Cypretyl

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Cypretyl Húðuð tafla 2 mg
 • Skammtar:
 • 2 mg
 • Lyfjaform:
 • Húðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Cypretyl Húðuð tafla 2 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 84d1ec25-17af-e111-b50c-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Cypretyl 2 mg/35 míkrógramma húðaðar töflur

cyproteronacetat/etinylestradiol

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðili. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Cypretyl og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Cypretyl

Hvernig nota á Cypretyl

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Cypretyl

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Cypretyl og við hverju það er notað

Cypretyl er notað til að meðhöndla kvilla í húð, svo sem graftarbólur, mjög feita húð og óhóflegan

hárvöxt hjá konum á barneignaraldri. Vegna þess að lyfið hefur getnaðarvarnandi eiginleika á aðeins

að ávísa því handa þér ef læknirinn telur að meðferð með hormóna getnaðarvörn sé viðeigandi.

Þú átt aðeins að nota Cypretyl ef ástand húðarinnar hefur ekki lagast eftir notkun annarrar meðferðar

við graftarbólum, þar með talið útvortis meðferð og meðferð með sýklalyfjum.

2.

Áður en byrjað er að nota Cypretyl

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Cypretyl töflur

Láttu lækninn vita áður en þú byrjar að nota Cypretyl ef eitthvað af eftirtöldu á við um þig. Læknirinn

gæti ráðlagt þér aðra meðferð.

ef þú ert með ofnæmi fyrir cyproteronacetati, ethinylestradioli eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú notar aðra

getnaðarvörn

með hormónum.

ef þú ert með eða hefur verið með

blóðtappa

í fæti (segamyndun), lunga (lungnablóðrek) eða

annars staðar í líkamanum.

ef þú ert með (eða hefur einhvern tíma fengið)

hjartaáfall eða heilablóðfall.

ef þú ert með (eða hefur einhvern tíma verið með) sjúkdóm sem getur verið vísbending um

hjartaáfall í framtíðinni (t.d. hjartaöng sem veldur miklum brjóstverk) eða

litla heilablæðingu

(skammvinn blóðþurrð).

ef þú ert með sjúkdóm sem getur aukið hættu á

blóðtappa

í slagæðum. Þetta á við um

eftirfarandi:

sykursýki sem hefur áhrif á æðar

mjög háan

blóðþrýsting

mjög

háar blóðfitur

(kólesteról eða þríglýseríð)

ef þú átt í erfiðleikum með

blóðstorknun

(t.d. C-prótein skortur)

ef þú ert með (eða hefur einhvern tíma fengið)

mígreni með sjóntruflunum

ef þú ert með sykursýki sem hefur valdið skemmdum í æðum.

ef þú ert með eða hefur haft brisbólgu ásamt mikilli þéttni lípíða í blóðinu.

ef þú ert með eða hefur haft gulu (gulnun húðar) eða alvarlegan lifrarsjúkdóm.

ef þú ert með eða hefur haft brjóstakrabbamein eða krabbamein í kynfærum.

ef þú ert með eða hefur haft lifraræxli (góðkynja eða illkynja).

ef þú ert með blæðingar frá leggöngum af óþekktri ástæðu.

ef þú ert eða grunar að þú sért þunguð.

ef þú ert með barn á brjósti.

ef þú ert með lifrarbólgu C og notar lyf sem inniheldur ombitasvir/paritaprevir/ritonavir eða

dasabuvir (sjá einnig kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða Cypretyl töflum“).

Ef eitthvað af framangreindum sjúkdómum eða ástandi kemur fram í fyrsta skipti sem þú notar

töflurnar skalt þú hætta að taka þær og hafa samband við lækninn. Á meðan skalt þú nota getnaðarvörn

sem ekki inniheldur hormóna. Sjá einnig kaflann „Almennt“. Lyfið er ekki ætlað karlsjúklingum eða

konum sem vilja verða þungaðar.

Almennt

Getnaðarvarnarlyf til inntöku eru örugg getnaðarvörn. Þegar þau eru notuð á viðeigandi hátt (engri

töflu gleymt) eru líkur á þungun mjög litlar. Þegar þú tekur töflurnar geta blæðingarnar hjá þér

minnkað og staðið í styttri tíma. Tíðaverkir geta minnkað eða horfið alveg.

Í þessum fylgiseðli er lýst nokkrum aðstæðum þar sem notkun getnaðarvarnarlyfja til inntöku skal hætt

eða dregið getur úr áreiðanleika þeirra. Ef slíkar aðstæður skapast skalt þú ekki hafa samfarir eða nota

aðrar getnaðarvarnir sem ekki innihalda hormóna, svo sem verjur eða annars konar hindrunaraðferð.

Ekki nota aðferðir sem byggja á tímasetningum eða mælingum á líkamshita. Þessar aðferðir eru ekki

öruggar því notkun getnaðarvarnarlyfja til inntöku breytir líkamshitanum og slímhúðinni í leghálsinum

sem venjulega gerist í tíðahringnum.

Eins og við á um önnur getnaðarvarnarlyf til inntöku, veitir Cypretyl ekki vernd gegn HIV sýkingu eða

öðrum kynsjúkdómum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Cypretyl töflur eru notaðar.

Cypretyl töflur virka einnig sem getnaðarvarnartöflur. Þú og læknirinn eigið að hafa í huga allt það

sem venjulega á við um örugga notkun getnaðarvarna með hormónum.

Áður en byrjað er að nota Cypretyl töflur

Nauðsynlegt getur verið að fylgjast nákvæmlega með heilsu þinni ef þú notar samsett

getnaðarvarnarlyf til inntöku í tengslum við sjúkdóm eða ástand sem lýst er hér á eftir.

Læknirinn mun gefa þér nánari upplýsingar. Láttu lækninn vita áður en þú byrjar að nota Cypretyl ef

eftirfarandi atriði eiga við um þig:

Þú reykir.

Þú ert með sykursýki, flogaveiki, mígreni eða ert með lifrar- eða gallblöðrusjúkdóm.

Þú ert of þung.

Þú ert með háan blóðþrýsting, truflun í hjartloku eða ákveðna tegund hjartsláttartruflana.

Þú ert með æðabólgu (yfirborðsbláæðabólgu).

Þú ert með æðahnúta.

Einhver nákominn ættingi hefur fengið blóðsega, hjartadrep eða heilablóðfall.

Þú eða nákominn ættingi ert með eða hefur haft hátt kólesteról eða þríglýseríða (lípíð) í blóði.

Einhver nákominn ættingi hefur fengið brjóstakrabbamein.

Þú ert með Crohn´s sjúkdóm eða sáraristilbólgu (langvarandi bólgusjúkdóm í þörmum).

Þú ert með rauða úlfa (sjúkdóm sem veldur einkennum í húð um allan líkamann).

Þú ert með sigðfrumublóðleysi.

Þú ert með blóðlýsuþvageitrunar heilkenni (blóðstorkukvilli sem veldur skertri nýrnastarfsemi).

Þú ert með sjúkdóm sem hefur versnað eða komið fram í fyrsta skipti á meðgöngu eða í

tengslum við fyrri notkun samsettra getnaðarvarnarlyfja til inntöku (t.d. tap á heyrn, porfýría

(efnaskiptasjúkdómur), kynfæraherpes (húðsjúkdómur), rykkjadans (taugasjúkdómur).

Þú ert með arfgengan ofsabjúg; estrógen til viðbótar geta valdið einkennum ofsabjúgs eða aukið

þau. Þú átt að fara strax til læknis ef þú finnur fyrir einkennum ofsabjúgs eins og bólgu í andliti,

tungu og/eða koki og/eða erfiðleikum við að kyngja eða ofsakláða með öndunarerfiðleikum.

Þú ert með eða hefur haft þungunarfreknur (gulbrúna upplitaða flekki á húð, sérstaklega í

andliti). Í slíkum tilvikum skal forðast sólarljós og útfjólubláa geisla.

Hafðu samband við lækninn ef eitthvað af framangreindum sjúkdómum koma fram í fyrsta skipti,

koma fram aftur eða versna meðan þú notar töflurnar. Ef þú ert með ofloðnu og ný einkenni koma

fram eða einkenni aukast verulega skalt þú hafa samband við lækninn, því þau þarf að rannsaka.

Vegna þess að reynsla af notkun samsettra estrógen/prógestin lyfja byggir aðallega á notkun samsettra

getnaðarvarnarlyfja til inntöku, eiga eftirfarandi varnaðarorð varðandi samsett getnaðarvarnarlyf til

inntöku einnig við um Cypretyl.

Blóðtappar (blóðsegar)

Notkun Cypretyl taflna getur lítillega aukið hættuna á því að þú fáir blóðtappa (kallað blóðsegi).

Líkurnar á því að þú fáir blóðtappa aukast aðeins lítillega með notkun Cypretyl taflna samanborið við

konur sem ekki nota Cypretyl eða aðrar getnaðarvarnartöflur. Ekki næst alltaf fullur bati og í 1-2%

tilfella getur þetta verið banvænt.

Blóðtappar í bláæð

Blóðtappi í bláæð (þekktur sem bláæðasegarek) getur stíflað æðina. Þetta getur komið fyrir í bláæðum

í fæti, lungum (lungnablóðrek) eða í öðrum líffærum.

Notkun samsettra getnaðarvarnartaflna eykur hættu á að þróa slíka blóðtappa samanborið við konur

sem ekki nota samsettar getnaðarvarnartöflur. Hættan á að fá blóðtappa er mest fyrsta árið sem konan

notar getnaðarvarnartöflur. Hættan er ekki eins mikil og hættan á að fá blóðtappa á meðgöngu.

Hættan á að fá blóðtappa í bláæð hjá þeim sem nota samsettar getnaðarvarnartöflur eykst enn frekar:

með hækkandi aldri

ef þú reykir;

Þegar þú notar getnaðarvörn með hormónum, eins og Cypretyl, er þér eindregið ráðlagt

að hætta reykingum, sérstaklega ef þú ert eldri en 35 ára;

ef nákominn ættingi hefur fengið blóðtappa í fót, lunga eða annað líffæri á unga aldri;

ef þú ert í yfirþyngd;

ef þú þarft á aðgerð að halda, eða ef þú ert rúmföst í lengri tíma vegna meiðsla eða sjúkdóms,

eða ef þú ert með fótinn í gifsi.

Ef eitthvað af þessu á við um þig er mikilvægt að þú segir lækninum frá því að þú notir Cypretyl

töflur, vegna þess að stöðva gæti þurft meðferðina. Læknirinn gæti sagt þér að hætta að nota Cypretyl

nokkrum vikum fyrir aðgerð eða á meðan þú getur lítið verið á fótum. Læknirinn mun einnig segja þér

hvenær þú mátt byrja að nota Cypretyl á ný þegar þú ert komin aftur á fætur.

Blóðtappar í slagæð

Blóðtappi í slagæð getur valdið alvarlegum vandamálum. Til dæmis getur blóðtappi í slagæð í hjartanu

valdið hjartaáfalli eða blóðtappi í heila valdið heilablæðingu.

Notkun samsettra getnaðarvarnartaflna hefur verið tengd aukinni hættu á blóðtöppum í slagæðum.

Þessi hætta eykst enn frekar:

með hækkandi aldri

ef þú reykir;

Þegar þú notar getnaðarvörn með hormónum, eins og Cypretyl, er þér eindregið ráðlagt

að hætta reykingum, sérstaklega ef þú ert eldri en 35 ára;

ef þú ert í yfirþyngd;

ef þú ert með háan blóðþrýsting;

ef nákominn ættingi hefur fengið hjartaáfall eða heilablóðfall á unga aldri;

ef þú ert með mikil magn fitu í blóðinu (kólesteról eða þríglýseríðar);

ef þú færð mígreni;

ef þú ert með vandamál tengt hjartanu (lokusjúkdómur, takttruflanir).

Einkenni blóðtappa

Hættu að nota töflurnar og leitaðu strax til læknis ef þú tekur eftir mögulegum einkennum um

blóðtappa, svo sem:

skyndilegur, óvenjulegur hósti;

mikill verkur í brjósti sem getur leitt út í vinstri handlegg;

mæði;

óvenjulegur, mikill eða langvarandi höfuðverkur eða versnandi mígreni;

sjónskerðing að hluta til eða algjör, eða tvísýni;

óskýrt tal eða erfiðleikar með tal;

skyndileg breyting á heyrn, lyktarskyni eða bragðskyni;

sundl eða yfirlið;

máttleysi eða dofi í einhverjum hluta líkamans;

mikill verkur í kvið;

mikill verkur eða bólga í öðrum hvorum fæti.

Fullur bati næst ekki alltaf eftir blóðtappa. Í sjaldgæfum tilvikum getur blóðtappi valdið varanlegum

skaða og jafnvel verið banvænn.

Fyrst eftir fæðingu eru konur í aukinni hættu á að fá blóðtappa svo að þú skalt spyrja lækninn hversu

skömmu eftir fæðingu þú mátt byrja að nota Cypretyl.

Getnaðarvarnarlyf til inntöku og krabbamein

Brjóstakrabbamein hefur greinst aðeins oftar hjá konum sem nota getnaðarvarnarlyf til inntöku en hjá

konum á sama aldri sem ekki nota getnaðarvarnarlyf til inntöku. Þessi litla aukning í fjölda greindra

brjóstakrabbameina hverfur smám saman á 10 árum eftir að notkun taflnanna er hætt.

Ekki er vitað hvort munurinn er af völdum notkunar getnaðarvarnarlyfja til inntöku.

Hugsanlegt er að konurnar sem nota getnaðarvarnarlyf til inntöku séu skoðaðar oftar og

brjóstakrabbamein því greint fyrr. Mjög sjaldan hafa fundist góðkynja lifraræxli og enn sjaldnar

illkynja lifraræxli hjá notendum getnaðarvarnarlyfja til inntöku. Æxli geta valdið innvortis blæðingum.

Hafðu strax samband við lækninn ef þú færð mikinn kviðverk.

Oftar hefur verið greint frá krabbameini í leghálsi hjá konum sem hafa notað getnaðarvarnarlyf til

inntöku í langan tíma. Þetta er ekki nauðsynlega af völdum getnaðarvarnarlyfja til inntöku, en getur

tengst kynhegðun og öðrum þáttum.

Hvenær átt þú að leita læknis

Reglulegar læknisskoðanir

Þegar þú notar getnaðarvarnarlyf til inntöku skalt þú fara reglulega í skoðun til læknisins. Almennt átt

þú að fara í skoðun einu sinni á ári. Hafðu samband við lækninn eins fljótt og hægt er ef:

Þú finnur fyrir breytingu á heilsu þinni, einkum ef hún tengist atriðum sem minnst hefur verið á

í þessum fylgiseðli. (Sjá einnig kaflana „Ekki má nota Cypretyl töflur“ og „Áður en þú byrjar að

nota Cypretyl töflur“). Mundu einnig hvað hefur verið sagt um sjúkdóma sem nákomnir

ættingjar hafa fengið.

Ef þú finnur hnút í brjósti.

Ef þú byrjar að nota önnur lyf (sjá einnig kaflann „Notkun annarra lyfja“).

Ef þú verður rúmföst eða ferð í skurðaðgerð (hafðu samband við lækninn a.m.k. fjórum vikum

áður).

Ef þú færð óvenjulega miklar blæðingar frá leggöngum.

Ef þú gleymir að taka töflur fyrstu viku notkunar og hafðir samfarir á dögunum 7 þar á undan.

Ef þú ert með mikinn niðurgang.

Ef blæðingar falla niður tvisvar í röð og þú heldur að þú gætir verið þunguð (ekki byrja á næstu

þynnu fyrr en læknirinn segir þér að gera það).

Hættu að nota töflurnar og hafðu strax samband við lækninn ef þú færð eitthvert eftirtalinna

einkenna:

Mígrenihöfuðverk eða óvenju tíðan eða mikinn höfuðverk sem versnar eða kemur fram í fyrsta

sinn.

Skyndilega breytingu á sjón eða heyrn eða aðrar skyntruflanir.

Ef þú tekur eftir fyrstu einkennum um blóðtappa. Einkennunum er lýst í kafla 2 „Blóðtappar

(blóðsegar)“.

Sex vikum fyrir stóra skurðaðgerð (t.d. aðgerð á kviðarholi eða bæklunaraðgerð), skurðaðgerð á

fótleggjum eða langtíma skort á hreyfigetu (t.d. eftir slys eða skurðaðgerð). Ekki byrja að nota

lyfið aftur fyrr en þú hefur verið á fótum í a.m.k tvær vikur.

Gulnun, lifrarbólga, kláði um allan líkamann.

Aukin tíðni floga.

Veruleg hækkun blóðþrýstings.

Alvarlegt þunglyndi.

Verulegur verkur ofarlega í kvið eða lifrarstækkun.

Greinileg versnun á ástandi sem vitað er að getur versnað við notkun getnaðarvarnarlyfja sem

innihalda hormóna eða á meðgöngu.

Framangreindu ástandi og einkennum er lýst nánar annars staðar í þessum fylgiseðli.

Notkun annarra lyfja samhliða Cypretyl töflum

Cypretyl getur haft áhrif á önnur lyf og önnur lyf geta haft áhrif á Cypretyl. Látið lækninn eða

lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án

lyfseðils eða náttúrulyf. Þeir geta sagt þér hvort þú þarft á viðbótar getnaðarvörn að halda og í hvað

langan tíma. Sum lyf geta hindrað verkun getnaðarvarnarlyfja til inntöku. Þau eru m.a. flogaveikilyf

(t.d. primidon, phenytoin, barbitúröt, carbamazepin, oxacarbamazepin, topiramat, felbamat), lyf við

berklum (t.d. rifampicin, rifabutin) og HIV-lyf (t.d. ritonavir, nevirapin) og griseofulvin (notað í

meðferð við sveppasýkingu). Samhliða notkun náttúrulyfja sem innihalda Jóhannesarjurt (Hypericum

perforatum) getur minnkað verkun Cypretyl taflna sem getnaðarvarnar.

Ef þú notar lyf sem inniheldur Jóhannesarjurt skal þú ræða við lækninn. Önnur samhliða lyfjanotkun

getur haft áhrif á verkun og öryggi þessa lyfs.

Ekki nota Cypretyl ef þú ert með lifrarbólgu C og notar lyf sem inniheldur

ombitasvir/paritaprevir/ritonavir eða dasabuvir, þar sem þetta getur valdið hækkun á niðurstöðu úr

lifrarprófum (aukning á ALT lifrarensími).

Læknirinn mun ávísa annarri gerð af getnaðarvörn áður en meðferð með þessum lyfjum er hafin.

Byrja má aftur að nota Cypretyl töflur um það bil 2 vikum eftir að meðferð með þessum lyfjum lýkur.

Sjá kafla „Ekki má nota Cypretyl töflur“.

Meðganga og brjóstagjöf

Cypretyl má ekki nota á meðgöngu eða ef grunur er um þungun. Hafðu strax samband við lækninn ef

þig grunar að þú sért þunguð.

Cypretyl má ekki nota samhliða brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Getnaðarvarnarlyf til inntöku hafa ekki reynst hafa áhrif á hæfni til aksturs bifreiða.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Cypretyl töflur innihalda mjólkursykur (laktósa) og súkrósa.

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

3.

Hvernig nota á Cypretyl

Notið Cypretyl töflur alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig nota á

lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum. Til að ná læknandi verkun og fullnægjandi getnaðarvörn

skal taka Cypretyl töflur reglulega. Cypretyl töflur eru notaðar á sama hátt og flest samsett

getnaðarvarnarlyf til inntöku, sem er ástæða þess að sömu leiðbeiningar eiga við um skömmtun.

Óregluleg notkun Cypretyl taflna getur valdið milliblæðingum hjá sjúklingum og getur dregið úr

læknandi verkun lyfsins og áreiðanleika getnaðarvarnarinnar.

Hvenær og hvernig á að taka töflurnar?

Í hverri þynnu er 21 tafla. Hver tafla er merkt með vikudegi sem taka skal töfluna á. Töflurnar skal

taka daglega og fylgja örvunum. Hægt er að nota tómu hólfin til að ganga úr skugga um að þú hafir

tekið töflu dagsins.

Taktu eina töflu á hverjum degi á u.þ.b. sama tíma, með vatni ef þörf krefur. Haldið áfram að taka

töflurnar í stefnu örvanna þar til búið er að taka 21 töflu.

Ekki skal taka neina töflu næstu 7 dagana. Þú færð blæðingu á þessum næstu 7 dögum, venjulega 2 til

3 dögum eftir að síðasta Cypretyl taflan er tekin. Byrjaðu að taka af næstu þynnu á 8. degi, jafnvel þó

blæðingin standi enn. Á þennan hátt byrjar þú alltaf á nýrri pakkningu á sama vikudegi og blæðingin

verður á u.þ.b. sama tíma í hverjum mánuði.

Byrjað að nota Cypretyl töflur

Þegar engin getnaðarvarnarlyf með hormónum hafa verið notuð mánuðinn á undan

Byrjaðu að nota Cypretyl töflur á fyrsta degi tíðahringsins, það er á fyrsta degi blæðinga.

Fyrsta daginn skalt þú taka töfluna sem er merkt réttum vikudegi og halda síðan áfram að taka töflur

daglega í stefnu örvanna.

Á þennan hátt virkar lyfið sem getnaðarvörn strax á fyrsta degi notkunar og ekki þarf að nota

viðbótargetnaðarvörn (án hormóna). Þú getur einnig byrjað að taka töflurnar á dögum 2 til 5 í

tíðahringnum en í þeim tilvikum þarft þú að nota viðbótargetnaðarvörn (án hormóna) fyrstu 7 daga

lotunnar.

Þegar skipt er yfir á Cypretyl af öðru samsettu lyfi

Þú getur byrjað að nota Cypretyl töflur daginn eftir að þú tekur síðustu töflu núverandi

getnaðarvarnarlyfs (þannig að ekkert hlé verður á milli lyfjanna og þau eru ekki tekin á sama tíma).

Ef núverandi pakkning af getnaðarvarnarlyfi inniheldur einnig töflur sem ekki innihalda virkt efni mátt

þú byrja að nota Cypretyl töflur daginn eftir að þú tekur síðustu töfluna með

virku efni (

ef þú veist

ekki hvaða töflur það eru skalt þú spyrja lækninn eða lyfjafræðing).

Þú mátt einnig byrja að nota Cypretyl töflur síðar en í engum tilvikum seinna en daginn eftir 7 daga

töfluhlé fyrra lyfsins (eða daginn eftir síðustu töflu núverandi lyfs með engu virku efni).

Á þennan hátt virkar lyfið sem getnaðarvörn strax á fyrsta degi notkunar og ekki þarf að nota

viðbótargetnaðarvörn (án hormóna).

Þegar skipt er af lyfi sem inniheldur aðeins progestin (mini-pillu) yfir á Cypretyl

Þú getur hætt að taka mini-pillur hvenær sem er og byrjað að nota Cypretyl á sama tíma daginn eftir.

Þú þarf einnig að nota viðbótargetnaðarvörn (án hormóna) fyrstu 7 daga lotunnar þegar þú hefur

samfarir.

Þegar skipt er af inndælingum, vefjalyfjum eða lykkjum sem innihalda progestin yfir á Cypretyl

Byrjaðu að nota Cypretyl töflur þegar komið er að næstu inndælingu eða daginn sem vefjalyfið eða

lykkjan eru fjarlægð. Þú þarft einnig að nota viðbótargetnaðarvörn (án hormóna) 7 daga lotunnar þegar

þú hefur samfarir.

Eftir fæðingu

Ef þú ert nýbúin að eignast barn getur verið að læknirinn ráðleggi þér að bíða eftir fyrstu venjulegu

blæðingunum áður en þú byrjar að nota Cypretyl töflur. Stundum má byrja fyrr að nota töflurnar.

Læknirinn mun ráðleggja þér. Ef þú vilt nota Cypretyl töflur samhliða brjóstagjöf skalt þú fyrst ræða

við lækninn.

Eftir fósturlát eða fóstureyðingu

Leitaðu ráða hjá lækninum.

Lengd notkunar

Læknirinn mun segja þér hve lengi þú þarft að nota Cypretyl töflur.

Ef stærri skammtur af Cypretyl en mælt er fyrir um er tekinn (ofskömmtun)

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ekki hefur verið greint frá neinum alvarlegum aukaverkunum í tengslum við ofskömmtun Cypretyl

taflna. Ef nokkrar töflur eru teknar samtímis getur komið fram ógleði, uppköst og blæðing frá

leggöngum. Hafðu alltaf samband við lækni eða sjúkrahús ef þú hefur tekið of mikið af lyfinu.

Ef óskað er eftir að hætta notkun Cypretyl

Notkun Cypretyl má hætta hvenær sem er. Ef ekki er óskað eftir þungun skal ráðfæra sig við lækni um

aðra getnaðarvörn. Ef óskað er eftir þungun er ráðlegt að bíða þar til eftir fyrstu eðlilegu

tíðablæðingar. Það hjálpar til við að ákvarða áætlaðan fæðingartíma.

Ef þú hefur frekari spurrningar um notkun lyfsins skal leita upplýsinga hjá lækninum eða

lyfjafræðingi.

Ef gleymist að taka Cypretyl töflur

Ef liðnar eru

minna en 12 klukkustundir

frá því að taka átti síðustu getnaðarvarnartöflu, er

vörnin enn óbreytt. Taka skal töfluna strax og munað er eftir og töflurnar á eftir á venjulegum

tíma.

Séu liðnar

meira en 12 klukkustundir

frá því að taka átti síðustu getnaðarvarnartöflu, hefur

vörnin hugsanlega minnkað. Því fleiri getnaðarvarnartöflur sem gleymst hafa, því minni er

vörnin. Ef gleymdu töflurnar eru í byrjun eða lok töfluspjaldsins, hafa líkurnar á þungun aukist

verulega. Því skal farið eftir leiðbeiningum hér á eftir.

Þú hefur gleymt fleiri en einni töflu

Leita skal ráða hjá lækninum.

Þú hefur gleymt einni töflu í viku 1

Taka skal töfluna sem gleymdist strax og munað er eftir (jafnvel þótt það þýði að taka þurfi 2 töflur

samtímis) og töflurnar á eftir á venjulegum tíma. Nota skal viðbótar getnaðarvörn (t.d. verjur eða aðra

vörn án hormóna) næstu 7 daga. Ef hafðar hafa verið samfarir í vikunni áður en taflan gleymdist, er

möguleiki á þungun. Því skal strax hafa samband við lækni.

Þú hefur gleymt einni töflu í viku 2

Taka skal töfluna sem gleymdist strax og munað er eftir (jafnvel þótt það þýði að taka þurfi 2 töflur

samtímis) og töflurnar á eftir á venjulegum tíma. Öryggi taflnanna er óbreytt og ekki þarf að nota

viðbótar getnaðarvörn.

Þú hefur gleymt einni töflu í viku 3

Velja má annan af eftirfarandi möguleikum án þess að nota aðra getnaðarvörn.

1. Taka skal töfluna sem gleymdist strax og munað er eftir (jafnvel þótt það þýði að taka þurfi 2 töflur

samtímis) og töflurnar á eftir á venjulegum tíma. Byrja skal strax á næsta töfluspjaldi

án þess að gera

töfluhlé milli spjalda

. Sennilega verða ekki neinar tíðablæðingar fyrr en eftir seinna töfluspjaldið, en

blettablæðingar eða milliblæðingar geta orðið á meðan á töku þessara taflna stendur.

eða

Hætta að taka töflurnar af töfluspjaldinu sem er í notkun og gert er töfluhlé í 7 daga (

að meðtöldum

deginum sem taflan gleymdist)

og síðan er haldið áfram með næsta töfluspjald.

Ef gleymst hefur að taka töflur og tíðablæðingar verða ekki á þeim tíma sem vænst var, er hugsanlega

um þungun að ræða. Hafa skal samband við lækni áður en byrjað er á næsta töfluspjaldi.

... þú ert með meltingarvandamál (t.d. uppköst eða mikinn niðurgang)

Ef uppköst verða eða mikill niðurgangur innan 3 til 4 klst. eftir töku Cypretyl taflna, er ekki víst að

virka efnið hafi haft tíma til að frásogast og nái að verka. Þetta er eins og að gleyma töflu.

Því skal fylgja leiðbeiningum um getnaðarvarnartöflur sem gleymast.

...þú vilt breyta upphafsdegi tíðablæðinga

Ef þú hefur tekið töflurnar eins og ávísað er, hefur þú tíðablæðingar á u.þ.b. sama degi á 4 vikna fresti.

Ef þú vilt breyta upphafsdegi tíðablæðinga, stytta (aldrei lengja) næsta hlé milli þynna. Til dæmis, ef

tíðablæðingar hefjast venjulega á föstudegi og þú vilt að þær hefjist á þriðjudegi ( 3 dögum fyrr), skal

byrja á næsta spjaldi 3 dögum fyrr en venjuleg. Ef þú tekur stutt hlé frá töflutöku (t.d. 3 daga eða

styttra), er ekki víst að tíðablæðingar verði. Bletta- eða milliblæðingar geta orðið á meðan á töku næsta

spjalds stendur.

... þú vilt fresta tíðablæðingum

Þetta lyf er ekki ætlað til að fresta tíðablæðingum. Samt sem áður, ef þú vilt gera það í einstaka skipti,

skal byrja að taka af nýrri þynnu strax eftir að lokið er við þá sem verið er að taka af, án töfluhlés.

Þú getur frestað tíðablæðingum með því að taka töflurnar án hlés í eins marga daga og þú vilt en þó

ekki lengur en til loka annarrar þynnu, það er 3 vikur. Á þessu tímabili geta bletta- eða milliblæðingar

orðið. Hefja skal reglulega notkun Cypretyl aftur að loknu venjulegu 7 daga töfluhléi.

... þú hefur óvæntar blæðingar

Á fyrstu mánuðunum geta allar getnaðarvarnartöflur valdið óreglulegum blæðingum (bletta- eða

milliblæðingum) milli tíðablæðinga. Ef til vill verður þörf á að nota bindi, en halda skal áfram að taka

töflurnar eins og venjulega. Óreglulegar blæðingar hætta venjulega þegar líkaminn hefur vanist

getnaðarvarnartöflunum (venjulega eftir 3 mánuði). Ef óreglulegar blæðingarnar halda áfram, verða

kröftugri eða koma aftur á ný, á að hafa samband við lækninn.

... tíðablæðingar verða ekki

Ef þú hefur tekið allar töflurnar á réttum tíma og ekki haft uppköst eða notað önnur lyf, er mjög

ólíklegt að þú sért þunguð. Halda skal áfram að nota Cypretyl töflurnar eins og vant er. Ef ekki verða

tíðablæðingar tvisvar í röð, er hugsanlega um þungun að ræða. Hafa skal strax samband við lækninn.

Ekki skal byrja á næsta töfluspjaldi af Cypretyl fyrr en læknirinn hefur gengið úr skugga um að ekki sé

um þungun að ræða. Láttu lækninn vita ef þú verður vör við einhver óæskileg áhrif, sérstaklega ef þau

eru mikil eða þrálát eða ef það verður breyting á heilbrigði þínu sem þú telur tengjast notkun þessara

taflna.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Alvarlegar aukaverkanir tengdar notkun getnaðarvarnalyfja til inntöku, ásamt viðeigandi einkennum,

er lýst í köflunum „Blóðtappar (blóðsegar)“ / „Getnaðarvarnarlyf til inntöku og krabbamein“. Lesið

framangreinda kafla fyrir frekari upplýsingar og hafið strax samband við lækninn ef þörf er á.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir

Eftirfarandi aukaverkanir hafa verið tilkynntar af notendum getnaðarvarnataflna til inntöku en eru ekki

endilega tengdar notkun taflnanna. Þessi áhrif geta orðið á fyrstu mánuðum notkunar og minnka

verjulega með tímanum.

Mjög algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Algengar (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 einstaklingum)

Sjaldgæfar (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Algengar:

Eymsli í brjóstum, verkir og seyting

Höfuðverkur

Breyting á kynhvöt, þunglyndi / skapbreytingar

Ógleði, kviðverkur

Húðbreytingar (útbrot, ofsakláði)

Vökvasöfnun í líkamanum

Breyting á líkamsþunga

Sjaldgæfar:

Mígreni

Uppköst, niðurgangur

Mjög sjaldgæfar:

Ofnæmisviðbrögð

Óþægindi við notkun augnlinsa

Blóðtappi í bláæð

Húðbreytingar (regnbogaroði, rósahnútar (nodal erythema))

Breyting á útferð frá leggöngum

Tíðni ekki þekkt:

Hækkaður blóðþrýstingur

Hjá konum með arfgengan ofsabjúg geta utanaðkomandi estrógen valdið ofsabjúgi eða aukið einkenni

hans.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Cypretyl

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Cypretyl töflur innihalda

Virku innihaldsefnin eru cyproteronacetat 2 mg og ethinylestradiol 0,035 mg (35 míkrógrömm).

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni:

Laktósa einhýdrat, örkristallaður sellulósi, póvidón K-30, natríumkroskarmellósi og

magnesíumsterat.

Húð

: Hýprómellósi (E464), makrógól 400, títantvíoxíð (E171), indigókarmín (E132), gult járnoxíð

(E172), rautt járnoxíð (E172), svart járnoxíð (E172), kínólíngult (E104), gljálakk, karnaubavax, hvítt

býflugnavax og súkrósi.

Lýsing á útliti Cypretyl og pakkningastærðir

Gulleit, kringlótt, tvíkúpt, húðuð tafla.

1x21 og 3x21 húðuð tafla í pakkningu.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

ratiopharm GmbH, Graf-Arco Strasse 3, 89079 Ulm, Þýskaland

Framleiðandi

Merckle GmbH, Ludwig-Merckle-Strasse 3, D-89143 Blaubeuren, Þýskaland

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Sími: 522 2900

Netfang: info@alvogen.is

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.