Duroferon

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Duroferon Forðatafla 100 mg
 • Skammtar:
 • 100 mg
 • Lyfjaform:
 • Forðatafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Duroferon Forðatafla 100 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 60132244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Duroferon forðatöflur

Járnsúlfat sem samsvarar 100 mg af Fe

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega þar sem hann veitir mikilvægar upplýsingar um notkun

lyfsins.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er nauðsynlegt að nota Duroferon á réttan hátt til að ná

sem bestum árangri.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðum.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum:

Upplýsingar um Duroferon og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Duroferon

Hvernig nota á Duroferon.

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Duroferon

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM DUROFERON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Duroferon inniheldur járn.

Duroferon er fyrirbyggjandi gegn járnskorti.

Duroferon er notað við járnskorti, blóðleysi vegna járnskorts og til að koma í veg fyrir blóðleysi hjá

blóðgjöfum.

Taflan losar járnið smám saman sem tryggir að járnið berst í blóðið með jöfnum hraða á löngum tíma.

Þannig nýtist járnið betur og jafnframt minnkar hættan á aukaverkunum eins og ógleði og magaverk

samanborið við venjulegar járntöflur.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DUROFERON

Ekki má nota Duroferon

ef þú ert með ofnæmi fyrir járnsúlfati eða einhverju öðru innihaldsefni Duroferon.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Vegna hættu á sáramyndun í munni og mislitun tanna skal hvorki sjúga, tyggja né halda töflunum í

munninum heldur gleypa þær heilar með vatni. Ef þú getur ekki fylgt þessum leiðbeiningum eða átt

erfitt með að kyngja skaltu hafa samband við lækninn. Járntöflur sem festast geta valdið skaða í

vélinda.

Járn getur valdið eitrunum hjá börnum.

Sjúklingar með blóðsjúkdóma eiga eingöngu að nota járnlyf í samráði við lækni.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils.

Ef járn er tekið samtímis ákveðnum öðrum lyfjum getur verkun lyfjanna breyst. Þetta á meðal annars

við um:

sýrubindandi lyf sem innihalda álhýdroxíð og magnesíumkarbónat. Verkun Duroferon getur

minnkað ef þessi lyf eru tekin á sama tíma. Minnst 2 klst. skulu því líða milli töku lyfjanna.

lyf sem innihalda skjaldkirtilshormón. Verkun Duroferon getur minnkað ef þessi lyf eru tekin á

sama tíma. Minnst 2 klst. skulu því líða milli töku lyfjanna.

ákveðin sýklalyf (tetracýklín lyf). Verkun Duroferon getur minnkað ef þessi lyf eru tekin á sama

tíma. Minnst 3 klst. skulu því líða milli töku lyfjanna.

önnur lyf við sýkingum (t.d. cíprófloxacín, enoxacín, levófloxacín, moxifloxacín, norfloxacín,

ofloxacín, doxýcýklín).

lyf gegn m.a. háum blóðþrýstingi (kaptópríl, metýldópa).

lyf gegn Parkinsonsjúkdómi (levódópa).

lyf gegn bólgum og gigt (penicillamín).

lyf gegn beinsjúkdómum (alendrónat, clódrónat, rísedrónat).

lyf sem hindra höfnun ígræddra líffæra (mýcófenólatmófetíl).

Ef Duroferon er notað með mat eða drykk

Ekki má taka lyfið inn með mjólk.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Ekki hefur verið sýnt fram á skaðleg áhrif á fóstur af völdum lyfsins. Meðferð þungaðra kvenna ætti

engu að síður að vera í samráði við lækni.

Konur með barn á brjósti mega nota Duroferon.

Akstur og notkun véla

Lyfið hefur hvorki áhrif á hæfni til aksturs né notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

HVERNIG NOTA Á DUROFERON

Venjulegur skammtur fyrir fullorðna og unglinga er: 1 forðatafla að morgni og/eða kvöldi.

Við staðfestan járnskort á meðgöngu: 1 forðatafla að morgni og kvöldi. Til þess að auka járnbirgðir

ætti að halda meðferðinni áfram í um 2 mánuði eftir fæðingu.

Önnur skömmtun skal aðeins vera í samráði við lækni.

Gleypið töfluna heila með vatni. Töfluna má hvorki sjúga, tyggja né halda henni í munninum.

Ekki

má taka lyfið inn með mjólk.

Lyfið má ekki taka inn útafliggjandi.

Töflurnar eru byggðar upp í kringum plastgrind sem er óuppleysanleg í meltingarvökvanum. Grindin

brotnar oftast niður þegar virka efnið losnar. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur tóm plastgrind borist

um meltingarveginn og komið tiltölulega heil út með hægðum.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafa skal samband við lækni eða

lyfjafræðing ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið.

Hugsanleg einkenni: Kviðverkir, vanlíðan. Eftir þessi einkenni getur orðið hlé á einkennum í 6-24 klst.

Þá getur ástandið orðið alvarlegt með hita, krömpum, losti, hjarta-, lifrar- og nýrnaskaða. Meðferð:

Gefið mjólk, egg og 1-2 teskeiðar af natróni hrært í vatni. Skammtur sem veldur eitrun hjá 2-3 ára

barni er um 4 töflur.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Duroferon valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar (hjá meira en 1 af hverjum 100 einstaklingum sem taka Duroferon):

Hluti sjúklinga fær niðurgang eða hægðatregðu. Ógleði og magaverkir geta komið fyrir, en það er háð

skammtastærð. Lyf sem innihalda járn geta litað hægðir dökkar.

Í mjög sjaldgæfum tilvikum (hjá innan við 1 af hverjum 1.000 einstaklingum sem taka Duroferon) geta

húðútbrot komið fram.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Sár í munni (vegna rangrar

notkunar þegar töflurnar eru tuggnar, sognar eða þeim haldið í munninum). Aldraðir sjúklingar og

sjúklingar með kyngingarörðugleika geta einnig átt á hættu að fá sár í hálsinn, vélindað eða berkjur

(aðalflutningsleið lofts ofan í lungu) ef taflan fer ofan í öndunarveg.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Þar með er hægt að tilkynna

aukaverkanir til Lyfjastofnunar og bæta þannig þekkingu á aukaverkunum.

Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta einnig tilkynnt aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar.

Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar (sjá „Aukaverkanir“) www.lyfjastofnun.is.

5.

HVERNIG GEYMA Á DUROFERON

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Plastglas: Geymið ekki við hærri hita en 30°C. Geymið glasið vel lokað til varnar gegn raka.

Ekki skal nota Duroferon eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Duroferon

Virkt innihaldsefni er

járnsúlfat, samsvarandi 100 mg Fe

Önnur innihaldsefni eru

askorbínsýra, pólýeten, póvídón, karbomer, magnesíumsterat,

hýprómellósi, makrógól, samtengt paraffín. Litarefni: járnoxíð (E172), títantvíoxíð (E171).

Útlit Duroferon og pakkningastærðir

Duroferon eru gular, kringlóttar töflur, merktar A/DD

Plastglas: 100 stk.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

ACO Hud Nordic AB

Box 622

194 26 Upplands Väsby

Svíþjóð

Framleiðandi

Richard Bittner AG

Ossiacherstrasse 7

9560 Feldkirchen

Austurríki

eða

Recipharm Stockholm AB

Lagervägen 7

SE-136 50 Jordbro

Svíþjóð

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í desember 2016.