Evra

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Evra
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Evra
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Hormón kynlíf og stillum kynfæri
 • Lækningarsvæði:
 • Getnaðarvörn
 • Ábendingar:
 • Konur getnaðarvörn. Evra er ætlað konum frjósöm aldri. Öryggi og verkun hefur verið stofnað í konur á aldrinum 18 til 45 ára.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 19

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000410
 • Leyfisdagur:
 • 20-08-2002
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000410
 • Síðasta uppfærsla:
 • 30-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

EVRA 203 míkrógrömm/24 klst. + 33,9 míkrógrömm/24 klst. forðaplástur

norelgestromín/etinýlestradíól

Mikilvægar upplýsingar um samsettar hormónagetnaðarvarnir:

Þær eru ein af öruggustu afturkræfu getnaðarvarnaraðferðunum ef þær eru notaðar á réttan hátt.

Þær auka örlítið hættuna á blóðtappa í bláæðum og slagæðum, einkum fyrsta árið eða þegar

byrjað er að nota samsetta hormónagetnaðarvörn aftur eftir 4 vikna eða lengra hlé.

Hafðu augun opin og hafðu samband við lækninn ef þú heldur að þú sért með einkenni um

blóðtappa (sjá kafla 2 „Blóðtappar“).

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um EVRA og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota EVRA

Hvernig nota á EVRA

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á EVRA

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um EVRA og við hverju það er notað

EVRA inniheldur tvær tegundir kynhormóna, prógestógen sem er kallað norelgestromín og estrógen

sem er kallað etinýlestradíól.

Þar sem EVRA inniheldur tvö hormón kallast lyfið „samsett hormónagetnaðarvörn“.

Lyfið er notað til að koma í veg fyrir þungun.

2.

Áður en byrjað er að nota EVRA

Almennar upplýsingar

Áður en byrjað er að nota EVRA skaltu lesa upplýsingar um blóðtappa í kafla 2. Einkum er mikilvægt

að lesa um einkenni blóðtappa, sjá kafla 2 „Blóðtappar“.

Ekki má nota EVRA

Þú skalt ekki nota EVRA ef þú ert með einhvern af eftirfarandi kvillum. Ef þú hefur einhvern af þeim

kvillum sem koma fram hér fyrir neðan verður þú að segja lækninum frá því. Læknirinn mun ræða við

þig um það hvaða getnaðavörn henti þér betur.

ef þú er með (eða hefur fengið) blóðtappa í æð á fótlegg (segamyndun í djúpum bláæðum),

lungum (lungnasegarek) eða öðrum líffærum;

ef þú veist að þú ert með sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðstorknun, t.d. skort á C prótíni, skort á

S prótíni, andtrombín-III skort, þátt V Leiden eða andfosfólípíðmótefni;

ef þú þarft að fara í aðgerð eða hefur ekki fótaferð í lengri tíma (sjá kaflann „Blóðtappar“);

ef þú hefur fengið hjartaáfall eða slag;

ef þú ert með (eða hefur fengið) hjartaöng (kvilli sem veldur svæsnum verk fyrir brjósti og getur

verið fyrsta merkið um hjartaáfall) eða skammvinnt blóðþurrðarkast (TIA – tímabundin

einkenni slags);

ef þú ert með einhvern af eftirfarandi sjúkdómum sem kunna að auka hættuna á blóðtappa í

slagæð:

alvarlega sykursýki ásamt æðaskemmdum

mjög háan blóðþrýsting

mjög hátt fitumagn í blóði (kólesteról eða þríglýseríð)

ástand sem nefnist aukning hómósysteins í blóði

ef þú ert með (eða hefur fengið) tegund mígrenis sem nefnist „mígreni með fyrirboða“;

ef um er að ræða ofnæmi fyrir norelgestromíni, etinýlestradíóli eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6);

ef þér hefur einhvern tíma verið sagt að þú gætir verið með brjóstakrabbamein eða krabbamein í

legi, leghálsi eða leggöngum;

ef þú hefur einhvern tíma haft æxli í lifur eða lifrarsjúkdóm sem veldur því að lifrin virkar ekki

sem skildi;

ef þú hefur óútskýrðar blæðingar frá leggöngum;

ef þú ert með lifrarbólgu C og ert að taka lyf sem innihalda ombitasvir/paritaprevir/ritonavir og

dasabuvir (sjá einnig í kaflanum „Notkun annarra lyfja samhliða EVRA“).

Ef eitthvað af ofantöldu á við skal ekki nota þetta lyf. Ef þú ert ekki viss skaltu ráðfæra þig við

lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn áður en þú notar lyfið.

Hvenær þarf að gæta sérstakrar varúðar með EVRA

Hvenær skal hafa samband við lækninn?

Leita skal tafarlaust til læknis

ef vart verður við hugsanleg merki um blóðtappa sem getur táknað að þú sért með blóðtappa í

fótlegg (þ.e. segamyndun í djúpum bláæðum), blóðtappa í lunga (þ.e. lungnasegarek),

hjartaáfall eða heilaslag (sjá kaflann „Blóðtappar“ [segamyndun] hér á eftir).

Finna má lýsingu á einkennum þessara alvarlegu aukaverkana í „Hver eru merkin um blóðtappa“.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Áður en þú notar lyfið verður þú að gangast undir læknisskoðun.

Látið lækninn vita ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig.

Ef einhver þessara sjúkdóma kemur fram eða versnar meðan á notkun EVRA stendur skaltu einnig láta

lækninn vita.

ef þú ert með Crohns sjúkdóm eða sáraristilbólgu (langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum);

ef þú ert með rauða úlfa (SLE – sjúkdómur sem hefur áhrif á náttúrulegt varnarkerfi líkamans);

ef þú ert með blóðlýsuþvageitrunarheilkenni (HUS – blóðstorkuröskun sem veldur nýrnabilun);

ef þú ert með sigðkornablóðleysi (ættgengur sjúkdómur í rauðum blóðkornum);

ef þú ert með hátt fitumagn í blóðinu (of mikið þríglýseríð í blóði) eða fjölskyldusögu um

þennan kvilla. Of mikið af þríglýseríðum í blóði hefur verið sett í samhengi við aukna hættu á

myndun brisbólgu;

ef þú þarft að fara í aðgerð eða hefur ekki fótaferð í lengri tíma (sjá kafla 2 „Blóðtappar“).

ef þú ert nýbúin að eignast barn ertu í aukinni hættu á því að fá blóðtappa. Þú skalt spyrja

lækninn hvenær þú megir hefja notkun EVRA eftir fæðingu.

ef þú ert með bólgu í bláæðum undir húðinni (grunn segabláæðabólga).

ef þú ert með æðahnúta.

BLÓÐTAPPAR

Notkun samsettrar hormónagetnaðarvarnar á borð við EVRA eykur líkurnar á blóðtappa samanborið

við það þegar hún er ekki notuð. Í mjög sjaldgæfum tilvikum geta blóðtappar stíflað æðar og valdið

alvarlegum vandamálum.

Blóðtappar geta myndast

í bláæðum (nefnist „segamyndun í bláæðum“ eða „bláæðasegarek“)

í slagæðum (nefnist „segamyndun í slagæðum“ eða „slagæðasegarek“).

Ekki næst alltaf fullur bati eftir blóðtappa. Í mjög sjaldgæfum tilvikum geta áhrifin orðið alvarleg og

varanleg og örsjaldan kemur fyrir að þau reynast banvæn.

Mikilvægt er að muna að heildarhættan á hættulegum blóðtappa vegna EVRA er lítil.

HVER ERU MERKIN UM BLÓÐTAPPA

Leita skal tafarlaust til læknis ef vart verður við eftirfarandi einkenni.

Hefur orðið vart við eitthvað af þessum einkennum?

Hvaða kvilla gætir þú verið

með?

Þroti í öðrum fótlegg eða meðfram bláæð í fótlegg, einkum

ásamt eftirfarandi:

verk eða eymslum í fótlegg sem aðeins koma fram

þegar staðið er eða gengið

auknum varma í viðkomandi fótlegg

breyttum lit á húð á fótlegg t.d. fölva, roða eða bláma

Segamyndun í djúpum

bláæðum

skyndileg, óútskýrð andnauð eða hraður andardráttur;

skyndilegur hósti án sýnilegrar ástæðu, sem kann að fylgja

blóðugur uppgangur;

nístandi verkur fyrir brjósti sem kann að aukast við djúpa

öndun;

svimi eða sundl;

hraður eða óreglulegur hjartsláttur;

svæsinn magaverkur

Ef þú ert ekki viss skaltu ræða við lækninn þar sem sum af þessum

einkennum, eins og hósti eða mæði, eru stundum ranglega talin

tengjast vægari kvillum eins og sýkingu í öndunarvegi (t.d. kvefi).

Lungnasegarek

Einkenni koma oftast fram í öðru auga:

skyndilegt sjóntap eða

sársaukalaus þokusýn sem getur þróast yfir í sjóntap

Segamyndun í bláæð sjónu

(blóðtappi í auga)

verkir, óþægindi, þrýstingur eða þyngsli fyrir brjósti;

herpings- eða þrengslatilfinning fyrir brjósti, í handlegg eða

undir bringubeini;

seddutilfinning, meltingartruflanir eða köfnunartilfinning;

óþægindi í efri hluta líkamans sem leiða út í bak, kjálka,

háls, handlegg og maga;

svitamyndun, ógleði, uppköst eða sundl;

verulegt máttleysi, kvíði eða mæði;

hraður eða óreglulegur hjartsláttur

Hjartaáfall

skyndilegt máttleysi eða dofi í andliti, handlegg eða fótlegg,

einkum öðrum megin í líkamanum;

skyndileg ringlun, erfiðleikar við málnotkun eða skilning;

skyndilegir erfiðleikar tengdir sjón í öðru eða báðum augum;

skyndilegir erfiðleikar tengdir göngu, sundl, skortur á

jafnvægi eða samhæfingu;

skyndilegur, svæsinn eða langvarandi höfuðverkur án

þekktrar ástæðu;

meðvitundarleysi eða yfirlið með eða án floga.

Stundum geta einkenni heilaslags komið fram í stuttan tíma og

fullur bati náðst nánast tafarlaust en samt skal leita læknishjálpar

tafarlaust þar sem þú átt hugsanlega annað heilaslag á hættu.

Heilaslag

þroti og örlítill blámi í útlim;

svæsinn magaverkur (bráður kviðarholskvilli)

Blóðtappar sem stífla aðrar

æðar

BLÓÐTAPPAR Í BLÁÆÐ

Hvað gerist ef blóðtappi myndast í bláæð?

Notkun samsettra hormónagetnaðarvarna hefur verið sett í samhengi við aukna hættu á

blóðtöppum í bláæð (segamyndun í bláæðum). Hins vegar eru þetta mjög sjaldgæfar

aukaverkanir. Þær koma oftast fram á fyrsta árinu sem samsett hormónagetnaðarvörn er notuð.

Ef blóðtappi myndast í æð í fótlegg eða fæti getur það valdið segamyndun í djúpum bláæðum.

Ef blóðtappi berst úr fótlegg og kemur sér fyrir í lunga getur hann valdið lungnasegareki.

Það getur örsjaldan komið fyrir að blóðtappi myndist í bláæð í öðru líffæri, svo sem auga

(segamyndun í bláæð sjónu).

Hvenær er mest hætta á myndun blóðtappa í bláæð?

Hættan á myndun blóðtappa í bláæð er mest á fyrsta árinu sem samsett hormónagetnaðarvörn er notuð

í fyrsta skipti. Hættan getur einnig verið meiri ef þú byrjar aftur að taka samsetta

hormónagetnaðarvörn (sama lyf eða annað lyf) eftir 4 vikna eða lengra hlé.

Að fyrsta árinu liðnu minnkar hættan en hún er alltaf örlítið meiri en ef engin samsett

hormónagetnaðarvörn er notuð.

Þegar notkun EVRA er hætt verður hættan á blóðtappa söm og áður innan nokkurra vikna.

Hver er hættan á að fá blóðtappa?

Hættan fer eftir náttúrulegri hættu á bláæðasegareki og tegund samsettrar hormónagetnaðarvarnar sem

notuð er.

Heildarhættan á blóðtappa í fótlegg eða lunga (segamyndun í djúpum bláæðum eða lungnasegarek)

með EVRA er lítil.

Af hverjum 10.000 konum sem nota ekki neina samsetta hormónagetnaðarvörn og eru ekki

þungaðar fá u.þ.b. 2 blóðtappa á ári

Af hverjum 10.000 konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur

levónorgestrel, noretisterón, eða norgestimat fá u.þ.b. 5-7 blóðtappa á ári.

Af hverjum 10.000 konum sem nota samsetta hormónagetnaðarvörn sem inniheldur etónógestrel

eða norelgestrómín á borð við EVRA fá u.þ.b. 6 til 12 blóðtappa á ári.

Hættan á því að fá blóðtappa er mismikil eftir þinni eigin sjúkrasögu (sjá „Þættir sem auka

hættu á blóðtappa“ hér fyrir neðan)

Hætta á myndun blóðtappa á ári

Konur sem nota ekki samsetta hormónapillu/-plástur/-hring

og eru ekki þungaðar

U.þ.b. 2 af hverjum 10.000 konum

Konur sem nota samsetta hormónapillu sem inniheldur

levónorgestrel, noretisterón eða norgestimat

U.þ.b. 5-7 af hverjum

10.000 konum

Konur sem nota EVRA

U.þ.b. 6-12 af hverjum

10.000 konum

Þættir sem auka hættu á blóðtappa í bláæð

Hættan á blóðtappa með EVRA er lítil en sumar aðstæður auka hættuna. Hættan er meiri:

ef þú ert í mikilli yfirþyngd (líkamsþyngdarstuðull (BMI) yfir 30 kg/m2);

ef einhver í þinni nánustu fjölskyldu hefur fengið blóðtappa í fótlegg, lunga eða annað líffæri

snemma á ævinni (t.d. yngri en u.þ.b. 50 ára). Ef svo er getur verið að þú sért með ættgenga

blóðstorkuröskun;

ef þú þarft að fara í aðgerð eða ef þú hefur ekki fótaferð í langan tíma vegna meiðsla eða

sjúkdóms, eða ef þú ert með fótlegg í gifsi. Hugsanlega þarf að hætta notkun EVRA nokkrum

vikum fyrir aðgerð eða meðan þú getur lítið hreyft þig. Ef þú þarft að hætta notkun EVRA

skaltu spyrja lækninn hvenær þú megir byrja að nota það aftur.

eftir því sem þú verður eldri (einkum eftir u.þ.b. 35 ára aldur);

ef þú fæddir barn á síðustu vikum

Hættan á að fá blóðtappa eykst eftir því sem fleiri af þessum aðstæðum eru fyrir hendi.

Flugferðir (>4 klst.) kunna að auka tímabundið hættuna á blóðtappa, einkum ef fleiri þættir sem hér

koma fram eiga við um þig.

Mikilvægt er að láta lækninn vita ef eitthvað af þessu á við um þig, jafnvel þó þú sért ekki viss.

Læknirinn kann að ákveða að hætta verði notkun EVRA.

Segðu lækninum ef einhverjar af ofangreindum aðstæðum breytast meðan á notkun EVRA stendur, til

dæmis ef náinn fjölskyldumeðlimur fær segamyndun af óþekktum ástæðum; eða ef þú þyngist mikið.

BLÓÐTAPPAR Í SLAGÆÐ

Hvað getur gerst ef blóðtappi myndast í slagæð?

Rétt eins og blóðtappi í bláæð getur blóðtappi í slagæð valdið alvarlegum vandamálum. Hann getur til

dæmis valdið hjartaáfalli eða heilaslagi.

Þættir sem auka hættu á blóðtappa í slagæð

Mikilvægt er að hafa í huga að hættan á hjartaáfalli eða heilaslagi vegna notkunar EVRA er mjög lítil

en getur aukist:

með hærri aldri (eftir u.þ.b. 35 ára aldur);

ef þú reykir. Ef þú notar samsetta hormónagetnaðarvörn á borð við EVRA er þér ráðlagt að

hætta að reykja. Ef þú getur ekki hætt að reykja og ert eldri en 35 ára er hugsanlegt að læknirinn

ráðleggi þér að nota aðra tegund getnaðarvarnar;

ef þú ert í yfirþyngd;

ef þú ert með háan blóðþrýsting;

ef einhver í þinni nánustu fjölskyldu hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag snemma á ævinni

(innan við u.þ.b. 50 ára). Ef svo er getur verið að þú sért í meiri hættu á að fá hjartaáfall eða

heilaslag;

ef þú eða einhver í þinni nánustu fjölskyldu er með hátt fitumagn í blóðinu (kólesteról eða

þríglýseríð);

ef þú færð mígreni, einkum mígreni með fyrirboða;

ef þú átt við hjartakvilla að stríða (lokukvilla, truflun á takti hjartans sem nefnist gáttatif)

ef þú ert með sykursýki.

Ef fleira en eitt af þessu á við um þig eða ef eitthvað reynist mjög alvarlegt er hugsanlegt að hættan á

myndun blóðtappa aukist enn frekar.

Segðu lækninum ef einhverjar af ofangreindum aðstæðum breytast meðan á notkun EVRA stendur, til

dæmis ef þú byrjar að reykja, ef náinn fjölskyldumeðlimur fær segamyndun af óþekktum ástæðum;

eða ef þú þyngist mikið.

Að auki, ráðfærðu þig við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn áður en þú byrjar að nota

EVRA ef þú ert með eitthvað af eftirfarandi eða ef eitthvað af eftirfarandi kemur fram eða versnar

meðan á notkun EVRA stendur:

Þú heldur að þú gætir verið þunguð

Þú færð höfuðverki sem versna eða koma oftar fyrir

Líkamsþyngd þín er 90 kg eða meiri

Þú ert með háan blóðþrýsting eða ef blóðþrýstingur hækkar

Þú ert með sjúkdóm í gallblöðru, t.d. gallsteina eða gallblöðrubólgu

Þú ert með blóðsjúkdóm sem kallast purpuraveiki

Þú ert með taugasjúkdóm sem veldur snöggum kippum í líkamanum og er kallaður rykkjadans

(Sydenhams chorea)

Þú varst með húðútbrot með blöðrum á meðgöngu (meðgöngublöðrubóla)

Þú ert með heyrnarskerðingu

Þú ert með sykursýki

Þú ert með þunglyndi

Þú ert með flogaveiki eða annan sjúkdóm sem getur valdið flogaköstum (krömpum)

Þú ert með lifrarvandamál þar á meðal gulnun húðar og augnhvítu (gula)

Þú ert með eða hefur fengið þungunarfreknur. Þetta eru gulbrúnir litablettir, sérstaklega á

andliti. Mögulega ganga freknurnar ekki alveg til baka þó að þú hættir að nota EVRA.

Verndaðu húðina fyrir sólarljósi og útfjólubláum geislum. Þetta getur hjálpað til við að koma í

veg fyrir að þú fáir þessar freknur eða að þær versni.

Þú ert með nýrnavandamál

Hafðu einnig samband við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú byrjar að nota EVRA ef þú ert ekki

viss hvort eitthvað af ofantöldu eigi við um þig.

Kynsjúkdómar

Þetta lyf veitir ekki vörn gegn HIV-sýkingu (alnæmi) né öðrum kynsjúkdómum. Þar með taldir eru

klamydía, kynfæraáblástur, kynfæravörtur, lekandi, lifrarbólga B, sárasótt. Alltaf skal nota smokk til

að verjast þessum sjúkdómum.

Læknisrannsóknir

Láttu lækninn eða aðilann sem tekur prufuna vita þegar verið er að taka blóð- eða þvagprufu.

Þetta er vegna þess að lyfið getur haft áhrif á sumar rannsóknarniðurstöður.

Börn og unglingar

EVRA hefur ekki verið rannsakað hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri. Börn og unglings-

stúlkur sem ekki eru byrjaðar að hafa blæðingar eiga ekki að nota EVRA.

Notkun annarra lyfja samhliða EVRA

Látið lækninn eða lyfjafræðing alltaf vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð.

Þú mátt ekki nota EVRA ef þú ert með lifrarbólgu C og ert að taka lyf sem innihalda

ombitasvir/paritaprevir/ritonavir og dasabuvir því að þau geta valdið hækkun í blóðprófum á

lifrarstarfsemi (aukning ALT lifrarensíms). Læknirinn mun ávísa annarri tegund getnaðarvarnar áður

en meðferð með þessum lyfjum er hafin. Hægt er að hefja aftur meðferð með EVRA u.þ.b. 2 vikum

eftir að þessari meðferð er lokið. Sjá kaflann „Ekki má nota EVRA“.

Sum lyf og náttúrulyf gætu hindrað rétta verkun EVRA. Ef það gerist gæti þungun átt sér stað eða

óvæntar blæðingar gætu komið fram.

Þessi lyf eru m.a.:

ákveðin andretróveirulyf notuð gegn HIV-sýkingu/alnæmi og lifrarbólgu C veirusýkingu

(svokallaðir próteasahemlar og bakritahemlar sem ekki eru núkleósíð eins og ritonavir,

nevirapin, efavirenz)

lyf við sýkingum (svo sem rifampicin og griseofulvin)

flogaveikilyf (svo sem barbitúröt, topiramat, fenytoin, carbamazepin, primidon, oxcarbazepin

og felbamat)

bosentan (lyf við háum blóðþrýstingi í lungnaæðum)

jóhannesarjurt (náttúrulyf notað við þunglyndi).

Ef þú notar eitthvert ofangreindra lyfja gætir þú þurft að nota aðra tegund af getnaðarvörn (t.d. smokk,

hettu eða froðu). Truflandi áhrif sumra þessara lyfja geta varað í allt að 28 daga eftir að þú hættir að

nota þau. Talaðu við lækninn eða lyfjafræðing um notkun annarrar tegundar af getnaðarvörn ef þú

notar EVRA samhliða einhverju ofangreindra lyfja.

EVRA getur dregið úr virkni sumra lyfja, svo sem:

lyfja sem innihalda cíklósporín.

lamótrigíns sem er notað við flogaveiki [Þetta getur aukið hættuna á flogaköstum (krömpum)].

Læknirinn gæti þurft að breyta skammtinum fyrir hitt lyfið. Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi

áður en lyf eru notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki nota þetta lyf ef þú ert þunguð eða telur að þú getir verið þunguð.

Hættu strax að nota þetta lyf ef þú verður þunguð.

Ekki nota þetta lyf ef þú hefur barn á brjósti eða hyggur á brjóstagjöf.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Á meðan þetta lyf er notað má stunda akstur og notkun véla.

Áhættan sem fylgir notkun samsettra hormónagetnaðarvarna

Eftirfarandi upplýsingar eru byggðar á upplýsingum um samsettar getnaðarvarnartöflur. Vegna þess að

EVRA forðaplásturinn inniheldur hormóna svipaða þeim, sem eru notaðir í samsettum getnaðarvarnar-

töflum, eru sömu áhættuþættir líklegir. Allar samsettar getnaðarvarnartöflur hafa í för með sér hættu á

kvillum sem geta leitt til örorku eða dauða.

Ekki hefur verið sýnt fram á að forðaplástrar eins og EVRA séu öruggari en samsett getnaðarvarnar-

tafla til inntöku.

Samsettar hormónagetnaðarvarnir og krabbamein

Leghálskrabbamein

Krabbamein í leghálsi hefur fundist oftar hjá konum sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir. Hins

vegar geta orsakir þess verið aðrar, þar á meðal kynsjúkdómar.

Brjóstakrabbamein

Brjóstakrabbamein finnast oftar hjá konum sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir. Hins vegar

getur verið að notkun samsettu hormónagetnaðarvarnarinnar sé ekki orsök þess að fleiri konur séu

með brjóstakrabbamein. Það getur verið að konur, sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir, fari

oftar í eftirlit. Þetta gæti þýtt að meiri líkur séu á að brjóstakrabbameinið finnist. Aukin hætta á

krabbameini í brjóstum minnkar smám saman eftir að notkun samsettra hormónagetnaðarvarna er

hætt. Eftir tíu ár eru líkurnar á að fá krabbamein í brjóst þær sömu og hjá fólki sem aldrei hefur notað

samsettar hormónagetnaðarvarnir.

Lifrarkrabbamein

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa fundist lifraræxli, sem ekki eru krabbamein, hjá konum sem nota

samsettar hormónagetnaðarvarnir. Í enn sjaldgæfari tilvikum hafa fundist lifraræxli sem eru

krabbamein. Þau geta valdið innvortis blæðingum sem leiða til mikilla kviðverkja. Ef þetta á við þig

skaltu samstundis hafa samband við lækninn.

3.

Hvernig nota á EVRA

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um.

Annars gætir þú aukið hættuna á þungun.

Spyrðu lækninn eða lyfjafræðing ef þú ert ekki viss.

Þú ættir alltaf að eiga viðbótargetnaðarvörn, sem inniheldur ekki hormóna (eins og smokka,

froðu eða hettu), til vara ef mistök koma upp við notkun plástursins.

Hversu marga plástra á að nota

Vika 1, 2 og 3:

Settu á þig einn plástur og hafðu hann á í nákvæmlega sjö daga.

Vika 4:

Ekki setja á þig plástur í þessari viku.

Ef þú hefur ekki notað hormónagetnaðarvörn í síðasta tíðahring

Þú getur byrjað að nota lyfið á fyrsta degi næstu blæðinga.

Ef einn eða fleiri dagar hafa liðið síðan þú byrjaðir á blæðingum skaltu ræða við lækninn um að

nota tímabundið getnaðarvörn sem inniheldur ekki hormóna.

Ef þú skiptir úr getnaðarvarnartöflum yfir í EVRA

Ef þú ert að skipta frá getnaðarvarnartöflum í þetta lyf:

Bíddu þar til tíðablæðingar hefjast.

Settu fyrsta plásturinn á þig einhvern tíma á fyrstu 24 klst. blæðinganna.

Ef plásturinn er settur á eftir 1. dag tíðablæðinga skaltu:

nota getnaðarvarnir, sem innihalda ekki hormóna, fram að 8. degi þegar þú skiptir um plástur.

Ef þú ferð ekki á blæðingar innan 5 daga frá því að síðasta getnaðarvarnartafla var tekin skaltu ráðfæra

þig við lækni áður en þú byrjar á meðferð með þessu lyfi.

Skipti frá prógesterón-pillunni, vefjalyfi eða stungulyfi yfir í EVRA

Þú getur byrjað að nota þetta lyf á hvaða degi sem er eftir að þú hættir á prógesterón-pillunni

eða daginn sem vefjalyf er fjarlægt eða á næsta væntanlegum inndælingardegi.

Settu plásturinn á þig á fyrsta degi eftir að notkun prógesterónpillunnar er hætt, vefjalyf hefur

verið fjarlægt eða á næsta væntanlegum inndælingardegi.

Þú ættir að nota getnaðarvörn, sem inniheldur ekki hormóna, fram að 8. degi þegar þú skiptir

um plástur.

Eftir fósturlát eða fóstureyðingu fyrir 20 vikna meðgöngu

Talaðu við lækninn.

Þú mátt byrja að nota lyfið strax.

Ef einn eða fleiri dagar hafa liðið síðan þú misstir fóstur eða fórst í fóstureyðingu þegar þú byrjar að

nota þetta lyf, skaltu ræða við lækninn um að nota tímabundið getnaðarvörn sem inniheldur ekki

hormóna.

Eftir fósturlát eða fóstureyðingu eftir 20 vikna meðgöngu

Talaðu við lækninn.

Þú mátt byrja að nota lyfið á 21. degi eftir fóstureyðingu eða fósturlát eða á fyrsta degi næstu

blæðinga, eftir því hvort kemur á undan.

Eftir barnsburð

Talaðu við lækninn.

Ef þú hefur eignast barn og ert ekki með það á brjósti skaltu ekki byrja að nota þetta lyf fyrr en

4 vikum eftir barnsburð.

Ef þú byrjar að nota lyfið meira en 4 vikum eftir barnsburð skaltu nota aðra getnaðarvörn, sem

inniheldur ekki hormóna, til viðbótar við þetta lyf fyrstu 7 dagana.

Ef þú hefur stundað kynlíf eftir að barnið fæddist skaltu bíða þar til fyrstu blæðingar byrja eða leita til

læknisins til að ganga úr skugga um að þú sért ekki þunguð áður en þú byrjar að nota þetta lyf.

Ef þú ert með barn á brjósti

Talaðu við lækninn.

Ekki nota þetta lyf ef þú hefur barn á brjósti eða hyggur á brjóstagjöf (sjá einnig kafla 2

Meðganga og brjóstagjöf).

Mikilvægt er að fylgja þessum upplýsingum þegar plástur er notaður

Skiptu um EVRA á sama vikudegi í hverri viku. Þetta er vegna þess að hann er hannaður til að

virka í 7 daga.

Aldrei vera án plásturs lengur en 7 daga í röð.

Hafðu einungis einn plástur á þér í einu.

Ekki má klippa plásturinn eða eiga við hann á nokkurn hátt.

Ekki setja plásturinn á húð sem er rauð, ert eða rofin.

Til að virka á réttan hátt verður plásturinn að festast vel á húðinni.

Þrýsta skal plástrinum vel niður þar til brúnirnar festast vel.

Ekki nota krem, olíur, áburð, púður eða farða á húðina þar sem plásturinn er settur eða nærri

plástri sem þú ert með. Það getur valdið því að plásturinn losni.

Ekki setja nýjan plástur á sama stað og sá síðasti var á. Ef þú gerir það er líklegra að þú fáir

húðertingu.

Fullvissaðu þig um á hverjum degi að plásturinn hafi ekki dottið af.

Ekki hætta notkun plástranna, jafnvel þótt þú hafir ekki kynmök mjög oft.

Leiðbeiningar um notkun:

Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú notar EVRA skaltu bíða þangað til

á fyrsta degi tíðablæðinga.

Settu fyrsta plásturinn á þig einhvern tíma á fyrstu 24 klst.

tíðablæðinganna.

Ef plásturinn er settur á eftir 1. dag blæðinga skaltu nota

getnaðarvarnir, sem innihalda ekki hormóna, þar til á 8. degi

þegar þú skiptir um plástur.

Dagurinn sem þú setur fyrsta plásturinn á þig verður

dagur 1. „Plástursskiptidagurinn“ þinn verður á þessum

degi í hverri viku.

Veldu stað á líkamanum til að setja plásturinn á.

Settu plásturinn ávallt á hreina, þurra, hárlausa húð.

Settu plásturinn á rasskinn, kvið, utan á upphandlegg eða á

efra bak á stað þar sem hann nuddast ekki við þröngan fatnað.

Settu plásturinn aldrei á brjóstin á þér.

Opnaðu málmþynnuumslagið með fingrunum.

Opnaðu það með því að rífa það eftir brúninni (ekki nota

skæri).

Gríptu þétt í horn á plástrinum og fjarlægðu hann varlega úr

pokanum.

Það er glært hlífðarlag yfir plástrinum.

Stundum geta plástrar loðað við innra byrði pokans -

farðu varlega svo að þú fjarlægir ekki óvart glæra lagið

þegar þú dregur plásturinn út.

Fjarlægðu síðan helminginn af glæra hlífðarlaginu (sjá

mynd). Ekki snerta límkennt yfirborðið.

Staðsettu plásturinn á húðinni.

Fjarlægðu síðan hinn helming lagsins.

Þrýstu þétt niður á plásturinn með lófanum í 10 sekúndur.

Gakktu úr skugga um að brúnirnar festist vel.

Hafðu plásturinn á í 7 daga (eina viku).

Fjarlægðu notaða plásturinn á fyrsta „plástursskiptidegi“,

8. degi.

Settu nýjan plástur á samstundis.

Taktu notaðan plásturinn af á degi 15 (vika 3).

Settu á þig nýjan plástur.

Þetta gerir samtals 3 vikur með plástur.

Til að koma í veg fyrir ertingu skaltu ekki setja nýja plásturinn

á nákvæmlega sama stað og sá síðasti var á.

Ekki vera með plástur í 4. viku (22. til 28. dagur).

Þú ættir að fara á blæðingar í þessari viku.

Þú ert vernduð gegn þungun í þessari viku en einungis ef þú

setur næsta plástur á á réttum tíma.

Byrjaðu næsta fjögurra vikna hring.

Settu nýjan plástur á þig á venjulegum „plástursskiptidegi“,

daginn eftir 28. dag.

Gerðu þetta burtséð frá því hvenær blæðingar byrja eða

enda.

Ef þú vilt færa „plástursskiptidaginn“ á annan dag vikunnar, talaðu við lækninn þinn. Þú munt þurfa að

klára núverandi hring og fjarlægja þriðja plásturinn á réttum degi. Í 4. viku getur þú valið nýjan

„plástursskiptidag“ og sett fyrsta plásturinn á þig á þeim degi. Þú átt aldrei að vera án plásturs í meira

en 7 daga í röð.

Ef þú vilt fresta blæðingum skaltu setja á þig plástur í byrjun 4. viku (22. dagur) í staðinn fyrir að vera

ekki með plástur í 4. viku. Þú getur fengið smá blæðingar eða milliblæðingar. Ekki nota fleiri en

6 plástra (þ.e. ekki í meira en 6 vikur) í röð. Þegar þú ert búin að nota 6 plástra í röð (þ.e. í 6 vikur

samfleytt) skaltu ekki vera með plástur í 7. viku. Eftir 7 daga án plásturs skaltu setja á þig plástur og

byrja aftur á nýjum hring þar sem þetta er 1. dagur. Talaðu við lækninn áður en þú ákveður að fresta

blæðingum.

Daglegar athafnir meðan á notkun plástursins stendur

Venjulegar athafnir, eins og að baða sig, fara í sturtu, gufubað og líkamsþjálfun, ættu ekki að

hafa áhrif á virkni plástursins.

Plásturinn er hannaður til að haldast á sínum stað við slíkar athafnir.

Hins vegar er mælt með því að þú gangir úr skugga um að plásturinn hafi ekki dottið af eftir að

þú hefur tekið þátt í athöfnum af þessu tagi.

Ef þú þarft að setja plásturinn á nýjan stað á líkamanum á öðrum degi en „plástursskiptidegi“

Ef plásturinn sem þú ert með veldur óþægindum eða ertingu við notkun:

Þú getur tekið plásturinn af og sett nýjan plástur á þig annars staðar á líkamanum fram á næsta

„plástursskiptidag“.

Það má einungis nota einn plástur í einu.

Ef þú átt í vandræðum með að muna eftir að skipta um EVRA plásturinn

Talaðu við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing. Hann/hún gæti fundið leið til að gera

plástursskipti auðveldari fyrir þig. Hann/hún gæti einnig rætt við þig um að nota aðra tegund

getnaðarvarna.

Ef plásturinn hefur losnað, brúnirnar lyftast eða hann hefur dottið af

Skemur en einn dag (allt að 24 klst.):

Reyndu að festa hann eða settu nýjan plástur á þig samstundis.

Ekki er þörf á neinum getnaðarvörnum til viðbótar.

„Plástursskiptidagurinn“ ætti að vera sá sami.

Ekki reyna að setja plástur aftur á ef:

hann hefur ekki lengur neina viðloðun,

hann hefur límst saman eða við annað yfirborð,

eitthvað annað efni er fast við hann,

hann hefur losnað eða dottið af áður.

Ekki nota límband eða sáraumbúðir til að halda plástrinum á sínum stað.

Ef þú getur ekki sett plásturinn aftur á skaltu samstundis setja nýjan plástur í hans stað.

Lengur en einn dag (24 klst. eða meira) eða ef þú ert ekki viss hversu lengi:

Byrjaðu á nýjum fjögurra vikna meðferðarhring undir eins með því að setja á þig nýjan plástur.

Nú er kominn nýr 1. dagur og nýr „plástursskiptidagur“.

Þú verður að nota aðra getnaðarvörn, sem inniheldur ekki hormóna, samhliða lyfinu fyrstu

vikuna í hinum nýja meðferðarhring.

Þú gætir orðið þunguð ef þú fylgir ekki þessum leiðbeiningum.

Ef þú gleymir að skipta um forðaplásturinn

Í byrjun plásturshrings (1. vika (1. dagur)):

Ef þú gleymir að setja á þig plásturinn, gætir þú verið í mikilli hættu á að verða þunguð.

Þú verður að nota getnaðarvarnir, sem innihalda ekki hormóna, til vara í eina viku.

Settu fyrsta plástur nýs hrings á þig um leið og þú manst eftir því.

Nú er kominn nýr „plástursskiptidagur“ og nýr 1. dagur hjá þér.

Í miðjum plásturshring (önnur vika eða þriðja vika):

Ef þú gleymir að skipta um plástur í einn eða tvo daga (allt að 48 klst.):

Þú verður að setja á þig nýjan plástur um leið og þú manst eftir því.

Settu næsta plástur á þig á venjulegum „plástursskiptidegi“.

Ekki er þörf á viðbótargetnaðarvörn.

Í meira en 2 daga (48 klst. eða meira):

Ef þú gleymir að skipta um plástur í meira en 2 daga gætir þú orðið þunguð.

Byrjaðu nýjan fjögurra vikna hring um leið og þú manst eftir með því að setja á þig nýjan

plástur.

Nú er kominn nýr „plástursskiptidagur“ og nýr 1. dagur hjá þér.

Þú verður að nota aðra getnaðarvörn til vara samhliða lyfinu fyrstu vikuna í hinum nýja hring.

Í lok plásturshrings, (4. vika):

Ef þú gleymir að fjarlægja plásturinn:

Þú skalt taka hann af um leið og þú manst eftir því.

Byrjaðu næsta meðferðarhring á venjulegum „plástursskiptidegi”, daginn eftir 28. dag.

Ekki er þörf á viðbótargetnaðarvörn.

Ef þú hefur óreglulegar blæðingar eða missir úr blæðingar meðan þú notar EVRA

Lyfið getur valdið óvæntum blæðingum úr leggöngum eða blettum þær vikur sem plásturinn er

notaður.

Þetta hættir yfirleitt eftir nokkra fyrstu hringina.

Röng notkun plástranna getur einnig valdið blettum og smá blæðingum.

Haltu áfram að nota lyfið og ef blæðingarnar halda áfram í meira en fyrstu þrjá hringina skaltu

ráðfæra þig við lækninn eða lyfjafræðing.

Ef þú færð ekki blæðingar í þeirri viku, sem þú notar ekki EVRA plásturinn (vika 4), áttu samt að nota

nýjan plástur á þínum venjulega „plástursskiptidegi”.

Ef þú hefur notað lyfið rétt og þú færð ekki blæðingar, þýðir það ekki endilega að þú sért

þunguð.

Ef þú hins vegar missir úr blæðingar tvisvar í röð skaltu tala við lækninn eða lyfjafræðing þar

sem þú gætir verið þunguð.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um (fleiri en einn EVRA plástur í einu)

Fjarlægðu plástrana og hafðu strax samband við lækninn.

Notkun of margra plástra getur valdið eftirfarandi:

Ógleði og uppköstum.

Blæðingu frá leggöngum.

Ef hætt er að nota EVRA

Þú getur fengið óreglulegar, litlar eða engar blæðingar. Þetta gerist venjulega fyrstu 3 mánuðina og

sérstaklega ef blæðingarnar voru ekki reglulegar áður en þú byrjaðir að nota lyfið.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun

lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Ef þú

færð einhverjar aukaverkanir, einkum ef þær eru alvarlegar og þrálátar, eða ef breytingar verða á

heilsufari sem þú telur að rekja megi til EVRA, skaltu láta lækninn vita.

Aukin hætta á blóðtöppum í bláæðum (bláæðasegarek) eða blóðtöppum í slagæðum (slagæðasegarek)

er fyrir hendi hjá öllum konum sem nota samsettar hormónagetnaðarvarnir. Varðandi frekari

upplýsingar um mismunandi áhættu sem tengist samsettum hormónagetnaðarvörnum, sjá kafla 2

„Áður en byrjað er að nota EVRA“.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 konum):

Höfuðverkur

Ógleði

Viðkvæm brjóst

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 konum):

Sveppasýking í leggöngum, stundum kallað þruska

Skapvandamál svo sem þunglyndi, skapbreytingar eða skapsveiflur, kvíði, grátgirni

Sundl

Mígreni

Magaverkir og uppblásinn kviður

Uppköst eða niðurgangur

Þrymlabólur, húðútbrot, húðkláði eða erting í húð

Vöðvakrampar

Kvillar í brjóstum eins og verkur, stækkun brjósta eða hnútar í brjóstum

Breyting á mynstri tíðablæðinga, legkrampar, sársaukafullar tíðablæðingar, útferð frá

leggöngum

Viðbrögð á plástursstað, svo sem roði, erting, kláði eða útbrot

Þreyta eða almenn vanlíðan

Þyngdaraukning

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 konum):

Ofnæmisviðbrögð, ofsakláði

Bjúgur vegna vatnssöfnunar líkamans

Mikið fitumagn í blóði (svo sem kólesteról eða þríglýseríð)

Svefnvandamál (svefnleysi)

Minnkuð kynhvöt

Exem, roði í húð

Óeðlileg brjóstamjólkurmyndun

Fyrirtíðaspenna

Þurrkur í leggöngum

Önnur einkenni þar sem plásturinn hefur verið á húðinni

Bólga

Háþrýstingur eða blóðþrýstingshækkun

Aukin matarlyst

Hárlos

Næmi fyrir sólarljósi

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 konum):

hættulegir blóðtappar í bláæð eða slagæð, til dæmis:

í fótlegg eða fæti (þ.e. segamyndun í djúpum bláæðum)

í lunga (þ.e. lungnasegarek)

hjartaáfall

heilaslag

minniháttar heilaslag eða tímabundin einkenni um heilaslag, sem nefnast skammvinnt

blóðþurrðarkast (TIA)

blóðtappar í lifur, maga/þörmum, nýrum eða auga.

Hættan á að fá blóðtappa getur verið meiri ef aðrar aðstæður eru fyrir hendi sem geta aukið

hættuna (sjá frekari upplýsingar í kafla 2 um þær aðstæður sem auka hættu á blóðtöppum og um

einkenni blóðtappa)

Krabbamein í brjósti, leghálsi eða lifur

Aukaverkanir á plástursstað t.d. útbrot með blöðrum eða sárum

Æxli sem ekki eru krabbamein (góðkynja æxli) í brjóstum eða lifur

Sléttvöðvaæxli í legi

Reiði eða pirringur

Aukin kynhvöt

Óeðlilegt bragðskyn

Vandamál við notkun augnlinsa

Skyndileg, mikil blóðþrýstingshækkun (háþrýstingskreppa)

Bólga í gallblöðru eða ristli

Afbrigðilegar frumur í leghálsi

Brúnir blettir eða flekkir í andliti

Gallsteinar eða stífla í gallvegum

Gulnun húðar og augnhvítu

Óeðlileg gildi blóðsykurs eða insúlíns

Þroti í andliti, munni, hálsi eða tungu

Húðútbrot með aumum rauðum hnúðum á sköflungi og fótleggjum

Húðkláði

Hreistruð, flögnuð húð með roða og kláða

Minnkuð mjólkurmyndun

Útferð frá leggöngum

Vökvasöfnun í fótleggjum

Vökvasöfnun

Þroti í handleggjum, höndum, fótleggjum eða fótum.

Ef þú ert viðkvæm í maganum

Hormónaskammturinn sem þú færð frá EVRA ætti ekki að breytast við uppköst eða niðurgang.

Þú þarft ekki að nota aðra getnaðarvörn ef þú ert veik í maganum.

Þú færð hugsanlega blettablæðingar eða litlar blæðingar eða viðkvæm brjóst eða ógleði fyrstu

3 meðferðarhringina. Þetta vandamál hverfur venjulega, en ef það gerir það ekki, ráðfærðu þig við

lækninn eða lyfjafræðing.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á EVRA

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi og raka.

Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Notaðir plástrar innihalda enn eitthvað magn af virkum hormónum. Til að vernda umhverfið skal farga

þeim með gát. Til að fleygja notuðum plástri skal:

Opna förgunarmiðann á ytri hlið pokans.

Setja notaðan plástur á förgunarmiðann þannig að límyfirborðið hylji skyggða svæðið.

Loka förgunarmiðanum til að innsigla notaða plásturinn og farga þar sem börn ná ekki til.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

EVRA inniheldur

Virku innihaldsefnin eru norelgestromín og etinýlestradíól. Hver 20 cm

forðaplástur inniheldur 6 mg

af norelgestromíni og 600 míkrógrömm af etinýlestradíóli. Virku innihaldsefnin losna á 7 dögum

þannig að 203 míkrógrömm af norelgestromíni og 34 míkrógrömm af etinýlestradíóli losna að

meðaltali á hverjum 24 klst.

Önnur innihaldsefni eru: stuðningslag: ytra lag úr lituðu lágþéttni pólýetýleni, innra lag úr pólýester;

miðlag: pólýísóbútýlen/pólýbútanlím, crospovidon, óofið pólýesterefni, laurýllaktat; þriðja lagið:

pólýetýlentereþalat (PET) þynna, pólýmetýlsíloxan húð.

Lýsing á útliti EVRA og pakkningastærðir

EVRA er þunnur, ljósbrúnn, forðaplástur úr plasti með áletruninni „EVRA“. Festa á límhliðina á húð

eftir að glæra plasthlífðarhimnan hefur verið fjarlægð.

EVRA er fáanlegt í eftirtöldum pakkningastærðum: Öskjur með 3, 9 eða 18 plástrum sem hverjum

fyrir sig er pakkað í þynnupoka og þremur slíkum vafið inn í glæra, rifgataða plastfilmu.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi: Janssen-Cilag International NV, Turnhoutseweg, 30, B-2340 Beerse, Belgía.

Framleiðandi: Janssen Pharmaceutica NV, Turnhoutseweg 30, B-2340 Beerse, Belgía.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Janssen-Cilag NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Tel/Tél: + 32 14 64 94 11

Lietuva

UAB "JOHNSON & JOHNSON"

Konstitucijos pr. 21C

LT-08130 Vilnius

Tel: +370 5 278 68 88

България

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД

ж.к. Младост 4

Бизнес Парк София, сграда 4

София 1766

Тел.: +359 2 489 94 00

Luxembourg/Luxemburg

Janssen-Cilag NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Belgique/Belgien

Tél/Tel: + 32 14 64 94 11

Česká republika

Janssen-Cilag s.r.o.

Walterovo náměstí 329/1

CZ-158 00 Praha 5 – Jinonice

Tel: +420 227 012 227

Magyarország

Janssen-Cilag Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel: +36 1 884 2858

Danmark

Janssen-Cilag A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Malta

AM.MANGION LTD

Mangion Building, Triq Ġdida fi Triq Valletta

MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Tel:+356 2397 6000

Deutschland

Janssen-Cilag GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137 955 955

Nederland

Janssen-Cilag B.V.

Graaf Engelbertlaan 75

NL-4837 DS Breda

Tel: +31 76 711 1111

Eesti

UAB "JOHNSON & JOHNSON" Eesti filiaal

Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Norge

Janssen-Cilag AS

Postboks 144

NO-1325-Lysaker

Tlf: + 47 24 12 65 00

Ελλάδα

Janssen-Cilag Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε.

Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη, Αθήνα

Tηλ: +30 210 80 90 000

Österreich

Janssen-Cilag Pharma GmbH.

Vorgartenstraße 206B

A-1020 Wien

Tel:+43 1 610 300

España

Janssen-Cilag, S.A.

Paseo de las Doce Estrellas, 5-7

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

Polska

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o.

ul. Iłżecka 24

PL-02-135 Warszawa

Tel.: + 48 22 237 60 00

France

Janssen-Cilag

1, rue Camille Desmoulins, TSA 91003

F-92787 Issy Les Moulineaux, Cedex 9

Tél: 0800 25 50 75 / + 33 1 55 00 40 03

Portugal

Janssen-Cilag Farmacêutica, Lda.

Lagoas Park, Edifício 9

PT-2740-262 Porto Salvo

Tel: +351 214 368 600

Hrvatska

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Oreškovićeva 6h

10010 Zagreb

Tel: +385 1 6610 700

România

Johnson & Johnson România SRL

Str. Tipografilor nr.11 – 15

Clădirea S-Park, Corp B3-B4, Etaj 3

013714 Bucureşti, ROMÂNIA

Tel: +40 21 207 18 00

Ireland

Janssen Sciences Ireland UC

Barnahely

Ringaskiddy

IRL – Co. Cork P43 FA46

Tel: +353 1 800 709 122

Slovenija

Johnson & Johnson d.o.o.

Šmartinska cesta 53

SI-1000, Ljubljana

Tel. + 386 1 401 18 00

Ísland

Janssen-Cilag AB

c/o Vistor hf.

Hörgatúni 2

IS-210 Garðabær

Simi: (+354) 535 7000

Slovenská republika

Janssen, Johnson & Johnson, s.r.o.

CBC III, Karadžičova 12

SK-821 08 Bratislava

Tel. +421 232 408 400

Italia

Janssen-Cilag SpA

Via M.Buonarroti, 23

I-20093 Cologno Monzese MI

Tel: +39 02 2510 1

Suomi/Finland

Janssen-Cilag Oy

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

FI-02130 Espoo/Esbo

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Λατσιά

CY-2234 Λευκωσία

Τηλ: +357 22 207 700

Sverige

Janssen-Cilag AB

Box 4042

SE-16904 Solna

Tel: +46 8 626 50 00

Latvija

UAB "JOHNSON & JOHNSON" filiāle Latvijā

Mūkusalas iela 101

Rīga, LV-1004

Tel: +371 678 93561

United Kingdom

Janssen-Cilag Ltd.

50-100 Holmers Farm Way

High Wycombe

Buckinghamshire HP12 4EG - UK

Tel: +44 1 494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.