Danilon equidos

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Danilon equidos Kyrni 1, 5 g
 • Skammtar:
 • 1, 5 g
 • Lyfjaform:
 • Kyrni
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Danilon equidos Kyrni 1,5 g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 4f122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 15-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL FYRIR:

Danilon equidos 1,5 g kyrni fyrir hesta og smáhesta (pony)

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Ecuphar Veterinaria S.L.U.

Avenida Río de Janeiro, 60-66, planta 13

08016

- Barcelona (Spánn)

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt

Laboratorios Dr. ESTEVE, S.A.

Sant Martí, s/n. Polígono Industrial

08107 Martorelles, Barcelona

(Spánn)

2.

HEITI DÝRALYFS

Danilon equidos 1,5 g kyrni fyrir hesta og smáhesta (pony)

Suxibuzon

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver 10 g poki

Virkt innihaldsefni: Suxibuzon (í örhylki) 1,5 g

Hjálparefni: Kínólíngult (E 104) 2,5 mg

Gult og lyktarlaust kyrni.

4.

ÁBENDING(AR)

Meðferð við verkjum og bólgu vegna stoðkerfissjúkdóma hjá hestum t.d. slitgigt, hálabelgsbólgu

(bursitis), hófsperru (laminitis) og bólgu í mjúkvef.

5.

FRÁBENDINGAR

Notið ekki handa dýrum með nýrna-, lifrar- eða hjartasjúkdóm.

Notið ekki handa dýrum ef möguleiki er á sáramyndun eða blæðingu í meltingarfærum.

Notið ekki handa dýrum ef merki eru um blóðmein(blood dyscrasia).

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

6.

AUKAVERKANIR

Eftir langvarandi notkun eða við notkun stórra skammt geta orðið breytingar í meltingarfærum.

Einstaka sinnum geta komið fram blóðmein og breytingar á nýrum, sérstaklega hjá dýrum með

takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana eða aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Hestar og smáhestar (pony)

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til inntöku. Þegar lyfinu er blandað í éta flestir hestar lyfjablandaða fóðrið.

Fara skal eftir eftirfarandi leiðbeiningum, miðað við einstaklingsbundna svörun:

HESTAR:

Hesti sem vegur 480 kg skal gefa innihald úr tveimur pokum tvisvar sinnum á sólarhring (jafngildir

12,5 mg af suxibuzoni/kg/sólarhring) í 2 sólarhringa, síðan 1 poka tvisvar á sólarhring (6,25 mg af

suxibuzoni/kg/sólarhring) í 3 sólarhringa.

Eftir það, 1 poka á sólarhring (3,1 mg of suxibuzon/kg/sólarhring) eða annan hvern dag, eða

lágmarksskammt sem veitir viðunandi klíníska svörun.

SMÁHESTAR (kyn sem eru lægri en 149 cm að hæð miðað við herðakamb, þegar fullum vexti

er náð):

Smáhestar eiga að fá helming þess skammts sem ráðlagður er fyrir hesta.

Smáhesti,sem vegur 240 kg, skal gefa 1 poka á sólarhring (jafngildir 6,25 mg af

suxibuzon/kg/sólarhring) í 2 sólarhringa, síðan

poka á sólarhring (3,1 mg af

suxibuzoni/kg/sólarhring) í 3 sólarhringa eða 1 poka annan hvern sólarhring.

Eftir það skal minnka skammtinn í lágmarksskammt sem veitir viðunandi klíníska svörun.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Notið meðfylgjandi mæliskeið þegar gefið er minna en einn poki. Í einni sléttfullri skeið eru 5 g af

kyrni (jafngildir 1/2 poka) og ef magnið í skeiðinni nemur við grænu línuna eru 2,5 g af kyrni

(jafngildir 1/4 poka) í skeiðinni.

Hey sem hluti af fóðri getur tafið frásog suxibuzons og þar með einnig að klínísk áhrif komi fram.

Ráðlagt er að gefa ekki hey rétt fyrir gjöf lyfsins eða með lyfinu.

Stöðva skal meðferð og endurskoða sjúkdómsgreininguna ef klínísk áhrif eru ekki augljós eftir

4-5 sólarhringa.

Sjá kafla 12. Sérstök varnaðarorð

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Ekki má nota lyfið handa dýrum sem ætluð eru til manneldis.

Hestum sem meðhöndlaðir hafa verið með dýralyfinu má aldrei slátra til manneldis.

Koma skal fram yfirlýsing um að hesturinn sé ekki ætlaður til manneldis, samkvæmt landslögum um

hestavegabréf.

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins.

Eftir að poki hefur verið opnaður skal loka honum eins tryggilega og hægt er á milli gjafa.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og öskjunni á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymsluþol eftir að pokinn hefur verið opnaður í fyrsta sinn: 7 dagar

Þegar pokinn er opnaður í fyrsta sinn, skal reikna út hver fyrningardagsetningin er, miðað við þær

upplýsingar um fyrningu sem gefnar eru í fylgiseðlinum og skrifa á pokann, sem geymir afganginn af

lyfinu, dagsetninguna sem segir til um hvenær henda á lyfjaleifunum.

Skrifið dagsetninguna, sem segir til um hvenær farga ber lyfinu, í sérstaka eyðu sem er til þess ætluð.

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstök varnaðarorð fyrir hverja dýrategund:

Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) geta hamlað starfsemi átfrumna. Við meðferð bólgusjúkdóma í

tengslum við bakteríusýkingar á því að beita viðeigandi sýklalyfjameðferð.

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum:

Gefið hvorki stærri skammt né meðhöndlið lengur en ráðlagt er. Gefa skal minnsta skammt sem nægir

til að draga úr einkennum.

Aukin áhætta getur verið við meðferð á mjög ungum dýrum (yngri en 12 vikna) því ekki er víst að

lifur og nýru hafi náð fullum þroska þannig að starfsemi þeirra sé fullnægjandi eða við meðferð hjá

gömlum dýrum, sem geta verið með skerta nýrna- og lifrarstarfsemi. Þetta á einnig við um smáhesta,

aukin áhætta getur verið til staðar. Í þessum tilvikum skal reikna skammta nákvæmlega út og fylgjast

náið með dýrunum.

Takmarkið ekki aðgang að drykkjarvatni meðan á meðferð stendur.Forðist notkun handa dýrum með

vökvaskort, minnkað blóðmagn eða lágan blóðþrýsting, vegna þess að hætta á nýrnabilun getur aukist.

Varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Notið viðeigandi hanska. Þvoið hendur eftir notkun.

Notið í vel loftræstu rými. Forðist innöndun á dufti þegar poki er opnaður og við blöndun í fóður.

Ef lyfið berst fyrir slysni í auga skal skola augað tafarlaust með miklu hreinu vatni. Ef dýralyfið er

tekið inn fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og hafa meðferðis fylgiseðilinn til að sýna

lækninum.

Meðganga og mjólkurgjöf:

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi dýralyfsins á meðgöngu og við mjólkurgjöf og því er ekki mælt

með notkun lyfsins undir þeim kringumstæðum.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Suxibuzon og umbrotsefni þess geta verið mikið bundin plasmapróteini og keppt við önnur lyf sem eru

mikið próteinbundin, t.d. sulfonamid og warfarin, eða það getur sjálft orðið fyrir útruðningi sem leiðir

til aukinnar þéttni lyfjafræðilega virks óbundins lyfs sem getur valdið eiturverkun. Athuga þarf vel

samrýmanleika lyfja, þegar þörf er á viðbótarmeðferð.

Gefið lyfið ekki samhliða öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID) eða innan 24 klst. frá gjöf hvers

lyfs fyrir sig.

Forðast skal samhliða notkun lyfja, sem hugsanlega geta valdið eiturverkunum á nýru.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Ef samfelld ofskömmtun á sér stað fyrir slysni geta eftirfarandi einkenni komið fram:

Þorsti, depurð,

lystarleysi og þyngdartap; Sjúkdómar í meltingarfærum (erting, sár, niðurgangur og blóð í saur);

Breyting á blóðmynd og blæðingar; Próteinskortur í blóði sem veldur bjúg á kvið sem veldur þykknun

á blóði, losti vegna minnkaðs rúmmáls blóðs í blóðrásinni og blóðrásarbilun; Nýrnabilun og

vökvasöfnun. Ef einkenni óþols koma fram skal stöðva meðferð og veita meðferð við einkennum.

Hægt rennsli natríumbíkarbónatlausnar í bláæð, sem gerir þvagið basískt, eykur úthreinsun lyfsins.

Ósamrýmanleiki: Enginn þekktur.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Leitið ráða hjá dýralækni um hvernig heppilegast er að losna við lyf sem hætt er að nota. Markmiðið

er að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Janúar 2017.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.>

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Suxibuzon er bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), búið til úr pyrazoloni, með bólgueyðandi, hitalækkandi

og verkjastillandi eiginleika og litla sáramyndandi eiginleika. Hestar átu lyfið fúslega þegar því var

blandað í fóðurþykkni.

Verkunarmáti lyfsins byggist á hömlun cyclooxygenasa (ensíms sem örvar myndun prostaglandína,

prostacyclína og thromboxana úr arakídónsýru). Verkunin er aðallega vegna hömlunar á myndun

prostaglandína, sem virka útlægt sem sársaukaboðar og hleypa af stað nýmyndun innrænna

sótthitavalda (endogenous pyrogens) og miðla í bólguferli. Það hamlar einnig samloðun blóðflagna.

Suxibuzon frásogast hratt eftir inntöku og stærsti hluti þess umbrotnar fyrir tilstilli frymisagnakerfis í

lifur (hepatic microsomal system) og phenylbutazon, oxyphenbutazon og

-hydroxyphenylbutazon

myndast. Eins og á við um önnur bólgueyðandi gigtarlyf varir klínísk svörun mun lengur en sem

nemur helmingunartíma í plasma. Töluverður styrkur beggja virku umbrotsefnanna greinist í liðvökva

a.m.k. 24 klst. eftir inntöku.

ÝMSAR UPPLÝSINGAR

Pokar sem innihalda 10 g af kyrni.

Hver askja inniheldur 18 eða 60 poka og skeið með tveimur mælikvörðum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar

Ef óskað er frekari upplýsinga um þetta dýralyf, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa

markaðsleyfishafa á hverjum stað.

Dýralyf.

Lyfseðilsskylt

Geymið pokann í ytri umbúðum.

Þetta dýralyf er lyfseðilsskylt og skal nota samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis.