Emadine

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Emadine
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Emadine
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Ophthalmologicals,
 • Lækningarsvæði:
 • Konjunktarbólga, ofnæmi
 • Ábendingar:
 • Einkennameðferð við árstíðabundinni ofnæmishálsbólgu.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 23

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000223
 • Leyfisdagur:
 • 26-01-1999
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000223
 • Síðasta uppfærsla:
 • 19-12-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

EMADINE 0,5 mg/ml augndropar, lausn

emedastín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn

.

Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um EMADINE og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota EMADINE

Hvernig nota á EMADINE

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á EMADINE

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um EMADINE og við hverju það er notað

EMADINE er lyf

til meðferðar á árstíðabundnu augnangri í auganu (ofnæmissjúkdómum í auganu).

Það verkar með því að draga úr óþægindum vegna ofnæmisins.

Augnangur af völdum ofnæmis.

Sum efni (ofnæmisvakar) svo sem frjóduft, heimilisryk eða

dýrafeldir geta valdið ofnæmi sem leiðir til kláða, roða og bólgu í yfirborði augans.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

2.

Áður en byrjað er að nota EMADINE

Ekki má nota EMADINE

ef um er að ræða ofnæmi

fyrir emedastíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Leitið ráða hjá lækninum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

EMADINE á ekki að nota handa börnum yngri en 3 ára.

Ef þú notar augnlinsur

lesið vinsamlegast „EMADINE inniheldur benzalkónklóríð“ hér fyrir

neðan.

Ekki er mælt með notkun EMADINE

handa sjúklingum eldri en 65 ára, þar sem notkun hjá

þessum aldurshópi hefur ekki verið könnuð í klínískum rannsóknum.

Ekki er mælt með notkun EMADINE

hjá sjúklingum með nýrna- eða lifrarsjúkdóma.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en EMADINE er notað.

Notkun annarra lyfja samhliða EMADINE

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Ef þú notar aðra augndropa samtímis EMADINE skaltu fylgja ráðleggingunum í lok 3. kafla „Hvernig

nota á EMADINE“.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Þér getur fundist sjónin verða þokukennd um tíma rétt eftir að þú hefur notað EMADINE. Þú skalt

hvorki aka né nota vélar fyrr en sjónin er aftur orðin skýr.

EMADINE inniheldur benzalkónklóríð

Lyfið inniheldur 0,5 mg eða 1 mg af bensalkónklóríði í hverjum 5 eða 10 ml sem jafngildir 0,1 mg/ml.

Rotvarnarefnið í EMADINE, benzalkónklóríð, getur sogast inn í mjúkar augnlinsur og breytt lit þeirra.

Fjarlægja skal augnlinsurnar fyrir notkun lyfsins og setja þær aftur í 15 mínútum eftir lyfjagjöf.

Bensalkónklóríð getur einnig valdið ertingu í auga, sérstaklega hjá þeim sem eru með augnþurrk eða

sjúkdóm í hornhimnunni (í glæra laginu yst á auganu). Þeir sem finna fyrir óeðlilegri tilfinningu í

auga, stingjum eða verk í auga eftir notkun lyfsins skulu ræða við lækninn.

3.

Hvernig nota á EMADINE

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur hjá fullorðnum og börnum eldri en 3 ára:

Einn dropi í augað tvisvar sinnum á

dag

Notið lyfið alltaf eins og lýst er í fylgiseðlinum eða samkvæmt fyrirmælum læknisins. Ef ekki er ljóst

hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi

Aðeins

má nota dropana

til að dreypa í augu.

Sjá frekari notkunarleiðbeiningar á bakhlið

Snúið við>

3.

Hvernig nota á EMADINE (framhald)

Ráðlagður skammtur

< sjá bls. 1

Taktu til EMADINE glasið og spegil.

Þvoðu þér um hendurnar.

Taktu glasið og skrúfaðu tappann af.

Fjarlægðu kragann fyrir notkun ef hann er laus eftir að lokið hefur verið fjarlægt.

Hvolfdu glasinu og haltu því á milli þumalfingurs og löngutangar.

Hallaðu höfðinu aftur. Dragðu augnlokið niður með hreinum fingri þar til „vasi” myndast milli

augnloksins og augans. Dropanum á að dreypa í „vasann” (mynd 1).

Færðu dropasprotann á glasinu að auganu. Notaðu spegil ef þér finnst það betra.

Snertu hvorki augað, augnlokið, svæðið í kring né annað yfirborð með dropasprotanum.

Það gæti mengað dropana sem eftir eru í glasinu.

Þrýstu varlega á botninn

á glasinu til að einn dropi af EMADINE komi úr því í hvert skipti.

Ekki á að kreista glasið,

það er útbúið þannig að það eina sem þarf að gera er að þrýsta varlega

á botn þess (mynd 2).

Ef þú átt að nota dropana í bæði augun á að endurtaka þetta við hitt augað.

Skrúfaðu lokið síðan þétt aftur á glasið strax eftir notkun.

Ef þú tekur EMADINE inn fyrir slysni eða gefur það með inndælingu áttu samstundis að hafa

samband við lækni.

Það gæti haft áhrif á hjartslátt.

Ef dropinn lendir ekki í auganu,

skaltu reyna aftur.

Ef of mikið af dropunum er sett í augun

skal skola þá úr helst með sæfðu saltvatni eða, ef það er

ekki tiltækt, með volgu vatni. Ekki skal setja meira af dropunum í augun fyrr en nota á þá næst.

Ef gleymist að nota EMADINE,

skal nota einn dropa eins fljótt og er munað eftir því og halda síðan

notkuninni áfram eins og venjulega.

Ekki á að tvöfalda skammt

til að bæta upp skammt sem gleymst

hefur að nota.

Ef þú notar einnig aðra augndropa

skaltu láta líða að minnsta kosti 10 mínútur á milli þess sem þú

notar EMADINE og hina augndropana. Augnsmyrsl á að nota síðast.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þú getur haldið áfram að nota dropana, nema aukaverkanirnar séu alvarlegar. Ef þú hefur áhyggjur

skaltu tala við lækni eða lyfjafræðing.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Augu: Augnverkur, kláði í auga, roði í auga.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Augu: Hornhimnukvilli, óeðlileg tilfinning í auga, aukin táramyndun, augnþreyta, augnerting,

þokusýn, litabreyting á hornhimnu, augnþurrkur.

Almennar aukaverkanir: Höfuðverkur, svefnerfiðleikar, skútahöfuðverkur, vont bragð, útbrot.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Almennar aukaverkanir: Hraður hjartsláttur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á EMADINE

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á glasinu og öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Fleygja á glasinu fjórum vikum eftir að það er fyrst opnað

til að koma í veg fyrir sýkingar. Skrifa á

dagsetninguna þegar glasið er fyrst opnað á auða svæðið hér fyrir neðan og á auða svæðið á

merkimiðanum á glasinu og öskjunni.

Opnað:

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

EMADINE inniheldur

Virka innihaldsefnið er emedastín 0,5 mg/ml sem tvífúmarat.

Önnur innihaldsefni eru benzalkónklóríð, trómetamól, natríumklóríð, hýprómellósi, hreinsað

vatn. Örlitlu magni af saltsýru eða natríumhýdroxíði er stundum bætt við til að halda sýrustigi

(pH gildi) réttu.

Lýsing á útliti EMADINE og pakkningastærðir

EMADINE er vökvi (lausn) sem fæst í 5 ml eða 10 ml plastglösum (DROP-TAINER) með skrúfloki.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Novartis Europharm Limited

Vista Building

Elm Park, Merrion Road

Dublin 4

Írland

Framleiðandi

S.A. Alcon-Couvreur N.V.,

Rijksweg 14,

B-2870 Puurs,

Belgía

Framleiðandi

Alcon Cusí, S.A.,

Camil Fabra 58,

08320 El Masnou,

Spánn

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Novartis Pharma N.V.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Lietuva

SIA „Novartis Baltics“ Lietuvos filialas

Tel: +370 5 269 16 50

България

Novartis Bulgaria EOOD

Тел.: +359 2 489 98 28

Luxembourg/Luxemburg

Novartis Pharma N.V.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Česká republika

Novartis s.r.o.

Tel: +420 225 775 111

Magyarország

Novartis Hungária Kft.

Tel.: +36 1 457 65 00

Danmark

Novartis Healthcare A/S

Tlf: +45 39 16 84 00

Malta

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +356 2122 2872

Deutschland

Novartis Pharma GmbH

Tel: +49 911 273 0

Nederland

Novartis Pharma B.V.

Tel: +31 26 37 82 111

Eesti

SIA Novartis Baltics Eesti filiaal

Tel: +372 66 30 810

Norge

Novartis Norge AS

Tlf: +47 23 05 20 00

Ελλάδα

Novartis (Hellas) A.E.B.E.

Τηλ: +30 210 281 17 12

Österreich

Novartis Pharma GmbH

Tel: +43 1 86 6570

España

Novartis Farmacéutica, S.A.

Tel: +34 93 306 42 00

Polska

Novartis Poland Sp. z o.o.

Tel.: +48 22 375 4888

France

Novartis Pharma S.A.S.

Tél: +33 1 55 47 66 00

Portugal

Novartis Farma - Produtos Farmacêuticos,

S.A.

Tel: +351 21 000 8600

Hrvatska

Novartis Hrvatska d.o.o.

Tel. +385 1 6274 220

România

Novartis Pharma Services Romania SRL

Tel: +40 21 31299 01

Ireland

Novartis Ireland Limited

Tel: +353 1 260 12 55

Slovenija

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +386 1 300 75 50

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Novartis Slovakia s.r.o.

Tel: + 421 2 5542 5439

Italia

Novartis Farma S.p.A.

Tel: +39 02 96 54 1

Suomi/Finland

Novartis Finland Oy

Puh/Tel: +358 (0)10 6133 200

Κύπρος

Novartis Pharma Services Inc.

Τηλ: +357 22 690 690

Sverige

Novartis Sverige AB

Tel: +46 8 732 32 00

Latvija

SIA “Novartis Baltics”

Tel: +371 67 887 070

United Kingdom

Novartis Pharmaceuticals UK Ltd.

Tel: +44 1276 698370

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

EMADINE 0,5 mg/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti

emedastín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

-

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um EMADINE og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota EMADINE

Hvernig nota á EMADINE

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á EMADINE

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um EMADINE og við hverju það er notað

EMADINE er lyf

til meðferðar á árstíðabundnu augnangri í auganu (ofnæmissjúkdómum í auganu).

Það verkar með því að draga úr óþægindum vegna ofnæmisins.

Augnangur af völdum ofnæmis.

Sum efni (ofnæmisvakar) svo sem frjóduft, heimilisryk eða

dýrafeldir geta valdið ofnæmi sem leiðir til kláða, roða og bólgu í yfirborði augans. Leitið til læknis ef

sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

2.

Áður en byrjað er að nota EMADINE

Ekki má nota EMADINE

ef um er að ræða ofnæmi

fyrir emedastíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Leitaðu ráða hjá lækninum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

EMADINE á ekki að nota handa börnum yngri en 3 ára.

Ekki er mælt með notkun EMADINE

handa sjúklingum eldri en 65 ára, þar sem notkun hjá

þessum aldurshópi hefur ekki verið könnuð í klínískum rannsóknum.

Ekki er mælt með notkun EMADINE

hjá sjúklingum með nýrna- eða lifrarsjúkdóma.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en EMADINE er notað.

Notkun annarra lyfja samhliða EMADINE

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Ef þú ert að nota aðra augndropa samtímis EMADINE skaltu fylgja ráðleggingunum í lok 3. kafla

„Hvernig nota á EMADINE“.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Þér getur fundist sjónin verða þokukennd um tíma rétt eftir að þú hefur notað EMADINE. Þú skalt

hvorki aka né nota vélar fyrr en sjónin er aftur orðin skýr.

3.

Hvernig nota á EMADINE

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur hjá fullorðnum og börnum eldri en 3 ára:

Einn dropi í augað tvisvar sinnum á

dag.

Notið lyfið alltaf eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er

ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi

Aðeins má nota dropana

til að dreypa í augu.

Sjá frekari notkunarleiðbeiningar á bakhlið

Snúið við>

3.

Hvernig nota á EMADINE (framhald)

1

2

3

Ráðlagður skammtur

<sjá bls. 1

Notaðu ekki ílát sem þú varst áður búin/búinn að opna. Notaðu ekkert innsiglað ílát úr álpoka,

sem var opnaður fyrir meira en einni viku.

Rífðu álpokann upp og taktu ræmuna með 5 ílátum úr honum.

Notaðu lausnina ekki ef hún er skýjuð eða ef agnir eru í henni.

Haltu ræmunni þannig að langi og flati endinn snúi upp og losaðu eitt ílát frá með því að toga

það að þér, en haltu þétt um hin á meðan. Þú þarft að slíta það frá þar sem það er fast við hin

(mynd 1).

Taktu eitt ílátið til hliðar. Settu hin aftur í álpokann.

Hafðu spegil við hendina og þvoðu þér um hendurnar.

Haltu langa og flata endanum á ílátinu milli þumalfingurs og vísifingurs og opnaðu það með því

að snúa hinn endann af (mynd 2).

Hallaðu höfðinu aftur. Dragðu augnlokið niður með hreinum fingri þar til „vasi“ myndast á milli

augnloksins og augans. Dropanum á að dreypa í vasann.

Haltu á ílátinu milli þumalfingurs og hinna fingranna og láttu opna endann snúa niður.

Færðu oddinn á ílátinu að auganu. Notaðu spegilinn ef þér finnst það betra.

Snertu hvorki augað, augnlokið, svæðið í kring né annað yfirborð með oddinum á ílátinu.

Það gæti mengað dropana.

Þrýstu varlega á ílátið til að einn dropi komi úr því í vasann á milli augnloksins og augans

(mynd 3).

Ef læknirinn hefur sagt þér að nota dropana í bæði augu á að endurtaka þetta við hitt

augað - notaðu úr sama ílátinu.

Fleygðu ílátinu og því sem eftir er af lausninni strax.

Fleygðu öllum ónotuðum ílátum einni viku eftir að álpokinn hefur verið opnaður - jafnvel

þótt ílátin séu enn innsigluð.

Ef þú tekur EMADINE inn fyrir slysni eða gefur það með inndælingu, áttu samstundis að hafa

samband við lækni.

Það gæti haft áhrif á hjartslátt.

Ef dropinn lendir ekki í auganu,

skaltu reyna aftur.

Ef of mikið af dropunum er sett í augun

skal skola þá úr helst með sæfðu saltvatni eða, ef það er

ekki tiltækt, með volgu vatni. Ekki skal setja meira af dropunum í augun fyrr en nota á þá næst.

Ef gleymist að nota EMADINE,

skal nota einn dropa eins fljótt og er munað eftir því og halda síðan

notkuninni áfram eins og venjulega.

Ekki á að tvöfalda skammt

til að bæta upp skammt sem gleymst

hefur að nota.

Ef notaðir eru aðrir augndropar

skal láta að minnsta kosti 10 mínútur líða milli þess sem

EMADINE og hinir augndroparnir eru notaðir. Augnsmyrsl á að nota síðast.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf

valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þú getur haldið áfram að nota dropana, nema aukaverkanirnar séu alvarlegar. Ef þú hefur áhyggjur

skaltu tala við lækni eða lyfjafræðing.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Augu: Augnverkur, kláði í auga, roði í auga.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Augu: Hornhimnukvilli, óeðlileg tilfinning í auga, aukin táramyndun, augnþreyta, augnerting,

þokusýn, litabreyting á hornhimnu, augnþurrkur.

Almennar aukaverkanir: Höfuðverkur, svefnerfiðleikar, skútahöfuðverkur, vont bragð, útbrot.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Almennar aukaverkanir: Hraður hjartsláttur.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á EMADINE

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni, pokanum og ílátinu á eftir

„EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Fleygðu ílátinu strax eftir notkun.

Eftir að álpokinn hefur verið opnaður verður að fleygja öllum

ónotuðum ílátum einni viku eftir að hann er fyrst opnaður.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

EMADINE inniheldur

Virka innihaldsefnið er emedastín 0,5 mg/ml sem tvífúmarat.

Önnur innihaldsefni eru trómetamól, natríumklóríð, hýprómellósi, hreinsað vatn. Örlitlu magni

af saltsýru eða natríumhýdroxíði er stundum bætt við til að halda sýrustigi (pH gildi) réttu.

Lýsing á útliti EMADINE og pakkningastærðir

EMADINE

er vökvi (lausn) sem fæst í stakskammta plastílátum sem innihalda 0,35 ml.

Fimm stakskammtaílátum er pakkað saman í poka. EMADINE er fáanlegt í pakkningum, sem

innihalda 30 eða 60 einingar. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Novartis Europharm Limited

Vista Building

Elm Park, Merrion Road

Dublin 4

Írland

Framleiðandi

S.A. Alcon-Couvreur N.V.,

Rijksweg 14,

B-2870 Puurs,

Belgía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Novartis Pharma N.V.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Lietuva

SIA „Novartis Baltics“ Lietuvos filialas

Tel: +370 5 269 16 50

България

Novartis Bulgaria EOOD

Тел.: +359 2 489 98 28

Luxembourg/Luxemburg

Novartis Pharma N.V.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Česká republika

Novartis s.r.o.

Tel: +420 225 775 111

Magyarország

Novartis Hungária Kft.

Tel.: +36 1 457 65 00

Danmark

Novartis Healthcare A/S

Tlf: +45 39 16 84 00

Malta

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +356 2122 2872

Deutschland

Novartis Pharma GmbH

Tel: +49 911 273 0

Nederland

Novartis Pharma B.V.

Tel: +31 26 37 82 111

Eesti

SIA Novartis Baltics Eesti filiaal

Tel: +372 66 30 810

Norge

Novartis Norge AS

Tlf: +47 23 05 20 00

Ελλάδα

Novartis (Hellas) A.E.B.E.

Τηλ: +30 210 281 17 12

Österreich

Novartis Pharma GmbH

Tel: +43 1 86 6570

España

Novartis Farmacéutica, S.A.

Tel: +34 93 306 42 00

Polska

Novartis Poland Sp. z o.o.

Tel.: +48 22 375 4888

France

Novartis Pharma S.A.S.

Tél: +33 1 55 47 66 00

Portugal

Novartis Farma - Produtos Farmacêuticos,

S.A.

Tel: +351 21 000 8600

Hrvatska

Novartis Hrvatska d.o.o.

Tel. +385 1 6274 220

România

Novartis Pharma Services Romania SRL

Tel: +40 21 31299 01

Ireland

Novartis Ireland Limited

Tel: +353 1 260 12 55

Slovenija

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +386 1 300 75 50

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Slovenská republika

Novartis Slovakia s.r.o.

Tel: + 421 2 5542 5439

Italia

Novartis Farma S.p.A.

Tel: +39 02 96 54 1

Suomi/Finland

Novartis Finland Oy

Puh/Tel: +358 (0)10 6133 200

Κύπρος

Novartis Pharma Services Inc.

Τηλ: +357 22 690 690

Sverige

Novartis Sverige AB

Tel: +46 8 732 32 00

Latvija

SIA “Novartis Baltics”

Tel: +371 67 887 070

United Kingdom

Novartis Pharmaceuticals UK Ltd.

Tel: +44 1276 698370

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu