Dolovet vet

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Dolovet vet Duft til inntöku 160 mg/ g
 • Skammtar:
 • 160 mg/ g
 • Lyfjaform:
 • Duft til inntöku
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Dolovet vet Duft til inntöku 160 mg/ g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 10132244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL

Dolovet vet 160 mg/g duft til inntöku fyrir nautgripi

1.

HEITI OG HEIMILISFANG HANDHAFA MARKAÐSLEYFIS OG ÞESS

FRAMLEIÐANDA SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi: Vetcare Oy, P.O. Box 99, 24101 Salo, Finnland

Framleiðandi sem sér um lokasamþykkt: Oy Galena Ltd, P.O. Box 1450, 70501 Kuopio, Finnland

2.

HEITI DÝRALYFS

Dolovet vet 160 mg/g duft til inntöku fyrir nautgripi

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Virk(t) innihaldsefni:

Ketóprófen 160 mg/g

Einn 15 g álhúðaður skammtapoki inniheldur 2,4 g ketóprófen og hjálparefni að 15 g.

Dolovet er hvítt eða gulhvítt duft.

4.

ÁBENDING(AR)

Bólgueyðandi og hitalækkandi lyf.

5.

FRÁBENDINGAR

Gefið ekki dýrum sem hafa maga- eða garnasár, alvarlega nýrnasjúkdóma, storknunarsjúkdóma eða

þjást af alvarlegri blóðþurrð. Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir ketóprófeni eða öðrum

bólgueyðandi lyfjum (NSAID).

Ekki skal gefa önnur bólgueyðandi (NSAID) verkjalyf samhliða ketóprófeni eða innan

24 klukkustunda eftir gjöf Dolovet vet vegna hugsanlegrar samkeppni í próteinbindingu sem leitt getur

til eiturverkana. Verkun þvagræsilyfja (t.d. furosemíð) getur minnkað séu þau notuð samhliða Dolovet

vet.

6.

AUKAVERKANIR

Ketóprófen getur valdið aukaverkunum sem dæmigerðar eru fyrir bólgueyðandi (NSAID) verkjalyf,

s.s. niðurgangi, sem orsakast af ertingu og sárum í meltingarfærum.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Nautgripir (fullorðnir nautgripir)

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Ráðlagður skammtur er 4 mg ketóprófen per kg líkamsþunga einu sinni á dag í 1 – 3 daga.

Stakir skammtapokar

: Fullorðnir nautgripir sem vega 600 kg: Einn 15 g skammtapoki einu sinni á

dag í 1 – 3 daga.

Fjölskammtaílát:

Ílátið inniheldur skömmtunarskeið. Sléttfull skeið inniheldur 4g sem er rétt

skammtastærð fyrir 160 kg:

Líkamsþyngd dýrsins (kg)

Fjöldi skeiða

(ein sléttfull skeið inniheldur 4g)

2 ½

3 ½

4 ½

Íkomuleið: Til inntöku.

9

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Duftinu ætti að blanda í vatn, t.d í flösku með ½ lítra af vatni, hrista vel og gefa inn um munn.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Kjöt og innmatur:

1 sólarhringur

Mjólk:

Enginn

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Notið ekki eftir fyrningardagsetningu á öskjunni, merkimiðanum eða skammtapokanum.

Stakir skammtapokar: Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins.

Fjölskammtaílát: Geymið fjölskammtaílátið vel lokað. Geymið opin fjölskammtaílát á þurrum stað

ekki við hærra hitastig en 25°C. 2 ár.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir bólgueyðandi (NSAID) lyfjum skulu forðast snertingu við dýralyfið.

Til að koma í veg fyrir næmingu skal koma í veg fyrir beina snertingu dýralyfsins við húð, augu og

slímhúðir. Mælt er með notkun viðeigandi hlífðarfatnaðar s.s. hanska, hlífðargleraugna og

andlitsgríma. Þvoið menguð svæði strax. Þvoið hendur eftir notkun. Vinsamlegast athugið að þetta

dýralyf inniheldur hátt hlutfall virka efnisins og inntaka þess fyrir slysni getur valdið alvarlegum

eituráhrifum.

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum

Ketóprófen getur seinkað byrjun burðar sé það gefið dýrum stuttu fyrir burð. Þess vegna skal forðast

að gefa lyfið nautgripum sem komnir eru að burði.

Gefið ekki dýrum sem hafa misst alla matarlyst þar sem það gæti leitt til ónægrar upptöku ketóprófens.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

24. júlí 2012.

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Fyrir nánari upplýsingar um þetta dýralyf, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa.