Doloproct

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Doloproct Endaþarmsstíll 1 mg/40 mg
 • Skammtar:
 • 1 mg/40 mg
 • Lyfjaform:
 • Endaþarmsstíll
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Doloproct Endaþarmsstíll 1 mg/40 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 0c132244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

1 mg/40 mg endaþarmsstílar

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það

getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Doloproct og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Doloproct

Hvernig nota á Doloproct

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Doloproct

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Doloproct og við hverju það er notað

Doloproct 1 mg/40 mg endaþarmsstílar eru ætlaðir til notkunar fyrir fullorðna við bólgu, verkjum,

þrota, sviðatilfinningu og kláða af völdum gylliniæðar, rifa eða kláða við endaþarmsop.

Doloproct getur ekki upprætt orsök gyllinæðar, en hentar vel til meðferðar áður en gyllinæð er

numin á brott með skurðaðgerð og til eftirmeðferðar.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en

tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á

merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Doloproct

Ekki má nota Doloproct

ef bólga er við endaþarmsop af völdum baktería, veira eða sveppa eða

bólusetningarviðbragða.

ef um er að ræða ofnæmi fyrir flúókortólón-21-pívalati, lídókaínhýdróklóríði eða

einhverju öðru innihaldsefni í Doloproct endaþarmsstílum (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Doloproct er notað.

Ef latexvörur, svo sem smokkar, eru notaðar samtímis á svæði sem meðhöndlað hefur verið

með Doloproct, geta innihaldsefni þess skaðað þessar latexvörur. Því getur verið að þær dugi

ekki lengur til getnaðarvarna eða varnar gegn kynsjúkdómum, svo sem HIV-sýkingu. Ræðið

við lækninn eða lyfjafræðing ef frekari upplýsinga er þörf.

Ef endaþarmsstílarnir verða mjúkir vegna hita: Leggið þá í kalt vatn fyrir notkun án þess að

opna álpakkninguna. Bíðið þar til þeir harðna og notið síðan Doloproct endaþarmsstílana eins

og læknirinn hefur ráðlagt.

Forðist að Doloproct komist í augu. Þvoið hendur vandlega í hvert sinn sem Doloproct hefur

verið notað.

Börn og unglingar

Doloproct er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára þar sem engar upplýsingar liggja

fyrir um öryggi og verkun hjá þessum sjúklingahópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Doloproct

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð

eða kynnu að vera notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Sum lyf geta aukið verkun Doloproct og læknirinn getur viljað fylgjast vel með þér ef þú

tekur þessi lyf (þ.m.t. lyf við HIV: ritonavír, cobicistat).

Látið lækninn vita ef tekin eru lyf við óreglulegum hjartslætti.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Segðu lækninum frá því ef þú ert þunguð, grunar að þú sért þunguð eða ef þungun er fyrirhuguð.

Aðeins má nota Doloproct að læknisráði.

Brjóstagjöf

Segðu lækninum frá því ef þú ert með barn á brjósti eða fyrirhugar að hafa barn á brjósti.

Læknirinn mun ráðleggja þér um notkun Doloproct. Almennt mátt þú ekki nota Doloproct í lengri

tíma svo hægt sé að forðast það að barnið fái lyfið með móðurmjólkinni. Þú mátt aðeins nota lyfið

samkvæmt læknisráði.

Akstur og notkun véla

Doloproct hefur engin eða óveruleg áhrif á vinnu- eða umferðaröryggi.

3.

Hvernig nota á Doloproct

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig

nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Til þess að lágmarka hættu á staðbundnum aukaverkunum á meðferðin ekki að standa lengur en 2

vikur.

Fullorðnir:

1-3 endaþarmsstílar á dag. Endaþarmsstílana á að nota eftir hægðalosun.

Nota á 1 endaþarmsstíl tvisvar á dag (kvölds og morgna). Ef óþægindi eru mikil, má nota 1 stíl

þrisvar á dag fyrstu 3 dagana. Þegar líðanin verður betri nægir 1 endaþarmsstíll á dag.

Endaþarmsstílum er pakkað í þynnu sem opnuð er fyrir notkun. Stílunum er þrýst djúpt inn í

endaþarminn með flata endann á undan.

Forðist að fá Doloproct í augu. Þvoið hendur vel eftir að Doloproct hefur verið notað.

Börn og unglingar:

Ekki má nota Doloproct handa börnum yngri en 18 ára nema samkvæmt ráðleggingum læknis.

Meðferðarlengd

Ávallt skal fylgja leiðbeiningum læknisins. Mismunandi er hvað hver og einn hefur þörf fyrir.

Ekki á að breyta eða stöðva meðferð án samráðs við lækninn.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafið samband við lækni, slysadeild eða lyfjafræðing ef notað hefur verið meira af Doloproct en

stendur í fylgiseðlinum eða meira en læknirinn hefur gefið fyrirmæli um og vanlíðan gerir vart

við sig.

Engin einkenni vegna ofskömmtunar á Doloproct í endaþarm eru þekkt.

Ef gleymist að nota Doloproct

Ef gleymist að nota Doloproct á bara að halda áfram með næsta skammt eins og mælt er fyrir um.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og á við um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir geta komið fram við meðferð með Doloproct. Þær eiga aðeins við

húðina í kringum endaþarminn.

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 sem fá meðferð):

Sviðatilfinning í húð

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 sem fá meðferð):

Erting í húð (t.d. roði)

Ofnæmisviðbrögð (t.d. útbrot) vegna einhvers af innihaldsefnunum

Ef þú notar Doloproct endaþarmsstíla

í lengri tíma (í meira en fjórar vikur)

er hætta á því að þú

þróir með þér staðbundna húðertingu, t.d.

Þunna húð

Húðslit (striae)

Stækkaðar æðar, sem verða sýnilegar á yfirborði húðarinnar

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna

aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Doloproct

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða hjá

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Doloproct inniheldur:

Virku innihaldsefnin eru 1 mg af flúókortólónpívalati og 40 mg af lídókaínhýdróklóríði.

Önnur innihaldsefni eru hörð fita.

Lýsing á útliti Doloproct og pakkningastærðir

Útlit

Doloproct endaþarmsstílar eru gulhvítir á litinn.

Pakkningastærðir

Endaþarmsstílar: 10 stk. í álpakkningu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Umboð á Íslandi

Bayer AB

Icepharma hf

Box 606

Lynghálsi 13

SE-169 26 Solna

110 Reykjavík

Svíþjóð

Framleiðandi

Bayer HealthCare Manufacturing S.r.l.

Via E. Schering 21

I-20090 Segrate

Milano

Ítalía

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2018.