Doxycyklin EQL Pharma

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Doxycyklin EQL Pharma Tafla 100 mg
 • Skammtar:
 • 100 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Doxycyklin EQL Pharma Tafla 100 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f59c31a2-75cf-e711-80d9-00155d154609
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Doxycyklin EQL Pharma 100 mg töflur

doxycyclin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Doxycyklin EQL Pharma og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Doxycyklin EQL Pharma

Hvernig nota á Doxycyklin EQL Pharma

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Doxycyklin EQL Pharma

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Doxycyklin EQL Pharma

og við hverju það er notað

Doxycyklin EQL Pharma er sýklalyf sem kemur í veg fyrir bakteríuvöxt.

Doxycyklin EQL Pharma er notað til að meðhöndla lungnabólgu, bráða versnun á langvinnri

berkjubólgu, klamidíusýkingu í þvagfærum og kynfærum. Borrelía sýkingu eftir bit skógarmítils (tic

bite). Doxycyklin EQL Pharma er einnig notað við bráðri skútabólgu hjá sjúklingum með ofnæmi fyrir

penicillínum eða þegar meðferð með penicillínum hefur ekki skilað tilætluðum árangri.

2.

Áður en byrjað er að nota Doxycyklin EQL Pharma

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Doxycyklin EQL Pharma

ef um er að ræða ofnæmi fyrir doxycyclini eða tetracýklínum eða einhverju öðru innihaldsefni

Doxycyklin EQL Pharma.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Doxycyklin EQL Pharma er notað

ef þú ert með skerta saltsýruframleiðslu í maganum skaltu ræða það við lækninn

ef þú ert með langvarandi og/eða svæsinn niðurgang skaltu hafa samband við lækninn

ef þú ert með vöðvaslensfár (sjúkdómur sem veikir vöðvana)

Vegna hættu á ofnæmisviðbrögðum í húð skaltu forðast sólböð, jafnvel sólböð á sólbaðsstofum, á

meðan á meðferð stendur og í 5 daga til viðbótar eftir að meðferð er lokið.

Börn yngri en 8 ára skal aðeins meðhöndla með Doxycyklin EQL Pharma ef læknir hefur sérstaklega

fyrirskipað það, þar sem þessi gerð lyfja (tetracýklín) getur haft áhrif á glerung í tönnum þannig að

hann verði mislitur eða myndast ekki að fullu og þau geta einnig safnast upp í beinvef í vexti.

Notkun annarra lyfja samhliða Doxycyklin EQL Pharma

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, þar með talin lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Forðast skal notkun eftirfarandi lyfja á meðan á meðferð með Doxycyklin EQL Pharma

stendur:

sýrubindandi lyf

(meðferð við sýrubakflæði)

járnlyf

quinapril

(við háum blóðþrýstingi)

didanosin

(við veirusýkingum)

atovaquon

(við lungnabólgu (pneumocysis carinii) og malaríu)

Eftirfarandi lyf geta minnkað áhrif Doxycyklin EQL Pharma þegar lyfin eru tekin saman:

kalk (kalsíum)

(á að taka að minnsta kosti 3 klst. á undan eða eftir Doxycyklin EQL Pharma)

rifampicin

(við berklum)

phenobarbital, phenytoin, carbamazepin

(við flogaveiki)

omeprazol, pantoprazol, lansoprazol, rabeprazol, esomeprazol

(minnka myndun saltsýru í

maga)

Ef þú notar segavarnarlyf (lyf sem minnka hæfni blóðs til að storkna) samtímis langtíma meðferð,

skaltu ræða við lækninn áður en Doxycyklin EQL Pharma er notað, þar sem minnka getur þurft

skammt segarvarnarlyfsins.

Notkun Doxycyklin EQL Pharma með mat eða drykk

Samtímis inntaka alkóhóls getur haft áhrif á verkun Doxycyklin EQL Pharma.

Mjólk og mjólkurvörur eða önnur fæða hafa einungis óveruleg áhrif á verkun Doxycyklin EQL

Pharma.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Hætta er á skaðlegum áhrifum á fóstur. Ekki nota Doxycyklin EQL Pharma á meðgöngu nema ef

læknirinn hefur sérstaklega ávísað því.

Doxycyklin EQL Pharma berst í brjóstamjólk en ólíklegt er að það hafi áhrif á barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Doxycyklin EQL Pharma hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Doxycyklin EQL Pharma inniheldur mjólkursykur (laktósa)

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Doxycyklin EQL Pharma

Takið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Gleypið töflurnar með glasi af vökva. Skoran í töflunni er eingöngu til þess að hægt sé að skipta

töflunni svo að auðveldara sé að kyngja henni.

Takið töflurnar með mat til að koma í veg fyrir magaóþægindi. Ekki vera útafliggjandi á meðan þú

tekur töflurnar.

Venjulegur skammtur hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára: 2 töflur fyrsta daginn, síðan ein tafla

á dag.

Þar sem doxycyclin er skilið hægt úr líkamanum er venjulega nóg að gefa einn skammt á dag.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að taka Doxycyklin EQL Pharma

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Doxycyklin EQL Pharma

Einkenni sýkingar geta horfið jafnvel nokkrum dögum eftir að meðferð með Doxycyklin EQL Pharma

er hafin, en það er

mjög mikilvægt að halda meðferðinni áfram

eins og læknirinn hefur ráðlagt. Annars

er hætta á að sýkingin komi fram á ný.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

húðútbrot

öndunarerfiðleikar

og/eða

bólga í andliti

koma snögglega fram, skaltu hætta

meðferðinni og hafa samband við lækninn eða næsta sjúkrahús.

Látið lækninn vita tafarlaust ef einhverjar aukaverkanir sem taldar eru upp hér fyrir neðan koma fram:

Jarisch-Herxheimer viðbrögð sem valda hita, hrolli, höfuðverk, vöðvaverk og húðútbrotum og

ganga yfirleitt sjálfkrafa til baka. Þessi viðbrögð koma fram skömmu eftir að meðferð með

doxycyclini hefst gegn spirochete sýkingum, svo sem við Lyme sjúkdómi.

Ógleði, uppköst og niðurgangur eru algengar aukaverkanir. Til að minnka þessar aukaverkanir getur

þú tekið Doxycyklin EQL Pharma með mat.

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum)

Ógleði

Uppköst

Niðurgangur

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum)

Húðútbrot og ofsakláði

Ofnæmisviðbrögð vegna sólarljóss ( sjá einnig kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“)

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum)

Ofnæmisviðbrögð

Fækkun á fjölda blóðflagna (blóðflagnafæð)

Naglarlos

Roði í húð

Misalvarleg bólga í húð og slímhúðum

Aukinn þrýstingur í höfði (getur valdið einkennum eins og höfuðverk og minnkaðri sjónskerpu)

Bólga í meltingarvegi

Ofvöxtur sveppa í slímhúð í munni eða leggöngum getur stundum komið fyrir vegna áhrifa á eðlilega

bakteríuflóru, og getur valdið bólgu. Hafðu samband við lækninn ef einkenni koma fram og eru til

staðar í marga daga eða þér finnst þau vera alvarleg.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Doxycyklin EQL Pharma

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Doxycyklin EQL Pharma inniheldur

Virka efnið er doxycyclin einhýdrat, sem samsvarar 100 mg af doxycyclini í hverri töflu.

Önnur innihaldsefni eru örkristallaður sellulósi, natríum sterkjuglýkólat, hýprómellósi, laktósa

einhýdrat, talkúm, magnesíum sterat, vatnsfrí kísilkvoða.

Lýsing á útliti Doxycyklin EQL Pharma og pakkningastærðir

Grágular, kringlóttar, tvíkúptar töflur með deiliskoru.

Þynnur með 10 eða 15 töflum, í pakkningum með 10, 15, 20, 30 eða 100 töflum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

EQL Pharma AB

Stortorget 1

222 23 Lund

Svíþjóð

Framleiðandi

EQL Pharma AB, Stortorget 1, 222 23 Lund, Svíþjóð

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

LYFIS ehf.

Grensásvegi 22

108 Reykjavík

Ísland

Sími: 534 3500

Netfang: lyfis@lyfis.is

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2018.