Depomycine, vet.

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Depomycine, vet. Stungulyf, dreifa / Stungulyf, dreifa /
 • Skammtar:
 • Stungulyf, dreifa /
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, dreifa /
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Depomycine, vet. Stungulyf, dreifa / Stungulyf, dreifa /
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8e672759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI DÝRALYFS

Depomycine vet.

2.

VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR

1 ml inniheldur

Virk innihaldsefni:

Prókaínbenzýlpenicillín

200 mg

Díhýdróstreptómýcín

200 mg

sem díhýdróstreptómýcínsúlfat

278,9 mg

Hjálparefni:

Natríum cítrat, díhýdrat

22,8 mg

Metýlparahýdroxýbenzóat

1 mg

Natríumformaldehýð súlfoxýlat

2,5 mg

Lecítín

4,0 mg

Vatn til inndælingar

að 1 ml

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.

LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Dýrategundir

Hross, nautgripir, svín, sauðfé, hundar, kettir.

4.2

Ábendingar fyrir tilgreindar dýrategundir

Sýkingar af völdum Gram-jákvæðra og Gram-neikvæðra baktería.

4.3

Frábendingar

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir penicillíni, (díhýdró)streptómýcíni eða einhverju

hjálparefnanna. Lyfið á ekki að nota þegar

-laktamasa myndandi örverur eru til staðar.

4.4

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund

Á ekki að nota hjá dýrum sem eru með ofnæmi fyrir penicillíni eða (díhýdró)streptómýcíni.

4.5

Sérstakar varúðarreglur við notkun

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum

Þegar meðferð er endurtekin á ekki að nota sama inndælingarstað tvisvar.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið

Þeir sem eru með ofnæmi fyrir penicillíni eða (díhýdró-)streptómýcíni eiga að forðast að lyfið komist í

snertingu við húð.

Ef sá sem annast lyfjagjöf sprautar sig með dýralyfinu fyrir slysni, skal tafarlaust leita til læknis og

hafa meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

4.6

Aukaverkanir (tíðni og alvarleiki)

Ofnæmi hafa í einstaka tilviki komið fram.

Eituráhrifum á heyrnataug hefur verið lýst.

4.7

Notkun á meðgöngu, við mjólkurgjöf og varp

Lyfið má nota á meðgöngu og hjá mjólkandi dýrum. Engin eituráhrif á fóstur hafa komið fram né á

frjósemi kvendýra . Bæði penicillín og streptómýcín berast í mjólk. Engar aukaverkanir á afkvæmi

hafa komið fram.

4.8

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Milli lyfsins og bakteríuhamlandi lyfja getur komið fram gagnverkun. Fram geta komið

bakteríustofnar sem eru ónæmir fyrir lyfinu og jafnframt öðrum

-laktam sýklalyfjum eða

amínóglýkósíðum.

4.9

Skammtar og íkomuleið

Hross, nautgripir, svín, sauðfé: 1 ml/25 kg líkamsþunga á sólarhring, gefið í vöðva.

Grísir, hundar, kettir: 0,1 ml/1-2 kg líkamsþunga á sólarhring, gefið í vöðva.

4.10

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur), ef þörf krefur

Á ekki við.

4.11

Biðtími fyrir afurðanýtingu

Kjöt og innmatur: 60 sólarhringar eftir síðustu lyfjagjöf.

Kúamjólk: 3 sólarhringar eftir síðustu lyfjagjöf.

Dýralyfið má ekki gefa hrossum séu sláturafurðir nýttar til manneldis. Dýralyfið má ekki gefa

mjólkandi ám sé mjólkin nýtt til manneldis

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

Flokkun eftir verkun: Penicillín í blöndum með öðrum sýklalyfjum,

ATCvet flokkur: Q J 01 R A 01

5.1

Lyfhrif

Virk innihaldsefni eru (prókaín) penicillín og díhýdróstreptómýcín. Penicillín er

-laktam sýklalyf,

díhýdróstreptómýcín tilheyrir flokki amínóglýkósíða.

5.2

Lyfjahvörf

Þessi samsetning er virk bæði gegn mörgum Gram-jákvæðum og Gram-neikvæðum sýklum og virk

blóðþéttni helst í a.m.k. 12 klst.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Natríum cítrat dehýdrat, natríum formaldehúð súlfoxýlat, metýlparahýdroxýbenzóat, lecitín, vatn fyrir

stungulyf.

6.2

Ósamrýmanleiki

Enginn þekktur.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C-8°C).

Má ekki frjósa.

6.5

Gerð og samsetning innri umbúða

Hettuglas 100 ml.

6.6

Sérstakar varúðarreglur vegna förgunar ónotaðra dýralyfja eða úrgangs sem til fellur við

notkun þeirra

Farga skal öllum ónotuðum dýralyfjum eða úrgangi vegna dýralyfja í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Intervet International B.V.

Wim de Körverstraat 35

N-5831 AN Boxmeer

Holland.

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

MTnr 822858 (IS).

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 1. janúar 1983.

Dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 30. nóvember 2012.

10.

DAGSETNINGAR ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

30. nóvember 2012

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

TAKMARKANIR Á SÖLU, DREIFINGU OG/EÐA NOTKUN

Á ekki við.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here