Estracyt

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Estracyt Hart hylki 140 mg
 • Skammtar:
 • 140 mg
 • Lyfjaform:
 • Hart hylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Estracyt Hart hylki 140 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 77142244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Estracyt

®

140 mg hörð hylki

Estramústínfosfat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Estracyt

og við hverju það er notað

Áður en byjað er að nota Estracyt

Hvernig nota á Estracyt

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Estracyt

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Estracyt og við hverju það er notað

Estracyt

er lyf sem er notað til meðhöndlunar á ýmsum tegundum krabbameina. Meðferð með Estracyt

kallast einnig krabbameinslyfjameðferð (chemotherapy).

Estracyt verkar með því að

hemja vöxt krabbameinsfrumna og með því að minnka magn

karlkynshormóns (testosterón).

Þú tekur Estracyt til meðferðar á

ýmsum tegundum krabbameina, t.d. krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Estracyt

Ekki má nota Estracyt

ef um er að ræða ofnæmi fyrir estramústínfosfati, estradíóli, sinnepsgasi eða einhverju öðru

innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

ef þú ert með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma.

ef þú ert með sjúkdóma með tilhneigingu til vökvasöfnunar.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Þegar þú ferð í blóðprufur eða þarft að skila þvagprufu skaltu ávallt láta vita að þú sért á meðferð með

Estracyt. Meðferðin getur haft áhrif á niðurstöður rannsókna.

Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú færð Estracyt, ef þú

ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

ert með hjarta- eða æðasjúkdóm.

hefur áður fengið blóðtappa eða hjarta- og æðasjúkdóm.

ert með magasár.

ert með beinmergsbælingu.

ert með sjúkdóm sem versnar við vökvasöfnun, t.d. flogaveiki, mígreni, nýrna- eða

hjartasjúdóm.

ert með sykursýki. Þú skalt fylgjast reglulega með glúkósamagni í blóðinu hjá þér og hugsanlega

ráðfæra þig við lækninn þinn um breytingu á sykursýkimeðferðinni.

ert með beinasjúkdóm sem veldur of miklu kalki í blóði, t.d. beinþynningu.

Hafðu strax samband við lækni eða heilbrigðisstarfsfólk, ef þú færð

andnauð, bólgu í andliti, vörum og hálsi.

vökvasöfnun í fótum og höndum.

Gættu varúðar á eftirfarandi

Meðan þú ert á meðferð með Estracyt, skaltu láta fylgjast reglulega með blóðinu og

blóðþrýstingi hjá þér.

Þú getur fengið krampa í hendurnar, náladofa í hendur og fætur og vöðvaslappleika vegna of

lítils kalkmagns í blóði. Ráðfærðu þig við lækninn.

Ef þú stundar kynlíf skaltu nota öruggar getnaðarvarnir meðan á meðferð stendur. Ráðfærðu þig

við lækninn.

Ef það á að bólusetja þig, skaltu segja lækninum að þú sért á meðferð með Estracyt þar sem ekki

er bólusett með vissum gerðum bóluefnis.

Notkun annarra lyfja samhliða Estracyt

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils, keypt í útlöndum, náttúrulyf, svo og sterk

vítamín og steinefni í stórum skömmtum.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú notar lyf við:

magasári eða of miklum magasýrum.

þunglyndi (þríhringlaga þunglyndislyf).

of háum blóðþrýstingi (ACE-hemlar).

Einnig, ef þú tekur vörur sem innihalda

kalsíum, magnesíum og ál eða mjólkurvörur.

Notkun Estracyt með mat og drykk

Taktu hylkin að minnsta kosti 1 klst. fyrir máltíð eða 2 klst. eftir máltíð. Þú skalt forðast að taka

Estracyt með mjólkurvörum, lyfjum við of miklum magasýrum (sýrubindandi lyf) eða vörum sem

innihalda kalk.

Gleyptu hylkin í heilu lagi með glasi af vatni.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Bæði karlar og konur eiga að nota öruggar getnaðarvarnir meðan á meðferð stendur.

Brjóstagjöf

Á ekki við.

Akstur og notkun véla

Ekki er vitað hvort Estracyt hefur áhrif á öryggi við notkun véla eða hæfni til aksturs.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Estracyt

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Gleyptu hylkin heil með glasi af vatni. Þú mátt ekki taka hylkin með mjólk, mjólkurvörum,

sýrubindandi lyfjum eða vörum sem innihalda kalk.

Hafðu samband við lækninn ef þér finnst lyfið ekki verka eftir 3-4 vikna meðferð.

Ráðlagður skammtur er

2-3 hylki (280-420 mg) tvisvar á sólarhring.

Taktu töflurnar að minnsta kosti 1 klst. fyrir máltíð eða 2 klst. eftir máltíð.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi:

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta. Fylgdu ráðleggingum læknisins.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu samband við lækninn, bráðamóttöku, lyfjafræðing eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222), ef þú

hefur tekið fleiri Estracyt hylki en ráðlagt er í þessum fylgiseðli eða fleiri en læknirinn hefur ávísað, og

þér líður illa. Taktu pakkninguna með.

Einkenni ofskömmtunar samsvara sumum einkennanna sem skráð eru í kaflanum Hugsanlegar

aukaverkanir, en í alvarlegri mæli t.d. þreyta, blæðingar frá húð og slímhúð ásamt sýkingum og hita

(vegna breytinga á blóðmynd) ásamt vandamálum í maga, eins og ógleði, uppköstum og niðurgangi.

Ef gleymist að nota Estracyt

Ef þú hefur gleymt skammti, skaltu taka hann um leið og þú manst eftir honum. Ef komið er að næsta

skammti skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Taktu aldrei tvöfaldan skammt.

Ef hætt er að nota Estracyt

Hafðu samband við lækninn ef þú óskar eftir því að meðferð með Estracyt

sé rofin eða stöðvuð.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Mjög algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Andnauð við áreynslu, e.t.v. einnig í hvíld, hósti, þyngsli fyrir brjósti, hraður hjartsláttur, þroti á

fótleggjum vegna hjartavandamála. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu

e.t.v. í 112.

Almennur slappleiki, tilhneiging til bólgu (sýkinga) einkum hálsbólgu og hita vegna breytinga á

blóðmynd (of fá hvít blóðkorn). Hafðu strax samband við lækni ef þú færð hita.

Algengar (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Andnauð, brjóstverkir sem leiða út í handlegg eða upp í háls, sárir verkir í maga, lömun,

snertiskynsbrenglun, talörðugleikar, verkur og e.t.v. þroti á handleggjum og fótleggjum vegna

blóðtappa. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu e.t.v. í 112.

Blæðingar frá húð og slímhúðum og marblettir vegna breytinga á blóðmynd (of fáar blóðflögur).

Hafðu strax samband við lækni.

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt

Skertur súrefnisflutningur til hjartavöðvans vegna þrenginga eða stíflu í kransæðum.

Ofnæmisviðbrögð, t.d. skyndileg húðútbrot, andnauð, þroti í tungu, vörum og andliti; sem geta

valdið því að öndunarvegur lokast. Hringdu e.t.v. í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Blóðleysi sem getur lýst sér með fölva, þreytu og sundli. Hafðu samband við lækni.

Ógleði, uppköst og niðurgangur einkum á fyrstu 2 vikum meðferðarinnar.

Áhrif á lifrarstarfsemi. Getur verið alvarlegt, hafðu samband við lækninn ef þú færð gulu.

Brjóstamyndun hjá körlum.

Algengar (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Vökvasöfnun. Hafðu samband við lækni.

Höfuðverkur.

Svefnlíkur sljóleiki.

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt

Of hár blóðþrýstingur. Hafðu samband við lækni. Meðhöndla skal of háan blóðþrýsting. Mjög

hár blóðþrýstingur er alvarlegur.

Útbrot (ofsakláði) og þroti. Getur verið alvarlegt. Hafðu samband við lækni. Þroti í andliti,

vörum eða tungu getur verið lífshættulegur. Hringdu í 112.

Þunglyndi. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækni.

Rugl.

Exem eða erting/útbrot í húð.

Vöðvaslappleiki.

Getuleysi.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, eða lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna

aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með

því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Estracyt

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið Estracyt við stofuhita.

Ekki skal nota lyfið

eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Estracyt inniheldur

Virka innihaldsefnið er estramústínfosfat

Önnur innihaldsefni eru natríumlárýlsúlfat, talkúm, magnesíumsterat, vatnsfrí kísilkvoða.

Hylkisskel: gelatína og títantvíoxíð (E171).

Merkiblek: járnoxíð E172, shellak.

Útlit Estracyt

og pakkningastærðir

Útlit

Hylkin eru hvít, ógegnsæ og merkt „ESTRACYT KPh 750“.

Pakkningastærðir

Töfluglas (úr brúnu gleri) með 100 stk. Í glasinu er kísilþurrkefni.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Pfizer ApS, Lautrupvang 8, 2750 Ballerup, Danmörk.

Framleiðandi:

Pfizer Italia S.r.l., I-63100, Marino del Tronto, Ascoli Piceno, Ítalía.

Umboð á Íslandi:

Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2016.