Conoxia

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Conoxia Lyfjagas undir þrýstingi 100 %
 • Skammtar:
 • 100 %
 • Lyfjaform:
 • Lyfjagas undir þrýstingi
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Conoxia Lyfjagas undir þrýstingi 100 %
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 9f112244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

CONOXIA 100%, Lyfjagas, undir þrýstingi

Súrefni

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur hefur mælt fyrir um

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Látið lækninn,lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um CONOXIA og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota CONOXIA

Hvernig nota á CONOXIA

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á CONOXIA

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um CONOXIA og við hverju það er notað

Upplýsingar um CONOXIA

CONOXIA inniheldur súrefni sem notað er til innöndunar. Það er litlaust, lyktar- og bragðlaust og

fæst í þrýstihylkjum með eða án þrýstijafnara. Þrýstihylkið inniheldur hreint súrefni.

CONOXIA eykur súrefnismagn í blóði (aukin súrefnismettun). CONOXIA gerir það að verkum að

meira súrefni flyst til allra líkamsvefja.

Við hverju CONOXIA er notað

Við eðlilegan þrýsting er CONOXIA notað:

Til meðferðar á bráðum eða langvinnum súrefnisskorti (lág súrefnisgildi í blóði)

Sem hluti af fersku gasflæði sem notað er við almenna svæfingu og gjörgæslu

Til að knýja eimgjafa við innöndun á innöndunarlyfjum

Sem fyrsta hjálp - meðferð með 100% súrefni við köfunarslys.

Meðferð við bráðri höfuðtaugakveisu (Horton's syndrome)

Nota má CONOXIA við eðlilegan þrýsting fyrir alla aldurshópa nema hjá börnum með bráða

höfuðtaugakveisu sem ekki á að meðhöndla með CONOXIA.

Nota má CONOXIA við háan þrýsting í svonefndum þrýstiklefum til:

Að auka súrefnisinnihald í blóði og vefjum til að draga úr hættu á skaða af völdum

kafaraveiki, gas- eða loftbólna í æðum

Meðferðar á kolmónoxíðeitrun

Meðferðar á sýkingum í vefjum (clostridial myonecrosis, gasdrep)

Nota má meðferð með CONOXIA í þrýstiklefum hjá öllum aldurshópum (sjá einnig kafla 2).

2.

Áður en byrjað er að nota CONOXIA

Láttu lækninn vita um öll heilsufarsvandamál sem þú ert með eða gætir verið með áður en byrjað er að

nota CONOXIA.

CONOXIA á ekki að nota í þrýstiklefum ef þú:

ert með ómeðhöndlaða skemmd á brjósthimnu, svokallað loftbrjóst.

hefur gengist undir skurðaðgerð eða fengið áverka á líkamann, vegna þess að slíkt getur valdið

loftbólumyndun í líkamanum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Láttu lækninn vita ef þú ert með langvinnan lungnasjúkdóm t.d. astma eða langvinna

lungnateppu.

Nýburar, einkum fyrirburar, eru viðkvæmari fyrir súrefnisgjöf en fullorðnir. Gefið aðeins það

magn af CONOXIA sem heilbrigðisstarfsmaður mælir með.

Ef þú þarft að fara í yfirþrýstingsmeðferð skal taka tillit til hættu á skemmdum í brjósthimnu

(svokallað loftbrjóst).

Börn og unglingar

Ekki skal nota CONOXIA til meðferðar á bráðri höfuðtaugakveisu hjá börnum eða unglingum.

Takmörkuð reynsla er af notkun CONOXIA við háan þrýsting hjá nýburum, börnum og unglingum.

Meta skal ávinning og áhættu fyrir hvern sjúkling fyrir sig.

Notkun annarra lyfja samhliða CONOXIA

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Ef þú tekur eða hefur fengið ávísað:

bleómýsín, císplatín eða doxórúbisín (lyf við krabbameini), amíódarón (lyf við hjartasjúkdómum),

fúradantín (nítrófúrantóín) eða sambærileg sýklalyf (lyf við sýkingum), dísúlfíram (lyf við

áfengismisnotkun) og efni svo sem parakvat, skaltu láta lækninn vita áður en þú byrjar að nota lyfið,

vegna þess að það er hugsanlegt að meðferðin geti aukið hættuna á lungnaskaða.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Meðferð með CONOXIA við eðlilegan þrýsting

Nota má CONOXIA á meðgöngu og við brjóstagjöf. Meðferð með CONOXIA hefur engin þekkt

skaðleg áhrif á frjósemi.

Meðferð með CONOXIA við háan þrýsting

Ef þú þarft að fara í meðferð með CONOXIA í þrýstiklefa skaltu láta lækninn vita ef þú ert

barnshafandi eða telur þig geta verið barnshafandi, vegna þess að hugsanleg hætta er á að barnið fái

svonefndar fósturskemmdir af völdum oxunarálags.

Engar aukaverkanir við brjóstagjöf eru þekktar þegar CONOXIA er notað í þrýstiklefa. Samt sem áður

á að forðast brjóstagjöf meðan á meðferðinni stendur vegna þess að hætta er á að nýburinn finni fyrir

þrýstingnum og þjöppun í þrýstiklefanum. Gefa má brjóst fyrir eða eftir meðferð í þrýstiklefanum.

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á áhrifum CONOXIA á frjósemi þegar það er notað í þrýstiklefa.

Akstur og notkun véla

Þú mátt aka eftir notkun CONOXIA að því tilskildu að lækninn telji þig færa/n um að aka.

3.

Hvernig nota á CONOXIA

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur mælt

fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum. Ekki breyta

skömmtunum án samráðs við lækni.

Ef þú notar lyfið heima færðu fullnægjandi þjálfun í notkun CONOXIA og búnaðarins þegar þú færð

lyfið fyrst.

CONOXIA er andað inn, yfirleitt inn um súrefnisgleraugu eða með grímu.

Annaðhvort andar sjúklingurinn því inn sjálfur – sjálfkrafa öndun – eða öndun er aðstoðuð með hjálp

öndunarvélar.

Lesið vandlega notkunarleiðbeiningarnar/leiðbeiningar fyrir sjúklinginn með öndunarbúnaðinum!

Ráðlagður skammtur er einstaklingsbundinn og ákveðinn með hliðsjón af sjúkdómsástandi

þínu. Venjulegur skammtur fyrir fullorðna við meðferð eða til að koma í veg fyrir

bráðan

súrefnisskort

er 2–6 lítrar á mínútu við eðlilegan þrýsting með slöngu upp í nasir

(súrefnisgleraugu) eða 5–10 lítrar á mínútu með andlitsgrímu og 10–15 lítrar á mínútu með

grímu með safnpoka (e. reservoir mask).

Um skammta í öðrum tilfellum skal hafa samráð við lækni.

Notkun handa börnum og unglingum

Meðferð með CONOXIA við eðlilegan þrýsting

Meðhöndla má börn á öllum aldri með CONOXIA en gæta skal sérstakrar varúðar hjá nýburum. Sjá

einnig kafla 2.

Meðferð með CONOXIA

við háan þrýsting

Meðhöndla má börn á öllum aldri með CONOXIA í þrýstiklefa. Læknirinn ákveður lengd meðferðar

og tíðni gjafa með CONOXIA.

Ef notaður er stærri skammtur af CONOXIA en mælt er fyrir um

Þú gætir fundið fyrir einkennum ofskömmtunar ef þú notar stærri skammt af CONOXIA en mælt er

fyrir um. Notkun lyfsins í of miklu magni getur:

valdið verkjum, þurrum hósta og mæði

haft áhrif á öndun og í einstaka tilfellum (til dæmis hjá sumum sjúklingum sem þjást af

langvinnum lungnasjúkdómi) getur það leitt til skertrar öndunar og meðvitundarleysis.

Komi þessi einkenni um ofskömmtun CONOXIA fram, skal ávallt hafa samband við lækni. Ef þú

finnur fyrir alvarlegum einkennum skaltu tafarlaust leita læknishjálpar.

Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Öryggisleiðbeiningar

Þar sem CONOXIA er notað eru REYKINGAR og opinn eldur bannaður vegna eldhættu.

CONOXIA er aðeins ætlað til lækninga.

Tengið hylkið aðeins við búnað sem ætlaður er fyrir súrefni til lækninga.

Aðeins má nota súrefni (tanka og hylki) þar sem er góð loftræsting.

Þrýstijafnarann verður að opna hægt og varlega til að forðast íkveikju.

Notið aldrei feiti, olíu eða sambærileg efni til að smyrja skrúfgang sem festist, vegna þess að

hætta er á sjálfsíkveikju við snertingu við CONOXIA

undir miklum þrýstingi

Meðhöndlið loka og tengdan búnað með hreinum og fitulausum höndum (án handáburðar

o.s.frv.).

Notið ekki brauðrist, hárþurrku eða sambærileg raftæki á meðan meðferð með CONOXIA

stendur.

Leggið aldrei súrefnisgrímu eða súrefnisgleraugu beint á tau á meðan meðferð stendur –

súrefnismettað tau getur verið afar eldfimt og valdið íkveikjuhættu. Ef það gerist skal hrista

tauið vel og lofta.

Ef upp kemur eldur – skal slökkva á búnaðinum.

Fara verður með þrýstihylkin á öruggan stað ef hætta er á eldsvoða.

Slökkvið á búnaðinum þegar hann er ekki í notkun.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur CONOXIA valdið aukaverkunum, en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkana verður yfirleitt vart við mikinn styrk (meiri en 70%) og eftir langvarandi meðferð

(a.m.k. 6–12 klukkustundir).

Meðferð með CONOXIA við eðlilegan þrýsting

Alvarlegasta aukaverkunin sem getur átt sér stað eru miklir öndunarerfiðleikar, svokallað

andnauðarheilkenni (sem getur leitt til bandvefsmyndunar í lungum). Ef þú finnur fyrir erfiðleikum við

öndun skaltu hætta að taka lyfið og/eða leita tafarlaust til læknis.

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Þurr slímhimna í nefi og munni vegna þess að gasið er þurrt. Verkur tengdur öndun og þurr hósti og

mæði

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1000 einstaklingum)

Hjá nýburum sem fá háan súrefnisstyrk: Skemmdir í augum sem geta valdið skertri sjón.

Öndunarbæling (skert öndun)

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Miklir öndunarerfiðleikar (andnauðarheilkenni)

Brunasár

Ef þú finnur fyrir einhverjum þessara aukaverkana skaltu hætta meðferðinni og hafa samband við

lækninn

.

Meðferð með CONOXIA við háan þrýsting

Alvarlegustu aukaverkanirnar eru rugl og krampar (flogaveiki). Heilbrigðisstarfsfólk er alltaf til staðar

þegar þú færð meðferð með CONOXIA við háan þrýsting. Ef þú færð einhverjar af þessum

aukaverkunum mun læknirinn gera ráðstafanir.

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Tilfinning um þrýsting í miðeyra, sprungin hljóðhimna

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1000 einstaklingum)

Tilfinning um þrýsting/verk í nefi

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Kvíði, sjónskerðing, þrýstingsáverki (vefjaskemmd vegna þrýstingsáhrifa), rugl, meðvitundarleysi, og

krampar (flogaveiki).

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá börnum

Meðferð með CONOXIA við eðlilegan þrýsting

Gæta skal sérstakrar varúðar við meðferð nýbura, vegna þess að þeir eru viðkvæmari fyrir sumum

aukaverkunum en aðrir sjúklingar.

Alvarlegasta aukaverkunin hjá nýburum eru skemmdir á auga (aftansteinstrefjun) sem getur valdið

skertri sjón og starfstruflun í lungum, svokallaður berkju- og lungnarangvöxtur.

Ef þig grunar að barnið þitt finni fyrir einhverjum þessara aukaverkana skaltu hætta meðferðinni og

hafa tafarlaust samband við lækninn.

Ekki hefur verið tilkynnt um aðrar aukaverkanir hjá börnum en fullorðnum, fyrir utan þessar

alvarlegustu sem lýst var hér að framan og eru þekktar hjá börnum.

Meðferð með CONOXIA við háan þrýsting

Engar frekari aukaverkanir af völdum meðferðar með CONOXIA í þrýstiklefa eru þekktar fyrir utan

þær sem greint hefur verið frá hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á CONOXIA

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í vel loftræstu rými þar sem ekki er mikill hiti

Haldið hylkinu hreinu og þurru

Verjið hylkið fyrir höggi eða falli

Geymið fjarri brennanlegu efni

Ekki skal nota CONOXIA eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á lotumiðanum

Ekki skal nota lyfið ef innsigli hylkisins er rofið við móttöku

Geymist og flytjið með skrúfað fyrir loka og skal öryggislok eða hlíf vera á réttum stað, þar

sem þau eru til staðar

Skila verður hylkinu til birgis

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

CONOXIA inniheldur

Virka innihaldsefnið er 100% súrefni (efnafræðitákn: O

Það eru engin önnur innihaldsefni í CONOXIA

Lýsing á útliti CONOXIA og pakkningastærðir

Öxl þrýstihylkisins er hvít (súrefni). Bolur þrýstihylkisins er hvítur (lyfjalofttegund).

Stærð

hylkis í

lítrum

21,3

2x21,3

10x50

12x50

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

AGA AB

SE-181 81 Lidingö

Svíþjóð

Framleiðendur

AGA AS

Gamle Leirdals vei 2

NO-1081 Oslo

Noregur

(Leirdal-útibú)

AGA SIA

Linde Healthcare

Putnu iela 2

Ropazu region,

Zakumuiza,

LV-2133

Lettland

Oy AGA Ab

Agantie 2

FI-11310 Riihimäki

Finnland

ISAGA ehf

Breiðhöfða 11

IS-110 Reykjavík

Ísland

AGA Gas AB

Rotevägen 2

SE-192 78 Sollentuna

Svíþjóð

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk- CONOXIA

Eistland- CONOXIA

Finnland- CONOXIA

Ísland- CONOXIA

Lettland- CONOXIA

Litháen- CONOXIA

Noregur- CONOXIA

Svíþjóð- Medicinsk Oxygen AGA

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júlí 2017.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar:

ÍSAGA ehf.

Breiðhöfða 11

110 Reykjavík

Sími: 577 3030

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf er að finna á http://www.serlyfjaskra.is