Diamicron Uno

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Diamicron Uno Tafla með breyttan losunarhraða 30 mg
 • Skammtar:
 • 30 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla með breyttan losunarhraða
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Diamicron Uno Tafla með breyttan losunarhraða 30 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a0122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Diamicron Uno 30 mg, tafla með breyttan losunarhraða

Glíklazíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Diamicron Uno 30 mg og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að taka Diamicron Uno 30 mg

Hvernig taka á Diamicron Uno 30 mg

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Diamicron Uno 30 mg

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Diamicron Uno 30 mg og við hverju það er notað

Diamicron Uno 30 mg er lyf sem lækkar blóðsykur (sykursýkislyf til inntöku sem tilheyrir súlfónýl-

úrea lyfjum).

Diamicron Uno 30 mg er notað við sérstakri gerð af sykursýki (sykursýki af gerð 2) hjá fullorðnum

einstaklingum þegar mataræði, hreyfing og þyngdarlosun ein sér nægja ekki til að ná eðlilegum

blóðsykri.

2.

Áður en byrjað er að taka Diamicron Uno 30 mg

Ekki má taka Diamicron Uno 30 mg

ef um er að ræða ofnæmi fyrir glíklazíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6) eða fyrir öðrum lyfjum í sama flokki (súlfónýlúrea lyf) eða fyrir öðrum skyldum lyfjum

(blóðsykurslækkandi súlfónamíðum).

ef þú ert með insúlínháða sykursýki (sykursýki af gerð 1)

ef þú ert með ketónefni eða sykur í þvagi (sem getur bent til þess að þú sért með

ketónblóðsýringu af völdum sykursýki), sykursýkisfordá eða sykursýkisdá.

ef þú ert með alvarlega skerðingu á nýrna- eða lifrarstarfsemi.

ef þú tekur lyf til að meðhöndla sveppasýkingar (míkónazól, sjá kaflann „Notkun annarra lyfja

samhliða Diamicron Uno 30 mg“

ef þú ert með barn á brjósti (sjá kaflann „Meðganga og brjóstagjöf“).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ræddu við lækninn áður en þú notar Diamicron Uno 30 mg.

Þú skalt fylgja meðferðaráætluninni sem læknirinn lætur þér í té til að ná stjórn á blóðsykrinum.

Það þýðir að fyrir utan reglulega töfluinntöku, skaltu fylgja mataræðisáætlun, stunda líkamsrækt og

léttast, ef það á við.

Nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með sykri í blóði (og ef til vill einnig í þvagi) sem og

langtímasykurgildum á hemóglóbini (HbA1c) meðan á glíklazíðmeðhöndlun stendur.

Á fyrstu vikum meðferðarinnar getur hætta á lágum blóðsykri (blóðsykursfalli) aukist.

Þess vegna skaltu fylgjast vel með blóðsykrinum.

Blóðsykurslækkun getur orðið

ef þú borðar óreglulega eða ef þú sleppir úr máltíð.

ef þú fastar.

ef þú ert vannærð/ur.

ef þú breytir mataræðinu.

ef þú hreyfir þig meira en venjulega og eykur ekki kolvetnainntöku á móti.

ef þú drekkur áfengi einkum og sér í lagi ef þú sleppir úr máltíðum.

ef þú tekur önnur lyf eða náttúrulyf á sama tíma.

ef þú tekur of stóra skammta af glíklazíðum.

ef þú ert með sérstaka hormónatengda sjúkdóma (starfstruflanir í skjaldkirtli, heiladingli eða

nýrnahettubörk).

ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Ef þú ert með lágan blóðsykur gætir þú fengið eftirfarandi einkenni:

Höfuðverk, hungurtilfinningu, ógleði, uppköst, þreytu, svefntruflanir, eirðarleysi, árásargirni,

einbeitingarskort, minnkaða snerpu og seinkað viðbragð, þunglyndi, fát, tal eða sjóntruflanir, skjálfta,

skyntruflanir, svima og hjálparleysi.

Eftirfarandi merki og einkenni geta einnig átt sér stað: Svitnun, þvöl húð, kvíði, hraður eða óreglulegur

hjartsláttur, hár blóðþrýstingur, skyndilegur, sár verkur fyrir brjósti sem getur leitt út til nærliggjandi

svæða (hjartaöng).

Ef blóðsykurinn fellur ítrekað getur þú orðið mjög rugluð/ruglaður (með óráði), fengið krampa, misst

stjórn á þér, öndunin getur orðið grunn og hjartslátturinn hægur, þú gætir misst meðvitund.

Í flestum tilvikum hverfa einkenni lágs blóðsykurs hratt þegar þú hefur fengið þér sykur, t.d.

glúkósutöflur, sykurmola, sætan ávaxtadrykk, sætt te.

Þess vegna skaltu ævinlega hafa á þér einhvers konar sykur (glúkósutöflur, sykurmola).

Mundu að gervisykur kemur ekki að notum. Hafðu samband við lækni á næsta sjúkrahúsi ef sykurinn

hefur enginn áhrif eða ef einkennin koma aftur fram.

Lágur blóðsykur getur verið einkennalaus, lítt greinanlegur eða að blóðsykurinn lækkar svo hægt að þú

tekur ekki eftir því að hann hafi fallið. Þetta getur gerst ef þú ert aldraður sjúklingur og tekur ákveðin

lyf (t.d. lyf sem verka á miðtaugakerfið sem og beta-blokkar).

Ef aðstæður eru streitufullar (t.d. við slys, skurðaðgerð, sótthita o.s.frv.) getur læknirinn tímabundið

ákveðið að setja þig á insúlínmeðferð.

Einkenna hækkaðs blóðsykurs getur orðið vart þegar glíklazíð hefur ekki enn lækkað blóðsykurinn

nægjanlega mikið, þegar þú hefur ekki fylgt meðferðaráætluninni sem læknirinn gaf þér, ef þú tekur lyf

sem innihalda jóhannesarjurt (

Hypericum perforatum

) (sjá kafla „Notkun annarra lyfja samhliða

Diamicron Uno 30 mg“), eða við streitufullar aðstæður. Þau eru meðal annars þorsti, tíð þvaglát,

munnþurrkur, þurr húð með kláða, húðsýkingar og minnkuð hæfni.

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þú færð þessi einkenni.

Truflun á blóðsykursgildum (lág blóðsykursgildi og há blóðsykursgildi) getur komið fram þegar

glíklazíð er notað samhliða lyfjum sem tilheyra flokki sýklalyfja sem kallast flúroroquinlón,

sérstaklega hjá öldruðum sjúklingum. Í þessum tilfellum mun læknirinn minna á mikilvægi þess að

fylgjast með blóðsykursgildum.

Ef þú hefur fjölskyldusögu um eða ef þú veist að þú ert með arfgengan glúkósa-6-fosfat dehýdrógenasa

(G6PD) skort (óeðlilegar rauðar blóðfrumur), getur komið fram lækkun í blóðrauða og niðurbrot

rauðra blóðfruma. Hafðu samband við lækninn áður en þú tekur inn lyfið.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með því að börn noti Diamicron Uno 30 mg vegna skorts á upplýsingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Diamicron Uno 30 mg

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Blóðsykurslækkandi áhrif glíklazíðs geta aukist og einkenna lágs blóðsykurs getur orðið vart ef

eitthvert af eftirtöldum lyfjum eru notuð:

Önnur lyf notuð til að meðhöndla háan blóðsykur (sykursýkislyf til inntöku, GLP-1 viðtaka

örva- eða insúlín).

Sýklalyf (t.s. súlfónamíð, klarithromycin).

Önnur lyf til að meðhöndla háan blóðsykur eða hjartabilun (beta-blokkar, ACE-hemlar á borð

við kaptópríl eða enalapríl).

Lyf til að meðhöndla sveppasýkingar (míkónazól, flúkónazól).

Lyf til að meðhöndla sár í maga eða skeifugörn (H

viðtakablokkar).

Lyf til að meðhöndla þunglyndi (mónamínoxídasa hemlar).

Verkjalyf eða gigtarlyf (fenýlbútazón, íbúprófen).

Lyf sem innihalda alkóhól.

Blóðsykurslækkandi áhrif glíklazíðs geta minnkað þannig að blóðsykurinn hækkar þegar eitthvert af

eftirtöldum lyfjum er notað:

Lyf til að meðhöndla sjúkdóma í miðtaugakerfinu (klórprómazín).

Lyf sem draga úr bólgum (barksterar).

Lyf til að meðhöndla astma eða lyf notuð í fæðingu (salbútamól í bláæð, rítódrín, terbútalín).

Lyf til að meðhöndla sjúkdóma í brjóstum, miklar tíðablæðingar og legslímuvilla (danazol).

lyf sem innihalda jóhannesarjurt (St. John´s Wort (

Hypericum perforatum

Truflun á blóðsykursgildum (lág blóðsykursgildi og há blóðsykursgildi) getur komið fram þegar lyf

sem tilheyra flokki sýklalyfja sem kallast flúoroquinolón eru tekin á sama tíma og Diamicron Uno

30 mg, sérstaklega hjá öldruðum sjúklingum.

Diamicron Uno 30 mg getur aukið áhrif lyfja sem draga úr storkunarhæfni blóðs (t.d. warfarín).

Leitið ráða hjá lækninum áður en byrjað er að nota önnur lyf. Ef þú leggst inn á spítala skaltu segja

heilbrigðisstarfsfólkinu frá því að þú notar Diamicron 30 mg.

Notkun Diamicron Uno 30 mg með mat, drykk eða áfengi

Diamicron Uno 30 mg má taka með mat og drykk sem ekki inniheldur áfengi.

Ekki er mælt með því að nota áfengi vegna þess að það breytir sykursýkisstjórnuninni með

ófyrirséðum hætti.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki er mælt með því að nota Diamicron Uno 30 mg á meðgöngu. Við meðgöngu, grun um þungun

eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Þú mátt ekki taka Diamicron Uno 30 mg á meðan þú ert með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Hæfni þín til að einbeita þér eða viðbragðsflýtir getur skerst ef blóðsykurinn er of lágur eða of hár eða

ef truflanir verða á sjóninni vegna þessara einkenna. Hafðu í huga að þú getur farið þér eða öðrum að

voða (t.d. ef þú ekur bíl eða notar vélar). Leitaðu ráða hjá lækninum um hvort þú ert fær um að aka ef:

Þú færð tíð blóðsykurföll.

Ef þú færð fá eða engin viðvörunarmerki um blóðsykursfall.

3.

Hvernig taka á Diamicron Uno 30 mg

Skammtur

Taktu lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknir ákveður skammtinn með tilliti til sykurgilda í blóði og ef til vill einnig í þvagi.

Breyta getur þurft glíklazíðskammtinum ef breytingar verða á utanaðkomandi þáttum (t.d. ef þú léttist,

breytir um lífsstíl, við streitu) eða ef blóðsykursstjórnun breytist til batnaðar.

Ráðlagður dagsskammtur er ein til fjórar töflur (hámark 120 mg) í einum skammti á

morgunverðartíma. Þetta er háð því hvernig þú svarar meðferðinni.

Ef hafin er samsett meðferð með Diamicron Uno 30 mg og metformíni, alfa-glúkosidasa hemli,

tíazolidíndíon lyfi, dípeptidýl peptíðasa-4 hemli, GLP-1 viðtaka örva eða ef þú byrjar að nota insúlín

ákveður læknirinn hvaða skammtur er réttur fyrir þig.

Diamicron Uno 30 mg er til inntöku. Takið töfluna/töflurnar með glasi af vatni á morgunverðartíma

(helst á sama tíma alla daga). Gleypið hálfa eða heila töflu/töflur í heilu lagi. Ekki má tyggja þær eða

mylja. Alltaf þarf að neyta máltíðar eftir að hafa tekið töflu(r).

Ef þú tekur eftir því að blóðsykursgildi þín eru há þó svo að þú sért að taka lyfin sem þér hefur verið

ávísað skalt þú hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn

Hafðu tafarlaust samband við lækninn eða bráðamóttöku næsta sjúkrahúss ef þú tekur of margar töflur.

Einkenni ofskömmtunar eru þau sömu og einkenni lágs blóðsykurs, sem lýst er í kafla 2. Ráða má bót

á einkennunum með því að taka strax inn sykur (4 til 6 mola) eða sætan drykk og borða staðgóða

máltíð þar á eftir. Ef sjúklingurinn er án meðvitundar, hafið þá tafarlaust samband við lækni og hringið

í neyðarþjónustu. Hið sama á við ef einhver, t.d. barn, tekur lyfið óvart.

Hvorki má gefa meðvitandarlausum sjúklingi mat eða drykk.

Verið viss um að sá sem hringir í neyðarþjónustuna viti um hvað málið snýst.

Ef gleymist að taka Diamicron Uno 30 mg

Mikilvægt er að þú takir lyfið þitt á hverjum degi vegna þess að regluleg lyfjameðferð hefur betri

áhrif.

Ef þú gleymir að taka skammt, skaltu samt sem áður ekki taka næsta skammt fyrr en á venjulegum

tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að taka Diamicron Uno 30 mg

Það sem meðferð við sykursýki varir yfirleitt alla ævi, skaltu ræða við lækninn áður en þú hættir að

taka lyfið. Þú getur fengið of háan blóðsykur ef þú hættir að taka lyfið sem eykur hættuna á öðrum

kvillum sem geta fylgt sykursýki.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengustu aukaverkanirnar eru lágur blóðsykur. Sjá einkenni og merki í kaflanum „Varnaðarorð og

varúðarreglur“.

Ef lágur blóðsykur er ekki meðhöndlaður getur hann leitt til svefnhöfga, meðvitundarleysis og ef til

vill dás. Ef blóðsykur lækkar mikið eða ef hann er lágur í langan tíma, jafnvel þó svo að náð sé tökum

á honum um stundarsakir með því að neyta sykurs, skaltu leita til læknis án tafar.

Lifur

Tilkynnt hefur verið um einöngruð tilfelli af óeðlilegri lifrarstarfsemi, sem getur valdið gulri húð og

augum. Hafðu samband við lækni þegar í stað ef þú færð þessi einkenni. Einkennin hverfa oftast ef

notkun lyfsins er hætt. Læknirinn ákveður hvort meðferðinni skuli hætt.

Húð

Viðbrögð í húð, svo sem útbrot, kláði, ofsakláði og ofsabjúgur (hröð bólgumyndun í vefjum eins og

augnlokum, andliti, vörum, munni, tungu eða hálsi sem geta valdið öndunarerfiðleikum) hafa verið

tilkynnt. Útbrotin geta þróast yfir í útbreidd blöðruútbrot eða húðflögnun.

Í undantekningartilfellum hefur verið tilkynnt um einkenni alvarlegra ofnæmisviðbragða (DRESS):

upphaflega sem inflúensulík einkenni og útbrot í andliti, en síðar sem útbreidd útbrot með háum hita.

Blóð

Tilkynnt hefur verið um fækkun blóðfrumna (t.d. blóðflagna, rauðra og hvítra blóðkorna) sem getur

valdið fölva, langvarandi blæðingum, marblettum, hálsbólgu og sótthita. Þessi einkenni hverfa þegar

meðferð er stöðvuð.

Melting

Óvenjulegur verkur, ógleði, uppköst, meltingartruflanir, niðurgangur og hægðatregða.

Þessi áhrif minnka þegar Diamicron Uno 30 mg er tekið með mat eins og mælt er með.

Augu

Sjónin getur breyst til skamms tíma einkum í upphafi meðferðar. Þessi áhrif eru vegna breytinga á

blóðsykri.

Eins og með önnur súlfonýlúrealyf hafa eftirfarandi aukaverkanir komið fram:

Tilvik með alvarlegum breytingum á fjölda blóðfrumna og ofnæmisþrota í veggjum blóðæða,

blóðnatríumlækkun, einkennum lifrarskemmda (t.d. gulusótt), þau hverfa í flestum tilfellum þegar

töku súlfónýlúrealyfja er hætt, en þau geta í einangruðum tilvikum leitt til lífshættulegrar lifrarbilunar.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig. Sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Diamicron Uno 30 mg

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni eða á þynnuspjaldinu á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Diamicron Uno 30 mg inniheldur

-Virka innihaldsefnið er glíklazíð. Hver tafla inniheldur 30mg af glíklazíð, í töflu með breyttan

losunarhraða.

-Önnur innihaldsefni eru: Kalsíumhýdrógenfosfatdíhýdrat, maltódextrín, hýprómellósi,

magnesíumsterat, vatnsfrí kísilkvoða.

Lýsing á útliti Diamicron Uno 30 mg og pakkningastærðir

Diamicron Uno 30 mg eru hvítar, ílangar töflur, með breyttan losunarhraða, grafið í báðar hliðar,

DIA 30 í aðra og

í hina.Töflurnar fást í þynnum, sem pakkað er í öskjur, með 7, 10, 14, 20, 28,

56, 60, 84, 90, 100, 112, 120, 180 eða 500 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Les Laboratoires Servier

50, rue Carnot 92284 Suresnes cedex– Frakkland.

Framleiðandi

Les Laboratoires Servier Industrie

905 route de Saran

45520 Gidy – Frakkland.

eða

Servier (Ireland) Industries Ltd.,

Gorey Road,

Arklow - Co. Wicklow - Írland.

eða

Qualiti (Burnley) Limited

Talbot Street, Briercliffe

Burnley,

Lancashire BB10 2JY – Bretland.

eða

LABORATORIOS SERVIER S.L.

Avd. de los Madroños, 33

28043 Madrid – Spánn.

eða

ANPHARM Przedsiębiorstwo Farmaceutyczne S.A.

Ul. Annopol 6B

03-236 Warszawa

Pólland

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðinsins undir eftirfarandi heitum:

Austuríki

DIAMICRON

MR 30 mg

Belgía

UNI DIAMICRON

Kýpur

DIAMICRON

MR 30 mg

Tékkland

DIAPREL

Danmörk

DIAMICRON UNO

30mg

Eistland

DIAPREL

Frakkland (RMS)

DIAMICRON

30mg

Þýskaland

DIAMICRON

UNO 30 mg

Grikkland

DIAMICRON

Ungverjaland

DIAPREL

Ísland

DIAMICRON UNO

30mg

Írland

DIAMICRON

MR 30mg

Ítalía

DIAMICRON

30mg

Litháen

DIAPREL

Luxemborg

DIAMICRON

30mg

Malta

DIAMICRON

Holland

DIAMICRON

MR 30 mg

Pólland

DIAMICRON

30 mg

Portugal

DIAMICRON

LM 30mg

Slóvakía

DIAPREL

Slóvenía

DIAPREL

Spánn

DIAMICRON 30 mg

Bretland

DIAMICRON

30 mg MR

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í nóvember 2016