Diuramin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Diuramin Tafla 5/ 50 mg
 • Skammtar:
 • 5/ 50 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Diuramin Tafla 5/50 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • fc423f22-cd3a-e211-876a-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Diuramin töflur

Diuramin mite töflur

Amilorid hýdróklóríð (sem tvíhýdrat) og hydrochlorothiazid

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Diuramin/Diuramin mite og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Diuramin/Diuramin mite

Hvernig nota á Diuramin/Diuramin mite

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Diuramin/Diuramin mite

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Diuramin/Diuramin mite og við hverju það er notað

Virku efnin í lyfinu, amilorid og hydrochlorothiazid, eru bæði þvagræsilyf, þ.e. vatnslosandi lyf.

Hydrochlorothiazid losar auk vökva úr líkamanum einnig sölt eins og natríum og kalíum en amilorid

hindrar hins vegar að of mikið af kalíum losni úr líkamanum.

Diuramin/Diuramin mite er notað til að lækka blóðþrýsting, sem meðferð vegna skertrar

hjartastarfsemi og til að minnka þrota/bjúg er tengist skorpulifur.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Diuramin/Diuramin mite

Ekki má nota Diuramin/Diuramin mite

ef þú ert með ofnæmi fyrir amiloridi, hydrochlorothiazidi eða einhverju öðru innihaldsefni þessa

lyfs (talin upp í kafla 6) eða fyrir öðrum súlfónamíðum (súlfa sýklalyfjum)

ef kalíumgildi í blóði er hátt (blóðkalíumhækkun, kalíum í sermi yfir 5,1 mmól/l)

ef þú ert með nýrnasjúkdóm er tengist sykursýki

ef þú ert með einhvern annan alvarlegan nýrnasjúkdóm

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Diuramin/Diuramin mite

Læknirinn sem ávísaði lyfinu þarf að vita;

ef þú ert með skerðingu á starfsemi nýrna, hjarta eða lifrar

ef þú ert með sykursýki

ef þú ert með uppköst eða hefur haft langvarandi niðurgang

ef þú hefur tilhneigingu til að fá þvagsýrugigt

ef þú ert með hátt kólesteról eða há þríglýseríð í blóði

ef þú ert með rauða úlfa

Sjá einnig kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða Diuramin/Diuramin mite“.

Hætta þarf notkun Diuramin/Diuramin mite nokkrum dögum áður en gerð eru próf á virkni kalkkirtla

eða sykurþoli þar sem Diuramin/Diuramin mite getur haft áhrif á niðurstöður þeirra.

Ef eitthvað af framangreindu á við um þig eða hefur átt við um þig, leitaðu þá ráða hjá lækninum áður

en þú byrjar að nota lyfið.

Notkun annarra lyfja samhliða Diuramin/Diuramin mite

Láttu lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Mundu að láta lækninn vita um Diuramin/Diuramin mite meðferðina ef hann ætlar að

ávísa einhverjum öðrum lyfjum á meðan á þessari meðferð stendur eða fljótlega eftir að þú hefur hætt

að nota Diuramin/Diuramin mite.

Það er mjög mikilvægt að þú látir lækninn vita ef þú notar:

lyf sem geta aukið kalíumþéttni í blóði, kalíumtöflur eða vökva eða kalíumsparandi þvagræsilyf

(amilorid, spironolakton eða triamteren)

ACE-hemla (hjarta- og blóðþrýstingslyf, t.d. captopril, enalapril eða lisinopril)

Angíótensín-II viðtakablokka (hjarta- og blóðþrýstingslyf, t.d. candesartan, losartan,

eða telmisartan)

saltlíki, næringarefni, jurtavörur eða náttúruvörur sem innihalda kalíum

önnur blóðþrýstingslækkandi lyf (önnur blóðþrýstingslyf, nítröt sem notuð eru við meðferð

kransæðasjúkdóma, þríhringlaga þunglyndislyf, geðrofslyf úr flokki phenóthíazína, barbitúröt

sem notuð eru við meðferð á flogaveiki)

digoxin (við hjartabilun) eða sotalol (lyf við hjartsláttartruflunum)

carbamazepin (lyf við flogaveiki og verkjum)

tetracyclin, trimethoprim eða sulfatrimethoprim (sýklalyf)

kortisónlyf til inntöku

berkjuvíkkandi lyf sem notuð eru við astma og öðrum teppusjúkdómum í lungum

bólgueyðandi verkjalyf (t.d. acetylsalicylsýra, ibuprofen eða ketoprofen), ef þau eru

notuð reglulega í langan tíma

lyf við sykursýki (insúlín og sykursýkislyf til inntöku)

lithium (lyf við geðhvarfasjúkdómi)

frumuhemjandi lyf (lyf notuð við meðferð krabbameins, alvarlegra húðsjúkdóma og gigtar)

Margar klukkustundir skulu líða á milli þess sem blóðfitulækkandi lyf (cholestyramin og colestipol) og

Diuramin/Diuramin mite eru tekin, þar sem frásog Diuramin/Diuramin mite gæti annars minnkað.

Notkun Diuramin/Diuramin mite með mat eða drykk

Diuramin/Diuramin mite töflurnar ætti helst að taka að morgni, á fastandi maga og með nægilegum

vökva, t.d. glasi af vatni.

Meðganga

Ekki má nota Diuramin/Diuramin mite á meðgöngu. Ef þungun er fyrirhuguð eða ef þú verður þunguð

á meðan á notkun þessa lyfs stendur, þá skaltu ræða við lækninn um hvort mögulegt sé að nota önnur

lyf.

Brjóstagjöf

Ekki má nota Diuramin/Diuramin mite á meðan á brjóstagjöf stendur. Ef þú ætlar að hafa barnið þitt á

brjósti, skaltu ræða möguleikann á notkun annarra lyfja við lækninn.

Hydrochlorothiazid hluti þessa lyfs getur haft bælandi áhrif á framleiðslu brjóstamjólkur eða stöðvað

hana alveg.

Akstur og notkun véla

Þreyta, sundl eða syfja, sem hugsanlega geta skert hæfni þína til aksturs og notkunar tækja eða véla,

geta komið fram við notkun Diuramin/Diuramin mite, einkum í upphafi meðferðar eða við

skammtastækkun. Sé meðferð í góðu jafnvægi er ólíklegt að þessi einkenni komi fram.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Diuramin/Diuramin mite inniheldur laktósa

Ef læknirinn hefur sagt þér að þú hafir óþol fyrir sumum gerðum sykurs, hafðu þá samband við

lækninn áður en þú notar þetta lyf.

3.

Hvernig nota á Diuramin/Diuramin mite

Skammtar

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ekki breyta skammtinum eða hætta að nota lyfið án þess að ræða það fyrst við lækninn.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) til að fá mat á hættu og

ráðleggingar um hvað skal gera næst.

Ef gleymist að taka Diuramin/Diuramin mite

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Taktu næsta skammt

eins og venjulega.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1-10% sjúklinga):

Höfuðverkur, máttleysi, sundl og þreyta. Ógleði, lystarleysi, niðurgangur og magaverkur. Útbrot og

kláði í húð. Hjartsláttartruflanir. Mæði. Hækkun blóðsykurs, aukið magn þvagsýru í blóði (getur

valdið þvagsýrugigt), hækkun kalíums í blóði. Verkir í útlimum.

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 0,1-1% sjúklinga):

Vont bragð í munni, munnþurrkur, uppköst, þaninn kviður, hægðatregða, vindgangur og

meltingartruflanir. Hraðtaktur og hjartaöng (brjóstverkur við áreynslu). Nefstífla og

hiksti. Ofþornun líkamans vegna þess að of mikill vökvi losnar úr líkamanum, þorsti, þvagsýrugigt og

lágt natríuminnihald í blóði. Vöðvakrampar, liðverkir, brjóst- og bakverkur. Getuleysi. Lágþrýstingur í

uppréttri stöðu. Svefntruflanir, taugaóstyrkur, þunglyndi og rugl. Aukin þvaglátsþörf á nóttunni,

þvaglátstregða og þvagleki. Sjóntruflanir. Hækkuð kólesteról- og þríglýseríðgildi í blóði. Náladofi.

Aukin svitamyndun.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá innan við 0,1% sjúklinga):

Yfirlið og ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) sem koma skyndilega fram og valda almennum

einkennum (ofnæmislost). Blæðing í meltingarvegi. Æðabólga. Skert nýrnastarfsemi. Gallteppa, gula.

Hósti, ofsakláði.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (hjá innan við 0,01% sjúklinga):

Breyting á blóðhag og blóðleysi. Fækkun, eða algjör vöntun, á hvítum blóðkornum. Skjálfti og

heilasjúkdómur (heilakvilli). Aukinn augnþrýstingur, eyrnasuð, lungnabólga, munnbólga, sár í munni,

bólga í munnvatnskirtlum, brisbólga. Roði og smáblæðingar í húð, aukið ljósnæmi, hárlos.

Nýrnabólga.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Diuramin/Diuramin mite

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Virk innihaldsefni einnar Diuramin töflu eru 5,68 mg af amilorid hýdróklóríð tvíhýdrati (jafngildir

5 mg af amilorid hýdróklóríði) og 50 mg af hydrochlorothiazidi.

Virk innihaldsefni einnar Diuramin mite töflu eru 2,84 mg af amilorid hýdróklóríð tvíhýdrati

(jafngildir 2,5 mg af amilorid hýdróklóríði) og 25 mg af hydrochlorothiazidi.

Önnur innihaldsefni eru laktósa einhýdrat, maíssterkja, örkristallaður sellulósi, natríum sterkju

glýkólat (tegund A), talkúm, magnesíum sterat, vatnsfrí kísilkvoða, rautt og gult járnoxíð (E 172).

Lýsing á útliti Diuramin/Diuramin mite og pakkningastærðir

Ljósappelsínugul, dílótt, kringlótt, tvíkúpt tafla með deilisskoru á annarri hliðinni. Þvermál Diuramin

töflu er 9 mm og þvermál Diuramin mite töflu er 7 mm.

Pakkningastærðir:

30 og 100 töflur í PVC/ál þynnum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

ratiopharm GmbH, Ulm, Þýskaland

Framleiðandi

Merckle GmbH, Blaubeuren, Þýskaland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.