Diprosalic

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Diprosalic Húðlausn / Húðlausn /
 • Skammtar:
 • Húðlausn /
 • Lyfjaform:
 • Húðlausn /
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Diprosalic Húðlausn / Húðlausn /
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • e9122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Diprosalic

®

0,5 mg/20 mg/g húðlausn

Betametasón/salisýlsýra

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum

Upplýsingar um Diprosalic húðlausn og við hverju hún er notuð

Áður en byrjað er að nota Diprosalic húðlausn

Hvernig nota á Diprosalic húðlausn

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Diprosalic húðlausn

Aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM DIPROSALIC HÚÐLAUSN OG VIÐ HVERJU HÚN ER NOTUÐ

Diprosalic húðlausn inniheldur barkstera með öfluga verkun og salisýlsýru.

Diprosalic verkar þannig að salisýlsýran mýkir húðina og barksterinn dregur úr þrota og ertingu,

þegar um bólgu er að ræða sem ekki orsakast af bakteríum, veirum eða sveppum. Þannig

minnkar útbreiðsla útbrota, exems eða psóríasis.

Nota má Diprosalic til meðferðar á mismunandi gerðum af exemi og einnig psóríasis.

Læknirinn getur hafa ávísað lyfinu til annarra nota. Fylgið ávallt fyrirmælum læknisins.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DIPROSALIC HÚÐLAUSN

Ekki má nota Diprosalic

ef þú ert með ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju öðru innihaldsefni Diprosalic

húðlausnar.

ef þú ert með sýkingu í húðinni sem orsakast af sveppum eða bakteríum, nema sýkingin sé

meðhöndluð samtímis.

ef þú ert með bólgulíkan sjúkdóm í andliti, sem lýsir sér með, roða, sérstaklega á nefi, í kinnum

og á enni (rósroði).

ef þú ert með bólgu með rauðum nöbbum kringum nef og munn (perioral dermatitis).

við bólum eða á bólótt svæði.

ef þú ert með sjúkdóm í húð sem orsakast af veirum (áblástur, hlaupabóla og ristill).

við húðsjúkdómum hjá börnum yngri en eins árs, t.d. exem eða bleiuexem.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Diprosalic

Meðferðin á ekki að vara lengur en brýna nauðsyn ber til og ekki lengur en fjórar vikur, án þess

að læknirinn hafi haft eftirlit með húðsjúkdómnum.

Ekki má nota barkstera lengur en læknirinn hefur mælt fyrir um. Þetta á sérstaklega við um

meðferð á viðkvæmu húðinni í andliti, holhönd, nára, við endaþarmsop og á kynfærum.

Sérstaklega skal varast að nota barkstera til meðferðar á börnum lengur en læknirinn hefur sagt

til um. Börn eru í meiri hættu á að fá aukaverkanir.

Ef í húðinni verður aukinn þurrkur, erting, roði, bólga eða kláði og sviði, skal leita ráða hjá

lækni. Um sýkingu eða ofnæmi getur verið að ræða.

Ekki má þekja smurða svæðið með umbúðum, sem liggja þétt að og eru loftþéttar, eða plástri.

Ekki má nota Diprosalic á opin sár eða skaddaða húð.

Ekki má nota Diprosalic kringum augun.

Varist að Diprosalic berist í augun.

Langvarandi notkun gerir húðina þunna og viðkvæma, sérstaklega í andliti, á kynfærum og á

innanverðum hand- og fótleggjum.

Ef Diprosalic hefur verið notað lengi má ekki hætta notkun þess skyndilega, þar sem það getur

orsakað versnun húðsjúkdómsins. Ræðið við lækninn um að hætta meðferðinni smátt og smátt.

Myndun hormóna í nýrnahettum getur minnkað við langvarandi notkun Diprosalic. Sjúklingar

verða því að láta lækninn vita af notkun Diprosalic ef þeir slasast alvarlega eða fá slæma

sýkingu (t.d. lungnabólgu) eða ef skurðaðgerð stendur fyrir dyrum.

Látið alltaf vita af yfirstandandi Diprosalic meðferð þegar teknar eru blóð- og þvagprufur.

Hafðu samband við lækni ef þú færð þokusýn eða aðrar sjóntruflanir.

Notkun annarra lyfja

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils. Þetta á líka við um lyf sem keypt eru erlendis, náttúrulyf, vítamín og

steinefni í stórum skömmtum sem og fæðubótarefni.

Nota má Diprosalic samtímis öðrum lyfjum.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga:

Aðeins má nota Diprosalic samkvæmt læknisráði.

Brjóstagjöf:

Þó að konur séu með barn á brjósti mega þær nota Diprosalic í skamman tíma. Spyrjið lækninn.

Konur með barn á brjósti mega ekki nota Diprosalic á brjóstin.

Akstur og notkun véla

Diprosalic hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

3.

HVERNIG NOTA Á DIPROSALIC HÚÐLAUSN

Venjulegur skammtur

Fullorðnir og börn: Berið þunnt lag á einu sinni til tvisvar á dag, á morgnana og á kvöldin.

Dreypið nokkrum dropum af Diprosalic húðlausn á svæðið sem þarf að meðhöndla og nuddið varlega

húðlausninni vel inn í húðina. Í sumum tilfellum nægir að bera sjaldnar á.

Varist að Diprosalic berist í augun

Þvoið hendur eftir að hafa borið lyfið á, nema verið sé að meðhöndla hendurnar.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Skammtar eru einstaklingsbundnir. Ekki á að

breyta skömmtum eða hætta meðferð nema í samráði við lækninn.

Ef stærri skammtur af Diprosalic húðlausn en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Í mjög sjaldgæfum tilfellum, við langvarandi og óhóflega notkun, hafa komið fram aukaverkanir s.s.

rautt, kringluleitt tunglandlit (moonface), vöðvaminnkun, óæskilegur hárvöxtur, bláleitar húðrákir,

aukin fitusöfnun á kvið og hnakka, ásamt öðrum aukaverkunum sem taldar eru upp í kaflanum um

aukaverkanir.

Ef gleymist að nota Diprosalic húðlausn

Um leið og munað er eftir skal bera á þunnt lag af Diprosalic húðlausn. Aldrei á að tvöfalda skammt til

að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota. Halda skal notkun áfram eins og læknirinn hefur mælt

fyrir um.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Diprosalic húðlausn valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá

öllum.

Meiri líkur eru á aukaverkunum þegar verið er að meðhöndla stór húðsvæði eða ef notaðar eru

loftþéttar umbúðir á svæði sem borið hefur verið á.

Alvarlegar aukaverkanir við notkun Diprosalic húðlausnar.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir/aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(koma fyrir hjá færri en 1

af hverjum 1.000 meðhöndluðum)

Rautt, kringluleitt tunglandlit, sykursýki, hár blóðþrýstingur, minnkaður vöðvamassi, aukin

fitusöfnun á kvið og hnakka. Hafið samband við lækninn.

Tíðni ekki þekkt:

Alvarlegt lost eftir slys, skurðaðgerð eða slæma sýkingu (t.d. lungnabólga).

Dregið getur úr eðlilegum vexti og þyngdaraukningu barna. Hafið samband við lækninn.

Börn geta fengið þrálátan höfuðverk, vegna hækkaðs þrýstings í heila. Hafið samband við

lækninn.

Psóríasis með graftarbólum á höndum og fótum eða um allan líkamann. Hafið samband við

lækni eða bráðamóttöku.

Aukaverkanir við notkun Diprosalic húðlausnar sem ekki eru alvarlegar.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá milli 1 og 10 af 1.000 meðhöndluðum)

Ný sýking á svæðinu sem verið er að meðhöndla. Þunn og viðkvæm húð, húðrákir, staðbundinn

roði á höku og nefi (stera-rósroði), litlar punktblæðingar eða stærri blæðingar í húðinni

(flekkblæðingar/purpuri).

Tíðni ekki þekkt:

Sýking í hárslíðri, litlar vökvafylltar blöðrur, útbrot með bólum.

Dulin húðsýking, versnun húðsýkingar.

Kláði, brunatilfinning, erting, húðþurrkur, sprungur í munnvikum, verkur á meðferðarsvæði.

Bólga með rauðum nöbbum í kringum nef og munn (perioral dermatit), útbrot, útvíkkun smáæða

í húðinni, „soðin“ og löskuð húð.

Snertiofnæmi.

Versnun exems þegar meðferð er hætt.

Þokusýn

Í mjög sjaldgæfum tilvikum eða örsjaldan geta komið fyrir aðrar aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar.

Ef óskað er frekari upplýsinga um þessar aukaverkanir skal leita til læknisins eða lyfjafræðings í

apóteki.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

HVERNIG GEYMA Á DIPROSALIC HÚÐLAUSN

Geymið Diprosalic húðlausn þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Diprosalic húðlausn eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Geymið Diprosalic húðlausn ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Diprosalic húðlausn

Diprosalic, húðlausn, 0,5 mg/ + 20 mg/g.

Virku innihaldsefnin í Diprosalic húðlausn eru betametasón 0,5 mg/g (sem tvíprópíónat) og

salisýlsýra 20 mg/g.

Önnur innihaldsefni eru: Tvínatríummedetat, hýprómellósa, natríumhýdroxíð, ísóprópanól og

hreinsað vatn.

Útlit og pakkningastærðir

Útlit

Diprosalic húðlausn er litlaus, hálfgegnsæ húðlausn með jafnri áferð.

Pakkningastærðir

Flaska 50 og 100 ml

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfis og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme B.V., Box 581, 2003 PC Haarlem, Holland

Framleiðendandi

Schering-Plough Labo N.V., Industriepark 30, 2220 Heist-op-den-Berg, Belgía

Cenexi HSC, 2, rue Louis Pasteur, 14200 Hérouville Saint Clair, Frakkland

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í nóvember 2017.