Eqvalan vet.

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Eqvalan vet. Pasta til inntöku 1, 87 %
 • Skammtar:
 • 1, 87 %
 • Lyfjaform:
 • Pasta til inntöku
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Eqvalan vet. Pasta til inntöku 1,87 %
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 47142244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI DÝRALYFS

Eqvalan vet. pasta til inntöku

(Ivermectin 1,87% w/w)

2.

INNIHALDSLÝSING

Virk innihaldsefni:

Ivermectin 1,87% w/w.

Inniheldur einnig títantvíoxíð (E171) 2,0% w/w.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Pasta til inntöku.

Hvítt pasta til inntöku.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Dýrategundir

Hestar.

4.2

Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir

Lyfið er ætlað til meðferðar við sjúkdómum í hestum af völdum eftirfarandi sníkla:

Strongyles, stórir (large strongyles).

Strongylus vulgaris (fullþroska þráðormar og lirfur á æðastigi)

S. edentatus (fullþroska þráðormar og lirfur á vefjastigi)

S. equinus (fullþroska)

Triodontophorus spp. (fullþroska)

Triodontophorus brevicauda

Triodontophorus serratus

Craterostomum acuticaudatum (fullþroska)

Strongyles, litlir (small strongyles)

Fullþroska og ófullþroska (lirfur á fjórða stigi) strongyles, litlir eða cyathostomes, þ. á m.

benzimidazol-ónæmir stofnar:

Coronocyclus spp.

Coronocyclus coronatus

Coronocyclus labiatus

Coronocyclus labratus

Cyathostomum spp.

Cyathostomum catinatum

Cyathostomum pateratum

Cylicocyclus spp.

Cylicocyclus ashworthi

Cylicocyclus elongatus

Cylicocyclus insigne

Cylicocyclus leptostomum

Cylicocyclus nassatus

Cylicocyclus radiatus

Cylicostephanus spp.

Cylicostephanus asymetricus

Cylicostephanus bidentatus

Cylicostephanus calicatus

Cylicostephanus goldi

Cylicostephanus longibursatus

Cylicostephanus minutus

Cylicodontophorus spp.

Cylicodontophorus bicornatus

Gyalocephalus capitatus.

Parapoteriostomum spp.

Parapoteriostomum euproctus

Parapoteriostomum mettami

Petrovinema spp.

Petrovinema poculatum

Poteriostomum spp.

Poteriostomum imparidentatum

Lungnaormar (fullþroska og ófullþroska)

Dictyocaulus arnfieldi

Njálgur (Pinworms) (fullþroska og ófullþroska)

Oxyuris equi

Spóluormar (Ascarids) (fullþroska og lirfur á þriðja og fjórða stigi)

Parascaris equorum

Hárormar (Hairworms) (fullþroska)

Trichostrongylus axei

Stórmynntir magaormar (Large-mouth stomach worms) (fullþroska)

Habronema muscae

Hálsþráðormar (Neck threadworms) (microfilariae)

Onchocerca spp.

Þráðormar í meltingarfærum (Intestinal threadworms) (fullþroska)

Strongyloides westeri

Magalirfur (stomach bots)

Gastrophilus spp. á þeim stigum sem lifa í munni og maga

4.3

Frábendingar

Lyfið hefur verið hannað sérstaklega til notkunar hjá hestum. Styrkur ivermectins í þessu lyfi gæti haft

skaðleg áhrif á hunda og ketti ef þeim er leyft að borða pasta sem kann að hafa farið til spillis eða hafa

aðgang að notuðum dælum.

4.4

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund

Gæta skal þess að forðast eftirfarandi þar sem það getur aukið hættuna á að fram komi ónæmi sem

gæti á endanum leitt af sér að meðferðin verði árangurslaus:

Of tíð og endurtekin notkun ormalyfja af sama flokki á löngu tímabili.

Vanskömmtun, sem getur verið vegna vanmats á líkamsþyngd, lyfið gefið á rangan hátt, eða

kvörðun skammtadælu sleppt.

Ef upp kemur grunur um ónæmi gegn ormalyfjum skal það rannsakað nánar með viðeigandi prófum

(t.d. fækkun eggja í saur (Faecal Egg Count Reduction Test)). Ef niðurstöður þessara prófa gefa

sterklega til kynna að komið sé fram ónæmi fyrir ákveðnu ormalyfi skal nota ormalyf sem tilheyrir

öðrum lyfjaflokki og hefur annan verkunarmáta.

Greint hefur verið frá ónæmi gegn stórhringlaga laktónum (ivermectin tilheyrir þeim lyfjaflokki) hjá

Parascaris equorum hjá hestum í fjölda landa innan Evrópusambandsins. Því skal byggja notkun

þessa lyfs á staðbundnum (landsvæði, býli) faraldsfræðilegum upplýsingum um næmi þráðorma í

meltingarfærum og leiðbeiningum um hvernig má takmarka enn frekar ónæmi gegn ormalyfjum.

4.5

Sérstakar varúðarreglur við notkun

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum

Ekki er þörf á neinum sérstökum varúðarreglum.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið

Reykið ekki, borðið eða drekkið meðan lyfið er meðhöndlað.

Þvoið hendur eftir notkun.

Þetta lyf getur ert húð og augu. Því skal forðist að lyfið komist í snertingu við húð og augu. Ef lyfið

kemst í snertingu við húð eða augu skal samstundis skola með miklu vatni.

Ef dýralyfið er óvart tekið inn eða erting kemur fram eftir snertingu við auga skal tafarlaust leita til

læknis og hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

4.6

Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki)

Sumir hestar með alvarlega sýkingu af Onchocerca microfiliariae hafa fengið bjúg og kláða eftir

meðhöndlun sem talið er vera vegna dauða mikils fjölda hálsþráðorma (microfiliariae). Þessi einkenni

hverfa innan nokkurra daga en ráðlegt getur verið að meðhöndla þau.

4.7

Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp

Hestar á öllum aldri, þ.m.t. fylfullar merar og stóðhestar, hafa fengið meðferð án skaðlegra áhrifa.

4.8

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Þetta lyf hefur verið notað í samsetningum með öðrum heilsubætandi vörum fyrir hesta og engar

milliverkanir hafa komið fram.

4.9

Skammtar og íkomuleið

Eqvalan vet. er gefið um munn í ráðlögðum skammti, sem er 0,2 mg af ivermectini fyrir hvert kg

líkamsþunga. Hver dæla inniheldur 120 mg af ivermectini, sem er nægilegt til að meðhöndla 600 kg

líkamsþunga.

Til að tryggja að réttur skammtur sé gefinn skal ákvarða líkamsþyngd eins nákvæmlega og hægt er;

athuga skal nákvæmni skömmtunardælunnar.

Skammtaleiðbeiningar

Á stimpli dælunnar eru merki sem tákna að sé stimplinum ýtt inn um eitt bil tæmist úr dælunni lyf

hæfilegt fyrir 100 kg líkamsþunga.

Stilling stimpilsins á hæfilegan skammt er gerð á eftirfarandi hátt: Snúið stilliskífunni ¼ úr hring og

færið skífuna að þeirri þyngd sem er hæfileg fyrir gripinn. Snúið stilliskífunni ¼ úr hring til að læsa

stillingunni. Fjarlægið plasthlífina af enda dælunnar.

Við inngjöf skal gengið úr skugga um að ekkert fóður sé uppi í hestinum. Ýtið dælunni inn um

munnvik hestsins og inn á milli framtanna og jaxla. Þrýstið á stimpilinn eins langt og hægt er svo lyfið

renni aftur á tunguna.

Sníkjudýravarnir

Sníkjudýravarnir ber að viðhafa reglulega hjá öllum hestum, sérstaklega merum, folöldum og

ársgömlum trippum. Folöld skulu fá fyrstu meðferðina 6 til 8 vikna gömul og síðan reglulega meðferð

eftir því sem við á.

Lyfið er mjög virkt gegn þráðormum (nematodes) og lirfum hrossavembu (bots) í meltingarvegi, húð

og lungum hesta. Regluleg meðferð dregur úr líkum á æðabólgu og iðrakveisu af völdum Strongylus

vulgaris. Þar sem lyfið er mjög breiðvirkt hentar það vel sem aðallyf til sníkjudýravarna og einnig sem

aðallyf í reglubundnum vörnum.

4.10

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur

Væg skammvinn einkenni (hægari svörun ljósops og deyfð) hafa sést eftir 1,8 mg/kg skammta

(nífaldur ráðlagður skammtur). Önnur merki sem sést hafa við hærri skammta eru m.a. ljósopsvíkkun,

samhæfingarleysi við gang (ataxia), skjálfti, hugstol (stupor), dá og dauði. Vægari einkenni hafa verið

skammvinn. Mótefni er ekki fyrir hendi en gagnlegt getur verið að meðhöndla einkenni.

4.11

Biðtími fyrir afurðanýtingu

Kjöt og innmatur: 30 sólarhringar.

5.

LYFJAFRÆÐILEGIR EIGINLEIKAR

Flokkun eftir verkun: Makrócýklískir laktónar,

avermectínar, ATCvet flokkur: Q P 54 A A 01

5.1

Lyfhrif

Ivermectin tilheyrir flokki lyfja (endectocides) sem eru stórhringlaga laktón en verkunarháttur þeirra

er einstæður. Efnasambönd í þessum flokki hafa mikla sækni í glútamatstýrð klórjónagöng (glutamate-

gated chloride ion channels) og bindast þeim á sértækan hátt en slík klórjónagöng eru til staðar í

tauga- og vöðvafrumum hryggleysingja. Þetta veldur auknu gegndræpi frumuhimnunnar fyrir

klórjónum sem leiðir til ofskautunar tauga- eða vöðvafrumunnar og þar með lömunar og dauða

sníkjudýrsins. Efnasambönd í þessum flokki geta einnig haft áhrif á önnur klórjónagöng með

efnastýrðum hliðum (ligand-gated), svo sem þau sem hafa taugaboðefnið gamma-amínósmjörsýru

(GABA) í hliði sínu.

Öryggi notkunar efnasambanda í þessum flokki byggist á því að spendýr hafa ekki glútamatstýrð

klórjónagöng, stórhringlaga laktón hafa litla sækni í önnur efnastýrð klórjónagöng og þau fara ekki

auðveldlega yfir blóð-heilaþröskuldinn.

5.2

Lyfjahvörf

Hámarksblóðþéttni

Hámarksblóðþéttni (að meðaltali 32 ng/ml) hjá hestum næst 6 klst. eftir gjöf ivermectin skammts sem

er 0,3 mg/kg líkamsþunga. Þetta hámark lækkar smám saman í meðalgildi sem er 2 ng/ml eftir

10 daga.

Útskilnaður

Ivermectinafleiður (sýnd sem díhýdró B

) í lifur, vöðvum, nýrum, fitu og blóði voru ákvarðaðar með

vökvaskiljuaðferð með flúrgeislagreiningu. Engar leifar (nema eitt 28 daga fitusýni) náði

greiningarmörkum sem eru > 2 ppb 21, 28 og 42 dögum eftir skammt.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Títantvíoxíð (E171)

Hydroxyprópýlsellulósi

Laxerolía (hert)

Própýlen glycol

6.2

Ósamrýmanleiki

Enginn þekktur.

6.3

Geymsluþol

Geymsluþol dýralyfsins í söluumbúðum: 3 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C Verjið gegn ljósi.

6.5

Gerð og samsetning innri umbúða

Einnota, hvít, ógegnsæ dæla og stimpill úr polýprópýleni með hvítu, ógegnsæju loki úr lágþéttni

polýetýleni.

6.6

Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur við

notkun þeirra

MJÖG SKAÐLEGT FYRIR FISKA OG VATNALÍFVEFUR. Gæta skal þess að menga ekki vötn, ár

eða læki með lyfinu eða notuðum ílátum. Farga skal öllum ónotuðum dýralyfjum eða úrgangi vegna

dýralyfja í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Merial

29, Avenue Tony Garnier

69007 Lyon

Frakkland.

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

MTnr 890061 (IS)

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 01.01.1991.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:12. júlí 2011.

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

18. september 2015.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here