Cytotec

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Cytotec Tafla 0,2 mg
 • Skammtar:
 • 0,2 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Cytotec Tafla 0,2 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 2d122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Cytotec

®

0,2 mg töflur

misoprostol

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Cytotec og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Cytotec

Hvernig nota á Cytotec

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Cytotec

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Cytotec og við hverju það er notað

Cytotec

verndar magaslímhimnuna með því að draga úr myndun magasýru og auka myndun slíms í

maganum.

Cytotec

er notað fyrirbyggjandi til að koma í veg fyrir sármyndun í maga þegar ákveðin bólgueyðandi

gigtarlyf (NSAID) eru einnig tekin. Þetta á einkum við um aldraða og þá sem hafa áður fengið

magasár.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Cytotec

Ekki má nota Cytotec:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir misoprostoli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert þunguð eða hyggst verða þunguð, því Cytotec

getur valdið fósturláti. Konur sem ekki

eru komnar yfir tíðahvörf eiga að nota örugga getnaðarvörn áður en meðferð með Cytotec

hefst.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Cytotec er notað

ef þú:

ert með langvinna bólgusjúkdóma í meltingarvegi.

ert með mikla æðakölkun.

tekur samhliða ákveðin bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID).

ert þunguð eða hyggst verða þunguð.

léttist, kastar upp, færð niðurgang eða átt í erfiðleikum með að kyngja.

ert með hjartakvilla, háan eða lágan blóðþrýsting eða aðra æðakvilla.

Aðeins má taka Cytotec

við magasári samkvæmt ráðleggingum læknis.

Notkun annarra lyfja samhliða Cytotec

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, t.d. náttúrulyf, vítamín og

steinefni.

Notaðu ekki Cytotec

samhliða lyfjum við of miklum magasýrum, sem innihalda magnesíum, þar sem

það getur valdið niðurgangi.

Cytotec

má nota samhliða bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Leitaðu ráða hjá lækninum.

Notkun Cytotec með mat eða drykk

Cytotec

skal tekið inn strax að lokinni máltíð til þess að minnka hættu á niðurgangi.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga:

Þú mátt ekki nota Cytotec ef þú ert þunguð eða ráðgerir að verða þunguð, þar sem lyfið getur skaðað

fóstrið og leitt til fósturláts.

Ef þú ert á barneignaraldri skaltu nota örugga getnaðarvörn á meðan þú tekur Cytotec.

Brjóstagjöf:

Ef þú ert með barn á brjósti máttu ekki nota Cytotec, þar sem Cytotec skilst út í brjóstamjólk.

Ráðfærðu þig við lækninn.

Brjóstagjöf skal hætt ef nauðsynlegt er að nota lyfið. Spyrðu lækninn.

Cytotec

getur valdið niðurgangi hjá brjóstmylkingi.

Akstur og notkun véla:

Cytotec

getur valdið sundli. Þú skalt hafa það í huga ef þú ætlar að aka bíl eða nota vélar..

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

að því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Cytotec

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er

Fullorðnir:

1 tafla 2-4 sinnum á sólarhring. Taka á síðasta skammt sólarhringsins fyrir svefn.

Börn:

Cytotec

er ekki ætlað börnum. Leitið ráða hjá lækninum.

Aldraðir:

Ekki er þörf á að breyta skömmtum.

Skert nýrnastarfsemi:

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Cytotec

skal taka inn strax að lokinni máltíð til að draga úr líkum á niðurgangi.

Ef gigtarlyf er einnig tekið skal taka það samhliða Cytotec.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef þú hefur tekið of margar töflur

af Cytotec

getur þú fundið fyrir slævingu, skjálfta, krömpum, mæði, kviðverkjum, niðurgangi, hita,

lágum blóðþrýstingi, hægum púls og kröftugum hjartsláttarónotum.

Ef gleymist að nota Cytotec

Ef þú hefur gleymt að taka eina töflu af Cytotec

skaltu taka hana inn um leið og þú manst eftir því.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef þú ert í vafa eða

hefur gleymt að taka inn nokkrar töflur skaltu ráðfæra þig við lækninn.

Ef hætt er að nota Cytotec

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur

þetta lyf

valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Tíðni ekki þekkt

Skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan örfárra mínútna til klukkustunda),

vegna ofnæmis (bráðaofnæmisviðbrögð/lost). Getur verið lífshættulegt. Hringið í 112.

Miklir verkir í grindarholi og blæðingar frá leggöngum vegna gats eða rofs á legi. Hringið í 112.

Fyrirburafæðing, ófullkomið fósturlát (incomplete abortion) og föst fylgja.

Blóðtappi vegna legvatns í blóðrás.

Vanskapanir hjá barninu / fæðingargallar.

Aukaverkanir sem ekki eru alvarlegar

Mjög algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Niðurgangur.

Útbrot.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Höfuðverkur.

Kviðverkir.

Ógleði.

Vindgangur.

Nábítur.

Uppköst.

Hægðatregða.

Svimi.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 sjúklingum):

Legkrampar.

Blæðingatruflanir.

Millitíðablæðingar.

Hiti.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Mikill niðurgangur, sem getur valdið vökvaþurrð.

Tíðaverkir.

Óeðlilega miklar tíðablæðingar.

Tíðni ekki þekkt

Blæðing frá leggöngum.

Kuldahrollur.

Óeðlilegir samdrættir í legi.

Aukaverkanir í maga og þörmum koma oftast fyrir í upphafi meðferðar og eru yfirleitt tímabundnar.

Til að draga úr líkum á niðurgangi á að taka töflurnar inn strax að lokinni máltíð.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Cytotec

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið Cytotec

í upprunalegum umbúðum, vel lokuðum,

þar sem lyfið er viðkvæmt fyrir raka.

Ekki skal

nota lyfið

eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Cytotec inniheldur:

Virka innihaldsefnið er misoprostol.

Önnur innihaldsefni eru hýprómellósa, örkristölluð sellulósa (E460), natríumsterkjuglýkollat,

hert laxerolía.

Lýsing á útliti Cytotec og pakkningastærðir

Cytotec

töflur eru hvítar, sexhyrndar og merktar „Searle 1461“.

Cytotec er fáanlegt í 60 stk. (þynna) eða 100 stk. (þynna) pakkningum.

Markaðsleyfishafi

Pfizer ApS, Lautrupvang 8, 2750 Ballerup, Danmörk.

Framleiðandi

Piramal Healthcare UK Limited., Walton Road, Morpeth, Northumberland NE61 3YA, England.

Umboð á Íslandi

Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.