Detrusitol Retard

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Detrusitol Retard Hart forðahylki 4 mg
 • Skammtar:
 • 4 mg
 • Lyfjaform:
 • Hart forðahylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Detrusitol Retard Hart forðahylki 4 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8f122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI LYFS

Detrusitol Retard 2 mg forðahylki, hörð.

Detrusitol Retard 4 mg forðahylki, hörð.

2.

INNIHALDSLÝSING

Hvert forðahylki inniheldur tolterodintartrat 2 mg eða 4 mg, samsvarandi tolterodini 1,37 mg eða

2,74 mg, talið í sömu röð.

Hvert 2 mg forðahylki inniheldur að hámarki 61,52 mg súkrósa.

Hvert 4 mg forðahylki inniheldur að hámarki 123,07 mg súkrósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Forðahylki, hart.

2 mg forðahylkið er blágrænt með hvítri áletrun (tákn og 2).

4 mg forðahylkið er blátt með hvítri áletrun (tákn og 4).

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Meðferð á einkennum bráðra þvagláta, með eða án bráðaþvagleka, yfirleitt með tíðum þvaglátum eða

næturþvaglátum, sem geta komið fram hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru (overactive bladder

syndrome).

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Fullorðnir (þar með taldir aldraðir):

Ráðlagður skammtur er 4 mg einu sinni á sólarhring nema hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi

eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi (GFR

30 ml/mín.) en þá er ráðlagður skammtur 2 mg einu sinni

á sólarhring (sjá kafla 4.4 og 5.2). Komi óþægilegar aukaverkanir fram má minnka skammtinn úr 4 mg

í 2 mg einu sinni á sólarhring.

Forðahylkin má taka með mat eða án og þau verður að gleypa í heilu lagi.

Endurmeta skal árangur meðferðar að liðnum 2-3 mánuðum (sjá kafla 5.1).

Börn:

Ekki hefur verið sýnt fram á verkun hjá börnum (sjá kafla 5.1). Notkun Detrusitol Retard forðahylkja

er því ekki ráðlögð handa börnum.

4.3

Frábendingar

Frábendingar fyrir notkun tolterodins eru:

Þvagteppa (urinary retention)

Ómeðhöndluð (uncontrolled) þrönghornsgláka

Vöðvaslensfár

Þekkt ofnæmi fyrir tolterodini eða einhverju hjálparefnanna

Alvarleg sáraristilsbólga

Eitrunarrisaristill (toxic megacolon).

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Gæta skal varúðar við notkun tolterodins hjá sjúklingum með:

Marktæka tæmingarhindrun þvagblöðru (bladder outlet obstruction) og hættu á þvagteppu

Þrengsli í meltingarvegi t.d. portþrengsli í maga

Skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.2 og 5.2)

Lifrarsjúkdóm (sjá kafla 4.2 og 5.2)

Taugakvilla í ósjálfráða taugakerfinu

Vélindisgapshaul (hiatus hernia)

Hættu á skertum hreyfanleika í meltingarvegi.

Endurteknir sólarhringsskammtar tolterodins taflna sem ekki hafa forðaverkun, 4 mg (venjulegir

skammtar) og 8 mg (stórir skammtar), til inntöku hafa valdið lengingu QT-bils (sjá kafla 5.1).

Klínískt mikilvægi þessa er óljóst og er háð áhættuþáttum og næmi hvers sjúklings.

Tolterodin á að nota með varúð hjá sjúklingum með áhættuþætti hvað varðar lengingu QT-bils svo

sem:

Ættgenga eða staðfesta áunna lengingu á QT-bili.

Truflun á blóðsaltjafnvægi svo sem blóðkalíumlækkun, blóðmagnesíumlækkun og

blóðkalsíumlækkun.

Hægsláttur

Undirliggjandi hjartasjúkdómar sem skipta máli (þ.e. hjartavöðvakvilli, hjartavöðvablóðþurrð,

sláttarglöp, hjartabilun).

Samhliðanotkun lyfja sem vitað er að lengja QT-bil þar með talin lyf við hjartsláttartruflunum

úr flokki IA (t.d. quinidin, procainamid) og flokki III (t.d. amiodaron, sotalol).

Þetta á sérstaklega við þegar notuð eru lyf sem eru öflugir CYP3A4-hemlar (sjá kafla 5.1).

Forðast á notkun öflugra CYP3A4-hemla samhliða notkun tolterodins (sjá kafla 4.5).

Svo sem ætíð á við þegar einkenni bráðra þvagláta og bráðaþvagleka eru meðhöndluð skal athuga

líffræðilegar ástæður fyrir bráðum og tíðum þvaglátum áður en meðferð er hafin.

Sjúklingar með sjaldgæfa, erfðabundna sjúkdóma er varða frúktósaóþol, skert frásog

glúkósu-galaktósu eða skerta virkni súkrasa-ísómaltasa eiga ekki að nota þetta lyf.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki er mælt með samhliðanotkun öflugra CYP3A4-hemla til altækrar (systemic) notkunar eins og

sýklalyfja í flokki makrólíða (erythromycin og clarithromycin), sveppalyfja (t.d. ketoconazol og

itraconazol) og próteasa-hemla, vegna aukinnar þéttni tolterodins í sermi hjá þeim sem eru með lítil

CYP2D6-umbrot (poor metabolisers) og eru (þar með) í hættu hvað varðar ofskömmtun (sjá kafla 4.4).

Verkun og aukaverkanir tolterodins geta aukist við samhliðanotkun lyfja sem hafa andmúskarínvirk

áhrif. Hins vegar getur verkun tolterodins minnkað við samhliðanotkun lyfja með múskarínkólínvirk

áhrif (muscarinic cholinergic receptor agonists).

Tolterodin getur dregið úr verkun lyfja sem hraða magatæmingu eins og metoclopramids og cisaprids.

Samhliðanotkun með fluoxetini (öflugur CYP2D6-hemill) veldur ekki klínískt marktækri milliverkun

því tolterodin og CYP2D6-háð umbrotsefni þess, 5-hýdroxýmetýltolterodin, eru jafnvirk.

Rannsóknir á milliverkunum við lyf hafa hvorki leitt í ljós milliverkanir við warfarin né samsett

getnaðarvarnarlyf til inntöku (ethinylestradiol/levonorgestrel).

Klínísk rannsókn hefur gefið vísbendingar um að tolterodin hamli ekki umbrotum sem verða fyrir

tilstilli CYP2D6, 2C19, 2C9, 3A4 eða 1A2. Því er ekki gert ráð fyrir aukinni plasmaþéttni þeirra þegar

lyf sem þessi ísóensím umbrjóta eru gefin samtímis tolterodini.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar um notkun tolterodins á meðgöngu.

Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir

menn er ekki þekkt.

Með vísan til framangreinds er ekki mælt með notkun Detrusitol Retard á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki liggja fyrir upplýsingar um útskilnað tolterodins í brjóstamjólk. Forðast skal notkun tolterodins

þann tíma sem barn er haft á brjósti.

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Vegna þess að lyfið getur valdið sjónstillingartruflunum og haft áhrif á viðbragðsflýti getur það dregið

úr hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8

Aukaverkanir

Vegna lyfjafræðilegrar verkunar sinnar getur tolterodin valdið vægum til í meðallagi miklum

andmúskarínvirkum áhrifum eins og munnþurrki, meltingartruflun og augnþurrki.

Taflan hér á eftir endurspeglar upplýsingar úr klínískum rannsóknum með Detrusitol sem og

upplýsingar sem fengist hafa eftir reynslu af notkun lyfsins eftir markaðssetningu.

Munnþurrkur var algengasta aukaverkunin sem greint var frá og kom fram hjá 23,4% sjúklinga sem

fengu Detrusitol Retard og hjá 7,7% sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Mjög algengar

(>1/10)

Algengar

(>1/100 og

<1/10)

Sjaldgæfar

(>1/1.000 og

<1/100)

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla

tíðni út frá

fyrirliggjandi

gögnum)

Sýkingar af

völdum sýkla og

sníkjudýra

Skútabólga

Ónæmiskerfi

Ofnæmi, ekki

nánar tilgreint

Bráðaofnæmis-

viðbragð

Geðræn vandamál

Taugaóstyrkur

Rugl, ofskynjanir,

vistarfirring

(disorientation)

Taugakerfi

Sundl,

svefnhöfgi,

höfuðverkur

Náladofi

(paraesthesia),

minnisskerðing

Augu

Augnþurrkur,

óeðlileg sjón

(þ.á m.

sjónstillingar-

truflanir)

Eyru og

völundarhús

Svimi

Hjarta

Hjartsláttarónot,

hjartsláttarglöp,

hjartabilun,

Hraðsláttur

Æðar

Roði í húð

Meltingarfæri

Munnþurrkur

Meltingartruflun,

hægðatregða,

kviðverkur,

vindgangur,

niðurgangur

Vélindabakflæði,

uppköst

Húð og undirhúð

Ofsabjúgur, þurr

húð

Nýru og þvagfæri

Þvaglátstregða

Þvagteppa

(urinary

retention)

Almennar

aukaverkanir og

aukaverkanir á

íkomustað

Þreyta, bjúgur í

útlimum

Brjóstverkur

Greint hefur verið frá tilfellum um versnun á vitglöpum (t.d. rugli, vistarfirringu og ranghugmyndum),

hjá sjúklingum sem fengu kólínesterasahemla við vitglöpum, eftir að tolterodinmeðferð hófst.

Börn

Í tveimur slembiröðuðum, tvíblindum, III. stigs samanburðarrannsóknum, sem stóðu yfir í 12 vikur hjá

alls 710 börnum, var hlutfall barna sem voru með þvagfærasýkingu, niðurgang og óeðlilega hegðun

hærra hjá sjúklingum í tolterodin meðferð, en hjá þeim sem fengu lyfleysu (þvagfærasýking: tolterodin

6,8%, lyfleysa 3,6%; niðurgangur: tolterodin 3,3%, lyfleysa 0,9%; óeðlileg hegðun: tolterodin 1,6%,

lyfleysa 0,4%). (Sjá kafla 5.1)

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9

Ofskömmtun

Stærsti skammtur tolterodintartrats sem hefur verið gefinn sjálfboðaliðum er 12,8 mg í einum skammti

og var um að ræða lyfjaform sem ekki hefur forðaverkun. Alvarlegustu aukaverkanirnar sem komu í

ljós voru sjónstillingartruflanir og erfiðleikar við þvaglát.

Við ofskömmtun tolterodins skal beita magaskolun og gefa lyfjakol. Einkenni skal meðhöndla sem hér

segir:

Alvarleg andkólínvirk áhrif á miðtaugakerfi (t.d. ofskynjanir, svæsin örvun): Gefið

physostigmin

Krampar eða mikil örvun: Gefið benzodiazepin

Öndunarbilun: Setjið sjúkling í öndunarvél

Hraðsláttur: Gefið beta-blokka

Þvagteppa: Setjið upp þvaglegg

Ljósopsstæring (mydriasis): Gefið pilocarpin augndropa og/eða komið sjúklingi fyrir í

myrkvuðu herbergi.

Lenging á QT-bili kom fram eftir 8 mg heildarskammt á sólarhring af töflum sem ekki hafa

forðaverkun (tvöfaldur ráðlagður skammtur af töflum sem ekki hafa forðaverkun, sem jafngildir

þrefaldri hámarksþéttni forðalyfjaformsins), gefinn í fjóra sólarhringa. Ef ofskömmtun tolterodins á

sér stað á að beita hefðbundinni stuðningsmeðferð til stjórnunar á lengd QT-bils.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf sem hafa krampalosandi verkun á þvagfæri.

ATC flokkur: G04B D07.

Tolterodin er sértækur samkeppnisblokki múskarínvirkra viðtaka með sértækni á þvagblöðru umfram

munnvatnskirtla in vivo. Eitt af umbrotsefnum tolterodins (5-hýdroxýmetýlafleiða) hefur svipaða

lyfjafræðilega verkun og lyfið sjálft. Þetta umbrotsefni á mikinn þátt í verkun tolterodins hjá

einstaklingum þar sem umbrot eru mikil (extensive metabolisers) (sjá 5.2).

Búast má við að árangur meðferðar sjáist innan 4 vikna.

Í III. stigs rannsóknum var fyrsti endapunkturinn fækkun þvagleka á viku og aukaendapunktar voru

annars vegar fækkun þvagláta á sólarhring og hins vegar aukning meðaltals þvagrúmmáls við hver

þvaglát. Þessi gildi koma fram í töflunni hér á eftir.

Áhrif meðferðar með Detrusitol Retard 4 mg einu sinni á sólarhring eftir 12 vikur, samanborið við

lyfleysu. Algild (absolute) breyting og breyting sem hundraðshluti af upphafsgildi. Meðferðarmunur

Detrusitol samanborið við lyfleysu: Meðaltalsbreyting metin með aðferð minnstu kvaðrata og 95% bil

milli vikmarka (confidence interval (CI)).

Detrusitol Retard

4 mg einu sinni á

sólarhring

(n=507)

Lyfleysa

(n=508)

Meðferðarmunur

samanborið við

lyfleysu:

Meðaltalsbreyting og

95% CI

Tölfræðileg

marktækni

samanborið við

lyfleysu

(p-gildi)

Fjöldi þvagleka á

viku

-11,8

(-54%)

-6,9

(-28%)

-4,8

(-7,2; -2,5)*

<0,001

Fjöldi þvagláta á

24 klst.

-1,8

(-13%)

-1,2

(-8%)

-0,6

(-1,0; -0,2)

0,005

Meðaltal rúmmáls

þvagláta (ml)

(+27%)

(+12%)

(14; 26)

<0,001

*) 97,5% bil milli vikmarka samkvæmt Bonferroni

Eftir 12 vikna meðferð greindu 23,8% (121/507) í Detrusitol Retard hópnum og 15,7% (80/508) í

lyfleysuhópnum frá því mati sínu að þvagblöðruvandamál væru lítil eða horfin.

Áhrif tolterodins voru metin hjá sjúklingum, sem rannsakaðir voru með þvagflæðimælingu

(urodynamic assessment) í upphafi rannsóknar; þeir voru flokkaðir eftir niðurstöðum

þvagflæðimælingarinnar í jákvæðan þvagflæðihóp (hreyfivirk bráð þvaglát (motor urgency)) eða

neikvæðan þvagflæðihóp (skynvirk bráð þvaglát (sensory urgency)). Valið var af handahófi innan

hvors hóps, hvort sjúklingar fengu tolterodin eða lyfleysu. Með rannsókninni voru ekki færð

sannfærandi rök fyrir því að tolterodin væri áhrifaríkara en lyfleysa hjá sjúklingum með skynvirk bráð

þvaglát.

Klínísk áhrif tolterodins á QT-bil voru rannsökuð á hjartarafritum frá yfir 600 sjúklingum sem fengu

meðferð og þeirra á meðal voru aldraðir og sjúklingar sem fyrir voru með hjartasjúkdóma.

Breytingar á QT-bilum voru ekki marktækt frábrugðnar fyrir lyfleysuhópa samanborið við

meðferðarhópa.

Áhrif tolterodins á lengingu QT-bils voru rannsökuð frekar hjá 48 heilbrigðum karlkyns og kvenkyns

sjálfboðaliðum á aldrinum 18-55 ára. Þátttakendur fengu töflur með hraða losun (immediate release),

2 mg tvisvar sinnum á sólarhring eða 4 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Við hámarksblóðþéttni

tolterodins (1 klst.) sýndu niðurstöður (Fridericia leiðréttar) að lenging QT-bils var að meðaltali

5,0 msek. fyrir tolterodin 2 mg tvisvar á sólarhring og 11,8 msek. fyrir tolterodin 4 mg tvisvar á

sólarhring og 19,3 msek. fyrir moxifloxacin (400 mg), sem var notað sem virkt innra viðmið.

Lyfjahvarfa- og lyfhrifalíkan benti til þess að lenging QTc-bils hjá þeim sem hafa lítil umbrot (poor

metabolisers) (skortir CYP2D6) og fengu 2 mg tolterodins tvisvar sinnum á sólarhring er sambærilegt

og hjá þeim, sem hafa mikil umbrot (extensive metabolisers) og fengu 4 mg tvisvar sinnum á

sólarhring.

Enginn þátttakendanna, óháð umbrotsferli, fékk lengra QTcF-bil en 500 msek. eða meira en 60 msek.

breytingu miðað við upphafsgildi, sem eru taldir klínískir viðmiðunarþröskuldar og kalla á sérstaka

aðgát. 4 mg skammtur tvisvar sinnum á sólarhring jafngildir hámarksblóðþéttni (C

) sem er þreföld

hámarksþéttni sem fæst eftir mesta ráðlagða skammt Detrusitol Retard forðahylkja.

Börn:

Ekki hefur verið sýnt fram á verkun hjá börnum. Framkvæmdar voru tvær, slembiraðaðar, tvíblindar,

III.stigs samanburðarrannsóknir með tolterodin forðatöflum og lyfleysu, sem stóðu yfir í 12 vikur.

Alls tóku þátt í rannsóknunum 710 börn (486 fengu tolerodin og 224 fengu lyfleysu) á aldrinum 5-10

ára, sem þjáðust af tíðum þvaglátum og bráðaþvagleka. Í hvorugri rannsókninni sást marktækur munur

milli rannsóknarhópanna tveggja með tilliti til breytinga á upphafsgildum á heildarfjölda þvagleka á

viku (sjá kafla 4.8)

5.2

Lyfjahvörf

Einkenni lyfjahvarfa sem eru sértæk fyrir þetta lyfjaform:

Tolterodin forðahylki leiða til hægara frásogs tolterodins en úr töflunum sem ekki hafa forðaverkun.

Afleiðing þessa er sú að hámarksþéttni í sermi sést 4 (2-6) klst. eftir inntöku hylkjanna.

Sýnilegur (apparent) helmingunartími tolterodins, lyfið gefið sem hylki, er um það bil 6 klst. hjá þeim

sem hafa mikil umbrot (extensive metabolisers) og um það bil 10 klst. hjá þeim sem hafa lítil umbrot

(poor metabolisers) (skortir CYP2D6).

Jafnvægisþéttni næst innan 4 daga frá því byrjað er að taka hylkin.

Fæða hefur engin áhrif á aðgengi úr hylkjunum.

Frásog:

Eftir inntöku verður tolterodin fyrir CYP2D6 hvöttum umbrotum við fyrstu umferð um lifur, sem

leiðir til myndunar 5-hýdroxýmetýlafleiðunnar sem er helsta umbrotsefnið og hefur jafnmikla

lyfjafræðilega verkun og lyfið sjálft.

Nýting (absolute bioavailability) tolterodins er 17% hjá þeim sem hafa mikil umbrot, sem er stærstur

hluti sjúklinga og 65% hjá þeim sem hafa lítil umbrot (poor metabolisers) (skortir CYP2D6).

Dreifing:

Tolterodin og 5-hýdroxýmetýlumbrotsefnið bindast aðallega við orosomucoid. 3,7% tolterodins eru á

óbundnu formi en 36% af 5-hýdroxýmetýlumbrotsefninu. Dreifingarrúmmál tolterodins er 113 l.

Brotthvarf:

Eftir inntöku umbrotnar tolterodin mikið í lifur. Helsta umbrotsleiðin er fyrir tilstilli fjölforma

ensímsins CYP2D6 og leiðir til myndunar 5-hýdroxýmetýlumbrotsefnisins.

Frekari umbrot leiða til myndunar umbrotsefnanna 5-karboxýlsýru og N-alkýlsviptrar 5-karboxýlsýru,

sem svara til 51% og 29% umbrotsefna sem koma fram í þvagi, talið í sömu röð. Hluta þýðisins (um

7%) skortir CYP2D6 virkni. Sú umbrotaleið sem greinst hefur hjá þessum einstaklingum (hafa lítil

umbrot (poor metabolisers)) er alkýlsvipting fyrir tilstilli CYP3A4 sem leiðir til myndunar

N-alkýlsvipts tolterodins, sem á ekki þátt í klínískri verkun.

Hinn hluti þýðisins er sagður hafa mikil umbrot (extensive metabolisers). Altæk (systemic)

sermisúthreinsun tolterodins hjá einstaklingum með mikil umbrot er um það bil 30 l/klst.

Hjá sjúklingum þar sem umbrot eru lítil (poor metabolisers) leiðir minni úthreinsun til marktækt meiri

sermisþéttni tolterodins (u.þ.b. 7-föld hækkun) og óverulegrar þéttni 5-hýdroxýmetýlumbrotsefnisins.

5-hýdroxýmetýlumbrotsefnið er lyfjafræðilega virkt og jafnvirkt tolterodini. Vegna mismunar á

eiginleikum próteinbindingar tolterodins og 5-hýdroxýmetýlumbrotsefnisins er útsetning (AUC) fyrir

óbundnu tolterodini hjá þeim sem hafa lítil umbrot, sambærileg við samanlagða útsetningu fyrir

tolterodini og 5-hýdroxýmetýlumbrotsefninu hjá sjúklingum með CYP2D6 virkni, á sama

skammtabili. Öryggi, þol og klínísk svörun er sambærilegt, óháð svipgerð (phenotype).

Eftir gjöf [

C]-tolterodins er útskilnaður geislavirkni u.þ.b. 77% í þvagi og 17% í hægðum.

Innan við 1% af skammtinum skilst út óbreytt og u.þ.b. 4% sem 5-hýdroxýmetýlumbrotsefnið.

Karboxýltengda umbrotsefnið er u.þ.b. 51% af því magni sem finnst í þvagi og tilsvarandi alkýlsvipta

umbrotsefnið u.þ.b 29%.

Lyfjahvörf eru línuleg á ráðlögðu skammtabili.

Sérstakir sjúklingahópar:

Skert lifrarstarfsemi: Útsetning fyrir óbundnu tolterodini og 5-hýdroxýmetýlumbrotsefninu er um það

bil tvöfalt meiri hjá sjúklingum með skorpulifur (sjá kafla 4.2 og 4.4).

Skert nýrnastarfsemi: Meðaltalsútsetning fyrir óbundnu tolterodini og 5-hýdroxýmetýlumbrotsefninu

er tvöfalt meiri hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (inúlínúthreinsun

30 ml/mín). Plasmaþéttni annarra umbrotsefna var marktækt (allt að 12-falt) meiri hjá þessum

sjúklingum. Klínískt mikilvægi aukinnar útsetningar fyrir þessum umbrotsefnum er ekki þekkt.

Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.2 og

4.4).

Börn:

Útsetning fyrir virka efninu í hverju mg skammts er svipuð hjá börnum og unglingum.

Meðaltalsútsetning fyrir virka efninu í hverju mg skammts er u.þ.b. tvöfalt hærri hjá börnum á

aldrinum 5-10 ára en hjá fullorðnum (sjá kafla 4.2 og 5.1)

5.3

Forklínískar upplýsingar

Í rannsóknum á eiturverkunum, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og

lyfjafræðilegu öryggi hafa ekki komið fram nein klínísk áhrif sem skipta máli nema þau sem tengjast

lyfjafræðilegri verkun lyfsins.

Rannsóknir á áhrifum á æxlun hafa verið gerðar á músum og kanínum.

Þess varð ekki vart að tolterodin hefði áhrif á frjósemi eða æxlunargetu hjá músum.

Tolterodin olli fósturvísisdauða og vansköpunum við plasmaútsetningu (C

eða AUC) sem var 20

eða 7 sinnum meiri en sést hjá mönnum sem fá meðferð með lyfinu.

Engra vanskapana varð vart hjá kanínum en rannsóknirnar fóru fram við 20 eða 3 falt hærri

plasmaútsetningu (C

eða AUC) en við er búist hjá mönnum sem fá meðferð með lyfinu.

Tolterodin og virk umbrotsefni þess, sem myndast hjá mönnum, lengja þann tíma sem hrifspenna varir

(90% endurskautun) í purkinjeþráðum hjá hundum (14-75 föld ráðlögð þéttni) og blokka K

-straum í

einræktuðum hERG (human ether-a-go-go-related gene) göngum (0,5-26 föld ráðlögð þéttni).

Hjá hundum hefur sést lenging QT-bils eftir notkun tolterodins og virkra umbrotsefna þess, sem

myndast hjá mönnum (3,1-61,0 föld ráðlögð þéttni).

Klínískt mikilvægi þessara upplýsinga er ekki þekkt.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Innihald forðahylkisins:

Sykurkorn (innihalda súkrósa og maíssterkju).

Hýprómellósa.

Tær Surelase E-7-9010:

Etýlsellulósa.

Í meðallagi langar keðjur þríglýseríða.

Olíusýra.

Innihaldsefni hylkisins sjálfs:

Matarlím.

Merkiblek:

Shellac gljái.

Títantvíoxíð, E 171.

Própýlenglýkól.

Símetikón.

Litarefni í blágræna 2 mg forðahylkinu:

Indígókarmín, E132.

Gult járnoxíð, E172.

Títantvíoxíð, E 171.

Litarefni í bláa 4 mg forðahylkinu:

Indígókarmín, E132.

Títantvíoxíð, E 171.

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Glös: Geymið í upprunalegu íláti.

Þynnur: Geymið þynnuna í ytri umbúðum.

6.5

Gerð íláts og innihald

Detrusitol Retard forðahylkjum er annaðhvort pakkað í þynnupakkningu úr PVC/PVDC eða í glas.

Þynnupakkningin er gerð úr PVC/PVDC og álþynnu sem er hitainnsigluð með PVDC-filmu.

Glösin eru gerð úr HDPE og eru með loki úr LDPE.

Pakkningastærðir:

Detrusitol Retard forðahylki 1,4 mg og 2,8 mg eru fáanleg sem þynnur með 7, 14, 28, 49, 84, 98 og

280 hylkjum og í glösum með 30, 100 og 200 hylkjum.

Sjúkrahúspakkningar eru fáanlegar sem þynnur með 80, 160 og 320 hylkjum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun,

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Pfizer ApS

Lautrupvang 8

2750 Ballerup

Danmörk

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

Forðahylki 2 mg: IS/1/01/028/01

Forðahylki 4 mg: IS/1/01/028/02

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

4. október 2001.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

17. janúar 2007.

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

30. nóvember 2015.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here