Co-trimoxazole

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Co-trimoxazole Tafla 80/ 400 mg
 • Skammtar:
 • 80/ 400 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Co-trimoxazole Tafla 80/400 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 5c112244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Co-trimoxazole 80/400 mg töflur

(

trímetóprím og súlfametoxazól)

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.

Upplýsingar um Co-trimoxazole og við hverju það er notað

2.

Áður en byrjað er að nota Co-trimoxazole

3.

Hvernig nota á Co-trimoxazole

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

5.

Hvernig geyma á Co-trimoxazole

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Co-trimoxazole og við hverju það er notað

Co-trimoxazole 80 mg/400 mg töflur (kallaðar „Co-trimoxazole töflur“ í þessum fylgiseðli) innihalda

tvö mismunandi lyf sem kallast súlfametoxazól og trímetóprím. Bæði tilheyra flokki lyfja sem kallast

sýklalyf. Þau eru notuð við meðferð gegn sýkingum af völdum baktería. Eins og á við um öll sýklalyf

verkar Co-trimoxazole aðeins á sumar tegundir af bakteríum. Þetta þýðir að það hentar aðeins við

meðferð gegn sumum tegundum sýkinga.

Hægt er að nota Co-trimoxazole til meðferðar við eða til að fyrirbyggja:

lungnasýkingar (lungnabólgu) af völdum bakteríu sem kallast

Pneumocystis jiroveci (áður þekkt

sem Pneumocystis carinii).

sýkingar af völdum bakteríu sem kallast bogfrymill (bogfrymlasótt)

Hægt er að nota Co-trimoxazole töflur við meðferð gegn:

sýkingu í þvagblöðru eða þvagfærum

sýkingu í lungum svo sem berkjubólgu

sýkingu í eyrum svo sem miðeyrabólgu

sýkingu sem kallast nókardíusýki, hún getur haft áhrif á lungu, húð og heila

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Co-trimoxazole

Þú mátt ekki nota

Co-trimoxazole

um er að ræða

ofnæmi

fyrir súlfametoxazóli, trímetóprími eða Co-trimoxazole eða einhverju

öðru innihaldsefni lyfsins (sjá kafla 6: Aðrar upplýsingar)

þú ert með

ofnæmi

fyrir súlfónamíðlyfjum. Dæmi eru m.a. súlfónýlúrealyf (svo sem glíklazíð

og glíbenklamíð) eða tíazíð þvagræsilyf (svo sem bendróflúmetíazíð - bjúgtafla)

þú ert með

lifrar- eða nýrnavandamál

þú hefur einhvern tíma haft

blóðvandamál

það er fyrir

barnið þitt og það er innan við 6 vikna gamalt eða fætt fyrir tímann

. Nema það

sé til meðferðar við eða til að fyrirbyggja lungnabólgu af völdum

Pneumocystis jiroveci

. Í

slíkum tilvikum þurfa börnin að vera a.m.k. 4 vikna gömul.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig skaltu ræða við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú tekur Co-trimoxazole töflur.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Co-trimoxazole taflna

Ræddu við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú tekur Co-trimoxazole töflur ef:

þú ert með alvarlegt ofnæmi eða astma

þér hefur verið sagt að þú sért með sjaldgæft blóðvandamál sem kallast porfýría, sem getur haft

áhrif á húðina eða taugakerfið

þú hefur ekki nægilegt magn af fólínsýru (vítamíni) í líkamanum - það getur valdið fölva á húð

og valdið þreytu, máttleysi og mæði. Þetta er þekkt sem blóðleysi

þú hefur einhvern tíma fengið gulu sem getur valdið gulnun húðar og hvítu augna

þú ert með efnaskiptavandamál sem kallast fenýlketónmiga og ert ekki á sérstöku fæði til að

bæta líðan þína

ef þú ert öldruð/aldraður

ef þú ert í undirþyngd eða vannærð/ur

ef læknirinn hefur sagt þér að þú sért með mikið kalíum í blóðinu

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig skaltu ræða við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú tekur Co-trimoxazole töflur.

Húðviðbrögð - leitaðu strax til læknis ef þú færð útbrot eða eitthvert eftirtalinna einkenna og

láttu vita að þú takir þetta lyf:

greint hefur verið frá hugsanlega lífshættulegum húðútbrotum (Stevens-Johnson heilkenni,

eitrunardrepi í húðþekju og lyfjaviðbrögðum með fjölgun rauðkyrninga og altækum einkennum

við notkun Co-trimoxazole, sem koma fyrst fram á búknum sem rauðleitir blettir sem líkjast

skotskífu eða kringlóttir flekkir, oft með blöðrum í miðjunni.

viðbótareinkenni sem fylgjast skal með eru m.a. sár í munni, hálsi, nefi, kynfærum og tárubólga

(rauð og þrútin augu).

þessum hugsanlega lífshættulegu húðútbrotum fylgja oft flensulík einkenni. Útbrotin geta aukist

í að vera útbreiddar blöðrur eða húðflögnun.

hætta á alvarlegum húðviðbrögðum er mest á fyrstu vikum meðferðarinnar.

ef þú hefur fengið Stevens-Johnson heilkenni, eitrunardrep í húðþekju eða lyfjaviðbrögð með

fjölgun rauðkyrninga og altækum einkennum við notkun á Co-trimoxazole töflum mátt þú aldrei

byrja aftur að taka Co-trimoxazole töflur.

Gjöf Co-trimoxazole samhliða ákveðnum lyfjum, kalíumuppbót og kalíumríkri fæðu getur valdið

verulegri blóðkalíumhækkun (aukið kalíum í blóði). Einkenni verulegrar blóðkalíumhækkunar geta

meðal annars verið sinadráttur, óeðlilegur hjartsláttur, niðurgangur, ógleði, sundl eða höfuðverkur.

Notkun annarra lyfja samhliða Co-trimoxazole

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita

um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils. Þetta á einnig við um náttúrulyf. Þetta er vegna þess að Co-

trimoxazole töflur geta haft áhrif á hvernig sum önnur lyf virka. Sum önnur lyf geta einnig haft áhrif á

hvernig Co-trimoxazole töflur virka.

Það er sérlega mikilvægt að þú látir lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú tekur eitthvert eftirtalinna

lyfja:

Þvagræsilyf (bjúgtöflur), sem auka þvagmyndun

Pýrimetamín, sem er notað til að fyrirbyggja malaríu og til meðferðar við niðurgangi

Ciklósprorín, notað eftir líffæraígræðslur eða fyrir ónæmiskerfið

Lyf notuð til að þynna blóðið svo sem warfarín

Fenýtóín, notað við flogaveiki

Lyf við sykursýki, svo sem glíbenklamíð, glípizíð eða tolbútamíð (súlfónýlúrealyf)

Lyf við hjartsláttarvandamálum svo sem digoxín eða prókaínamíð

Amantadín, notað við Parkinsonsjúkdómi, heila og mænusiggi (MS), flensu eða ristli

Lyf til meðferðar við HIV sem kallast zídóvúdín eða lamivúdín

Lyf sem geta aukið magn kalíums í blóðinu, svo sem þvagræsilyf (bjúgtöflur - auka

þvagmyndun), sterar (eins og prednisólon) og digoxín

Metótrexat, lyf notað við krabbameinsmeðferð eða fyrir ónæmiskerfið.

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af ofangreindu eigi við um þig skaltu ræða við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú tekur Co-trimoxazole töflur.

Notkun Co-trimoxazole með mat eða drykk

Co-trimoxazole töflur skal taka með einhverri fæðu eða drykk. Þetta kemur í veg fyrir að þú finnir

fyrir ógleði eða fáir niðurgang. Þó það sé betra að taka töflurnar með mat, getur þú samt tekið þær á

fastandi maga.

Drekktu mikinn vökva, svo sem vatn, á meðan þú tekur Co-trimoxazole töflur.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað.

3.

Hvernig nota á Co-trimoxazole

Notið Co-trimoxazole alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Á umbúðunum kemur fram hve mikið

þú átt að taka og hve oft. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða

lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára

Venjulegur skammtur er tvær töflur að morgni og tvær töflur að kvöldi.

Co-trimoxazole töflur skal taka í a.m.k. fimm daga.

Tryggðu að þú ljúkir meðferðarlotunni með Co-trimoxazole töflunum sem læknirinn ávísaði.

Co-trimoxazole töflur eru yfirleitt ekki gefnar börnum yngri en 12 ára. Fáðu nánari upplýsingar hjá

lækninum eða lyfjafræðingi ef töflunum hefur verið ávísað handa barninu þínu.

Sérstakur skammtur

Það ræðst af sýkingunni sem þú ert með og hversu alvarleg hún er hvaða skammt af Co-trimoxazole

þú færð og í hvað langan tíma þú þarft að taka það. Læknirinn gæti ávísað öðrum skammti eða annarri

lengd af meðferð með Co-trimoxazole til:

meðferðar við sýkingum í þvagrás

meðferðar við eða fyrirbyggjandi við lungasýkingum af völdum

Pneumocystis jiroveci

meðferðar við sýkingum af völdum bogfrymils (bogfrymlasótt) eða nókardíu (nókardíusýki).

Ef þú ert með nýrnavandamál gæti læknirinn

ávísað minni skammti af Co-trimoxazole töflum

tekið blóð til að kanna hvort lyfið virki á réttan hátt

Ef þú tekur Co-trimoxazole töflur í langan tíma gæti læknirinn

tekið blóð til að kanna hvort lyfið virki á réttan hátt

ávísað fólínsýru (vítamíni) sem þú átt að taka á sama tíma og Co-trimoxazole töflurnar.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) án tafar. Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Ef þú hefur tekið of margar Co-trimoxazole töflur gætir þú fundið fyrir

ógleði eða kastað upp

sundli eða rugli

Ef gleymist að taka Co-trimoxazole

Ef þú gleymir að taka skammt skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Co-trimoxazole valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þú gætir fundið fyrir eftirfarandi aukaverkunum við notkun lyfsins.

Hættu að taka Co-trimoxazole töflur og láttu lækninn strax vita ef þú færð ofnæmisviðbrögð. Líkurnar

á ofnæmisviðbrögðum er örlitlar (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum), einkenni

ofnæmisviðbragða eru m.a.:

Ofnæmisviðbrögð

Öndunarerfiðleikar

Yfirlið

Þroti í andliti

Þroti í munni, tungu eða koki sem getur verið rauður og sársaukafullur og/eða valdið

kyngingarerfiðleikum

Brjóstverkur

Rauðir flekkir á húð

Mjög algengar (fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Há þéttni kalíums í blóðinu, sem getur valdið óeðlilegum hjartslætti (hjartsláttarónotum)

Algengar (færri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Sýking sem kallast þruska eða hvítsveppasýking sem getur komið fram í munni eða leggöngum.

Hún er af völdum svepps

Höfuðverkur

Ógleði

Niðurgangur

Húðútbrot

Sjaldgæfar (færri en 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Uppköst

Koma örsjaldan fyrir (færri en 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Hiti (hár hiti) eða tíðar sýkingar

Skyndileg blísturshljóð við öndun eða öndunarerfiðleikar

Greint hefur verið frá hugsanlega lífshættulegum húðútbrotum (Stevens-Johnson heilkenni,

eitrunardrepi húðþekju) (sjá Gætið sérstakrar varúðar við notkun Co-trimoxazole taflna)

Sár í munni, áblástur og sár eða eymsli í tungu

Hnútar í húð eða ofsakláði (upphleyptir, rauðir eða hvítir, klæjandi flekkir á húðinni)

Blöðrur á húðinni eða innan í munni, nefi, leggöngum eða endaþarmi.

Bólga í augum sem veldur verk og roða

Útbrot eða sólbruni eftir að þú hefur verið utandyra (jafnvel þó sé skýjað)

Lág natríumþéttni í blóðinu

Breytingar á blóðprufum

Máttleysi, þreyta eða áhugaleysi, fölvi á húð (blóðleysi)

Hjartavandamál

Gula (húð og hvíta augna gulna). Þetta getur komið fram á sama tíma og óvænt blæðing eða mar

Verkur í maga, sem getur komið fram ásamt blóði í hægðum

Verkur fyrir brjósti, í vöðvum eða liðum og máttleysi í vöðvum

Liðbólga

Þvagvandamál. Þvagtregða. Meiri eða minni þvagmyndun en venjulega. Blóð í þvagi eða skýjað

þvag.

Nýrnavandamál

Skyndilegur höfuðverkur eða stífni í hálsi ásamt hita (háum hita)

Erfiðleikar við að stjórna hreyfingum

Köst (krampar eða flog)

Óstöðugleiki, svimi (sundl)

Eyrnasuð eða önnur óvenjuleg hljóð í eyrunum

Náladofi eða doði í höndum og fótum

Að sjá undarlega og óvenjulega hluti (ofskynjanir)

Þunglyndi

Vöðvaverkur og/eða máttleysi í vöðvum hjá HIV sjúklingum

Lystarleysi

Hósti

Tíðni ekki þekkt

Lyfjaviðbrögð með fjölgun rauðkyrninga og altækum einkennum

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Co-trimoxazole

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C, á þurrum stað

varið ljósi

Ekki skal nota Co-trimoxazole eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur.

6.

Aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Co-trimoxazole

-

Virku innihaldsefnin eru 80 mg af trímetóprími og 400 mg af súlfametoxazóli.

Önnur innihaldsefni eru natríumdókusat, magnesíumsterat, maíssterkja, kísill, natríumlárýlsúlfat

og sterínsýra.

Útlit Co-trimoxazole og pakkningastærð

Co-trimoxazole eru hvítar, kringlóttar, tvíkúptar óhúðaðar töflur.

Pakkningastærð 28 töflur.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Actavis, Barnstaple, EX32 8NS, Bretlandi.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í febrúar 2017.