Eligard

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Eligard Stungulyfsstofn og leysir, lausn 22, 5 mg
 • Skammtar:
 • 22, 5 mg
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfsstofn og leysir, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Eligard Stungulyfsstofn og leysir, lausn 22,5 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • b0132244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

ELIGARD 22,5 mg

stungulyfsstofn og leysir, lausn

Leuprorelinasetat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um ELIGARD og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota ELIGARD

Hvernig nota á ELIGARD

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á ELIGARD

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk

1.

UPPLÝSINGAR UM ELIGARD OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Virka efnið í ELIGARD tilheyrir flokki sem kallaður er gónadótrópín losunar hormón (RH-lík efni).

Þessi lyf eru notuð til að draga úr framleiðslu ákveðinna kynhormóna (testósteróns).

ELIGARD er notað til meðferðar á hormónaháðu

krabbameini í blöðruhálskirtli með meinvörpum

hjá fullorðnum körlum og til meðferðar á hááhættu, hormónaháðu krabbameini í blöðruhálskirtli, sem

er ekki með meinvörpum, í samsetningu með geislameðferð.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ELIGARD

Ekki má nota ELIGARD:

ef þú ert

kona eða barn

ef þú ert með

ofnæmi

fyrir virka efninu leuprorelinasetati, lyfjum sem hafa sambærilega

verkun og náttúrulega gónadótrópínhormónið, eða einhverju öðru innihaldsefni ELIGARD

(talin upp í kafla 6).

eistun hafa verið fjarlægð með skurðaðgerð

, en eftir það lækkar ELIGARD ekki frekar

testósterón í sermi

sem einu meðferðina ef þú þjáist af einkennum eins og mænuaðþrengingu eða æxli í

hryggsúlu. Ef svo er má einungis nota ELIGARD samhliða öðrum lyfjum gegn krabbameini í

blöðruhálskirtli

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en ELIGARD er notað

Ef eitthvað af eftirfarandi á við þig: Einhver vandamál tengd hjarta- og æðakerfi, þar með taldar

hjartsláttartruflanir, eða ert á meðferð með lyfjum við þessum kvillum. Hættan á

hjartsláttarvandamálum getur aukist þegar ELIGARD er notað.

Ef þú átt í

erfiðleikum með þvaglát.

Þú þarft að vera undir nánu eftirliti á fyrstu vikum

meðferðar

þrýstingur verður á mænu eða erfiðleikar við þvaglát koma fram

. Við notkun annarra

lyfja sem hafa svipaðan verkunarhátt og ELIGARD hafa verið skráð alvarleg tilvik þrýstings á

mænu frá nýrum til þvagblöðru sem getur stuðlað að einkennum sem líkjast lömun. Ef þessi

einkenni koma fram skal hefja hefðbundna meðferð.

Ef þú færð skyndilegan höfuðverk, uppköst, breytta andlega líðan og í sumum tilvikum

hjartaáfall, innan tveggja vikna frá því að meðferð með ELIGARD hófst, skaltu hafa samband

við lækninn eða heilbrigðisstarfsfólk.

Þetta eru mjög sjaldgæf tilfelli flokkuð sem blæðing í heiladingli, sem greint hefur verið frá HJÁ

ÖÐRUM LYFJUM með svipaða verkun og ELIGARD.

Ef þú ert með

sykursýki

(hækkaður blóðsykur). Fylgjast skal reglulega með þér meðan á

meðferð stendur

Meðferð með ELIGARD getur aukið hættu á beinbrotum vegna beinþynningar (minnkaðrar

beinþéttni)

Greint hefur verið frá þunglyndi hjá sjúklingum sem taka ELIGARD. Upplýsið lækninn ef þú

tekur ELIGARD og þyngist í skapi.

Greint hefur verið frá vandamálum tengdum hjarta- og æðakerfi hjá sjúklingum sem nota lyf

sem svipar til ELIGARD en óvíst er hvort það tengist töku lyfjanna. Upplýsið lækninn ef

ELIGARD er notað og fram koma einkenni frá hjarta- og æðakerfi.

Greint hefur verið frá flogum hjá sjúklingum eftir gjöf ELIGARD. Upplýsið lækninn ef

ELIGARD er notað og þú færð flog.

Fylgikvillar við upphaf meðferðar

Á fyrstu viku meðferðar verður yfirleitt lítils háttar aukning á karlhormóninu testósteróni í blóði.

Þetta getur valdið

tímabundinni versnun einkenna

sem tengjast sjúkdómnum og einnig valdið nýjum

áður óþekktum einkennum. Þetta á sérstaklega við um beinverki, teppu í þvagrás, þrýsting á mænu eða

blóð í þvagi. Þessi einkenni lagast yfirleitt við áframhaldandi meðferð. Ef einkennin lagast ekki skaltu

hafa samband við lækninn.

Ef ELIGARD virkar ekki

Hluti sjúklinga mun hafa æxli sem ekki eru næm fyrir minnkuðu testósterónmagni í sermi.

Talaðu við lækninn ef þér finnst áhrif ELIGARD ekki nógu mikil.

Notkun annarra lyfja samhliða ELIGARD

ELIGARD getur haft áhrif á sum lyf sem notuð eru við meðhöndlun hjartsláttartruflana (t.d. kínidín,

procainamid, amiodaron og sotalol) eða getur aukið líkur á hjartsláttartruflunum þegar það er notað

með sumum öðrum lyfjum (t.d. metadoni (notað til verkjastillingar og sem hluti af afeitrun

lyfjafíknar), moxifloxacini (sýklalyf), geðrofslyfjum notuð við alvarlegum geðsjúkdómum).

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils.

Meðganga og brjóstagjöf

ELIGARD er ekki ætlað konum.

Akstur og notkun véla

Þreyta, sundl og sjóntruflanir eru hugsanlegar aukaverkanir meðferðar með ELIGARD eða geta komið

vegna undirliggjandi sjúkdómsins. Ef þú þjáist af þessum aukaverkunum skaltu fara varlega við akstur

og notkun véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun

og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

HVERNIG NOTA Á ELIGARD

Skammtur

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ef læknirinn hefur ekki ávísað lyfinu í öðrum skömmtum, er ELIGARD 22,5 mg gefið

einu sinni á

þriggja mánaða fresti.

Lausnin, sem dælt er inn, myndar virka forðadreifieiningu af lyfinu á föstu formi sem sér fyrir

samfelldri losun virka efnisins leuprorelinasetats í 3 mánuði.

Viðbótarrannsóknir

Læknirinn á að fylgjast með svörun ELIGARD með því að meta ákveðin klínísk gildi og mæla gildi

sértæks mótefnisvaka blöðruhálskirtils (PSA) í sermi.

Lyfjagjöf

Eingöngu læknirinn

eða

hjúkrunarfræðingur

skulu sjá um að gefa ELIGARD. Þeir munu einnig sjá

um að blanda lausnina sem er tilbúin til notkunar (samkvæmt leiðbeiningum í

kafla 7 Upplýsingar

fyrir heilbrigðisstarfsfólk

sem eru aftast í fylgiseðlinum).

Eftir blöndun er ELIGARD gefið með inndælingu undir húð (sprautað er í vef undir húðinni).

Mikilvægt er að varast að gefa í slagæð eða í bláæð. Skipta skal reglulega um stungustað eins

og gildir fyrir önnur lyf sem gefin eru með inndælingu undir húð.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Þar sem læknirinn eða heilbrigðisstarfsfólk með viðeigandi þjálfun sér almennt um inndælingu er ekki

gert ráð fyrir ofskömmtun.

Ef hins vegar er gefið meira magn en áætlað var mun læknirinn fylgjast sérstaklega vel með þér og

veita viðeigandi stuðningsmeðferð, ef þess er talin þörf.

Ef gleymist að nota ELIGARD

Vinsamlega ræddu við lækninn ef þú telur að gjöf ELIGARD hafi gleymst.

Ef hætt er að nota ELIGARD

Yfirleitt er meðferð með ELIGARD á krabbameini í blöðruhálskirtli langtímameðferð.

Því skal ekki hætta meðferð, jafnvel þó einkenni lagist eða hverfi alveg.

Ef meðferð með ELIGARD er hætt of snemma geta einkenni tengd sjúkdómnum versnað.

Þú skalt ekki hætta meðferð of snemma án samráðs við lækninn.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur ELIGARD valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir sem komið hafa fram við notkun ELIGARD eru einkum vegna sérhæfðra lyfhrifa virka

efnisins leuprorelinasetats, þ.e. hækkaðra eða lækkaðra gilda ákveðinna hormóna. Algengustu

aukaverkanirnar eru hitakóf (58% sjúklinga), ógleði, lasleiki og þreyta, sem og staðbundin erting á

stungustað.

Aukaverkanir í upphafi meðferðar

Á fyrstu vikum meðferðar með ELIGARD geta sjúkdómssértæk einkenni versnað vegna þess að

yfirleitt verður skammvinn aukning á karlkynshormóninu testósteróni í blóðinu í upphafi meðferðar.

Þess vegna getur verið að læknirinn ávísi þér viðeigandi and-andrógeni (efni sem hindrar áhrif

testósteróns) í upphafi meðferðar til að minnka mögulegar aukaverkanir. (

Sjá einnig kafla 2 Áður en

byrjað er að nota ELIGARD, Fylgikvillar við upphaf meðferðar).

Staðbundnar aukaverkanir

Staðbundnar aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir inndælingu með ELIGARD eru yfirleitt þær

sömu og koma fram við notkun sambærilegra lyfja til inndælingar undir húð (lyf sem dælt er inn í vef

undir húðinni). Vægur sviði strax eftir inndælingu er mjög algengur. Stingir eða verkir eftir

inndælingu eru algengir og einnig marblettur á stungustað. Roði í húð á stungustað er algeng

aukaverkun. Vefjahörðnun og sáramyndun eru sjaldgæfar aukaverkanir.

Þessar staðbundnu aukaverkanir eftir inndælingu undir húð eru vægar og standa stutt yfir.

Þær koma ekki aftur fram á milli einstakra inndælinga.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Hitakóf

Sjálfsprottin blæðing í húð eða slímhúð, roði á húð

Þreyta, aukaverkanir á stungustað (sjá einnig

staðbundnar aukaverkanir

hér fyrir ofan)

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Nefkoksbólga (einkenni kvefs)

Ógleði, lasleiki, niðurgangur, maga- og garnabólga/ristilbólga

Kláði, nætursviti

Liðverkir, vöðvakrampar

Óregluleg þvaglát (einnig á nóttunni), erfiðleikar við þvaglát, verkir við þvaglát,

minnkað þvagmagn

Eymsli í brjóstum, þroti í brjóstum, rýrnun eistna, verkur í eistum, ófrjósemi, ristruflanir,

minnkaður getnaðarlimur

Kuldahrollur (mikil skjálftaköst með háum hita), slappleiki

Lengdur blæðingatími, breyting á blóðgildum, fækkun/lágt gildi rauðra blóðkorna

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Þvagfærasýkingar, staðbundin húðsýking

Versnun á sykursýki

Óeðlilegar draumfarir, þunglyndi, minnkuð kynhvöt

Sundl, höfuðverkur, minnkað snertiskyn, svefnleysi, truflun á bragðskyni, breyting á

lyktarskyni

Háþrýstingur (hækkaður blóðþrýstingur), lágþrýstingur (lækkaður blóðþrýstingur)

Mæði

Hægðatregða, munnþurrkur, meltingartruflun (meltingartruflanir með eftirfarandi einkennum:

fullur magi, kviðverkir, ropi, ógleði, uppköst, sviðatilfinning í maga), uppköst

Þvöl húð, aukin svitamyndun

Bakverkir, vöðvakrampar

Blóð í þvagi

Krampi í þvagblöðru, tíðari þvaglát, erfiðleikar við þvaglát

Stækkun á brjóstavef karla, getuleysi

Svefnhöfgi, verkir, hiti

Þyngdaraukning

Minnkað jafnvægisskyn, svimi

Rýrnun vöðva/tap á vöðvavef eftir langa notkun

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Óeðlilegar, ósjálfráðar hreyfingar

Skyndilegt meðvitundarleysi, yfirlið

Vindgangur, ropi

Hárlos, húðútbrot (bólur á húð)

Verkir í brjóstum

Sár á stungustað

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000

einstaklingum)

Drep á stungustað

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

breytingar á hjartalínuriti (QT-lenging)

Aðrar aukaverkanir

Aðrar aukaverkanir, sem greint hefur verið frá í ritum í tengslum við meðferð með leuprorelini, virka

efni ELIGARD, eru bjúgur (uppsöfnun vökva í vef, sem kemur fram sem þroti á höndum og fótum),

lungnablóðrek (sem veldur einkennum svo sem mæði, öndunarörðugleikum og brjóstverkjum),

hjartsláttarónot (þú finnur fyrir hjartslættinum), vöðvamáttleysi, kuldahrollur, útbrot, skert minni og

skert sjón. Búast má við auknum einkennum um minnkun á beinvef (beinþynning) eftir

langtímanotkun með ELIGARD. Hætta á beinbrotum eykst vegna beinþynningar.

Mjög sjaldan hefur verið greint frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum, sem valda erfiðleikum við öndun

eða sundli, eftir gjöf lyfja af sama flokki og ELIGARD.

Greint hefur verið frá flogum eftir gjöf lyfja af sama flokki og ELIGARD.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna

aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir

er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

HVERNIG GEYMA Á ELIGARD

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota ELIGARD eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri umbúðum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymsluleiðbeiningar

Geymið í kæli (2°C-8°C).

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Lyfið á að vera við stofuhita fyrir inndælingu. Takið úr kæli um það bil 30 mínútum fyrir notkun. Eftir

að lyfið hefur verið tekið úr kæli má geyma það í upprunalegum umbúðum við stofuhita (við lægri hita

en 25°C) í allt að fjórar vikur.

Blanda skal lyfið um leið og bakkinn hefur verið opnaður og lyfið skal nota strax. Eingöngu til

notkunar einu sinni.

Leiðbeiningar um förgun lyfjaleifa

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

PAKKNINGAR OG AÐRAR UPPLÝSINGAR

ELIGARD inniheldur

Virka innihaldsefnið er leuprorelinasetat.

Ein áfyllt sprauta (sprauta B) inniheldur 22,5 mg leuprorelinasetat.

Önnur innihaldsefni eru Pólý (DL-lactic-co-glýkólsýra) (75:25) og N-metýl-2-pýrrólídón í áfylltu

sprautunni með leysinum, lausn (Sprauta A).

Lýsing á útliti ELIGARD og pakkningastærðir

ELIGARD er stungulyfsstofn og leysir, lausn.

ELIGARD 22,5 mg er til í eftirfarandi pakkningastærðum:

Bakkapakkning sem samanstendur af tveim hitamótuðum bökkum í pappaöskju. Annar bakkinn

inniheldur áfyllta sprautu A, langan stimpil og þurrkpoka. Hinn bakkinn inniheldur áfyllta

sprautu B og silicon þurrkpoka og sæfða 20 gauge nál.

ELIGARD 22,5 mg fjölpakkning sem inniheldur sett með 2 x 2 áfylltar sprautur (1 x sprauta A;

1 x sprauta B).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Astellas Pharma a/s

Kajakvej 2

2770 Kastrup

Danmörk

Framleiðandi

Astellas Pharma Europe BV

Sylviusweg 62

2333 BE Leiden

Holland

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki:

Eligard Depot 22,5 mg

Belgía:

Depo-Eligard 22,5 mg

Búlgaría:

Eligard 22,5 mg

Kýpur:

Eligard

Tékkland:

Eligard 22,5 mg

Danmörk:

Eligard

Eistland:

Eligard

Finnland:

Eligard

Frakkland:

Eligard 22,5 mg

Þýskaland:

Eligard 22,5 mg

Ungverjaland:

Eligard 22,5 mg

Ísland:

Eligard

Írland:

Eligard 22,5 mg

Ítalía:

Eligard

Lettland:

Eligard 22,5 mg

Litháen:

Eligard, 22,5 mg

Lúxemborg:

Depo-Eligard, 22,5 mg

Holland:

Eligard, 22,5 mg

Noregur:

Eligard

Pólland:

Eligard 22,5 mg

Portúgal:

Eligard 22,5 mg

Rúmenía:

Eligard 22,5 mg

Slóvakía:

Eligard 22,5 mg

Slóvenía:

Eligard 22,5 mg

Spánn:

Eligard Trimestral 22,5 mg

Svíþjóð:

Eligard

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2017.

7.

UPPLÝSINGAR FYRIR HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK

Látið lyfið ná stofuhita með því að taka það úr kæli um það bil 30 mínútum fyrir notkun.

Vinsamlega undirbúið sjúklinginn fyrst fyrir inndælingu og þar á eftir fyrir blöndun lyfsins,

með leiðbeiningunum hér fyrir neðan. Ef lyfið er ekki undirbúið á réttan hátt skal ekki gefa það,

þar sem klínískt verkunarleysi getur orðið vegna rangrar blöndunar lyfsins.

Skref 1:

Opnið báða bakkana (rífið þynnuna frá ytra horni sem merkt er með lítilli loftbólu) og tæmið

innihaldið á hreinan flöt (tveir bakkar sem innihalda sprautu A (Mynd 1.1) og sprautu B (Mynd 1.2)).

Fargið þurrkpokunum.

Skref 2: Dragið út

stutta stimpilinn sem er blár á litinn en

ekki skrúfa hann af,

ásamt gráa tappanum

á sprautu B og fargið (Mynd 2).

Reynið ekki að blanda lyfinu á meðan báðir tapparnir eru til

staðar.

Skref 3:

Skrúfið hvíta stimpilinn á sprautu B varlega í gráa tappann sem enn er í sprautu B (Mynd 3).

Skref 4:

Fjarlægið gráu gúmmíhettuna af sprautu B og leggið sprautuna til hliðar (Mynd 4).

Skref 5:

Haldið sprautu A í lóðréttri stöðu til að tryggja að enginn vökvi renni út og skrúfið glæru

hettuna af sprautu A (Mynd 5).

Skref 6:

Tengið sprauturnar tvær saman með því að þrýsta og snúa sprautu B ofan á sprautu A þar til

þær eru fastar saman (Mynd 6a og 6b).

Herðið ekki of mikið.

Skref 7:

Snúið sprautukerfinu við og haldið sprautunum áfram lóðréttum með sprautu B undir á

meðan vökvanum úr sprautu A er sprautað niður í sprautu B, sem inniheldur stungulyfsstofninn

(leuprorelinasetat) (Mynd 7).

Skref 8:

Blandið lyfinu vel saman með því að þrýsta varlega innihaldi beggja sprauta fram og tilbaka

milli þeirra (um 60 sinnum alls, sem tekur u.þ.b. 60 sekúndur) í láréttri stöðu til að fá jafndreifða lausn

(Mynd 8). Ekki beygja sprautukerfið (vinsamlegast athugið að það gæti valdið leka þar sem

sprauturnar gætu skrúfast að nokkru leyti í sundur).

Seigfljótandi lausnin verður litlaus eða fölgul að lit þegar hún hefur verið vandlega blönduð

(sem getur innifalið blæbrigði af hvítu eða fölgulu).

Mikilvægt: Eftir blöndun skal halda tafarlaust áfram í næsta skref þar sem seigja lyfsins eykst

með tímanum. Ekki setja blönduðu lausnina í kæli.

Vinsamlega athugið: Það verður að blanda lyfinu samkvæmt leiðbeiningunum; ef lyfið er hrist

blandast það EKKI á fullnægjandi hátt.

Skref 9:

Haldið sprautunum lóðrétt með sprautu B fyrir neðan. Sprauturnar eiga að haldast fastar

saman. Dragið allt uppleysta lyfið inn í sprautu B (stutt, breið sprauta) með því að þrýsta á stimpilinn á

sprautu A og draga varlega út stimpilinn á sprautu B (Mynd 9).

Skref 10:

Losið sprautu A og þrýstið á stimpilinn á sprautu A á meðan (Mynd 10). Gangið úr skugga

um að ekkert af lyfinu leki út þar sem nálin mun þá ekki festast tryggilega.

Vinsamlega athugið: Ein stór eða margar litlar loftbólur geta verið til staðar í lausninni – það er

ásættanlegt.

Vinsamlegast fjarlægið ekki loftbólurnar úr sprautu B á þessu stigi þar sem hluti af

lyfinu gæti tapast!

Skref 11:

Haldið sprautu B uppréttri og haldið hvíta stimplinum útdregnum til að koma í veg fyrir að lyf

tapist.

Opnið umbúðirnar sem eru utan um öryggisnálina með því að fletta aftur pappírslokinu af og

takið öryggisnálina út.

Tengið öryggisnálina við sprautu B með því að halda á sprautunni og snúa nálinni varlega

réttsælis u.þ.b. þrjá fjórðu úr hring þar til nálin er föst (Mynd 11).

Herðið ekki of mikið

þar sem það getur valdið því að það komi sprunga á nálarfestinguna sem veldur

því að lyfið leki meðan á inndælingunni stendur

.

Ef sprunga kemur á nálarfestinguna, hún virðist skemmd eða lekur, má ekki nota lyfið. Ekki má skipta

um skemmdu nálina og ekki má sprauta lyfinu. Farga skal öllum búnaðinum með öruggum hætti.

Ef nálarfestingin skemmist skal nota nýja pakkningu af lyfinu

.

Skref 12:

Takið hlífina af nálinni fyrir gjöf lyfsins (Mynd 12).

Mikilvægt: Ekki eiga við öryggisbúnaðinn á nálinni fyrr en komið er að lyfjagjöf.

Skref 13:

Fjarlægið allar stórar loftbólur úr sprautu B fyrir lyfjagjöf. Lyfið er ætlað til notkunar undir

húð. Vinsamlegast gangið úr skugga um að allt innihald úr sprautu B hafi verið gefið.

Skref 14:

Eftir inndælingu, á að læsa öryggishlífinni með því að nota einhverja af aðferðunum sem

taldar eru upp hér að neðan.

1.

Lokað á flötu yfirborði

Þrýstið þeim hluta öryggishlífarinnar sem er á hjörum niður á flatt yfirborð (Mynd 14.1a og b) þannig

að hún hylji nálina og læsið hlífinni.

Þegar þú heyrir og finnur „smell“ þá er búið að tryggja læsta stöðu. Í læstri stöðu er nálaroddurinn

algjörlega hulinn (Mynd 14.1b).

2.

Lokað með þumalfingrinum

Setjið þumalfingurinn á þann hluta öryggishlífarinnar sem er á hjörum og rennið öryggishlífinni fram

að nálaroddinum (Mynd 14.2a og b) til þess að hylja nálina að fullu og læsið hlífinni.

Þegar þú heyrir og finnur „smell“ þá er búið að tryggja læsta stöðu. Í læstri stöðu er nálaroddurinn

algjörlega hulinn (Mynd 14.2b).

Skref 15:

Setjið nálina og sprautuna í þar til gert ílát fyrir beitta hluti um leið og öryggishlífinni hefur

verið lokað.