Ekvacillin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Ekvacillin Stungulyfsstofn, lausn 1 g
 • Skammtar:
 • 1 g
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfsstofn, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Ekvacillin Stungulyfsstofn, lausn 1 g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • c9672759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Ekvacillin 1 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

cloxacillin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Ekvacillin og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Ekvacillin

Hvernig nota á Ekvacillin

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Ekvacillin

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Ekvacillin og við hverju það er notað

Ekvacillin er lyf sem verkar gegn bakteríusýkingum (sýklalyf). Virka efnið er cloxacillin sem tilheyrir

lyfjaflokknum penicillin. Ekvacillin er notað til að mðehöndla sýkingar af völdum klasakokka

(staphylococca) eins og:

Sýkingar í húð- og mjúkvefjum

Sýkingar í liðum og beinum ásamt lungum

Bólgu í hjarta (hjartaþelsbólga)

Blóðsýking

Fyrirbyggjandi við bæklunarskurðaðgerðir.

Clocaxillin, sem er innihaldsefni Ekvacillin, getur einnig verið notað gegn öðrum sjúkdómum sem

ekki eru taldir upp í þessum fylgiseðli. Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef frekari upplýsinga er

óskað.

2.

Áður en byrjað er að nota Ekvacillin

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Ekvacillin:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir kloxacillini eða öðrum penicillinum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Ekvacillin er notað:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir cefalosporinum (annar flokkur sýklalyfja).

ef nýrnastarfsemi er skert.

ef þú ert með eða færð niðurgang.

Notkun annarra lyfja samhliða Ekvacillin

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Sérstaklega er mikilvægt að læknirinn viti ef þú notar eftirfarandi:

metotrexat (lyf sem er notað til meðferðar á krabbameini eða liðagigt).

getnaðarvarnartöflur (p-pillan).

probenecid (lyf við gigt)

warfarin (blóðþynnandi lyf)

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Ekki er þekkt nein áhætta við notkun Ekvacillin á meðgöngu.

Ekvacillin berst í brjóstamjólk en ólíklegt er að það hafi áhrif á barnið.

Akstur og notkun véla

Ekkert bendir til þess að Ekvacillin hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Ekvacillin

Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefur þér lyfið með inndælingu.

Læknirinn ákveður

viðeigandi skammt

fyrir þig og

hvernig og hvenær

gefa skal inndælinguna.

Ekvacillin er þurrt duft sem læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn leysir upp í viðeigandi

þynningarvökva. Lausnin er gefin annað hvort í bláæð eða vöðva sem inndæling eða sem dreypi

(innrennsli) í bláæð.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Þar sem læknir eða hjúkrunarfræðingur sér um að gefa inndælinguna er ólíklegt að þú fáir of stóran

skammt.

Ef þú telur að þú hafir fengið of mikið magn

verður þú að tala um það við þann sem gaf

þér inndælinguna. Einkenni ofskömmtunar geta verið ógleði, uppköst, niðurgangur, minnkuð

meðvitund, krampar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun

lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafðu tafarlaust samband við lækni ef þú færða einhverja af eftirfarandi alvarlegu

aukaverkunum:

Öflug, bráð ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmisviðbragð). Slík viðbrögð geta verið lífshættuleg.

Eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum geta komið fyrir: roði í húð, ofsakláði (brenninetlulík

útbrot með kláða), andnauð og sundl (

mjög sjaldgæft, getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

1000 notendum)

Ekvacillin getur í mjög sjaldgæfum tilvikum haft áhrif á hvítu blóðkornin þannnig að það dregur

úr svari við sýkingunni. Ef þú færð sýkingu með einkennum eins og hita með mikið versnandi

almennu ástandi eða hita með staðbundnum einkennum sýkingar eins og til dæmis særindi í

hálsi/koki/munni eða erfiðleika við þvaglát, skaltu tafarlaust leita til læknis þannig að það sé

hægt að útiloka skort á hvítum blóðkornum (kyrningaþurrð) með blóðprufu. Mikilvægt er að þú

upplýsir um þau lyf sem þú notar.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum)

Bólga í bláæðum (bláæðabólga).

Ógleði, niðurgangur.

Útbort.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum)

Fjölgun hvítra blóðkorna.

Ofsakláði.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hvejrum 1.000 notendum)

Bráð bólga í ristli (sýndarhimnuristilbólga).

Fækkun hvítra blóðkorna.

Skortur á blóðflögum, sem veldur aukinni blæðingartilhneigingu (blóðflagnafæð).

Áhrif á lifur.

Áhrif á nýru.

Sveppasýking í munni og á kynfærum getur komið fram.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir.

Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að

tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir

er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Ekvacillin

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Tilbúna lausn skal nota strax.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir Fyrnist.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga

lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Ekvacillin inniheldur

Virka innihaldsefnið er cloxacillin. Eitt hettuglas inniheldur cloxacillinnatríum sem 1 g af

cloxacillini.

Engin önnur innihaldsefni eru í þessu lyfi.

Lýsing á útliti Ekvacillin og pakkningastærðir

Hettuglös 10 x 1 g.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Meda AB

Pipers väg 2

170 09 Solna

Svíþjóð

Umboð á Íslandi

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

Ósamrýmanleiki

Ekvacillin má blanda í natríumklóríðlausnir, vatn fyrir stungulyf og glúkósalausnir. Ekki má blanda

penicillinlausnum saman við efni þar sem rannsóknir á samrýmanleika liggja ekki fyrir.

Geymsluþol

Lausn til inndælingar skal nota strax eftir blöndun. Lausnir sem ætlaðar eru til innrennslis skal blanda

við innrennslisvökva án tafar.

Blöndun lausnar:

1 g af Ekvacillin inniheldur 2 mmól af Na

, sem samsvarar u.þ.b. 15 ml af jafnþrýstinni saltvatnslausn.

Osmósustyrkur lausnarinnar fer eftir hve mikið Ekvacillin er notað og hvaða vökvi er notaður við

þynninguna. Það fer eftir magni Ekvacillin sem á að gefa hvort notað er vatn fyrir stungulyf

eða

natríumklóríðlausn til þynningar (sjá töflu hér fyrir neðan).

Tegund lausnar

Leiðbeiningar um blöndun

Lausn til inndælingar í vöðva

1 g leyst upp í 4 ml af vatni fyrir stungulyf,

2 g leyst upp í 8 ml af vatni fyrir stungulyf,

o.s.frv.

Lausn til inndælingar í bláæð

1 g leyst upp í 20 ml af vatni fyrir stungulyf,

2 g leyst upp í 40 ml af vatni fyrir stungulyf,

o.s.frv.

Lausn fyrir slitrótt innrennsli

2 g leyst upp í 100 ml af vatni fyrir stungulyf eða ísótónískri

natríumklóríðlausn.

Ef við á skal tengja fullbúna lausn við fjöltengiskrana. Gefa á

lausnina með jöfnum hraða á 20-30 mín.

Mini-Set: Lausnin er blönduð í Minibag plastílát með

flutningsnál.

Lausn fyrir samfellt innrennsli

2 g leyst upp í 10 ml af vatni fyrir stungulyf.

Fullbúna lausn skal síðan blanda við hentuga innrennslislausn.