Colrefuz

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Colrefuz Tafla 500 míkróg
 • Skammtar:
 • 500 míkróg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Colrefuz Tafla 500 míkróg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a1b95ac5-3bbe-e311-8784-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS

1.

HEITI LYFS

Colrefuz 500 míkróg töflur

2.

INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 500 míkróg af colchicini.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Ein tafla inniheldur 59 mg af laktósaeinhýdrati (sjá kafla 4.4).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Tafla.

Hvít til beinhvít, kringlótt, 6 mm í þvermál, flöt tafla með skábrúnum, merkt með „0,5“ á annarri

hliðinni.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Fullorðnir

Meðferð við bráðri þvagsýrugigt

Fyrirbyggjandi meðferð gegn þvagsýrugigtarköstum í upphafi meðferðar með allópúrínóli og

þvagsýrulosandi lyfjum.

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir

Meðferð við bráðum þvagsýrugigtarköstum:

Taka á 1 mg (2 töflur) í upphafi, fylgt eftir með 500 míkróg (1 tafla) 1 klst. síðar.

Ekki skal taka fleiri töflur næstu 12 klst.

Eftir 12 klst. má halda meðferðinni áfram, ef þörf krefur með að hámarki 500 míkróg (1 töflu) á 8 klst.

fresti þar til einkenni eru horfin.

Meðferðarlotu á að ljúka þegar einkenni eru gengin til baka eða þegar tekin hafa verið samtals 6 mg

(12 töflur). Ekki skal taka meira en 6 mg (12 töflur) í meðferðarlotu.

Þegar meðferðarlotu er lokið skal ekki hefja aðra lotu fyrr en eftir a.m.k. þrjá sólahringa (72 klst.).

Fyrirbyggjandi meðferð gegn þvagsýrugigtarkasti í upphafi meðferðar með allópúrínóli og

þvagsýrulosandi lyfjum.

500 míkróg tvisvar á dag.

Lengd meðferðar skal ákveðin eftir að þættir svo sem tíðni kasta, hve lengi þvagsýrugigt hefur verið til

staðar og tilvist og stærð þvagsýrugigtarhnúts (tophi) hafa verið metnir.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Gæta skal varúðar við notkun hjá sjúklingum með væga skerðingu á nýrnastarfsemi. Hjá sjúklingum

með miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi skal minnka skammta eða lengja tíma á milli

skammta. Hafa skal nákvæmt eftirlit með aukaverkunum colchicins hjá slíkum sjúklingum (sjá einnig

kafla 5.2).

Sjá kafla 4.3 varðandi sjúklinga með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Gæta skal varúðar við notkun hjá sjúklingum með væga/miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi.

Hafa skal nákvæmt eftirlit með aukaverkunum colchicins hjá slíkum sjúklingum.

Sjá kafla 4.3 varðandi sjúklinga með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Aldraðir

Gæta skal varúðar við notkun.

Lyfjagjöf

Til inntöku.

Töflurnar skal gleypa heilar með glasi af vatni.

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1

Sjúklingar með blóðmein

Meðganga

Brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri nema notaðar séu öruggar getnaðarvarnir

Sjúklingar með alvarlega skerta nýrnastarfsemi

Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi

Ekki skal nota colchicin hjá sjúklingum í blóðskilun vegna þess að ekki er hægt að fjarlægja það

með skilun eða blóðskiptum

Ekki má nota colchicin hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi sem taka

P-glýkópróteinhemil (P-gp) eða öflugan CYP3A4 hemil (sjá kafla 4.5)

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Colchicin getur haft eiturverkanir og því er mikilvægt að taka ekki stærri skammt en ávísað er af lækni

með nauðsynlega þekkingu og reynslu.

Meðferðarskammtur colchicins er þröngur. Lyfjagjöf skal hætt ef einkenni eiturverkana, svo sem

ógleði, uppköst, kviðverkir, niðurgangur, koma fram.

Colchicin getur valdið alvarlegri beinmergsbælingu (kyrningahrapi, vanmyndunarblóðleysi,

blóðflagnafæð). Breytingar á blóðfrumnafjölda geta komið fram smám saman eða mjög skyndilega.

Sérstaklega er dánartíðni vegna vanmyndunarblóðleysis há. Nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með

blóðhag.

Ef sjúklingar fá einkenni sem geta bent til blóðmeina, svo sem hita, munnbólgu, særindi í hálsi,

langvinnar blæðingar, mar eða húðkvilla skal strax hætta meðferð með colchicini og gera nákvæma

blóðrannsókn án tafar.

Ráðlagt er að gæta varúðar ef um er að ræða:

skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi

hjarta- og æðasjúkdóma

sjúkdóma í meltingarfærum

aldraða eða veikburða sjúklinga

sjúklinga með frávik í blóðfrumnafjölda

Hafa skal nákvæmt eftirlit með aukaverkunum colchicins hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða

nýrnastarfsemi (sjá kafla 5.2).

Samhliðagjöf P-gp hemla og/eða miðlungsöflugra eða öflugra CYP3A4 hemla eykur útsetningu fyrir

colchicini, sem getur leitt til eiturverkana af völdum colchicins, þ.m.t. dauðsfalla. Ef meðferð með

P-gp hemli eða miðlungsöflugum eða öflugum CYP3A4 hemli er nauðsynleg hjá sjúklingum með

eðlilega nýrna- og lifrarstarfsemi, er ráðlagt að minnka skammtinn af colchicini eða gera hlé á

meðferðinni með colchicini (sjá kafla 4.5).

Lyfið inniheldur laktósaeinhýdrat. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-

galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Colchicin er hvarfefni bæði CYP3A4 og P-gp flutningspróteinsins. Í návist CYP3A4 eða P-gp hemla

eykst þéttni colchicins í blóðinu. Greint hefur verið frá eiturverkunum, þ.m.t. lífshættulegum tilvikum,

við samhliðanotkun CYP3A4 eða P-gp hemla svo sem makrólíða (klaritrómýcíns og erýtrómýcíns),

ciklósporíns, ketókónazóls, ítrakónazóls, vorikónazóls, HIV próteasahemla, kalsíumgangaloka

(verapamíls og diltíazems) og dísúlfírams (sjá kafla 4.4).

Ekki má nota colchicin hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi sem taka P-gp hemil (t.d.

ciklósporín, verapamíl eða kínidín) eða öflugan CYP3A4 hemil (t.d. rítónavír, atazanavír, indínavír,

klaritrómýcín, telitrómýcín, ítrakónazól eða ketakónazól) (sjá kafla 4.3).

Ráðlagt er að minnka skammta eða gera hlé á meðferð með colchicini hjá sjúklingum með eðlilega

nýrna- eða lifrarstarfsemi ef þörf er á meðferð með P-gp hemli eða miðlungsöflugum eða öflugum

CYP3A4 hemli (sjá kafla 4.4). Við samhliðanotkun P-gp hemils eða öflugs CYP3A4 hemils er mælt

með 4-faldri skammtaminnkun. Við samhliðanotkun miðlungsöflugs CYP3A4 hemils er mælt með

2-faldri skammtaminnkun.

Stærðargráða milliverkana öflugra og miðlungsöflugra CYP3A4 hemla og P-gp hemla samkvæmt

rannsóknum sem gerðar hafa verið

in vivo

er tekin saman í tölunni hér á eftir:

Stakur 0,6 mg

skammtur af

colchicini án eða

með:

Fjöldi

einstaklinga

% breyting á lyfjahvarfabreytum

colchicins

Leiðbeiningar um

skammtaminnkun:

C

max

AUC

0-t

Öflugum CYP3A4

hemlum

Klaritrómýcín 250 mg

tvisvar á dag í 7 daga

Ketókónazól 200 mg

tvisvar á dag í 5 daga

Rítónavír 100 mg

tvisvar á dag í 5 daga

N=23

N=24

N=18

4-föld

Bráða meðferð við

þvagsýrugigt skal

ekki endurtaka fyrr

en eftir 3 daga.

Miðlungsöflugum

CYP3A4 hemlum

Verapamíl forðatöflur

240 mg einu sinni á

dag í 5 daga

Diltíazem forðatöflur

240 mg einu sinni á

dag í 7 daga

N=24

N=20

N=21

2-föld

Bráða meðferð við

þvagsýrugigt skal

ekki endurtaka fyrr

en eftir 3 daga.

Greipaldinsafi 240 ml

tvisvar á dag í 4 daga

Öflugum P-gp

hemlum

Ciklósporín 100 mg

stakur skammtur

N=23

4-föld

Bráða meðferð við

þvagsýrugigt skal

ekki endurtaka fyrr

en eftir 3 daga.

Vegna eðlis aukaverkana er ráðlagt að gæta varúðar við samhliðanotkun lyfja sem geta haft áhrif á

fjölda blóðfrumna eða neikvæð áhrif á lifrar- og/eða nýrnastarfsemi.

Auk þess minnka lyf svo sem címetidín og tolbútamíð umbrot colchicins og hækka því þéttni

colchicins í plasma.

Greipaldinsafi getur aukið plasmaþéttni colchicins. Því skal ekki drekka greipaldinsafa með colchicini.

Afturkræf skerðing á frásogi cýanókóbalamíns (B

vítamíns) getur komið fram vegna breytinga á

starfsemi slímhúðar í meltingarvegi.

Hætta á vöðvakvilla og rákvöðvalýsu eykst við samhliðanotkun colchicins og statína, fíbrata,

ciklósporíns eða digoxíns.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Frjósemi

Gjöf colchicins dregur verulega úr frjósemi hjá dýrum.

Meðganga

Colchicin hefur eiturverkanir á erfðaefni

in vitro

in vivo

og hefur vansköpunarvaldandi áhrif í

dýrarannsóknum (sjá kafla 5.3). Colchicin má því ekki nota á meðgöngu (sjá kafla 4.3).

Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur.

Brjóstagjöf

Colchicin er skilið út í brjóstamjólk. Konur með barn á brjósti mega því ekki nota colchicin (sjá

kafla 4.3).

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif colchicins á hæfni til aksturs og notkunar véla. Hins vegar skal

hafa í huga möguleika á syfju og sundli.

4.8

Aukaverkanir

Eftirfarandi aukaverkanir hafa komið fram.

Tíðni er skilgreind á eftirfarandi hátt:

Mjög algengar (≥1/10)

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100)

Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000)

Koma örsjaldan fyrir (≤1/10.000)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Blóð og eitlar

Tíðni ekki þekkt: beinmergsbæling með kyrningahrapi, vanmyndunarblóðleysi og blóðflagnafæð.

Taugakerfi

Tíðni ekki þekkt: úttaugabólga (peripheral neuritis), taugakvilli.

Meltingarfæri

Algengar: kviðverkur, ógleði, uppköst og niðurgangur.

Tíðni ekki þekkt: blæðing í meltingarvegi.

Lifur og gall

Tíðni ekki þekkt: lifrarskemmd.

Húð og undirhúð

Tíðni ekki þekkt: hármissir, útbrot.

Stoðkerfi og stoðvefur

Tíðni ekki þekkt: vöðvakvilli og rákvöðvalýsa.

Nýru og þvagfæri

Tíðni ekki þekkt: nýrnaskemmd.

Æxlunarfæri og brjóst

Tíðni ekki þekkt: tíðateppa, tíðaþrautir, sæðisfrumnaekla, geldsæði.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is.

4.9

Ofskömmtun

Meðferðarskammtur colchicins er þröngur og eiturverkanir miklar við ofskömmtun. Sjúklingar sem

eiga eiturverkanir sérstaklega á hættu eru þeir sem hafa skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi,

meltingarfæra- eða hjartasjúkdóma og háaldraðir sjúklingar.

Ef um ofskömmtun colchicins er að ræða skal vísa öllum sjúklingum, jafnvel þó fyrstu einkenni hafi

ekki komið fram, strax í læknisskoðun.

Klínísk einkenni:

Einkenni bráðrar ofskömmtunar geta verið síðbúin (að meðaltali eftir 3 klst.): ógleði, uppköst,

kviðverkur, blæðandi maga- og garnabólga, vökvaskortur, frávik í blóðsöltum, hvítfrumnafjölgun, í

alvarlegum tilvikum lágþrýstingur. Seinna stigið með lífshættulegum fylgikvillum kemur fram 24 til

72 klst. eftir lyfjagjöf: fjöllíffærabilun, bráð nýrnabilun, rugl, dá, vaxandi taugakvilli í hreyfi- og

skyntaugum, hjartavöðvabæling, blóðfrumnafæð, hjartsláttartruflanir, öndunarbilun, dreifð

blóðstorknun. Dauðsfall verður yfirleitt vegna öndunarbælingar og hjarta- og æðaáfalls. Ef sjúklingur

lifir af geta bakslags (rebound) hvítfrumnafjölgun og afturkræft hárlos komið fram u.þ.b. viku eftir að

lyfið var upphaflega tekið inn.

Meðferð:

Ekkert mótlyf er fáanlegt.

Fjarlæging eiturefna með magaskolun innan við einni klukkustund eftir bráða eitrun.

Íhuga gjöf lyfjakola til inntöku hjá fullorðnum sem tekið hafa inn meira en 0,1 mg/kg líkamsþyngdar,

innan 1 klst. frá töku lyfsins og hjá börnum sem hafa tekið inn eitthvað magn, innan 1 klst. frá töku

lyfsins. Blóðskilun hefur engin áhrif (mikið dreifingarrúmmál).

Nákvæmt klínískt og líffræðilegt eftirlit á sjúkrahúsi.

Einkennabundin meðferð og stuðningsmeðferð: eftirlit með öndun, viðhald blóðþrýstings og blóðrásar,

leiðrétting á vökva- og blóðsaltaójafnvægi.

Banvænn skammtur er mjög breytilegur (7-65 mg) hjá fullorðnum, en er almennt um 20 mg.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Þvagsýrugigtarlyf án áhrifa á umbrot þvagsýru, ATC-flokkur: M04AC01

Í AGREE (Acute Gout Flare Receiving Colchicine Evaluation) rannsókninni voru bornir saman stórir

og litlir skammtar af colchicini með slembaðri rannsókn sem hönnuð var með samanburði við

lyfleysu. Lengri meðferðaráætlun með stórum skömmtum af colchicini (alls 4,8 mg á 6 klst.) var borin

saman við lyfleysu og stutta meðferðaráætlun með litlum skömmtum (alls 1,8 mg á 1 klst., þ.e. 1,2 mg

fylgt eftir með 0,6 mg eftir 1 klst.). Báðar meðferðaráætlanirnar með colchicini voru marktækt virkari

en lyfleysa, með 32,7% svörun í hópnum sem fékk stóra skammta, 37,8% svörun í hópnum sem fékk

litla skammta og 15,5% svörun í lyfleysuhópnum (annars vegar P=0,034 og hins vegar P=0,005

samanborið við lyfleysu). Niðurstöður í 24 klst. aðalendapunktinum sýndu yfirburði lítilla skammta af

colchicini hvað varðar öryggi, án taps á verkun, miðað við stóra skammta af colchicini við

snemmbúnu bráðu þvagsýrugigtarkasti (sjúklingurinn tekur lyfið sjálfur innan 12 klst. frá upphafi

kasts). Lyfjahvarfagreining sem gerð var í þessari rannsókn sýndi að þéttni colchicins í plasma

minnkaði verulega frá u.þ.b. 12 klst. eftir lyfjagjöf hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum.

Fyrirbyggjandi meðferð með colchicini (0,6 mg tvisvar á sólarhring) í upphafi meðferðar með

allópúrínóli við langvinnri þvagsýrugigt lækkaði tíðni og minnkaði alvarleika bráðra kasta og dró úr

líkum á endurteknum köstum. Samkvæmt klínískum upplýsingum má halda meðferð áfram í allt að

6 mánuði. Þörf er á slembuðum, framsæjum samanburðarrannsóknum til að meta nánar fyrirbyggjandi

meðferð gegn köstum í allt að 6 mánuði, eftir 6 mánuði og með tímanum.

Verkunarháttur colchicins við meðferð þvagsýrugigtar hefur ekki verið skýrður að fullu. Colchicin er

talið virka gegn bólgusvörun við úratkristöllum, hugsanlega með því að hindra dreifingu kornfrumna

inn á bólgna svæðið. Aðrir eiginleikar colchicins svo sem milliverkun við örpíplurnar gætu einnig haft

áhrif á verkunina. Áhrif koma fram u.þ.b. 12 klst. eftir inntöku og ná hámarki eftir 1 til 2 daga.

5.2

Lyfjahvörf

Colchicin frásogast hratt og nánast að fullu eftir inntöku. Hámarkþéttni í plasma næst yfirleitt eftir

30 til 120 mínútur. Lokahelmingunartími er 3 til 10 klst. Próteinbinding í plasma er um 30%.

Colchicin er að hluta umbrotið í lifur og síðan að hluta með galli. Það safnast upp í hvítfrumum.

Colchicin er skilið út að stærstum hluta (80%) í óbreyttu formi og sem umbrotsefni í hægðum. 10-20%

eru skilin út í þvagi.

Skert nýrnastarfsemi

Colchicin er að verulegu leyti skilið út með þvagi hjá heilbrigðum einstaklingum. Úthreinsun colchicin

er minni hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Heildarúthreinsun colchicins úr líkamanum

minnkaði um 75% hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi sem gengust undir blóðskilun.

Áhrif skerðingar á nýrnastarfsemi á lyfjahvörf colchicins voru metin í rannsókn hjá sjúklingum með

arfgenga Miðjarðarhafssótt (familial Mediterranean fever, FMF), 5 konum og 4 körlum, með (n=4) og

án (n=5) skerðingar á nýrnastarfsemi. Meðalaldur var 30 ár (á bilinu 19-42 ára). Allir 5 sjúklingarnir

með skerta nýrnastarfsemi voru með mýlildi staðfest með vefjasýni; 4 voru í reglulegri blóðskilun og

1 var með kreatínínúthreinsun í sermi sem var 15 ml/mín. Þá mátti því telja með alvarlega skerta

nýrnastarfsemi. Einstaklingarnir fengu 1 mg af colchicini, nema 1 einstaklingur með skorpulifur sem

fékk 500 míkróg. 4-föld minnkun á úthreinsun colchicins kom fram hjá einstaklingum með skerta

nýrnastarfsemi miðað við þá sem voru með eðlilega nýrnastarfsemi (0,168 ± 0,063 l/klst./kg

samanborið við 0,727 ± 0,110 l/klst./kg). Lokahelmingunartíminn var 18,8 ± 1,2 klst. fyrir einstaklinga

með alvarlega skerta nýrnastarfsemi og 4,4 ±1,0 klst. fyrir þá sem voru með eðlilega nýrnastarfsemi.

Dreifingarrúmmál var svipað í báðum hópum. Sjúklingurinn með skorpulifur var með 10-falt minni

úthreinsun en einstaklingarnir með eðlilega nýrnastarsemi.

Börn

Engar upplýsingar liggja fyrir um lyfjahvörf hjá börnum.

5.3

Forklínískar upplýsingar

Eiturverkanir á erfðaefni

Í einni rannsókn benti bakteríupróf til þess að colchicin hefði væg stökkbreytandi áhrif.

Í tveimur öðrum bakteríuprófum og

Drosophila melanogaster

prófi reyndist colchicin hins vegar ekki

hafa stökkbreytandi áhrif.

Rannsóknir hafa sýnt að colchicin veldur litningafrávikum og smákjörnum og veldur einhverjum DNA

skemmdum.

Vansköpunarvaldandi áhrif

Colchicin hefur reynst vansköpunarvaldur í dýrarannsóknum.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Laktósaeinhýdrat

Örkristallaður sellulósi

Forhleypt sterkja

Natríumsterkjuglýkólat

Magnesíumsterat

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3

Geymsluþol

2 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5

Gerð íláts og innihald

Hvítar ógegnsæjar PVC/sléttar álþynnur sem hægt er að þrýsta í gegnum.

Þynnur: 20 og 100 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Actavis Group PTC ehf

Reykjavikurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

IS/1/15/012/01

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 18. mars 2015.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis:

10.

DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

29. Júní 2016.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here