Deep Relief

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Deep Relief Hlaup 5% w/w/3% w/w
 • Skammtar:
 • 5% w/w/3% w/w
 • Lyfjaform:
 • Hlaup
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Deep Relief Hlaup 5% w/w/3% w/w
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 74122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Deep Relief hlaup

Bólgueyðandi hlaup

Íbúprófen og levómentól

Við bakverkjum, gigtarverkjum og vöðvaverkjum

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Þó þarf að gæta varúðar við notkun Deep Relief bólgueyðandi

hlaups, til að árangurinn verði eins góður og kostur er.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur mælt

fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

-

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan

2 vikna.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Deep Relief bólgueyðandi hlaup og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Deep Relief bólgueyðandi hlaup

Hvernig nota á Deep Relief bólgueyðandi hlaup

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Deep Relief bólgueyðandi hlaup

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Deep Relief bólgueyðandi hlaup og við hverju það er notað

Deep Relief bólgueyðandi hlaup er verkjastillandi hlaup til notkunar á húð. Það er notað til að draga

úr:

gigtarverkjum (í vöðvum, sinum, liðum eða beinum)

Þrautum og verkjum í vöðvum

Verkjum og bólgum svo sem eftir eftir tognanir á liðböndum eða vöðvum og íþróttameiðsl

Deep Relief bólgueyðandi hlaup inniheldur tvö virk efni

Íbúprófen tilheyrir flokki bólgueyðandi verkjalyfja (NSAID), en þau hafa verkjastillandi áhrif

og draga úr bólgu og þrota.

Levómentól hefur kælandi áhrif sem slævir verki.

2.

Áður en byrjað er að nota Deep Relief bólgueyðandi hlaup

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Deep Relief bólgueyðandi hlaup:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir íbúprófeni, mentóli eða einhverju öðru innihaldsefni Deep Relief

bólgueyðandi hlaups (talin upp í lok kafla 2 og kafla 6).

ef þú ert með ofnæmi fyrir aspiríni eða öðrum verkjalyfjum úr flokki bólgueyðandi verkjalyfja

sem ekki eru sterar (NSAID), þ.m.t. lyf sem tekin eru inn.

ef þú ert með astma og veist að aspirín eða önnur bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) geta valdið

astmakasti, nefrennsli, kláða eða útbrotum.

ef þú ert þunguð og komin lengra en 6 mánuði á leið

ef þú ert með barn á brjósti.

ef húð þín er sprungin, sýkt eða bólgin.

Ekki á að nota Deep Relief bólgueyðandi hlaup:

handa börnum yngri en 12 ára.

á varir og nasir, í augu, á kynfæri, endaþarm eða önnur viðkvæm svæði. Ef það gerist fyrir

slysni á að þvo hlaupið af með miklu af hreinu vatni.

á sama svæði og önnur staðbundin lyf eru borin á

Deep Relief bólgueyðandi hlaup er eingöngu til notkunar á húð. Ekki má taka lyfið inn.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Deep Relief bólgueyðandi hlaup er notað ef þú:

hefur einhvern tímann fengið ofnæmisviðbrögð, svo sem útbrot eða kláða af lyfjum eða

snyrtivörum.

ert með eða hefur verið með nýrnasjúkdóm,

ert með eða hefur verið með magasár,

ert þunguð og komin minna en 6 mánuði á leið eða heldur að þú getir verið þunguð

átt í erfiðleikum með að verða þunguð eða gengst undir frjósemismeðferð

Forðast á að fá Deep Relief bólgueyðandi hlaup í augu eða nálægt þeim eða á önnur viðkvæm svæði.

Notkun annarra lyfja samhliða Deep Relief bólgueyðandi hlaupi

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að vera notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Ráðfærðu þig við lækni áður en þú notar Deep Relief bólgueyðandi hlaup ef þú tekur

aspirín

önnur verkjalyf

önnur lyf reglulega

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Þú mátt ekki nota Deep Relief bólgueyðandi hlaup ef þú ert þunguð og komin meira en 6 mánuði á

leið.

Þú mátt ekki nota Deep Relief bólgueyðandi hlaup ef þú ert með barn á brjósti.

Deep Relief bólgueyðandi hlaup inniheldur própýlen glýkól

Própýlen glýkól, sem getur valdið húðertingu.

3.

Hvernig nota á Deep Relief bólgueyðandi hlaup

Deep Relief bólgueyðandi hlaup er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 12 ára.

Byrjið ávallt á að reyna lyfið á litlu svæði.

Ef þú ert með 50 g túpu skaltu nota 1-4 cm af Deep Relief í hvert skipti. Ef þú ert með 15 g túpu

skaltu nota 4-10 cm af Deep Relief í hvert skipti.

Smyrja á hlaupinu í þunnu lagi á svæðið sem á að meðhöndla.

Nuddið hlaupinu varlega á þar til það hefur gengið inn í húðina. Þú gætir fundið fyrir náladofa.

Ekki skal nota meira magn af hlaupinu en ráðlagt er.

Endurtaka á þetta allt að 3 sinnum á dag en ekki oftar. Ekki má nota hlaupið oftar en á

4 klukkustunda fresti. Ef verkur eða þroti eru viðvarandi eftir notkun hlaupsins í

2 vikur

á að

hafa samband við lækni.

Alltaf á að þvo hendur eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendurnar.

Setjið lokið vel á túpuna.

Hætta á notkun Deep Relief bólgueyðandi hlaups ef vart verður við mikla ertingu í húð eða

önnur óæskileg áhrif

Ekki setja grisju, plástur eða aðrar umbúðir á það svæði sem hlaupinu er smurt á, en óhætt er að hylja

það með fatnaði.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of mikið af hlaupinu er kreist úr túpunni á að þurrka umframmagn af með pappírsþurrku.

Ef þú eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa tafarlaust samband við lækni, sjúkrahús eða

eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Deep Relief bólgueyðandi hlaup

Notaðu Deep Relief bólgueyðandi hlaup aftur þegar þú manst eftir því og gakktu úr skugga um að þú

notir hlaupið ekki oftar en 3 sinnum á dag eða oftar en á 4 klukkustunda fresti.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Deep Relief bólgueyðandi hlaup valdið aukaverkunum en það gerist þó

ekki hjá öllum.

Hættið tafarlaust að nota

Deep Relief bólgueyðandi hlaup og hafið samband við lækni ef vart verður

við einhver eftirtalinna einkenna:

óútskýrð hvæsandi öndunarhljóð

mæði

blöðrur eða útbrot á húð

kláða, roða eða mar á húð

þrota í andliti

Vægur roði, þurrkur, náladofi eða sviði gæti komið fram þar sem hlaupið er borið á. Ekki er ástæða til

að hafa áhyggjur af því. Ef það versnar á hins vegar að hætta að nota Deep Relief bólgueyðandi hlaup

og láta lækninn vita.

Draga má úr óæskilegum áhrifum

með því að nota eins lítinn skammt og í eins

skamman tíma og unnt er.

Sjaldgæfara

er að fram komi:

kviðverkir eða meltingartruflanir

nýrnavandamál, ef þú ert með nýrnasjúkdóm

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Deep Relief bólgueyðandi hlaup

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Setjið lokið vel á túpuna og geymið við lægri hita en 25°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Deep Relief bólgueyðandi hlaup inniheldur

Virku innihaldsefnin eru: íbúprófen og levomentól. 1 g af hlaupinu inniheldur 50 mg íbúprófen

og 30 mg leómentól.

Önnur innihaldsefni eru própýlen glýkól, karbomer, díísóprópanólamín, etanól og vatn (sjá lok

kafla 2).

Lýsing á útliti Deep Relief bólgueyðandi hlaups og pakkningastærðir

Deep Relief bólgueyðandi hlaup er glært, litlaust hlaup.

Hver túpa inniheldur 15 eða 50 g.

Ekki er víst að báðar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

The Mentholatum Company Limited, East Kilbride G74 5PE, Skotland.

Umboðsaðili á Íslandi: Icepharma hf, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2018.