Diovan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Diovan Mixtúra, lausn 3 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 3 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Mixtúra, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Diovan Mixtúra, lausn 3 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d8122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Diovan 3 mg/ml mixtúra, lausn

valsartan

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Diovan og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Diovan

Hvernig nota á Diovan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Diovan

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Diovan og við hverju það er notað

Diovan inniheldur virka efnið valsartan og tilheyrir flokki lyfja sem nefnist angíótensín II

viðtakablokkar, sem hjálpa til við að hafa hemil á háum blóðþrýstingi. Angíótensín II er efni í

líkamanum sem veldur æðasamdrætti og þar með hækkuðum blóðþrýstingi. Diovan verkar með því að

hamla áhrifum angíótensíns II. Afleiðing þess er sú að það slaknar á æðunum og blóðþrýstingurinn

lækkar.

Diovan 3 mg/ml mixtúru, lausn

má nota til meðferðar við of háum blóðþrýstingi hjá börnum og

unglingum á aldrinum 6 til 18 ára.

Hár blóðþrýstingur eykur álag á hjarta og slagæðar. Ef meðferð

er ekki beitt getur hann skemmt æðar í heila, hjarta og nýrum og leitt til heilablóðfalls, hjartabilunar

eða nýrnabilunar. Hár blóðþrýstingur eykur hættu á hjartaáföllum. Með því að lækka blóðþrýsting í

eðlileg gildi dregur úr hættu á þessum sjúkdómum.

2.

Áður en byrjað er að nota Diovan

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Diovan:

ef um er að ræða

ofnæmi

fyrir valsartani eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með

alvarlegan lifrarsjúkdóm

meira en 3 mánuðir eru liðnir af meðgöngu

(einnig er betra að forðast Diovan fyrst á

meðgöngunni – sjá kaflann um meðgöngu).

ef þú ert með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi og ert á meðferð með blóðþrýstingslækkandi

lyfi sem inniheldur aliskiren.

Ef eitthvað af framangreindu á við skaltu láta lækninn vita og ekki má taka Diovan.

Varnaðarorð og varúðarreglur:

Leitið ráða hjá lækninum áður en Diovan er notað

ef þú ert með lifrarsjúkdóm.

ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm eða ef þú ert í skilunarmeðferð.

ef þú ert með þrengingu í nýrnaslagæð.

ef þú hefur nýlega fengið ígrætt nýra (fengið nýtt nýra).

Ef þú hefur fundið fyrir þrota í tungu og andliti vegna ofnæmisviðbragða sem nefnast

ofnæmisbjúgur, meðan þú ert á meðferð með öðrum lyfjum (þar með talið ACE-hemlum),

skaltu láta lækninn vita. Ef þessi einkenni koma fram meðan á meðferð með Diovan stendur

skaltu strax hætta að nota Diovan og þú mátt aldrei nota það aftur. Sjá einnig kafla 4

„Hugsanlegar aukaverkanir“.

ef þú tekur lyf sem auka kalíummagn í blóði. Meðal þeirra eru kalíumuppbót eða saltauppbót

sem inniheldur kalíum, kalíumsparandi lyf og heparín. Nauðsynlegt getur verið að fylgjast

reglulega með magni kalíums í blóði.

ef þú ert með aldósterónheilkenni. Það er sjúkdómur sem felst í því að nýrnahetturnar framleiða

of mikið af hormóninu aldósteróni. Ef þetta á við er ekki mælt með notkun Diovan.

ef þú hefur tapað miklum vökva (vökvaþurrð) af völdum niðurgangs, uppkasta eða stórra

skammta af þvagræsilyfjum (bjúgtöflum).

ef þú notar eitthvert af eftirtöldum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla háan blóðþrýsting:

ACE-hemil (til dæmis enalapril, lisinopril, ramipril) sérstaklega ef þú ert með

nýrnakvilla sem tengjast sykursýki.

aliskiren

Hugsanlegt er að læknirinn rannsaki nýrnastarfsemi, mæli blóðþrýsting og magn blóðsalta (t.d.

kalíums) með reglulegu millibili.

Sjá einnig upplýsingar í kaflanum „Ekki má nota Diovan“

Þú verður að segja lækninum frá því ef þú heldur að þú sért (eða gætir orðið) þunguð. Ekki er mælt

með að nota Diovan fyrst á meðgöngu og alls ekki má taka það ef þungun hefur varað lengur en í

3 mánuði vegna þess að notkun á því skeiði getur valdið barninu alvarlegum skaða (sjá kaflann um

meðgöngu).

Notkun annarra lyfja samhliða Diovan

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð.

Það getur haft áhrif á meðferðina ef Diovan er tekið samhliða sumum öðrum lyfjum. Nauðsynlegt

getur verið að breyta skammtinum, grípa til annarra varúðarráðstafana eða, í sumum tilvikum, að

hætta notkun einhvers lyfs. Þetta á bæði við um lyfseðilsskyld lyf og lausasölulyf, einkum:

önnur lyf sem lækka blóðþrýsting

, einkum

þvagræsilyf

(bjúgtöflur), ACE-hemlar (svo sem

enalapril, lisinopril, o.s.frv.) eða aliskiren (sjá einnig upplýsingar undir „Ekki má nota Diovan“

og „Varnaðarorð og varúðarreglur“).

lyf sem auka kalíummagn

í blóði. Meðal þeirra eru kalíumuppbót eða saltauppbót sem

inniheldur kalíum, kalíumsparandi lyf og heparín.

sérstakan flokk verkjalyfja

sem kallaður er bólgueyðandi gigtarlyf

(NSAID)

sum sýklalyf (af flokki rifamycina), lyf sem notað er til að koma í veg fyrir höfnun á líffæri eftir

ígræðslu (ciclosporin) eða andretróveirulyf sem notað er við HIV/AIDS sýkingu (ritonavir).

Þessi lyf geta aukið áhrif Diovan.

litíum

, sem er lyf við sumum geðsjúkdómum.

Meðganga og brjóstagjöf

Ef þú heldur að þú sért (eða gætir orðið) þunguð er nauðsynlegt að segja lækninum frá

því

. Læknar ráðleggja konum venjulega að hætta að taka Diovan ef þungun er ráðgerð eða um

leið og vitað er um þungun og ráðleggja þá að taka annað lyf í staðinn fyrir Diovan.

Ekki er mælt með að nota Diovan fyrst á meðgöngu og alls ekki má taka það ef þungun hefur

varað lengur en í 3 mánuði vegna þess að barnið getur hlotið alvarlegan skaða af notkun þess

eftir þriðja mánuð meðgöngu.

Láttu lækninn vita ef þú ert með barn á brjósti eða í þann veginn að hefja brjóstagjöf.

Ekki er mælt með að mæður með barn á brjósti noti Diovan og læknirinn gæti valið aðra

meðferð fyrir konur sem vilja hafa barn á brjósti, einkum ef barnið er nýburi eða fyrirburi.

Akstur og notkun véla

Áður en byrjað er að aka farartæki, nota verkfæri eða stjórna vélum, eða stunda önnur störf sem

krefjast einbeitingar, verður hver og einn að ganga úr skugga um áhrif Diovan á sig. Eins og við á um

mörg önnur blóðþrýstingslækkandi lyf getur Diovan í mjög sjaldgæfum tilvikum valdið sundli og haft

áhrif á einbeitingargetu.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Diovan mixtúra inniheldur súkrósa, methyl parahydroxybenzoat og poloxamer

Diovan mixtúra, lausn inniheldur 0,3 g af

súkrósa

í hverjum millilítra. Þú þarft að taka tillit til

þessa ef þú ert með sykursýki. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við

lækni áður en Diovan mixtúra, lausn er tekin inn. Magn súkrósa í Diovan mixtúrunni getur

skemmt tennur.

Diovan mixtúra, lausn inniheldur

methyl parahydroxybezoat

(E218). Það getur valdið

ofnæmisviðbrögðum sem hugsanlega koma fram nokkru eftir að mixtúran er tekin inn. Þessi

viðbrögð geta verið útbrot, kláði, ofsakláði. Ef aukaverkanirnar verða alvarlegar skaltu hafa

samband við lækninn.

Diovan mixtúra, lausn inniheldur

poloxamer (188)

sem getur valdið mýkri hægðum.

3.

Hvernig nota á Diovan

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Þeir sem eru með of háan blóðþrýsting eru oft

einkennalausir. Mörgum líður alveg eðlilega. Því er enn mikilvægara að hitta lækni reglulega, jafnvel

þótt ekkert virðist ama að.

Lestu leiðbeiningarnar aftast í fylgiseðlinum áður en þú notar inntökusprautuna eða

mælistaupið.

Hversu mikið á að taka

Diovan mixtúru á að taka einu sinni á dag

Ef þú ert léttari en 35 kg

venjulegur skammtur er 20 mg af valsartani (samsvarar 7 ml af mixtúrunni).

Ef þú ert 35 kg eða þyngri:

venjulegur skammtur er 40 mg af valsartani (samsvarar 13 ml af mixtúrunni).

Í sumum tilvikum getur verið að læknirinn vilji að þú takir

allt að 40 mg af valsartani (samsvarar 13 ml af mixtúrunni) fyrir þá sem eru léttari en 35 kg.

allt að 80 mg af valsartani (samsvarar 27 ml af mixtúrunni) fyrir þá sem eru 35 kg eða þyngri.

Taka má Diovan inn með mat eða án.

Taka skal Diovan um það bil á sama tíma á hverjum sólarhring.

Ef tekinn er stærri skammtur af Diovan en mælt er fyrir um

Komi fram mikið sundl og/eða aðsvif skal hafa tafarlaust samband við lækni og leggjast útaf. Hafi of

mikið af Diovan mixtúru verið tekið inn fyrir slysni skal hafa samband við lækni, lyfjafræðing eða

sjúkrahús.

Ef gleymist að taka Diovan

Ef þú gleymir að taka skammt skalt þú taka hann um leið og þú manst eftir honum. Ef næstum er

kominn tími fyrir næsta skammt skal hins vegar sleppa þeim skammti sem gleymdist.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Diovan

Ef meðferð með Diovan er hætt getur það leitt til þess að sjúkdómurinn versni. Ekki skal hætta notkun

lyfsins nema að ráði læknis.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Sumar aukaverkanir geta verið alvarlegar og þarfnast læknismeðferðar án tafar:

Fram geta komið einkenni ofnæmisbjúgs (sérstök ofnæmisviðbrögð), t.d.:

þroti í andliti, vörum, tungu eða kverkum.

öndunarerfiðleikar eða kyngingarörðugleikar.

ofsakláði, kláði.

Ef vart verður við einhver framangreindra einkenna, skal hætta notkun Diovan og leita til

læknis tafarlaust (sjá einnig kafla 2 „Áður en byrjað er að nota Diovan“).

Aukaverkanir eru:

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Sundl.

Lágur blóðþrýstingur með eða án einkenna á borð við sundl og yfirlið þegar staðið er upp.

Skert nýrnastarfsemi.

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Ofnæmisbjúgur (sjá kaflann „Sumar aukaverkanir geta verið alvarlegar og þarfnast tafarlausrar

læknisaðstoðar“

Skyndilegt meðvitundarleysi (yfirlið).

Svimi (allt virðist hringsnúast).

Verulega skert nýrnastarfsemi (merki um bráða nýrnabilun).

Vöðvakrampar, takttruflanir í hjarta (merki um blóðkalíumhækkun).

Mæði, öndunarörðugleikar í útafliggjandi stöðu, þroti á fótum og fótleggjum (merki um

hjartabilun).

Höfuðverkur.

Hósti.

Kviðverkir.

Ógleði.

Niðurgangur.

Þreyta.

Máttleysi.

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Blöðrur á húð (einkenni blöðruhúðbólgu).

Ofnæmisviðbrögð með útbrotum, kláða og ofsakláða, einkenni um sótthita, bólgnir liðir og

liðverkir, vöðvaverkir, bólgnir eitlar og/eða flensulík einkenni geta komið fram (merki um

sermissótt).

Blárauðir blettir, sótthiti, kláði (merki um bólgu í blóðæðum, svokallaða æðabólgu).

Óeðlilegar blæðingar eða mar (merki um blóðflagnafæð).

Vöðvaverkir (vöðvabólga).

Sótthiti, eymsli í kverkum eða sár í munni vegna sýkinga (einkenni um skort á hvítum

blóðfrumum sem einnig kallast daufkyrningafæð).

Lækkuð hemóglóbíngildi og lækkað hlutfall rauðra blóðfrumna í blóði (sem getur leitt til

blóðleysis í alvarlegum tilvikum).

Hækkað kalíumgildi í blóði (sem getur leitt til vöðvakrampa og takttruflana í hjarta í

alvarlegum tilvikum).

Hækkuð mæligildi í lifrarprófum (sem geta bent til lifrarskemmda), þ.m.t. hækkað

gallrauðagildi í blóði (sem getur leitt til gulu í húð og augum í alvarlegum tilvikum).

Aukið þvagefni í blóði og hækkað kreatíníngildi í sermi (sem getur bent til óeðlilegrar

nýrnastarfsemi).

Tíðni sumra aukaverkana getur verið mismunandi eftir ástandi hvers og eins. Til dæmis sáust

aukaverkanir á borð við sundl og skerta nýrnastarfsemi sjaldnar hjá fullorðnum sjúklingum sem

meðhöndlaðir voru við háum blóðþrýstingi en hjá fullorðnum sjúklingum sem meðhöndlaðir voru við

hjartabilun eða eftir nýlegt hjartaáfall.

Aukaverkanir hjá börnum og unglingum eru svipaðar og þær sem hafa komið fram hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Diovan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á flöskunni.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.Eftir að flaskan hefur verið opnuð má geyma hana í allt að

3 mánuði við lægri hita en 30°C.

Ekki skal nota lyfið ef vart verður við skemmdir á pakkningunni eða hún ber þess merki að átt

hafi verið við hana.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Diovan inniheldur

Virka innihaldsefnið er valsartan. Hver ml af mixtúru, lausn inniheldur 3 mg af valsartani.

Önnur innihaldsefni eru súkrósi, methyl parahydroxybenzoat (E218), kalíumsorbat, poloxamer

(188), vatnsfrí sítrónusýra, natríumsítrat, tilbúið bláberjabragðefni, propylenglycol (E1520),

natríumhýdroxíð, saltsýra, hreinsað vatn (sjá einnig í kafla 2 „Diovan mixtúra inniheldur

súkrósa, methyl parahydroxybenzoat og poloxamer“.

Lýsing á útliti Diovan og pakkningastærðir

Diovan 3 mg/ml mixtúra, lausn er tær, litlaus eða fölgul mixtúra.

Mixtúran er í pakkningu sem inniheldur eina 180 ml gulbrúna glerflösku með skrúfuðu

barnaöryggisloki og gulum innsiglishring. Flaskan inniheldur 160 ml af mixtúru. Flöskunni

fylgir lyfjagjafarsett sem samanstendur af einu millistykki sem þrýst er niður í flöskuna, einni

5 ml inntökusprautu úr polypropyleni og einu 30 ml mælistaupi úr polypropyleni.

Markaðsleyfishafi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk

Framleiðandi

Novartis Pharma GmbH

Roonstrasse 25

D-90429 Nürnberg

Þýskaland

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa.

Vistor hf.

Sími: 535 7000.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland,

Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Kýpur, Lettland, Litháen,

Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía,

Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland

Diovan

Belgía, Lúxemborg

Diovane

Frakkland, Ítalía

Tareg

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í ágúst 2016.

LEIÐBEININGAR FYRIR NOTKUN INNTÖKUSPRAUTUNNNAR OG MÆLISTAUPSINS

Lestu þessar notkunarleiðbeiningar vandlega áður en lyfið er notað. Þær aðstoða þig við að nota

inntökusprautuna og mælistaupið á réttan hátt.

Það sem þú munt nota

Millistykki sem þrýst er niður í flöskuna:

sem þú setur niður í háls flöskunnar.

Þegar þú hefur sett það í, máttu ekki fjarlægja

það.

Flaska

sem inniheldur lyfið:

sem er með áskrúfuðu barnaöryggisloki.

Skrúfaðu lokið alltaf aftur á eftir notkun.

Inntökusprauta:

sem samanstendur af glæru plaströri með

stimpli innan í.

Inntökusprautan passar ofan í millistykkið og

er notuð til að mæla tilætlað magn af lyfinu úr

flöskunni. Notaðu nýtt millistykki og nýja

inntökusprautu í hvert skipti sem þú byrjar á

nýrri flösku af lyfi.

Mælistaup:

sem hægt er að nota ef fylla þarf sprautuna

nokkrum sinnum til að ná ávísuðum skammti.

Settu mælistaupið alltaf aftur ofan á lokið

eftir notkun og hreinsun.

Millistykkið sett á nýja flösku af lyfi

Fjarlægðu lokið af flöskunni með því að þrýsta því

þéttingsfast

niður og snúa því rangsælis (eins og sýnt er

ofan á lokinu).

Láttu opna flöskuna standa á borði og þrýstu millistykkinu

þéttingsfast

niður í háls flöskunnar, eins langt og hægt er.

Athugaðu:

Ekki er víst að unnt sé að þrýsta millistykkinu alveg

niður, en það skiptir ekki máli því þegar lokið er síðan skrúfað á

flöskuna fer millistykkið á sinn stað.

Skrúfaðu lokið aftur á flöskuna.

Lyfjaskammturinn tekinn til

Fjarlægðu lokið af flöskunni með því að þrýsta því

þéttingsfast

niður og snúa því rangsælis (eins og sýnt er ofan á lokinu).

Gakktu úr skugga um að þú hafir náð að þrýsta stimplinum alveg

inn í inntökusprautuna.

Haltu flöskunni uppréttri og þrýstu sprautunni

þéttingsfast

niður

í millistykkið.

Haltu sprautunni á sínum stað og hvolfdu flöskunni gætilega.

Áður en skammtur er mældur þarf að losna við allar stórar

loftbólur sem geta verið í sprautunni. Til þess skal:

draga stimpilinn hægt alveg niður þannig að lyfið fylli

inntökusprautuna.

síðan ýta stimplinum alveg til baka þannig að sprautan

tæmist aftur.

Mæling lyfjaskammts

Athugið

: Heildarmagn af mixtúru sem hægt er að mæla með inntökusprautunni er 5 ml.

Nauðsynlegt getur verið að endurtaka skref 10 til 16 nokkrum sinnum eftir því hver ávísaður skammtur

er. Til dæmis, ef ávísaður skammtur er 13 ml, þá þarf að mæla mixtúruna í þremur skrefum:

5 ml + 5 ml + 3 ml.

Finndu merkið á mælikvarðanum á sprautunni sem svarar til

skammtsins sem ætlunin er að nota.

Dragðu stimpilinn hægt niður þar til efri brún svarta hringsins er

nákvæmlega við það merki.

Snúðu flöskunni gætilega við þannig að stúturinn snúi upp.

Taktu sprautuna úr flöskunni með því að snúa henni varlega

þannig að hún losni úr millistykkinu.

Lyfið tekið inn

Sjúklingurinn á að sitja uppréttur.

Setja skal endann á sprautunni upp í munninn.

Ýta skal stimplinum

hægt

inn og kyngja lyfinu beint úr

sprautunni.

Ef ávísaður skammtur er svo stór að fylla þarf sprautuna

nokkrum sinnum

, er hægt að tæma mældu skammtana úr

sprautunni í mælistaupið

og athuga síðan heildarmagn

mixtúrunnar.

Drekka skal alla mixtúruna strax.

Setja skal barnaöryggislokið aftur á eftir notkun.

Hreinsun inntökusprautunnar:

Þurrka skal utan af sprautunni með hreinni, þurri

bréfþurrku.

Þetta skal gera eftir hvert skipti sem sprautan er notuð.

Hreinsun mælistaupsins:

Hreinsa skal mælistaupið með hreinu vatni.

Þurrka skal staupið með hreinni bréfþurrku og setja það

aftur yfir tappann á flöskunni.