Coversyl Novum

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Coversyl Novum Filmuhúðuð tafla 5 mg
 • Skammtar:
 • 5 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Coversyl Novum Filmuhúðuð tafla 5 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • e7112244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Coversyl Novum 5 mg filmuhúðuð tafla

perindóprílarginín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um

lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Coversyl Novum og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Coversyl Novum

Hvernig nota á Coversyl Novum

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Coversyl Novum

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Coversyl Novum og við hverju það er notað

Coversyl Novum er ACE-hemill (angiotensin-converting enzyme). Það víkkar blóðæðar svo hjartað á

auðveldara með að dæla blóðinu um þær.

Coversyl Novum er notað:

-

til meðferðar á of

háum blóðþrýstingi

(háþrýstingi),

til meðferðar á

hjartabilun

(sjúkdómsástand þar sem hjartað getur ekki dælt nægu blóði til að

uppfylla þarfir líkamans),

til að draga úr hættu á einkennum frá hjarta, svo sem hjartaáföllum, hjá sjúklingum með

kransæðasjúkdóm í jafnvægi

(sjúkdómsástand þar sem blóðflæði til hjartans er skert eða

stíflað) og sem hafa þegar fengið hjartaáfall og/eða farið í æðaútvíkkandi aðgerð til að auka

blóðflæði til hjartans.

2.

Áður en byrjað er að nota Coversyl Novum

Ekki má taka Coversyl Novum

ef um er að ræða ofnæmi fyrir perindopril eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6) eða öðrum ACE-hemli.

ef þú hefur áður fengið einkenni sem koma fram sem önghljóð, bólga í andliti, tungu eða hálsi,

ákafur kláði eða alvarleg útbrot eftir notkun ACE-hemils eða þú eða fjölskyldumeðlimur hafið

fengið þessi einkenni við einhverjar aðrar aðstæður (ástand sem kallast ofnæmisbjúgur).

Ef þú ert gengin meira en 3 mánuði á meðgöngu (það er einnig betra að forðast Coversyl Novum

meðferð á fyrsta þriðjungi meðgöngu – sjá kafla um meðgöngu).

ef þú ert með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi og ert á meðferð með blóðþrýstingslækkandi

lyfi sem inniheldur aliskiren.

ef þú gengst undir skilun eða annars konar blóðhreinsun. Hugsanlegt er að Coversyl Novum

henti þér ekki, en það fer eftir þeim tækjabúnaði sem notaður er,

ef þú ert með nýrnavandamál þar sem blóðflæði til nýrnanna er skert (þrengsli í nýrnaslagæð).

ef þú færð meðferð með sacubitril/valsartan, lyfi vegna hjartabilunar (sjá „Varnaðarorð og

varúðarreglur“ og „Notkun annarra lyfja samhliða Coversyl Novum“).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Coversyl Novum er notað

ef einhver eftirfarandi atriði eiga við. Ef þú:

ert með ósæðaþrengsli (þrengsli í aðalæðinni frá hjartanu) eða ofþykknun hjartavöðva

(hjartavöðvasjúkdómur) eða nýrnaslagæðarþrengsli (þrengsli í slagæðinni sem flytur blóð til

nýrna),

hefur einhvern annan hjartasjúkdóm,

hefur lifrarsjúkdóm,

hefur nýrnasjúkdóm eða ef þú notar skilun,

ert með óeðlilega hækkað gildi hormóns sem nefnist aldósterón í blóði (frumkomið

aldósterónheilkenni),

þjáist af kollagen æðasjúkdómi (sjúkdómi í bandvef) svo sem rauðum úlfum eða herslishúð,

ert með sykursýki,

ert á saltskertu mataræði eða notar saltauppbót sem inniheldur kalíum,

átt að fara í svæfingu og/eða stóra skurðaðgerð,

ert að fara í LDL blóðhreinsun (þegar kólesteról er fjarlægt úr blóðinu með vél),

ert að fara í afnæmingarmeðferð til þess að draga úr ofnæmisáhrifum við býflugna- eða

geitungastungum,

hefur nýlega verið með niðurgang eða uppköst, eða hefur ofþornað,

hefur fengið þær upplýsingar frá lækni að þú hafir óþol fyrir ýmsum sykrum.

notar eitthvert af eftirtöldum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla háan blóðþrýsting:

- angíótensín II viðtakablokka (einnig þekkt sem sartanlyf - til dæmis valsartan, telmisartan,

irbesartan) sérstaklega ef þú ert með nýrnakvilla sem tengjast sykursýki.

- aliskiren.

Hugsanlegt er að læknirinn rannsaki nýrnastarfsemi, mæli blóðþrýsting og magn blóðsalta (t.d.

kalíums) með reglulegu millibili.

Sjá einnig upplýsingar í kaflanum „Ekki má nota Coversyl Novum”.

ert af svarta kynstofninum þar sem þú gætir verið í aukinni áhættu á að fá ofnæmisbjúg og þetta

lyf gæti virkað verr til blóðþrýstingslækkunar heldur en hjá einstaklingum sem eru ekki af svarta

kynstofninum.

ert að taka einhver eftirtalinna lyfja, getur hætta á ofnæmisbjúg verið aukin:

racecadotril (notað við niðurgangi)

sirolimus, everolimus, temsirolimus og önnur lyf úr flokki svokallaðra mTor-hemla (notuð til

að koma í veg fyrir höfnun ígræddra líffæra),

sacubitril (fáanlegt í samsetningu með valsartani í stöðluðum skömmtum), notað til að

meðhöndla langvarandi hjartabilun.

Ofnæmisbjúgur

Tilkynnt hefur verið um ofnæmisbjúg (alvarleg ofnæmisviðbrögð með þrota í andliti, vörum, tungu

eða hálsi ásamt kyngingarerfiðleikum og öndunarerfiðleikum) hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir

með ACE-hemlum, þar með talið Coversyl Novum. Þessi einkenni geta komið fram hvenær sem er

meðan á meðferð stendur. Ef þú færð slík einkenni átt þú að hætta að taka Coversyl Novum og leita

tafarlaust til læknis. Sjá einnig kafla 4.

Þú verður að láta lækninn vita ef þú heldur að þú sért (eða gætir orðið) þunguð. Ekki er mælt með

notkun Coversyl Novum á fyrsta þriðjungi meðgöngu og má alls ekki nota ef þú ert komin lengra en 3

mánuði á meðgöngu þar sem meðferðin gæti skaðað barnið ef notuð á þessu stigi meðgöngu (sjá kafla

um meðgöngu).

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun perindópríls hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Coversyl Novum

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð

Önnur lyf geta haft áhrif á meðferð með Coversyl Novum. Vera má að læknirinn þurfi að breyta

skömmtum þessara lyfja og/eða gera aðrar varúðarráðstafanir. Þessi lyf eru til dæmis:

önnur lyf við of háum blóðþrýstingi, þar með talið angíótensín II viðtakablokkar, aliskiren, (sjá

einnig upplýsingar undir „Ekki má nota Coversyl Novum“ og „Varnaðarorð og varúðarreglur“)

eða þvagræsilyf (lyf sem auka framleiðslu nýrna á þvagi),

kalíumsparandi lyf (t.d. tríamteren, amiloríð), kalíumuppbót eða saltauppbót sem inniheldur

kalíum, önnur lyf sem geta aukið þéttni kalíums í líkamanum (svo sem heparín og co-

trímoxazól, einnig þekkt sem trímetóprím/súlfametoxazól),

kalíumsparandi lyf notuð til að meðhöndla hjartabilun: eplerenón og spírónólaktón í skömmtum

á bilinu 12,5 mg til 50 mg á dag,

litíum við maníu eða þunglyndi,

bólgueyðandi verkjalyf (t.d. íbúprófen) til að draga úr verkjum eða stórir skammtar af

salisýlsýru,

lyf til meðhöndlunar á sykursýki (svo sem insúlín eða metformín),

baklófen (notað til að meðhöndla vöðvastífleika í sjúkdómum svo sem MS-sjúkdómi (multible

sclerosis),

lyf til meðhöndlunar á geðsjúkdómum svo sem þunglyndi, kvíða, geðklofa o.s.frv.

(t.d. þríhringlaga þunglyndislyf, geðlyf),

ónæmisbælandi lyf (lyf sem draga úr varnarviðbrögðum líkamans) sem notuð eru til

meðhöndlunar á sjálfsnæmissjúkdómum eða eftir ígræðslu (t.d. ciklósporín, takrólímus),

trimetoprím (til að meðhöndla sýkingar),

estramustín (notað í krabbameinsmeðferð),

lyf sem oftast eru notuð til meðferðar við niðurgangi (racecadotril) eða lyf til að forðast höfnun

ígræddra líffæra (sirolimus, everolimus, temsirolimus og önnur lyf úr flokki svokallaðra mTor-

hemla). Sjá kaflann „Varnaðarorð og varúðarreglur“.

sacubitril/valsartan (notað til meðferðar við langvarandi hjartabilun). Sjá kaflana „Ekki má taka

Coversyl Novum“ og „Varnaðarorð og varúðarreglur“.

allópúrínól (við þvagsýrugigt),

prókaínamíð (til meðferðar á óreglulegum hjartslætti),

æðavíkkandi lyf þar með talin nítröt (efni sem víkka út æðar),

lyf til meðferðar á lágum blóðþrýstingi, losti eða astma (t.d. efedrín, noradrenalín eða adrenalín),

gullsölt, sérstaklega í æð (við einkennum iktsýki).

Notkun Coversyl Novum með mat eða drykk

Æskilegt er að taka Coversyl Novum fyrir máltíð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Þú verður að láta lækninn vita ef þú heldur að þú sért (eða gætir orðið) þunguð. Læknirinn mun undir

venjulegum kringumstæðum ráðleggja þér að hætta að taka Coversyl Novum áður en þú verður

þunguð eða um leið og þungun hefur verið staðfest og mun ráðleggja þér að taka annað lyf í stað

Coversyl Novum. Ekki er mælt með notkun Coversyl Novum á fyrsta þriðjungi meðgöngu, og má alls

ekki nota eftir þriðja mánuð meðgöngu, þar sem meðferðin getur skaðað barnið alvarlega ef notað eftir

þriðja mánuð meðgöngu.

Brjóstagjöf

Láttu lækninn vita ef þú ert með barn á brjósti eða ert að hefja brjóstagjöf. Ekki er mælt með notkun

Coversyl Novum fyrir konur með barn á brjósti, læknirinn mun velja aðra meðferð fyrir þig ef þú vilt

hafa barn á brjósti, sérstaklega ef barnið er nýburi eða fyrirburi.

Akstur og notkun véla

Coversyl Novum hefur yfirleitt ekki áhrif á árvekni en svimi og þróttleysi vegna lágs blóðþrýstings

geta komið fram hjá sumum sjúklingum. Ef þú finnur fyrir þessu máttu búast við skertri hæfni til

aksturs og notkunar á vélum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Coversyl Novum inniheldur laktósa

Coversyl Novum inniheldur laktósa. Hafðu samband við lækni áður en þú tekur lyfið ef læknir hefur

upplýst þig um að þú hafir óþol fyrir sykrum.

3.

Hvernig nota á Coversyl Novum

Taktu lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um.

Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Töflur á að gleypa með glasi af vatni, helst á sama tíma dag hvern, að morgni fyrir máltíð.

Læknirinn mun ákveða réttan skammt fyrir þig.

Ráðlagðir skammtar eru eftirfarandi:

Háþrýstingur

: Venjulegur upphafsskammtur er 5 mg einu sinni á dag. Að mánuði liðnum má auka

skammt í 10 mg einu sinni dag ef þarf. Ráðlagður hámarksskammtur við háþrýstingi er 10 mg.

Upphafsskammtur fyrir 65 ára og eldri er 2,5 mg einu sinni á dag. Að mánuði liðnum má auka

skammtinn í 5 mg einu sinni á dag og síðan ef nauðsyn krefur í 10 mg einu sinni á dag.

Hjartabilun

: Venjulegur upphafsskammtur er 2,5 mg einu sinni á dag. Eftir hálfan mánuð má auka

skammtinn í 5 mg einu sinni á dag en það er ráðlagður hámarksskammtur við hjartabilun.

Kransæðasjúkdómur í jafnvægi

: Venjulegur upphafsskammtur er 5 mg einu sinni á dag.

Eftir hálfan mánuð má auka skammtinn í 10 mg einu sinni á dag en það er ráðlagður

hámarksskammtur við þessari ábendingu.

Upphafsskammtur fyrir 65 ára og eldri er 2,5 mg einu sinni á dag. Að viku liðinni má auka skammtinn

í 5 mg einu sinni á dag og eftir viku þaðan í frá í 10 mg einu sinni á dag.

Notkun handa börnum og unglingum

Ekki er mælt með notkun hjá börnum og unglingum.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú tekur inn of margar töflur skaltu hafa samband við slysa- eða bráðamóttöku á næsta sjúkrahúsi

eða hafa tafarlaust samband við lækni. Líklegasta afleiðing ofskömmtunar er lágur blóðþrýstingur,

sem getur valdið svima og yfirliði. Ef þetta gerist getur hjálpað að leggjast niður með hátt undir fótum.

Ef gleymist að taka Coversyl Novum

Mikilvægt er að þú takir lyfið á hverjum degi þar sem regluleg meðferð verkar best. Ef þú aftur á móti

gleymir að taka skammt af Coversyl Novum skaltu taka næsta skammt á venjulegum tíma.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Coversyl Novum

Þar sem Coversyl Novum meðferð er yfirleitt til lífstíðar skaltu ráðfæra þig við lækninn áður en þú

hættir að taka lyfið.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun

lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú færð einhverja af eftirfarandi aukaverkunum sem geta verið alvarlegar skaltu hætta að

taka lyfið undir eins og hafa strax samband við lækninn:

bólga í andliti, vörum, munni, tungu eða hálsi, öndunarerfiðleikar (ofnæmisbjúgur) (sjá kafla 2

„Varnaðarorð og varúðarreglur“) (sjaldgæfar – geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100

notendum),

alvarlegur svimi eða yfirlið vegna lágþrýstings (algengar – geta komið fram hjá allt að 1 af

hverjum 10 notendum),

óvenju ör eða óreglulegur hjartsláttur, brjóstverkur (hjartaöng) eða hjartaáfall (koma örsjaldan

fyrir – geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum),

máttleysi í handleggjum eða fótleggjum, eða talörðugleikar sem gætu verið merki um

hugsanlegt heilablóðfall (koma örsjaldan fyrir – geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum

10.000 notendum),

skyndileg blísturshljóð við öndun, brjóstverkur, mæði eða öndunarerfiðleikar (berkjukrampi)

(sjaldgæfar – geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum),

brisbólga sem getur valdið alvarlegum kviðverk og bakverk ásamt mikilli vanlíðan (koma

örsjaldan fyrir – geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum),

gulleit húð eða augu (gula) sem getur verið merki um lifrarbólgu (koma örsjaldan fyrir – geta

komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum),

húðútbrot sem oftast byrja sem rauðir kláðablettir í andliti, á handleggjum eða fótleggjum

(regnbogaroðaþot) (koma örsjaldan fyrir – geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000

notendum).

Láttu lækninn vita ef þú verður var við einhverja af eftirfarandi aukaverkunum:

Algengar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

höfuðverkur

sundl,

svimi,

náladofi,

sjóntruflanir,

eyrnasuð (tilfinning um hávaða í eyrum),

hósti,

mæði,

meltingartruflanir (ógleði, uppköst, kviðverkir, bragðtruflanir, meltingartruflanir,

niðurgangur, hægðatregða),

ofnæmisviðbrögð (svo sem húðútbrot, kláði),

vöðvakrampar,

máttleysistilfinning.

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

skapsveiflur,

svefntruflanir,

munnþurrkur,

ofsakláði eða alvarleg húðútbrot,

myndun blöðruþyrpinga í húð,

nýrnakvillar,

getuleysi,

svitamyndun,

eosínfíklafjöld (tegund hvítra blóðfruma),

svefnhöfgi,

yfirlið,

hjartsláttarónot,

hraðtaktur,

æðabólga,

ljósnæmi (aukin næmni fyrir sól í húðinni),

liðverkir,

vöðvaverkir,

brjóstverkur,

lasleiki,

bjúgur í útlimum,

hiti,

dettni,

breyting á rannsóknastofugildum: blóðkalíumhækkun sem gengur til baka þegar meðferð er

hætt, lág gildi natríums, blóðsykurslækkun (mjög lág blóðsykursgildi) í tilfellum sjúklinga

með sykursýki, hækkuð gildi þvagefnis í blóði og blóðkreatínínhækkun.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1000 notendum):

versnun psoriasis,

breytingar á rannsóknastofugildum: Hækkuð gildi lifrarensíma, há gildi bilirúbíns í blóði.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum):

rugl,

eósínfíklalungnabólga (mjög sjaldgæf tegund af lungnabólgu),

nefslímubólga (stíflað nef eða nefrennsli),

bráðanýrnabilun,

breytingar á blóðgildum svo sem lægri gildi hvítra og rauðra blóðfruma, lækkaður

blóðrauði, lækkuð gildi blóðflagna.

Rammt þvag (dökkt), ógleði eða uppköst, vöðvakrampar, rugl og flogaköst sem geta stafað af rangri

seytingu hormónsins ADH (anti-diuretic hormone). Hafið samband við lækninn eins fljótt og kostur er

ef þessi einkenni koma fram.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Coversyl Novum

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni eða glasinu.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ílátið vel lokað til varnar gegn raka.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar

upplýsingar

Coversyl Novum 5 mg inniheldur

Virka innihaldsefnið er perindóprílarginín. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 3,395 mg af

perindópríli (samsvarar 5 mg af perindóprílarginíni).

Önnur innihaldsefni í kjarna töflunnar eru: Mjólkursykureinhýdrat (laktósi), magnesíumsterat,

maltódextrín, vatnsfælin kísilkvoða, natríumsterkjuglycolat (gerð A). Í filmuhúð töflunnar eru:

Glýseról, hýprómellósa, koparklórófyllín, makrógól 6000, magnesíumsterat, títantvíoxíð.

Lýsing á útliti Coversyl Novum

5 mg og pakkningastærðir

Coversyl Novum 5 mg eru ljósgrænar, staflaga, filmuhúðaðar töflur, auðkenndar með

á annarri

hliðinni, með skorum á báðum köntum. Hægt er að brjóta töfluna í tvo jafna helminga.

Töflurnar eru fáanlegar í glösum með 5, 10, 14, 20, 28, 30, 50, 60 (60 eða 2 glös með 30 töflum), 84

(84 eða 3 glös með 28 töflum), 90 (90 eða 3 glös með 30 töflum), 100 (100 eða 2 glös með 50 töflum),

120 (120 eða 4 ílát með 30 töflum) eða 500 töflur (500 eða 10 ílát með 50 töflum).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Les Laboratoires Servier

50, rue Carnot

92284 Suresnes cedex

Frakkland

Framleiðandi

Les Laboratoires Servier Industrie

905, route de saran

45520 Gidy

Frakkland.

Servier (Ireland) Industries Ltd

Gorey Road

Arklow – Co. Wicklow

Írland.

Anpharm Przedsiêbiorstwo Farmaceutyczne S.A

03-263 Warszawa

Ul. Annopol 6B – Pólland

Umboð á Íslandi

Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Austurríki

COVERSUM-ARGININ 5 mg-Filmtabletten

Belgía

COVERSYL 5 mg

Kýpur

COVERSYL 5 mg

Tékkland

Prestarium Neo

Danmörk

Eistland

COVERSYL NOVUM 5 mg

Prestarium Arginine 5 mg

Finnland

COVERSYL NOVUM 5 mg

Frakkland

COVERSYL 5 mg pelliculé

Þýskaland

COVERSUM Arginin 5 mg

Grikkland

COVERSYL 5 mg/tab

Ísland

COVERSYL NOVUM 5 mg

Írland

COVERSYL Arginine 5 mg film-coated tablets

Ítalía

COVERSYL 5 mg

Lettland

PRESTARIUM 5 mg

Litháen

PRESTARIUM 5 mg

Lúxemborg

COVERSYL 5 mg

Malta

COVERSYL 5 mg

Holland

COVERSYL arg 5 mg

Noregur

PERINDOPRILARGININ SERVIER 5 mg

Pólland

PRESTARIUM 5 mg

Portúgal

COVERSYL 5 mg

Slóvakía

PRESTARIUM A 5 mg

Slóvenía

BIOPREXANIL 5 mg

Svíþjóð

COVERSYL NOVUM 5 mg

Bretland

COVERSYL Arginine 5 mg

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar eru birtar á vef Lyfjastofnunar www.lyfjastofnun.is