Estring

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Estring Skeiðarinnlegg 7,5 míkróg/24 klst.
 • Skammtar:
 • 7,5 míkróg/24 klst.
 • Lyfjaform:
 • Skeiðarinnlegg
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Estring Skeiðarinnlegg 7,5 míkróg/24 klst.
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 7e142244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Estring

®

7,5 míkróg/24 klst. skeiðarinnlegg

Estradíól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Estring og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Estring

Hvernig nota á Estring

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Estring

Pakkningar og aðrar upplýsingar.

1.

Upplýsingar um Estring og við hverju það er notað

Estring er lyf sem er notað sem hormónauppbótarmeðferð.

Í tengslum við breytingaskeiðið minnkar framleiðsla kvenhormóna, estrógena, smám saman í

líkamanum. Slímhúðin verður viðkvæmari og þynnri og þú getur fundið fyrir þurrki í leggöngum,

verkjum við samfarir, leggangabólgu, kláða, útferð, tíðum þvaglátum ásamt tilhneigingu til að fá

blöðrubólgu og að missa þvag. Staðbundin estrógenmeðferð getur komið í veg fyrir eða minnkað þessi

óþægindi.

Estring er mjúkur og lipur hringur, sem inniheldur náttúrulega kvenhormónið estradíól. Estring

gefur

frá sér lítið magn estradíóls sem losnar jafnt og þétt á 3 mánuðum, eftir það er skipt um innlegg.

Vegna lítils magns hormóns virkar Estring

nánast eingöngu staðbundið og hefur því ekki áhrif á aðra

staði líkamans.

Estring kemur slímhúðinni í leggöngunum í eðlilegt horf og eykur þannig mótstöðuafl hennar og raka.

Konur á breytingarskeyðinu sem finna til óþæginda í leggöngum vegna estrógens geta notað Estring

til þess:

að draga úr og vinna á einkennum frá leggöngum, t.d. þurrki og ertingi

að vinna á eða koma í veg fyrir þvagfærasýkingar og tíð þvaglát

meðhöndla leggangabólgu (vegna þurrks í slímhúð).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Estring

Sjúkrasaga og reglulegt eftirlit

Notkun uppbótarmeðferðar með hormónum hefur í för með sér áhættu sem þarf að hafa í huga þegar

ákveðið er hvort hefja eigi meðferð eða hvort halda eigi meðferð áfram.

Takmörkuð reynsla er af meðferð hjá konum sem farið hafa í gegnum ótímabær tíðahvörf (vegna

vanvirkra eggjastokka eða skurðaðgerðar). Ef þú hefur farið í gegnum ótímabær tíðahvörf getur áhætta

í tengslum við uppbótarmeðferð með hormónum verið önnur. Ráðfærðu þig við lækninn.

Áður en þú byrjar (eða byrjar aftur) á meðferð með Estring mun læknirinn spyrja þig út í sjúkrasögu

þína og nánustu fjölskyldu þinnar. Læknirinn gæti ákveðið að framkvæma læknisskoðun, sem gæti

falið í sér brjóstaskoðun og/eða kvenskoðun.

Á meðan þú ert á meðferð með Estring, skaltu fara reglulega í eftirlit til læknisins (minnst einu sinni á

ári). Í þessu eftirliti skaltu ræða við lækninn um kosti og galla af áframhaldandi meðferð með Estring.

Farðu reglulega í brjóstamyndatöku samkvæmt ráðleggingum læknisins. Segðu lækninum ef þú finnur

fyrir einhverjum breytingum í brjóstum.

Ekki má nota Estring

Ef eitthvað af eftirtöldu á við um þig, eða ef vart verður við eitthvert eftirtalinna atriða við fyrstu

notkun Estring, skal hætta meðferð strax og hafa samband við lækninn.

Ráðfærðu þig við

lækninn

áður en meðferð með Estring hefst ef eitthvað er óljóst.

Ekki má nota Estring:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir

estradíóli

eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með eða hefur fengið

brjóstakrabbamein

eða hefur grun um að þú sért með

brjóstakrabbamein.

ef þú ert með eða hefur grun um að vera með

hormónaháð æxli

, t.d. krabbamein í legslímu.

ef þú ert með

blæðingu

frá legi af óþekktum orsökum.

ef þú ert með ómeðhöndlaðan

ofvöxt í legslímu

(óhófleg vefjamyndun í legslímu).

ef þú hefur eða hefur fengið

blóðtappa í bláæð,

t.d. í fótleggjum (segarek í djúplægum

bláæðum) eða í lungum (segarek til lungna).

ef þú ert með

blóðsjúkdóm

(t.d. skort á próteini C, próteini S eða andtrombíni).

ef þú ert með eða hefur nýlega fengið

blóðtappa í hjarta

heilablóðfall

eða

hjartaöng

(angina).

ef þú ert með

lifrarsjúkdóm

og lifrargildi eru ekki orðin eðlileg aftur.

ef þú ert með sjaldgæfan, arfgengan efnaskiptasjúkdóm sem nefnist porfýría.

ef þú ert þunguð eða hefur grun um að vera þunguð.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Estring

ef þú ert með mikla ertingu í leggöngum.

ef þú ert með óeðlilega útferð.

ef þú ert með blæðingar frá leggöngum.

ef þú hefur fengið langtímameðferð með barksterum eða ert með kvilla sem veldur því að húð

verður þunn og viðkvæm, t.d. Cushing heilkenni.

ef þú ert með óeðlilegar blæðingar frá leggöngum af óþekktum orsökum, eða ef þú hefur áður

fengið meðferð með estrógeni einu sér, þarf læknirinn að rannsaka þig nákvæmlega áður en þú

byrjar að nota Estring.

Athugið að Estring getur runnið niður eða í mjög sjaldgæfum tilfellum færst úr stað þegar farið er á

salernið. Ef þú ert með hægðatregðu ættir þú að fjarlægja innleggið áður en þú ferð á salernið. Þú

gætir einnig viljað fjarlægja innleggið við aðrar aðstæður, t.d. fyrir samfarir.

Hafðu samband við lækninn, ef þú færð langvarandi óþægindi við notkun Estring.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Meðferð með kvenkyns kynhormónum getur aukið hættu á eða getur gert eftirtalin einkenni verri.

Læknirinn mun hafa þetta í huga við langvarandi eða endurtekna notkun Estring.

Samanborið við altæka hormónauppbótarmeðferð (meðferð, sem hefur verkun á allan líkamann, t.d.

töflur) er áhættan með Estring líklega minni. Estring

á að koma fyrir í leggöngum og virkar þar

staðbundið, og upptaka estradíóls til annarra líkamshluta er mjög lítil.

Segðu lækninum frá því ef þú ert með eða hefur verið með einhvern eftirtalinna sjúkdóma áður en

meðferð hefst, þar sem þú gætir þurft að fara oftar í skoðun til læknisins:

góðkynja æxli í mjúkvefjum legs (bandvefsæxli, trefjaæxli)

vöxt legslímhúðar utan legsins (legslímuvilla) eða hefur verið með aukinn vöxt legslímhúðar

(ofvöxtur legslímu)

aukna hættu á myndun blóðtappa (sjá „Blóðtappar í bláæð (segamyndun)“)

aukna hættu á að fá hormónatengt krabbamein (t.d. ef móðir, systir eða amma hafa fengið

brjóstakrabbamein)

of háan blóðþrýsting

lifrarsjúkdóm, t.d. góðkynja æxli í lifur

sykursýki

gallsteina

mígreni eða kröftugan höfuðverk

sjálfsónæmissjúkdóm, sem hefur áhrif á mörg líffæri líkamans (rauðir úlfar)

flogaveiki

astma

sjúkdóm sem hefur áhrif á heyrn (ístaðahersli)

of há gildi blóðfitu (þríglýseríða)

vökvasöfnun í líkamanum vegna hjarta- og nýrnasjúkdóma.

Lyf sem innihalda estrógen geta valdið því að einkenni ofsabjúgs koma fram eða versna, einkum hjá

konum með arfgengan ofsabjúg. Hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú finnur fyrir einkennum á

borð við útbreiddan þrota í einhverjum líkamshlutum (þ.m.t. kynfærum), oftast í andliti, munni, tungu

eða hálsi.

Þú skalt hætta meðferð með Estring og strax hafa samband við lækninn

Ef eitthvað af eftirtöldu kemur fram:

einhver sjúkdómanna sem taldir eru upp í kaflanum ,,Ekki má nota Estring

einkenni ofnæmisviðbragða, svo sem útbrot, ofsakláði og kláði.

gulnun húðar eða hvítunnar í augunum (gula). Þetta geta verið einkenni lifrarsjúkdóms.

mikil hækkun blóðþrýstings (einkennin geta verið höfuðverkur, þreyta, svimi).

höfuðverkur sem líkist mígreni kemur fram í fyrsta skipti.

ef þú verður þunguð.

viðvarandi eða alvarleg óþægindi í leggöngum, sáramyndun eða bólga, eftir að búið er að koma

innlegginu fyrir.

ef þú finnur fyrir einkennum blóðtappa, eins og:

verkjum og bólgum í fótleggjum og roða

skyndilegum verk fyrir brjósti

öndunarerfiðleikum.

Sjá nánari upplýsingar í kaflanum ,,Blóðtappar í bláæð (segamyndun)“.

Tilkynnt hefur verið um tilfelli þar sem skeiðarinnleggið hefur fest við leggangavegginn og því reynst

erfitt að fjarlægja það. Ef þú lendir í vandræðum eða þú færð verki þegar að þú reynir að fjarlægja

skeiðarinnleggið skaltu láta skeiðarinnleggið vera og hafa samband við lækninn.

Athugið:

Estring er ekki getnaðarvarnarlyf. Ef innan við 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu

tíðablæðingum eða þú ert yngri en 50 ára, gætir þú enn þurft að nota örugga getnaðarvörn. Leitaðu

ráða hjá lækninum.

Áhættuþættir vegna notkunar altækra hormónauppbótarmeðferða

Samanborið við altæka verkun með hormónauppbótarmeðferð er áhættan með Estring þó fræðilega

séð minni, þar sem Estring er komið fyrir í leggöngum og virkar þar staðbundið, og upptaka estradíóls

til annarra líkamshluta er lítil.

Hormónauppbótarmeðferð og krabbamein

Aukinn vöxtur legslímhúðar (ofvöxtur legslímu) og krabbamein í legslímhúð

(legslímukrabbamein)

Þekkt er að altæk notkun estrógens eins sér í lengri tíma hjá konum sem hafa leg, eykur hættu á

miklum vexti legslímhúðar og krabbameini í legslímhúð.

Ekki er þó vitað hvaða áhrif staðbundin meðferð með estrógeni, sem gefið er í leggöng yfir lengri tíma

(lengur en í 1 ár) eða endurteknar meðferðir, hefur á legslímhimnu. Aukaverkanir af notkun Estring

ásamt þeirri vitneskju að notkun í allt að 201 viku hefur ekki sýnt fram á auknar líkur á tilkomu

forstigs krabbameins eða krabbameins í legslímhimnu. Þú skalt fara í læknisskoðun minnst einu sinni

á ári, sérstaklega með tilliti til aukins vaxtar í legslímhimnu og krabbameins í legslímhimnu.

Óreglulegar eða óvæntar blæðingar

Ef þú færð blæðingar eða blettablæðingar við meðferð með Estring skaltu hafa samband við lækninn

sem mun skoða þig frekar til að greina orsökina.

Brjóstakrabbamein

Margt bendir til þess að altæk samsett estrógen-gestagen hormónauppbótarmeðferð og mögulega

einnig altæk meðferð með estrógeni einu sér, geti aukið hættu á brjóstakrabbameini. Viðbótaráhættan

er háð því hversu lengi þú ert á hormónauppbótarmeðferð og kemur í ljós innan fárra ára. Hinsvegar

verður áhættan aftur eins og hjá öðrum konum innan fárra ára (í mesta lagi 5 ára) eftir að meðferð er

hætt.

Hjá konum sem gengist hafa undir legnám og nota töflur með estrógeni einu sér í 5 ár, kemur fram

lítil eða engin auking á hættu á brjóstakrabbameini.

Ekki er vitað hvort samhengi er milli hættu á brjóstakrabbameini og staðbundinnar meðferðar í

leggöngum með litlum skömmtum af estrógeni.

Samanburður

Meðal kvenna á aldrinum 50-79 ára sem ekki eru á hormónauppbótarmeðferð, greinast að meðaltali

9-14 af hverjum 1.000 konum með brjóstakrabbamein á 5 ára meðferðartímabili. Meðal kvenna á

aldrinum 50-79 ára, sem eru á hormónauppbótarmeðferð sem inniheldur bæði estrógen og gestagen í

5 ár, greinast 13-20 tilvik hjá hverjum 1.000 notendum (þ.e. 4-6 viðbótartilvik).

Skoðaðu brjóstin reglulega. Leitaðu til læknisins ef þú tekur eftir einhverjum breytingum, svo sem:

-

bungum og dældum í húð á brjóstum

breytingum á geirvörtum

sýnilegum hnútum eða hnútum sem finnast við þreifingu.

Krabbamein í eggjastokkum

Krabbamein í eggjastokkum er mjög sjaldgæft. Greint hefur verið frá lítilega aukinni hættu á

krabbameini í eggjastokkum hjá konum á altækri hormónauppbótarmeðferð í að minnsta kosti 5-10 ár.

Samanburður

Meðal kvenna á aldrinum 50-69 ára, sem ekki eru á hormónauppbótarmeðferð, greinast að meðaltali

um það bil 2 af hverjum 1.000 konum með krabbamein í eggjastokkum á 5 ára meðferðartímabili. Hjá

konum, sem hafa verið á hormónauppbótarmeðferð í 5 ár greinast 2-3 tilvik hjá hverjum 1.000

notendum (þ.e. allt að 1 viðbótartilvik).

Áhrif hormónauppbótarmeðferðar á hjarta og blóðrás

Blóðtappar (segamyndun)

Hætta á

blóðtöppum

er um það bil 1,3-3 falt meiri hjá konum á altækri hormónauppbótarmeðferð en

hjá þeim sem ekki eru á slíkri meðferð, sérstaklega á fyrsta ári meðferðarinnar.

Blóðtappar geta verið alvarlegir og ef þeir berast til lungna, getur það valdið brjóstverk, mæði, yfirliði

og í versta falli dauða.

Líkurnar á því að fá blóðtappa aukast með aldri og ef eitthvað eftirfarandi á við um þig. Láttu lækninn

vita ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig:

ef þú getur ekki gengið í lengri tíma vegna skurðaðgerðar, áverka eða veikinda (sjá einnig

kafla 3 ,,Ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð“)

ef þú ert verulega yfir kjörþyngd (BMI > 30 kg/m

ef þú hefur átt við vandamál tengd blóðtappamyndun sem þarfnaðist langtímameðferðar með

lyfjum

ef náinn ættingi hefur fengið blóðtappa í fótleggi, lungu eða önnur líffæri

ef þú ert með rauða úlfa (sjálfsónæmissjúkdóm sem leggst á mörg líffæri líkamans)

ef þú ert með krabbamein.

Sjá einkenni blóðtappa í kaflanum ,,Þú skalt hætta meðferð með Estring strax og hafa samband við

lækninn“.

Samanburður

Meðal kvenna á sextugsaldri sem ekki eru á hormónauppbótarmeðferð, geta að meðaltali 4-7 af

hverjum 1.000 konum búist við að fá blóðtappa á 5 ára meðferðartímabili. Meðal kvenna á

sextugsaldri sem hafa verið á hormónauppbótarmeðferð sem inniheldur bæði estrógen og gestagen í

5 ár, má búast við 9-12 tilvikum hjá hverjum 1.000 notendum (þ.e. 5 viðbótartilvik).

Meðal kvenna á sextugsaldri sem gengist hafa undir legnám og eru á hormónauppbótarmeðferð með

estrógeni einu sér í meira en 5 ár, má búast við 5-8 tilvikum hjá hverjum 1.000 notendum (þ.e.

1 viðbótartilvik).

Hjarta- og æðasjúkdómar (hjartaáfall)

Ekkert bendir til þess að hormónauppbótarmeðferð komi í veg fyrir hjartaáfall.

Konur eldri en 60 ára sem eru á altækri hormónauppbótarmeðferð sem inniheldur bæði estrógen og

gestagen eru í lítillega aukinni hættu á að fá hjartasjúkdóma en þær sem ekki eru á altækri

hormónauppbótarmeðferð.

Meðal kvenna sem gengist hafa undir legnám og eru á meðferð með töflum með estrógeni einu sér er

engin aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum.

Heilablóðfall

Konur sem eru á altækri hormónauppbótarmeðferð eru í 1,5 sinnum meiri hættu á að fá heilablóðfall

en konur sem eru ekki á slíkri meðferð. Fjöldi viðbótartilfella heilablóðfalla vegna

hormónauppbótarmeðferðar eykst með aldrinum.

Samanburður

Meðal kvenna á sextugsaldri sem eru ekki á hormónauppbótarmeðferð, geta að meðaltali 8 af hverjum

1.000 konum búist við að fá heilablóðfall á 5 ára meðferðartímabili. Meðal kvenna á sextugsaldri sem

eru á hormónauppbótarmeðferð, er búist við 11 tilvikum hjá hverjum 1.000 notendum á 5 ára

meðferðartímabili (þ.e. 3 tilvikum).

Aðrir áhrifaþættir

Hormónauppbótarmeðferð kemur ekki í veg fyrir minnistap. Einhverjar vísbendingar eru um aukna

hættu á minnistapi hjá konum sem hefja altæka hormónauppbótarmeðferð eftir 65 ára aldur.

Notkun annarra lyfja samhliða Estring

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Þetta á einnig við um lyf, sem fengin eru án lyfseðils eða keypt hafa verið í útlöndum svo og

náttúrulyf, vítamín og steinefni í stórum skömmtum, ásamt fæðubótarefnum.

Láttu lækninn vita ef þú tekur:

lyf við

flogaveiki

(t.d. fenóbarbítal, fenytóín, karbamazepín)

lyf við

berklum

(t.d. rifampisín, rifabútín)

lyf við

HIV-sýkingu

(t.d. nevirapín, efavírenz, ritonavír, nelfinavír)

náttúrulyf sem innihalda

Jóhannesarjurt

Hypericum perforatum

Þar sem Estring

inniheldur lítið magn estrógens og notast í leggöng er ekki gert ráð fyrir því að það

hafi áhrif á virkni annarra lyfja.

Fjarlægja skal Estring ef notuð eru önnur lyfjaform í leggöng.

Rannsóknarstofupróf

Ef þú þarft að fara í blóðrannsókn skaltu segja lækninum frá því að þú sért að nota þetta lyf þar sem

lyfið getur haft áhrif á niðurstöður nokkurra prófa.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú mátt ekki nota

Estring

ef þú ert þunguð.

Estring er einungis notað hjá konum sem komnar eru í tíðahvörf. Ef þú verður þunguð, skaltu hætta að

nota Estring og hafa samband við lækninn.

Brjóstagjöf

Konur með barn á brjósti mega ekki nota

Estring

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að Estring hafi áhrif á öryggi við stjórnun véla né hæfni til aksturs.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Estring

Notaðu lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn mun ávísa minnsta virka skammti af lyfinu í eins stuttan tíma og hægt er.

Ráðlagður skammtur

Skeiðarhringinn skal setja eins djúpt í leggöngin og mögulegt er. Skipta skal um hring á þriggja

mánaða fresti. Hámarkshormónamagn næst eftir nokkrar vikur en full virkni gegn einkennum sést

fyrst eftir um 3 mánuði.

Ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð

Ef þú þarft að gangast undir skurðaðgerð skaltu láta skurðlækninn vita að þú notir Estring. Hlé gæti

þurft að gera á meðferðinni í 4-6 vikur fyrir áætlaða skurðaðgerð. Það minnkar hættuna á því að fá

blóðtappa. Ráðfærðu þig við lækninn um hvenær hefja má meðferð með Estring á ný.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Notið einungis eitt Estring skeiðarinnlegg í senn. Fjarlægið notað skeiðarinnlegg áður en nýju er

komið fyrir.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Estring

Ef þú gleymir að koma Estring skeiðarinnleggi fyrir, skaltu koma því fyrir eins fljótt og mögulegt er.

Ef hætt er að nota Estring

Hafðu samband við lækninn ef þú óskar eftir því að gera hlé eða hætta á meðferð með Estring.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Notkunarleiðbeiningar:

Hvernig Estring er komið fyrir

1.

Stattu með annan fótinn upp á stól eða sestu á salernið með fætur örlítið í sundur.

2.

Þrýstu Estring saman með þumalfingri og vísifingri þannig að það verði sporöskjulaga og

komdu því síðan fyrir eins langt inn í leggöngin og mögulegt er.

3.

Estring skorðast síðan sjálfkrafa efst í leggöngunum.

Hvernig Estring er fjarlægt

1.

Stattu með annan fótinn upp á stól eða sestu á salernið með fætur örlítið í sundur.

2

Settu fingur inn í leggöngin og dragðu Estring varlega út.

3.

Estring má ekki henda í salernið. Vefðu því inn í upprunalegu umbúðirnar eða plastpoka og

fleygðu því á viðeigandi hátt.

Ef Estring er notað rétt áttu ekki að finna fyrir því og það á ekki að valda þér eða félaga þínum

óþægindum við samfarir.

Skeiðarinnleggið getur runnið niður í neðsta hluta fæðingarvegarins þegar farið er á salernið. Ef

það gerist er hægt að koma því aftur á réttan stað með fingrinum.

Ef skeiðarinnleggið dettur út úr leggöngunum, skal skola það með volgu (ekki heitu) vatni og

setja það á réttan stað aftur.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur

þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Almennt koma fram fáar aukaverkanir við notkun Estring. Aukaverkanirnar eru oftast vægar og líða

hjá.

Greint hefur verið frá því að eftirtalin einkenni séu algengari hjá konum sem eru á altækri

hormónauppbótarmeðferð miðað við konur sem voru ekki á slíkri meðferð:

Brjóstakrabbamein

Krabbamein í eggjastokkum

Blóðtappi í fótleggjum eða lungum (bláæðasegarek)

Hjartasjúkdómar

Blóðtappi í heila (heilablóðfall)

Hugsanlegt minnistap ef hormónauppbótarmeðferð hefst eftir 65 ára aldur.

Frekari upplýsingar um þessar aukaverkanir má sjá í kafla 2 „Áður en byrjað er að nota Estring“.

Mjög algengar aukaverkanir

(geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Hvít útferð frá leggöngum.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Blæðing frá leggöngum, erting, kláði og óþægindi frá leggöngum, sveppasýking eða bólga í

leggöngum

Brjóstaspenna, eymsli í brjóstum eða brjóstastækkun

Þvagfærasýking, öndunarfærasýking, skútabólga

Flensulík einkenni

Svefnleysi, höfuðverkur, hitakóf

Kviðverkir, ógleði, óþægindi í maga og endaþarmi

Aukin svitamyndun

Húðkláði

Liðkvillar (þ. á m. liðverkir, gigt, slitgigt)

Bakverkir

Óþægindi í þvagblöðru.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Ofnæmi.

Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um eftir markaðssetningu lyfsins:

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá allt 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Viðvarandi eða alvarleg óþægindi í leggöngum, sáramyndun eða bólga.

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Skeiðarinnleggið festist við leggangavegginn.

Eftirtaldar aukaverkanir hafa komið fram við notkun estrógens til inntöku og/eða gegnum húð.

Samband milli þeirra og notkunar Estring er óþekkt.

Alvarlegar aukaverkanir

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Verkur og þroti í handleggjum eða fótleggjum vegna blóðtappa. Hafið tafarlaust samband við

lækni eða bráðamóttöku. Hringið e.t.v. í 112.

Skyndilegur verkur fyrir brjósti, verkir við öndun, hósti og andnauð vegna blóðtappa í lungum.

Hringið í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Algengar aukaverkanir

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Þunglyndi. Getur verið eða orðið alvarlegt. Ræðið við lækninn.

Hárlos

Sinadráttur

illiblæðingar/blettablæðingar

Eymsli í brjóstum, seyting úr brjóstum

Þyngdarbreytingar

Aukin hætta á æðakölkun vegna aukinnar fitu (þríglýseríða) í blóði.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Skeiðarbólga, þ.m.t. sveppasýking

Breytingar á kynhvöt, skapsveiflur

Sundl

Mígreni

Kvíði

Óþol gegn augnlinsum

Uppþemba

Sjúkdómur í gallblöðru

Litarbreytingar í húð, óæskilegur hárvöxtur hjá konum, útbrot

Breyting á magni tíðablæðinga, breyting á útferð

Vökvasöfnun.

Eftirtaldar aukaverkanir sem greint hefur verið frá við annars konar hormónauppbótarmeðferðir:

Gallblöðrusjúkdómur

Húðsjúkdómar:

Mislitun húðar, sérstaklega í andliti og á hálsi sem kallast „þungunarfreknur“ (chloasma)

Aumir rauðir hnúðar í húð (þrymlasótt)

Hringlaga útbrot með roða í eða sárum (Regnbogaroðasótt)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til

við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Estring

Geymið lyfið

þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Notuðum skeiðarinnleggjum skal vefja inn í upprunalega hlífðarþynnu eða plastpoka, sem er síðan

lokað og fleygt á viðeigandi hátt.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Estring inniheldur

Virka innihaldsefnið er estradíól.

Skeiðarinnleggið er framleitt úr sílíkonsamböndum með kjarna sem inniheldur estradíól.

Önnur innihaldsefni eru: Baríumsúlfat.

Lýsing á útliti Estring og pakkningastærðir

Estring 7,5 míkróg/24 klst. skeiðarinnlegg er gagnsær hringur og stærð hans er eftirfarandi: Ytra

þvermál 55 mm, þykkt 9 mm.

Ein pakkning inniheldur 1 skeiðarinnlegg. Hvert skeiðarinnlegg er pakkað í innsiglaðan poka.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Pfizer ApS, Lautrupvang 8, 2750 Ballerup, Danmörk.

Framleiðandi

Q Pharma AB, Agneslundsväger 27, SE-201 80 Malmö, Svíþjóð.

Umboð á Íslandi

Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018.