Duspatalin Retard

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Duspatalin Retard Forðahylki 200 mg
 • Skammtar:
 • 200 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðahylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Duspatalin Retard Forðahylki 200 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 71a205c1-a584-e611-80d1-ce1550b700f3
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Duspatalin Retard 200 mg hörð forðahylki

mebeverínhýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Duspatalin Retard og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Duspatalin Retard

Hvernig nota á Duspatalin Retard

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Duspatalin Retard

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Duspatalin Retard og við hverju það er notað

Duspatalin Retard inniheldur mebeverínhýdróklóríð, sem er krampastillandi lyf sem verkar á

meltingarfæri.

Dupatalin Retard er notað til að stilla krampa í meltingarvegi hjá fullorðnum.

Læknirinn gæti hafa ávísað Duspatalin Retard handa þér af annarri ástæðu. Fylgið alltaf fyrirmælum

læknisins.

2.

Áður en byrjað er að nota Duspatalin Retard

Ekki má nota Duspatalin Retard

ef um er að ræða ofnæmi fyrir mebeverínhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Ef þú ert ekki viss um hvort þetta á við um þig skaltu ræða við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú

tekur Duspatalin Retard.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Duspatalin Retard er notað ef þú ert með garnalömunarstíflu

(paralytic ileus).

Notkun annarra lyfja samhliða Duspatalin Retard

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem keypt eru án lyfseðils, t.d. náttúrulyf, vítamín og

steinefni.

Þetta er vegna þess að aldrei er hægt að útiloka að lyf sem tekin eru samhliða hafi áhrif hvort á annað.

Ekki er þó búist við að Duspatalin Retard hafi áhrif á önnur lyf sem tekin eru samhliða.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ekki má taka Duspatalin Retard á meðgöngu. Læknirinn gæti ráðlagt þér að hætta að taka Duspatalin

Retard eða ávísað öðru lyfi handa þér.

Brjóstagjöf

Ekki má taka Duspatalin Retard meðan á brjóstagjöf stendur. Ræðið við lækninn. Læknirinn gæti

ráðlagt þér að hætta brjóstagjöf eða ávísað öðru lyfi handa þér.

Akstur og notkun véla

Ekki er líklegt að Duspatalin Retard hafi áhrif á öryggi við vinnu eða í umferð. Þú þarft þó að fylgjast

með því hvaða áhrif lyfið hefur á þig.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Duspatalin Retard

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Fullorðnir geta tekið Duspatalin Retard, 200 mg hörð hylki.

Gleypa á hylkin heil með vatni. Ekki má tyggja þau.

Reyndu að taka hylkin á sama tíma á hverjum degi. Það auðveldar þér að muna eftir því að taka

þau.

Ráðlagður skammtur er

Fullorðnir

Eitt 200 mg hylki tvisvar á dag. Takið eitt hylki að morgni og eitt hylki að kvöldi.

Aldraðir

Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Notkun handa börnum

Börn mega ekki taka Duspatalin Retard.

Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi

Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að breyta skömmtum. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef tekinn hefur verið stærri skammtur af lyfinu en hér er lýst eða læknirinn hefur mælt fyrir um og því

fylgir vanlíðan skal hafa samband við lækni, bráðamóttöku eða apótek og hafa umbúðirnar meðferðis.

Ef tekinn hefur verið of stór skammtur af Duspatalin Retard geta komið fram væg, tímabundin

einkenni svo sem höfuðverkur, sundl eða hægur hjartsláttur.

Ef gleymist að taka Duspatalin Retard

Ef gleymist að taka skammt á að sleppa honum. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt

sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Duspatalin Retard

Hafðu samband við lækninn ef þú vilt gera hlé á meðferð með Duspatalin Retard eða hætta henni.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirtaldar aukaverkanir geta komið fram við notkun lyfsins:

Alvarlegar aukaverkanir

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt (líklega mjög sjaldgæfar):

Skyndileg útbrot á húð, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan nokkurra mínútna eða klukkustunda)

vegna ofnæmis (bráðaofnæmisviðbrögð). Getur verið lífshættulegt. Hringið í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir: Koma fram hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum:

Hægur hjartsláttur. Getur orðið alvarlegt. Ef hjartsláttur verður mjög hægur eða ef þér líður illa

eða líður yfir þig skaltu hafa samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringið hugsanlega í 112.

Sundl, höfuðverkur, svefnleysi

Lystarleysi/minnkuð matarlyst

Magavandamál

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt (líklega mjög sjaldgæfar):

Útbrot (ofsakláði) og þroti. Getur verið alvarlegt. Ræðið við lækninn. Þroti í andliti, vörum eða

tungu getur orðið lífshættulegur. Hringið í 112.

Útbrot á húð, ofsakláði.

Þroti í andliti. Getur verið eða orðið alvarlegt. Ræðið við lækninn.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Duspatalin Retard

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Má ekki geyma í kæli.

Geymið í upprunalegum umbúðum.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Duspatalin Retard 200 mg hörð forðahylki innihalda

Virka innihaldsefnið er mebeverínhýdróklóríð.

Önnur innihaldsefni eru (innihald hylkis, kyrni): Magnesíumsterat; pólýakrýlat 30%, dreifa;

talkúm; hýprómellósi; metakrýlsýru-etýlakrýlat fjölliða (1:1); glýserólþríasetat.

Hylkisskel: gelatín; títantvíoxíð (E171) og blek (shellac (E 904), própýlenglýkól, sterk

ammoníaklausn, kalíumhýdroxíð og svart járnoxíð (E 172)).

Lýsing á útliti og pakkningastærðir

Útlit

Duspatalin Retard 200 mg eru ógegnsæ, hvít, hörð hylki úr gelatíni, merkt „245“.

Pakkningastærðir

Duspatalin Retard 200 mg: 30 hörð forðahylki

Markaðsleyfishafi

BGP Products B.V.

Wegalaan 9

2132JD Hoofddorp

Holland

Framleiðandi

Mylan Laboratories SAS

Route de Belleville, Lieu dit Maillard

01400 Châtillon-sur-Chalaronne

Frakkland

Umboðsaðili á Íslandi

Icepharma hf

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

sími 540 8000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2016.