Diamox

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Diamox Tafla 250 mg
 • Skammtar:
 • 250 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Diamox Tafla 250 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a2122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Diamox töflur 250 mg

Acetazolamíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Diamox og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Diamox

Hvernig nota á Diamox

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Diamox

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Diamox og við hverju það er notað

Diamox inniheldur virka efnið acetazolamíð sem lækkar augnþrýsting með því að draga úr framleiðslu

augnvökva.

Diamox er notað sem skammtímameðferð við augnaðgerð þegar talin er hætta á að augnþrýstingur

hækki skyndilega. Diamox er einnig notað sem viðbótarmeðferð við gláku, fyrir aðgerð vegna bráðrar

þrönghornsgláku og sem viðbótarmeðferð við flogaveiki (petit mal).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Diamox

Ekki má nota Diamox

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Ef þú ert með klóríðblóðsýringu (truflun á saltajafnvægi vegna truflunar á nýrnastarfsemi).

Ef þú ert með Addisons sjúkdóm (skert framleiðsla á barksterum í nýrnahettum ofan við nýrun).

Ef þú ert með eða hefur verið með alvarlega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi.

Ef þú ert með lækkuð gildi natríums og/eða kalíums í blóði.

Ef þú ert með ofnæmi fyrir súlfónamíðum.

Ef þú færð meðferð við langvinnri þrönghornsgláku (tegund gláku þar sem eðlileg

frárennslisgöng augans hafa þrengst, sem leiðir til aukins þrýstings í auganu og skertrar sjónar).

Læknirinn mun ræða þetta við þig.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Diamox er notað.

Ef þú þjáist af lungnakvilla eða öndunarerfiðleikum eins og lungnaþembu.

Ef þú ert með eða hefur sögu um nýrnavandamál svo sem nýrnasteina.

Ef þú ert með sykursýki eða átt í erfiðleikum með blóðsykurinn.

Ef fram komu áhrif á húð eða alvarlegar breytingar verða á blóðmynd er hugsanlegt að læknirinn hætti

meðferð og hefji aðra viðeigandi meðferð.

Diamox getur í mjög sjaldgæfum tilfellum haft áhrif á hvít blóðkorn svo að dregur úr mótstöðu gegn

sýkingum. Ef þú færð sýkingu með einkennum eins og sótthita eða verulegri skerðingu á almennu

líkamsástandi eða einkenni eins og særindi í hálsi/koki/munni eða vandamál við þvaglát, skaltu strax

hafa samband við lækninn svo að hægt sé með blóðprófi að útiloka skort á hvítum blóðkornum

(kyrningahrap). Mikilvægt er að þú greinir frá því hvaða lyf þú tekur.

Hjá fáeinum einstaklingum sem fá meðferð með flogaveikilyfjum svo sem Diamox hefur orðið vart

við sjálfsskaðahugsanir eða sjálfsvígshugsanir. Fáir þú einhvern tímann slíkar hugsanir, hafðu þá strax

samband við lækninn.

Notkun annarra lyfja samhliða Diamox

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Áhrif þessara lyfja geta breyst, sérstaklega ef þú tekur eða notar einhver af eftirfarandi lyfjum:

Lyf við flogaveiki eða krömpum (sérstaklega fenýtoín, tópíramat, karbamazepín eða prímidon)

Lyf við sykursýki sem lækka blóðsykur (t.d. metformín).

Önnur lyf af flokki lyfja sem kallast karbóanhýdrasa hemlar (notuð til að meðhöndla hækkaðan

þrýsting í auga).

Lyf sem hafa áhrif á fólinsýru, t.d. metótrexat, pýrímetamín og trímetóprím.

Blóðþynnandi lyf, t.d. warfarín.

Aspirín eða skyld lyf, t.d. acetýlsalicýlsýra.

Lyf við hjartasjúkdómum eins og hjartaglýkósíðar (t.d. dígoxín).

Lyf við háum blóðþrýstingi.

Lyf við sýkingu í þvagfærum (metenamín).

Lyf sem innihalda amfetamín (örvandi), quinidín (við óreglulegum hjartslætti), memantín (við

alzheimer sjúkdómi) eða litíum (við alvarlegum geðrænum kvillum).

Cyklósporín (notuð eftir líffæraflutninga til að bæla ónæmiskerfið).

Natríum bikarbónat meðferð (notuð til að meðferðar sýringu í líkamanum).

Diamox getur haft áhrif á sumar rannsóknir. Ef þú þarft að fara á sjúkrahús eða til læknis vegna

rannsókna, skaltu segja viðkomandi lækni að þú takir Diamox. Hafðu samband við lækninn.

Nauðsynlegt getur verið að breyta skammtinum.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga:

Diamox getur haft áhrif á fóstrið. Því skal ekki taka Diamox ef þú ert þunguð, hefur grun um að þú

sért þunguð eða hyggur á barneignir.

Brjóstagjöf:

Acetazólamíð berst í brjóstamjólk. Hætta er á að það hafi áhrif á barn á brjósti. Ekki má nota Diamox

meðan á brjóstagjöf stendur nema samkvæmt beinum fyrirmælum læknis.

Frjósemi:

Lyfið getur haft áhrif á kyngetu og kynhvöt karla.

Akstur og notkun véla

Valdi notkun Diamox sundli, syfju eða rugli hjá þér skaltu ekki aka bíl eða stjórna vélum. Diamox

getur stundum valdið nærsýni. Komi það fyrir skaltu gæta varúðar við akstur og hafa samband við

lækninn.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Diamox

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið, skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Skammtímameðferð við augnaðgerð:

Venjulegur skammtur er 250 til 1.000 mg á dag.

Bráð þrönghornsgláka og gláka:

Venjulegur skammtur er 250 til 1.000 mg á dag skipt í 2-4 skammta.

Nota má Diamox samhliða hefðbundnum ljósopsþrengjandi lyfjum.

Sem viðbótarmeðferð við flogaveiki (petit mal):

Venjulegur skammtur fyrir fullorðna er 375-1.000 mg

á dag, skipt í 2-4 skammta.

Þegar Diamox er gefið ásamt öðrum flogaveikilyfjum er mælt með 250 mg upphafsskammti á dag sem

viðbót við þá meðferð sem er í gangi. Sá skammtur er síðan aukinn upp í ofannefndan skammt.

Áður en meðferð með Diamox hefst og meðan á meðferð stendur mun læknirinn taka blóðprufu

reglulega til að athuga hvort þú þurfir að halda áfram töku Diamox.

Töflunni má skipta í jafna hluta.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sím 543 2222).

Ef gleymist að taka Diamox

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Öll lyf geta valdið ofnæmisviðbrögðum þó svo að alvarleg ofnæmisviðbrögð komi örsjaldan fram.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef fram kemur skyndilegt surg, erfiðleikar við öndun,

bólgin augnlok, andlit eða varir, útbrot eða kláði (sérstaklega sem veldur kláða um allan

líkamann)

Hafðu strax samband við lækninn ef vart verður við sýkingu með hita og mikinn almennan

lasleika eða hita með staðbundnum einkennum svo sem í hálsi, koki, munni eða erfiðleika við

þvaglát.

Ef þessi einkenni koma upp ætti læknirinn að taka blóðpróf til að kanna hvort þú sért með

alvarlegan skort á hvítum blóðkornum (kyrningahrap).

Hafðu strax samband við lækninn ef fram koma óvenjuleg útbrot, breytingar á slímhúð, flögnun

á húð.

Látið lækninn strax vita ef þú tekur eftir einhverjum af eftirfarandi aukaverkunum.

Algengar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Aukning á sýrustigi blóðs sem getur leitt til einkenna svo sem ógleði, uppköst,

hjartsláttartruflanir eða höfuðverkur. Fáir þú einhver þessara einkenna, hafðu samband við lækni

eða bráðavakt.

Bragðtruflanir.

Sundl, þreyta.

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Náladofi eða skert skynjun í fingum eða tám.

Kláði

Ógleði eða uppköst

Verkur í mjóhrygg vegna nýrnasteina.

Sótthiti, þróttleysi.

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Almenn þreyta og fölvi, sýking í hálsi.

Slappleiki í vöðvum.

Krampar.

Tilfallandi nærsýni sem gengur til baka þegar skammtur er minnkaður eða meðferð er hætt.

Eyrnasuð eða skerðing á heyrn.

Niðurgangur.

Gula

Gulnun húðar og augna og dökkt þvag og ljósar hægðir (gula), dauður lifrarvefur.

Ofnæmisviðbrögð sem veldur liðverkjum, útbrotum og sótthita (Steven Johsnons heilkenni).

Alvarlegur sjúkdómur með blöðrumyndun á húð og alvarlegra form þessa ástands (drep í

húðþekju), með skemmdum á stóru húðsvæði eða dreifðum útbrotum með einkennandi blettum

(regnbogaroðasótt).

Aukið ljósnæmi.

Aukinn hárvöxtur hjá konum.

Aðrar aukaverkanir eru m.a.:

Höfuðverkur, pirringur, æsingur.

Skortur á samhæfingu vöðva.

Þunglyndi, slæfing, rugl og þreyta.

Skert heyrn.

Svartar eða tjörukenndar hægðir.

Roðnun húðar.

Aukin þvagmyndun, blóð eða sykur í þvagi, nýrnabilun.

Aukinn þorsti, minnkuð kynhvöt.

Eftirfarandi má sjá á hefðbundnum rannsóknum:

Breytt lifrarstarfsem.

Blóð eða sykur í þvagi.

Breytingar á þvagsýrugildum í blóði.

Breytingar á blóðsykursþéttni.

Breytingar á blóðmynd.

Takir þú Diamox til lengri tíma getur það stundum haft áhrif á magn kalíums eða natríums í blóði.

Læknirinn mun sennilega taka blóðprufur til að fylgjast með að það gerist ekki. Beinþynning og

nýrnasteinar geta einnig komið fram við langvarandi meðferð

Hafið tafarlaust samband við lækni ef fram koma alvarleg húðviðbrögð: Rauð, hreistruð útbrot með

graftarbólum í húðinni og blöðrum (graftarútþot). Tíðni aukaverkunarinnar er ekki þekkt (ekki hægt að

áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Diamox

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Diamox inniheldur

Virka innihaldsefnið er acetazólamíð 250 mg í hverri töflu.

Önnur innihaldsefni eru maíssterkja, kalsíumhydrogenfosfat, magnesíumsterat, pólývídon

K 29-32 og natríum sterkju glýkolat.

Lýsing á útliti Diamox og pakkningastærðir

Diamox 250 mg hvítar töflur með deiliskoru.

Pakkningastærð: Plastglas með 100 töflum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

Mercury Pharmaceuticals Ltd,

Capital House, 85 King William Street,

London EC4N 7BL

Bretland

Framleiðandi:

Custom Pharmaceutical Limited

Conway Street

BN3 3LW Hove, East Sussex

Bretland

Chanelle Medical

Dublin Road

Loughrea

Co Galway

Írland

Umboð

Amdipharm Ltd.

Temple Chambers

3 Burlington Road

Dublin 4

Írland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2018.