lifrar- eða nýrnasjúkdóma, áður en þú tekur Exemestan

Actavis.

Láttu lækninn vita af vandamálum sem hafa áhrif á styrk beinanna þinna.

Læknirinn gæti viljað mæla beinþéttni þína áður en meðferð með Exemestan Actavis hefst og á

meðan meðferð stendur. Ástæða þess er sú, að beinþéttni og styrkur beina getur minnkað vegna

þess að lyf af þessum lyfjaflokki minnka magn kvenhormóna í líkamanum.

Notkun annarra lyfja samhliða Exemestan Actavis

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Þú mátt ekki taka Exemestan Actavis samtímis hormónauppbótarmeðferð.

Þegar þú tekur Exemestan Actavis skaltu gæta varúðar við notkun einhverra eftirtalinna lyfja.

Ráðfærðu þig við lækninn, ef þú tekur:

Rifampicín (sýklalyf)

Karbamazepín eða fenýtóín (krampastillandi lyf notuð við flogaveiki)

Vörur sem innihalda náttúrulyfið jónsmessurunna/jóhannesarjurt (

Hypericum perforatum

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Þú mátt ekki taka Exemestan Actavis ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti.

Láttu lækninn vita ef þú ert þunguð eða telur að þú sért þunguð.

Ræddu við lækninn um getnaðarvarnir, ef möguleiki er á að þú getir orðið þunguð.

Akstur og notkun véla

Ef þú finnur fyrir syfju, svima eða máttleysi við töku Exemestan Actavis ættir þú ekki að reyna að

keyra eða stjórna vélum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt að því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Exemestan Actavis

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fullorðnir og aldraðir

Exemestan Actavis á að taka um munn eftir máltíð, helst á sama tíma á hverjum degi.

Læknirinn mun segja þér hvernig og hversu lengi þú átt að taka Exemestan Actavis.

Venjulegur skammtur er ein 25 mg tafla daglega.

Þrátt fyrir að þér líði vel, máttu aðeins hætta meðferð með Exemestan Actavis í samráði við lækninn.

Ef þú verður lagður/lögð á sjúkrahús skaltu láta vita að þú sért í meðferð með Exemestan Actavis.

Börn

Exemestan Actavis má ekki nota handa börnum.

Ef tekinn er stærri skammtur af Exemestan Actavis en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal strax

hafa samband við lækni, bráðamóttöku eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Hafðu umbúðirnar með Exemestan Actavis töflunum meðferðis.

Ef gleymist að taka Exemestan Actavis

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef þú gleymir að taka skammt á venjubundnum tíma skaltu taka hann um leið og þú manst eftir

honum, nema komið sé að næsta skammti. Ef svo er skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist og taka

næsta skammt á venjubundnum tíma.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú færð einkenni svo sem almenna vanlíðan, ógleði, gulu (gulnun húðar og augna), kláða, verk

hægra megin í kvið og lystarleysi skaltu strax hafa samband við lækninn. Þetta geta verið einkenni

lifrarbólgu sem er sjaldgæf aukaverkun.

Alla jafna geta flestir tekið Exemestan Actavis án vandræða og aukaverkanirnar sem taldar eru upp

hér fyrir neðan eru yfirleitt vægar til miðlungsmiklar. Flestar aukaverkanirnar eru vegna

estrogenskorts (t.d. hitasteypur).

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Svefnörðugleikar.

Höfuðverkur.

Hitasteypur.

Ógleði.

Aukin svitamyndun.

Vöðva- og liðverkir (þ.m.t. slitgigt, bakverkir, liðagigt og stirðir liðir).

Þreyta.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Lystarleysi.

Þunglyndi.

Svimi, heilkenni úlnliðsganga (sambland af náladofa, doða og verkjar sem hefur áhrif á alla

höndina að undanskildum litla fingri (carpal tunnel syndrome).

Kviðverkir, uppköst, hægðartregða, meltingartruflanir, niðurgangur.

Húðútbrot, hármissir.

Beinþynning sem getur dregið úr styrk beinanna . Getur orsakað beinbrot.

Verkir, bjúgur á höndum og fótum.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Syfja.

Vöðvaslappleiki.

Fækkun hvítra blóðkorna (hvítkornafæð).

Ofnæmisviðbrögð.

Aukin þéttni lifrarensíma.

Aukin þéttni bilirúbíns í blóði.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Fækkun blóðflagna (blóðflagnafæð).

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Breytingar á fjölda ákveðinna blóðkorna (eitilfrumna) geta komið fram, einkum hjá

einstaklingum sem eru með eitilfrumufæð.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Exemestan Ectavis

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Exemestan-Actavis inniheldur

Virka innihaldsefnið er exemestan. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg af exemestani.

Önnur innihaldsefni eru: póvídón K30, maíssterkja (aflituð), sterkja, forhleypt (að hluta),

natríumsterkjuglýkólat (gerð A), örkristallaður sellulósi (gerð 101), talkúm, vatnsfrí kísilkvoða,

magnesíum sterat og pólýsorbat 80. Filmuhúð: pólývínýlalkóhól (að hluta vatnsrofið), talkúm,

makrógól 3350 og títantvíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Exemestan Actavis og pakkningastærðir

Exemestan Actavis 25 mg filmuhúðaðar töflur eru hvítar, kringlóttar, linsulaga með einsleitt útlit og

heilar brúnir.

Pakkningastærðir:

Þynnupakkningar: 10, 30, 40, 60, 84, 90 og 100 filmuhúðaðar töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Sími 550 3300

actavis@actavis.is

Framleiðandi

S.C. Sindan-Pharma SRL, 11, Ion Mihalache Blvd., 011171 Búkarest, Rúmeníu

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður 19. ágúst 2015.