Epiduo

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Epiduo Hlaup 0, 1 % / 2, 5 %
 • Skammtar:
 • 0, 1 % / 2, 5 %
 • Lyfjaform:
 • Hlaup
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Epiduo Hlaup 0,1 % / 2,5 %
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 06142244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Epiduo 0,1% / 2,5% hlaup

adapalen/benzýlperoxíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Epiduo og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Epiduo

Hvernig nota á Epiduo

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Epiduo

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Epiduo og við hverju það er notað

Epiduo er notað til meðferðar við þrymlabólum.

Í þessu hlaupi eru tvö virk innihaldsefni, adapalen og benzýlperoxíð sem vinna saman, hvort á sinn

hátt:

Adapalen tilheyrir flokki lyfja sem nefnast retínóíðar og verkar sértækt á þau ferli í húð sem valda

þrymlabólum.

Hitt virka innihaldsefnið, benzýlperoxíð, vinnur sem örverueyðandi lyf og við mýkingu og flögnun á

ytra lagi húðar.

2.

Áður en byrjað er að nota Epiduo

Ekki má nota Epiduo:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virku innihaldsefnunum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ekki á að nota Epiduo á svæði með skurðum, hrufli, sólbruna eða exemi.

Þess skal gætt að Epiduo berist ekki í augu, munn eða nasir og önnur mjög viðkvæm svæði á

líkamanum. Ef slíkt gerist á að skola þessi svæði strax með miklu af volgu vatni.

Forðast skal að vera mikið í sólarljósi og ljósabekkjum.

Forðast skal að Epiduo komist í hár eða litaða vefnaðarvöru þar sem það getur valdið bleikingu

og hendur á að þvo vandlega eftir að lyfið hefur verið notað.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Epiduo er notað.

Notkun annarra lyfja samhliða Epiduo

Notið ekki önnur bólulyf (með benzýlperoxíði og/eða retínóíðum) samhliða Epiduo.

Forðist að nota Epiduo samhliða snyrtivörum sem erta, þurrka eða valda flögnun húðar.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Epiduo á ekki að nota á meðgöngu.

Ef þú verður þunguð meðan á notkun Epiduo stendur verður að hætta meðferðinni og þú skalt láta

lækninn vita eins fljótt og hægt er vegna frekari eftirfylgni.

Epiduo má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Til að koma í veg fyrir að ungabarnið verði fyrir áhrifum

við snertingu á að forðast að bera Epiduo á brjóstkassann.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Á ekki við.

Epiduo inniheldur própýlen glýkól (E1520)

, innihaldsefni sem getur valdið ertingu í húð.

3.

Hvernig nota á Epiduo

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Epiduo er eingöngu ætlað til notkunar hjá fullorðnum, unglingum og börnum, 9 ára og eldri. Þetta lyf

er eingöngu til útvortis notkunar.

Berið þunnt lag af hlaupi jafnt yfir svæði með þrymlabólum einu sinni á dag fyrir svefn og sneiðið hjá

augum, vörum og nefholi. Húðin á að vera hrein og þurr áður en borið er á. Hendur á að þvo vandlega

eftir notkun Epiduo.

Læknirinn lætur vita hve lengi á að nota Epiduo.

Talaðu við lækninn eða lyfjafræðing ef þér finnast áhrifin af Epiduo vera of mikil eða of lítil.

Hafðu samband við lækninn ef þú finnur fyrir þrálátri ertingu við notkun Epiduo.

Verið getur að þér verði sagt að nota rakakrem, nota hlaupið sjaldnar eða stöðva notkun þess um skeið

eða hætta alfarið að nota hlaupið.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef notað er meira af Epiduo á húðina en mælt hefur verið fyrir um, hverfa bólurnar ekki fyrr, en erting

og roði á húð geta komið fram.

Hafa á samband við lækninn eða sjúkrahús:

Ef meira hefur verið notað af Epiduo en mælt er fyrir um.

Ef barn hefur óvart tekið lyfið.

Ef þú gleypir lyfið fyrir slysni.

Læknirinn gefur ráð um hvað gera skal.

Ef gleymist að nota Epiduo

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hættið notkun lyfsins og hafið tafarlaust samband við lækni ef fram kemur þrenging í hálsi eða þroti í

augum, andliti, vörum eða tungu, yfirliðstilfinning eða öndunarörðugleikar. Hættið notkun lyfsins ef

fram kemur ofsakláði eða kláði í andliti eða á líkama. Tíðni þessara aukaverkana er ekki þekkt.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

þurr húð

staðbundin útbrot á húð (snertihúðbólga með ertingu)

sviðatilfinning

húðerting

roði

flögnun

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

kláði í húð

sólbruni

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum): bólga í andliti, staðbundin

ofnæmisviðbrögð, bólga í augnlokum, þrengsli í hálsi, sviða og sársauka í húð (stingandi verk),

blöðrur, öndunarörðugleikar, mislitun húðar (breyting á lit húðar).

Ef húðerting kemur fram eftir að Epiduo hefur verið borið á, er hún yfirleitt væg eða miðlungi mikil

með staðbundnum teiknum svo sem roða, þurrki, flögnun, sviða og sársauka í húð (stingandi verk),

sem ná hámarki fyrstu vikuna og hjaðna án frekari meðferðar.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Epiduo

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Fargið túpunni eða fjölskammtaíláti með mælipumpu 6 mánuðum eftir að hún hefur verið opnuð í

fyrsta sinn.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Epiduo inniheldur

Virku innihaldsefnin eru: Adapalen og benzýlperoxíð. 1 g af hlaupi inniheldur 1 mg (0,1 %) af

adapaleni og 25 mg (2,5 %) af benzýlperoxíði.

Önnur innihaldsefni eru: Natríumdókúsat, tvínatríumedetat, glýseról, póloxamer,

própýlenglýkól (E1520), Simulgel 600 PHA (blandfjölliða akrýlamíðs og

natríumakrýlóýldímetýltárats, ísóhexadekans, pólýsorbats 80, sorbítanóleats) og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Epiduo og pakkningastærðir

Epiduo er hvítt eða mjög fölgult, ógegnsætt hlaup.

Epiduo er fáanlegt í:

Hvítum plasttúpum með skrúftappa sem innihalda 5 g, 15 g, 30 g, 45 g, 60 g eða 90 g (ekki er víst að

allar pakkningastærðir séu markaðssettar).

Hvítum fjölskammtaílátum með mælipumpu með smelluloki sem innihalda 15 g, 30 g, 45 g eða 60 g

(ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar).

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Galderma Nordic AB, Seminariegatan 21, 752 28 Uppsala, Svíþjóð

Framleiðandi

Laboratoires Galderma

ZI – Montdésir

74 540 Alby sur Chéran

Frakkland

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk: Epiduo

Króatía, Tékkland, Portúgal, Slóvakía, Spánn: Epiduo 1 mg/g + 25 mg/g gel

Ungverjaland, Holland: Effezel 1 mg/g + 25 mg/g gel

Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía: Epiduo 1 mg/25 mg/g gel

Slóvenía: Epiduo 1 mg/25 mg v 1 g gel

Önnur lönd: Epiduo 0,1% / 2,5% gel

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2018.