Desferal

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Desferal Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn 500 mg
 • Skammtar:
 • 500 mg
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Desferal Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn 500 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 89122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Desferal 500 mg/hettuglas, stungulyfs- og innrennslisstofn, lausn

deferoxaminmesilat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Desferal og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Desferal

Hvernig nota á Desferal

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Desferal

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Desferal og við hverju það er notað

Desferal er lyf við járneitrun. Það verkar með því að flýta útskilnaði járns úr líkamanum.

Desferal er notað við bráðri járneitrun (of mikið járn í líkamanum) og langvarandi járneitrun

(langvarandi járnofhleðsla, uppsöfnun mikils járns í líffærum líkamans).

2.

Áður en byrjað er að nota Desferal

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Desferal

ef um er að ræða ofnæmi fyrir deferoxaminmesilati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Læknirinn eða heilbrigðisstarfsmaður mun gæta sérstakrar varúðar við meðferðina með

Desferal.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Áður en meðferð með Desferal hefst skaltu láta athuga sjón og heyrn hjá augnlækni og háls-,

nef- og eyrnalækni og eftir það þriðja hvern mánuð.

Ef barnið þitt er á meðferð með Desferal skal mæla hæð og þyngd barnsins þriðja hvern mánuð.

Ef læknirinn hefur ávísað C-vítamínuppbót, skal tryggja að Desferal hafi verið notað reglulega í

minnst 1 mánuð.

Einungis má nota C-vítamínuppbót í samráði við lækninn.

Ekki má nota meira en 200 mg af C-vítamíni á sólarhring meðan á meðferð með Desferal

stendur. Annars getur það haft áhrif á hjartað. Hafðu samband við lækninn.

Vera má að þvagið verði rauðbrúnt að lit (rauðvínslitað), vegna þess að meira járn verður í því.

Þetta er alveg skaðlaust.

Láttu alltaf vita við rannsóknir, t.d. skimun, að þú sért á meðferð með Desferal. Það getur haft

áhrif á niðurstöður rannsóknanna.

Hafðu tafarlaust samband við lækni eða heilbrigðisstarfsmann ef þú færð:

sjóntruflanir eða heyrnartruflanir

hita, særindi í háls, andþyngsli, niðurgang, uppköst, maga-/kviðverki eða almenna vanlíðan

meðan á meðferð með Desferal stendur. Desferal getur gert þig viðkvæmari fyrir sýkingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Desferal

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, t.d. náttúrulyf, vítamín og

steinefni.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú notar:

geðlyf, geðrofslyf, lyf við mígreni og/eða lyf við ógleði (proclorperazin)

C-vítamín.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú færð yfirleitt ekki meðferð með Desferal ef þú ert þunguð. Læknirinn leggur mat á hvert tilvik fyrir

sig.

Brjóstagjöf

Læknirinn leggur mat á það hvort þú megir hafa barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Desferal getur valdið aukaverkunum (t.d. sundli, skertri sjón eða heyrn) sem geta í mismiklum mæli

haft áhrif á öryggi við vinnu og hæfni til aksturs.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Desferal

Læknirinn lætur þig vita hvaða skammt þú færð og hversu oft þú þarft að fá lyfið. Ef ekki er ljóst

hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða heilbrigðisstarfsmanni. Einungis læknirinn

má breyta skammtinum.

Venjulegur skammtur er:

Fullorðnir og börn

Læknirinn ákveður skammtinn og hvernig og hvenær þú átt að fá Desferal. Skammtinum verður breytt

reglulega í samræmi við niðurstöður blóð- og þvagsýna.

Yfirleitt mun læknir eða hjúkrunarfræðingur gefa þér innrennslið.

Desferal er gefið með hægu innrennsli undir húðina með innrennslisdælu, með innrennsli í bláæð eða

með inndælingu í vöðva. Gefa má Desferal samtímis blóðgjöf.

Aldraðir (eldri en 65 ára)

Gæta skal varúðar í upphafi meðferðar með Desferal og almennt skal byrja að nota minni skammta til

að koma í veg fyrir kvilla í lifur, nýrum eða hjarta.

Skert nýrnastarfsemi

Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum. Leitið upplýsinga hjá lækninum.

Ef of mikið er notað af Desferal

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið

inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543

2222).

Þig getur sundlað, jafnvel liðið yfir þig vegna lágs blóðþrýstings, þú getur fengið hraðan hjartslátt,

maga-/þarmakvilla, tímabundið sjóntap, þú getur misst tímabundið getu til að tala eða skilja talað mál,

fundið fyrir eirðarleysi, fengið höfuðverk, ógleði, hægan hjartslátt og minnkaða þvagmyndun vegna

bráðrar nýrnabilunar.

Greint hefur verið frá tilvikum mikillar mæði, bláma kringum varir og neglur og í verstu tilvikum

meðvitundarleysi (bráðu andnauðarheilkenni) eftir gjöf mjög stórra skammta af Desferal í æð hjá

sjúklingum með bráða járneitrun eða ákveðna gerð af arfgengu blóðleysi (miðjarðarhafsblóðleysi).

Ef gleymist að nota Desferal

Leitið til læknisins eða heilbrigðisstarfsmanns ef þú telur þig þurfa skammt af lyfinu.

Ef hætt er að nota Desferal

Leitið til læknisins eða heilbrigðisstarfsmanns ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Desferal valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir:

(Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum).

Bráð sjónskerðing (jafnvel blinda), blindir blettir fyrir öðru eða báðum augum, þokusjón og

erfiðleikar með að greina liti vegna bólgu í sjóntauginni. Hafið samband við lækninn eða

heilbrigðisstarfsmann.

Minnkuð sjón vegna veikleika í sjónhimnunni. Hafið samband við lækninn eða

heilbrigðisstarfsmann.

Drer á auga (óskýr sjón). Hafið samband við lækninn.

Alvarleg sveppasýking (myglusveppasýki). Hafið samband við lækninn.

Hraður hjartsláttur. Getur orðið alvarlegt. Ef fram kemur mjög hraður og óreglulegur

hjartsláttur, vanlíðan eða yfirlið skal hafa samband við lækni eða sjúkrahús. Hringið jafnvel í

112.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir:

(Koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum).

Blóðsjúkdómar t.d. blæðingar frá húð og slímhúðum og marblettir vegna breytinga á blóðmynd

(of fáar blóðflögur/hvít blóðkorn). Hafið samband við lækninn.

Ringlun, slæmur höfuðverkur, óróleiki, áhrif á meðvitund, jafnvel meðvitundarleysi, dá vegna

truflana í heila.

Bráð andþyngsli.

Útbrot og þroti. Getur verið alvarlegt. Hafið samband við lækninn. Þroti í andliti, vörum og

tungu getur reynst lífshættulegur. Hafið tafarlaust samband við lækni eða heilbrigðisstarfsmann.

Hringið jafnvel í 112.

Skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan mínútna eða klukkustunda) vegna

ofnæmis (bráðaofnæmislost). Hafið samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsmann. Hringið

jafnvel í 112.

Aukaverkanir af óþekktri tíðni

Krampar (sérstaklega hjá sjúklingum á skilunarmeðferð). Hringið jafnvel í 112.

Skert nýrnastarfsemi, jafnvel nýrnabilun.

Ef þú færð alvarlegar aukaverkanir skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn eða

heilbrigðisstarfsmann.

Ef þú meðhöndlar þig sjálf/sjálfur og færð alvarlegar aukaverkanir, skaltu tafarlaust hafa samband við

lækni eða sjúkrahús. Hringdu jafnvel í 112.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög algengar aukaverkanir:

(Koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum).

Lið- og vöðvaverkir.

Verkir, bólga, roði í húð, útbrot, kláði og hrúðurmyndun í kringum stungustaðinn.

Algengar aukaverkanir:

(Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 sjúklingum).

Höfuðverkur.

Ógleði.

Ofsakláði.

Vaxtarhömlun og beinkvillar (einkum við notkun stórra skammta og hjá börnum yngri en 3 ára).

Hækkaður líkamshiti.

Sjaldgæfar aukaverkanir:

(Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 sjúklingum).

Hátíðniheyrnarmissir og suð fyrir eyrum.

Astmi.

Uppköst og magaverkir.

Litlar blöðrur, þroti og sviði á stungustaðnum.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir:

(Koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 sjúklingum).

Sinadráttur í fótleggjum.

Náttblinda, skerðing á sjónsviði (getur verið alvarlegt). Hafið samband við lækninn.

Ótær hornhimna.

Lágur blóðþrýstingur.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir:

(Koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 sjúklingum).

Sundl.

Verkir og skyntruflanir vegna taugabólgu.

Náladofi eða tilfinningaleysi í húð.

Niðurgangur.

Ógleði, uppköst, krampakenndir kviðverkir/iðrakveisa vegna bólgu í maga og þörmum

Yersinia

maga- og garnabólga).

Aukaverkanir af óþekktri tíðni:

Vöðvasamdrættir

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is.

Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við

að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Desferal

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir Fyrnist.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Fullbúin lausn geymist í 24 klst.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Desferal 500 mg/hettuglas, stungulyfs- og innrennslisstofn, lausn inniheldur

Virka innihaldsefnið er deferoxaminmesilat.

Önnur innihaldsefni eru nitur.

Lýsing á útliti Desferal og pakkningastærðir

Útlit

Desferal er hvítt eða því sem næst hvítt þurrefni í hettuglasi.

Fullbúin lausn er tær, litlaus eða ljósgulleit.

Pakkningastærðir

Lyfið er fáanlegt í pakkningu sem í eru 10 hettuglös.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Hörgatúni 2

210 Garðabær

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í apríl 2016.

Eftirfarandi upplýsingar eru aðeins ætlaðar læknum og heilbrigðisstarfsfólki:

Varúð: Hratt innrennsli í bláæð getur valdið lágþrýstingi og losti (t.d. roða, hraðtakti, örmögnun og

ofsakláða).

Við gjöf lyfsins með inndælingu/innrennsli á að nota 10% lausn í vatni fyrir stungulyf, nema þegar

lyfið er gefið í vöðva en þá getur verið nauðsynlegt að nota hærri styrkleika. Dæla á 5 ml af vatni fyrir

stungulyf í hettuglasið sem inniheldur 500 mg af Desferal þurrefni og hrista það vel. Aðeins má nota

tærar og litlausar (ljósgulleitar) lausnir. Þynna má 10% lausn Desferal enn frekar með hefðbundnum

innrennslisvökvum (NaCl 0,9%, glúkósa 5%, Ringerlausn, Ringer-laktatlausn, kviðskilunarlausnum

eins og Dianeal 137 glúkósa 2,27%, Dianeal PD4 glúkósa 2,27% og CAPD/DPCA 2 glúkósa 1,5%).

Þegar Desferal er gefið með innrennslisdælu sem borin er á líkamanum, handa sjúklingum með

langvarandi járnofhleðslu, gilda eftirfarandi leiðbeiningar:

Dragið vatn fyrir stungulyf upp í sprautu.

Sótthreinsa skal gúmmítappann á Desferal hettuglasinu með spritti áður en innihaldi sprautunnar

er dælt í gegnum gúmmítappann.

Hristið hettuglasið vel þar til þurrefnið er uppleyst.

Dragið lausnina upp í sprautuna.

Festið framlengingarslönguna við sprautuna og tengið slönguna við fiðrildisnálina. Fyllið

holrými slöngunnar með lausninni.

Setjið sprautuna í innrennslisdæluna.

Stingið fiðrildisnálinni undir húð á kviði, handlegg, efri hluta fótleggja eða læri. Mikilvægt er að

hreinsa húðina vel með spritti. Nálaroddurinn á að geta hreyfst óhindraður undir húðinni. Ef

hann gerir það ekki má vera að hann sé of nálægt húðinni. Endurtakið þá ferlið á öðrum stað

eftir að húðin hefur fyrst verið hreinsuð með spritti.

Komið nálinni fyrir og festið hana.

Dælan er yfirleitt borin á líkamanum með belti eða axlarhulstri. Mörgum sjúklingum finnst

heppilegast að lyfjagjöfin fari fram yfir nóttina.

Geymsla

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir Fyrnist.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Nota á lausnina strax eftir blöndun. Ef blöndun fer fram við viðurkenndar, sæfðar aðstæður má

geyma lausnina við stofuhita í allt að 24 klst.