Citalopram Bluefish

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Citalopram Bluefish Filmuhúðuð tafla 40 mg
 • Skammtar:
 • 40 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Citalopram Bluefish Filmuhúðuð tafla 40 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • fda843cb-ac71-e111-b50c-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Citalopram Bluefish 10 mg filmuhúðaðar töflur

Citalopram Bluefish 20 mg filmuhúðaðar töflur

Citalopram Bluefish 40 mg filmuhúðaðar töflur

Citalopram

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Citalopram Bluefish og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Citalopram Bluefish

Hvernig nota á Citalopram Bluefish

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Citalopram Bluefish

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Citalopram Bluefish og við hverju það er notað

Citalopram tilheyrir flokki þunglyndislyfja sem kallast sértækir serótónínendurupptökuhemlar.

Allir hafa efni í heilanum sem kallast serótónín. Það er ekki að fullu skilið hvernig citalopram virkar,

en það getur hjálpað með því að hafa áhrif á serótónínkerfi heilans.

Citalopram Bluefish er notað til meðferðar við þunglyndi (alvarlegum þunglyndislotum).

2.

Áður en byrjað er að nota Citalopram Bluefish

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Citalopram Bluefish

ef þú ert með ofnæmi fyrir citaloprami eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú notar eða hefur nýlega notað lyf sem kallast MAO hemlar (notuð m.a. við þunglyndi).

Þú verður að ræða við lækninn áður en þú byrjar að nota Citalopram Bluefish því þú gætir þurft

að bíða í allt að 14 daga frá því að þú hættir að nota MAO hemilinn. MAO hemilinn selegilin

(notaður við Parkinsons-sjúkdómi) má nota, en ekki í skömmtum yfir 10 mg á dag.

Þegar skipt er úr Citalopram Bluefish yfir í MAO hemla þarf að bíða í sjö daga áður en byrjað er

að nota MAO hemla.

ef þú notar linezolid (við bakteríusýkingum), nema læknir fylgist nákvæmlega með þér og

eftirlit sé haft með blóðþrýstingi hjá þér.

ef þú notar pimozid (lyf við ákveðnum geðsjúkdómum)

ef þú ert fædd/ur með eða hefur fengið óeðlilegan hjartslátt (sést á hjartalínuriti, rannsókn sem

gerð er til að meta starfsemi hjartans)

ef þú notar lyf við takttruflunum í hjarta eða sem geta haft áhrif á hjartslátt.

Sjá einnig kaflann

„Notkun annarra lyfja“ hér aftar.

Þú skalt láta lækninn vita áður en þú notar Citalopram Bluefish ef eitthvað af framangreindu á við um

þig.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Citalopram Bluefish er notað.

Sjálfsvígshugsanir og aukið þunglyndi

Ef þú ert þunglynd/ur getur þú stundum fundið fyrir sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugsunum.

Þær geta aukist þegar notkun þunglyndislyfja er hafin, þar sem það tekur öll þessi lyf tíma að

virka, yfirleitt um tvær vikur, en stundum lengur.

Meiri líkur geta verið á þessum hugsunum hjá þér:

Ef þú hefur áður fundið fyrir sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahugsunum.

Ef þú ert ungur fullorðinn. Upplýsingar úr klínískum rannsóknum sýna aukna hættu á

sjálfsvígshegðun hjá ungum fullorðnum, yngri en 25 ára, með geðsjúkdóma, sem fengu meðferð

með þunglyndislyfi.

Ef sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugsanir koma fram hjá þér

skalt þú strax hafa samband við

lækninn eða fara á næsta sjúkrahús.

Þér gæti fundist hjálp í því að láta ættingja eða náinn vin

vita að þú sért þunglynd/ur og

biðja þá um að lesa þennan fylgiseðil. Þú gætir beðið þá um að láta þig vita ef þeim finnst

þunglyndi þitt aukast eða ef þeir hafa áhyggjur af breytingum á hegðun þinni.

Gættu sérstakrar varúðar ef þú færð einkenni eins og eirðarleysi innra með þér og

hughreyfióróleika, svo sem að geta ekki setið eða staðið kyrr, yfirleitt ásamt huglægri streitu

(hvíldaróþoli). Mestar líkur eru á þessu fyrstu vikur meðferðar. Stækkun skammta Citalopram

Bluefish getur aukið þessar tilfinningar (sjá kafla 4 „Hugsanlegar aukaverkanir“).

Láttu lækninn vita ef eitthvað af eftirtöldum atriðum á við um þig, þar sem þau geta haft áhrif á

meðferðina sem þú ættir að fá. Láttu lækninn vita:

ef þú notar önnur lyf (sjá kaflann „Notkun annarra lyfja“).

ef þú ert með sykursýki, því læknirinn gæti þurft að aðlaga skammtinn af insúlíni eða öðru lyfi

sem er notað til að lækka blóðsykurinn.

ef þú ert flogaveikur eða með sögu um krampa, eða ferð að fá flog/krampa meðan á meðferð

með Citalopram Bluefish stendur. Læknirinn gæti ákveðið að hætta meðferð með Citalopram

Bluefish ef þú færð flog/krampa.

ef þú ert í rafstuðsmeðferð.

ef þú færð oflætis-/ólmhugalotur (ofvirkni í hegðun og hugsun). Læknirinn gæti ákveðið að

hætta meðferð með Citalopram Bluefish ef þú sveiflast yfir í oflætislotu.

ef þú ert með sögu um blæðingasjúkdóma, færð blæðingar af litlu tilefni eða notar lyf sem

hugsanlega auka blæðingatilhneigingu (sjá kaflann „Notkun annarra lyfja“).

ef þú ert næm/ur fyrir ákveðnum hjartasjúkdómum (lenging svokallaðs QT-bils á hjartalínuriti)

eða ef grunur er um að þú sért með meðfætt heilkenni langs QT-bils eða ef þú ert með litla

þéttni kalíums eða magnesíums í blóði.

ef þú ert með aðra geðsjúkdóma (geðrof).

ef þú ert með lifrar- eða nýrnavandamál. Læknirinn gæti þurft að minnka skammtinn af

Citalopram Bluefish.

ef þú ert með eða hefur fengið hjartavandamál eða nýlega fengið hjartaáfall.

ef þú ert með lága hjartsláttartíðni í hvíld og/eða þú veist til þess að þig gæti skort blóðsölt

vegna langvinns alvarlegs niðurgangs eða uppkasta eða notkunar þvagræsilyfja (vatnslosandi

taflna).

ef þú finnur fyrir hröðum eða óreglulegum hjartslætti, yfirliði, losti eða sundli þegar staðið er

upp, sem getur bent til óeðlilegrar hjartsláttartíðni.

Láttu lækninn strax vita ef einhver eftirtalinna einkenna koma fram meðan á meðferð með Citalopram

Bluefish stendur, því þú gætir verið með svokallað serótónínheilkenni. Einkennin eru m.a.: eirðarleysi,

óstöðugleiki, skyndilegar vöðvahreyfingar og hiti. Ef þetta gerist mun læknirinn strax hætta meðferð

með Citalopram Bluefish.

Citalopram Bluefish lækkar örsjaldan, einkum hjá öldruðum, þéttni natríums í blóði og veldur

óviðeigandi seytingu hormóns í heilanum sem stýrir vökvabúskap líkamans (heilkenni óviðeigandi

seytingar þvagstemmuvaka). Láttu lækninn vita ef þú ferð að finna fyrir lasleika með máttleysi í

vöðvum og rugli meðan á meðferð með Citalopram Bluefish stendur.

Fráhvarfseinkenni sem koma þegar meðferð er hætt

Algengt er að fráhvarfseinkenni komi þegar meðferð er hætt, einkum ef notkun Citalopram Bluefish er

hætt snögglega. Hættan á fráhvarfseinkennum getur tengst nokkrum þáttum m.a. lengd meðferðar og

skömmtum og hraða skammtaminnkunar. Greint hefur verið frá sundli, skyntruflunum (þ.m.t. náladofa

og rafloststilfinningu), svefntruflunum (þ.m.t. svefnleysi og áköfum draumum), æsingi eða kvíða,

ógleði og/eða uppköstum, skjálfta, rugli, svitamyndun, höfuðverk, niðurgangi, hjartsláttarónotum,

tilfinningalegu ójafnvægi, pirringi og sjóntruflunum. Þessi einkenni eru almennt væg til miðlungi

mikil, hjá sumum sjúklingum geta þau hins vegar verið veruleg. Þau koma yfirleitt fram fyrstu dagana

eftir að meðferð er hætt, en örsjaldan hefur verið greint frá slíkum einkennum hjá sjúklingum sem hafa

óvart gleymt að taka skammt. Einkennin ganga yfirleitt til baka af sjálfu sér og eru yfirleitt horfin

innan 2 vikna, þó þau geti hjá sumum einstaklingum verið langvarandi (2-3 mánuðir eða meira).

Því er ráðlagt að minnka skammta Citalopram Bluefish smám saman þegar meðferð er hætt, á tíma

sem er nokkrar vikur eða mánuðir miðað við þarfir þínar.

Ef óbærileg einkenni koma fram í kjölfar minnkunar skammta þegar meðferð er hætt má íhuga að

hefja meðferð aftur með skömmtunum sem áður var ávísað. Læknirinn getur síðan haldið áfram að

minnka skammtinn, en hægar.

Börn og unglingar

Citalopram Bluefish skal almennt ekki notað hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Þú ættir einnig að vita að sjúklingar yngri en 18 ára eiga frekar á hættu á að fá aukaverkanir, svo sem

sjálfsvígstilraunir, sjálfsvígshugsanir og óvild (einkum árásargirni, mótþróa og reiði) þegar þeir nota

lyf í þessum flokki. Þrátt fyrir þetta gæti læknirinn ávísað Citalopram Bluefish handa sjúklingi yngri

en 18 ára vegna þess að hann/hún ákveður að það sé þeim fyrir bestu.

Ef læknirinn hefur ávísað Citalopram Bluefish handa sjúklingi yngri en 18 ára og þú vilt ræða þetta

skalt þú fara aftur til læknisins. Þú skalt láta lækninn vita ef einhver þessara einkenna koma fram eða

versna þegar sjúklingar yngri en 18 ára notar Citalopram Bluefish.

Auk þess hefur ekki verið sýnt fram á öryggi við langtíma notkun Citalopram Bluefish hvað varðar

vöxt, líkamsþroska, vitsmunalegan þroska og hegðun, hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Citalopram Bluefish

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Ef þú notar eða hefur nýlega notað eitthvað af lyfjunum á listanum hér að aftan og hefur ekki þegar

rætt það við lækninn, skalt þú fara aftur til hans og spyrja hvað þú átt að gera. Skammtinum gæti þurft

að breyta eða þú gætir þurft að fá annað lyf

MAO-hemlar, linezolid, og pimozid (sjá „Ekki má nota Citalopram Bluefish“)

lyf sem kallast triptanlyf, svo sem sumatriptan (notað við mígreni)

tramadol (lyf notað við slæmum verkjum)

segavarnarlyf, dipiridamol og ticlopidin (blóðþynningarlyf)

acetylsalicylsýra, bólgueyðandi gigtarlyf, svo sem ibuprofen (lyf notuð við bólgu og verkjum)

sefandi lyf (phenothiazin [t.d. thioridazin], thioxanthen, butyrophenon [t.d. haloperidol],

ódæmigerð geðrofslyf, t.d. risperidon (lyf notuð við ákveðnum geðsjúkdómum)

þríhringlaga þunglyndislyf

náttúrulyf sem innihalda Jóhannesarjurt (Hypericum perforatum)

cimetidin, omeprazol, esomeprazol, lanzoprazol (lyf notuð til að minnka framleiðslu magasýru)

tryptophan, oxitriptan (forverar serótóníns)

lithium (lyf við oflæti)

imipramin, desipramin, clomipramin, nortryptylin (lyf notuð við þunglyndi)

fluvoxamin (lyf notað við þunglyndi og þráhyggjuröskun)

mefloquin (lyf notað við malaríu)

bupropion (lyf notað við þunglyndi og til að aðstoða fólk við að hætta að reykja)

flecainid, propafenon (lyf notuð við óreglulegum hjartslætti)

metoprolol (lyf notað við hjartabilun)

lyf sem geta breytt hjartalínuritinu (lengt QT-bilið) eða geta valdið lítilli þéttni kalíums og

magnesíums í blóði. Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef lyf(in) sem þú notar samhliða

Citalopram Bluefish tilheyra þessum hópi.

EKKI NOTA Citalopram Bluefish

ef þú notar lyf við hjartsláttartruflunum eða lyf sem geta haft

áhrif á hjartsláttartíðnina, t.d. lyf við hjartsláttartruflunum í flokki IA og III, geðrofslyf (t.d. fentiazin

afleiður, pimozid, haloperidol), þríhringlaga þunglyndislyf, ákveðin sýklalyf (t.d. sparfloxacin,

moxifloxacin, erythromycin í æð, pentamidin, lyf við malaríu einkum halofantrin), ákveðin

andhistamín (astemizol, mizolastin). Hafið samband við lækninn ef þörf er á frekari upplýsingum.

Notkun Citalopram Bluefish með mat, drykk eða áfengi

Mælt er með því að áfengi sé ekki drukkið meðan á meðferð með Citalopram Bluefish stendur.

Citalopram Bluefish má taka með eða án matar.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Gögn benda til þess að notkun citaloprams á meðgöngu hafi ekki áhrif á fóstur. Því má nota citalopram

ef þú ert þunguð eða ef þungun er fyrirhuguð ef tekið er tillit til eftirfarandi atriða. Þú skalt ekki hætta

meðferð með Citalopram Bluefish snögglega. Ef þú notar Citalopram Bluefish á síðustu þremur

mánuðum meðgöngu skalt þú láta lækninn vita, þar sem barnið gæti haft einhver einkenni þegar það

fæðist. Þessi einkenni koma yfirleitt fram á fyrstu 24 klst. eftir að barnið fæðist. Þau eru m.a. að geta

ekki sofið eða nærst á fullnægjandi hátt, öndunarerfiðleikar, blámi á húð og að vera of heitt eða of kalt,

uppköst, mikill grátur, stífir eða máttlausir vöðvar, svefnhöfgi, skjálfti, kippir eða krampar. Ef barnið

er með eitthvert þessara einkenna þegar það fæðist skalt þú strax hafa samband við lækninn sem getur

gefið þér ráðleggingar.

Vertu viss um að ljósmóðirin og/eða læknirinn viti að þú notar Citalopram Bluefish. Lyf eins og

Citalopram Bluefish geta, ef þau eru tekin á meðgöngu, einkum síðustu þremur mánuðum meðgöngu,

aukið hættuna á alvarlegu ástandi hjá börnum sem kallast viðvarandi lungnaháþrýstingur hjá nýburum,

sem veldur því að börnin anda hraðar og virðast bláleit. Þessi einkenni byrja yfirleitt að koma fram á

fyrstu 24 klst. eftir að barnið fæðist. Ef þetta gerist hjá barninu þínu skalt þú strax hafa samband við

ljósmóðurina og/eða lækninn.

Brjóstagjöf

Citalopram berst í litlu magni yfir í brjóstamjólk. Hætta er á áhrifum á barnið. Ef þú tekur Citalopram

Bluefish skalt þú ræða við lækninn áður en þú hefur brjóstagjöf.

Frjósemi

Sýnt hefur verið fram á að citalopram minnkar gæði sæðis í dýrarannsóknum. Fræðilega séð getur

þetta haft áhrif á frjósemi, en áhrif á frjósemi hjá mönnum hafa ekki sést enn sem komið er.

Akstur og notkun véla

Citalopram Bluefish hefur lítil eða miðlungi mikil áhrif á hæfni til aksturs og stjórnunar véla. Lyf sem

hafa áhrif á miðtaugakerfið geta hins vegar skert hæfni til að meta aðstæður og bregðast við í

neyðartilvikum. Ekki aka eða nota vélar fyrr en þú veist hvernig áhrif Citalopram Bluefish hefur á þig.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Citalopram Bluefish inniheldur mjólkursykur (laktósa)

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en lyfið er notað.

3.

Hvernig nota á Citalopram Bluefish

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hve mikið skal taka

Ráðlagður skammtur er;

Fullorðnir

Þunglyndi

Venjulegur skammtur er 20 mg á dag. Læknirinn getur stækkað hann upp í að hámarki 40 mg á dag.

Aldraðir sjúklingar (eldri en 65 ára)

Minnka skal upphafsskammtinn niður í hálfan ráðlagðan skammt, t.d. 10-20 mg á dag.

Aldraðir sjúklingar ættu almennt ekki að fá meira en 20 mg á dag.

Sjúklingar í sérstakri hættu

Sjúklingar með lifrarvandamál ættu ekki að fá meira en 20 mg á dag.

Citalopram Bluefish skal taka sem stakan skammt til inntöku, annað hvort að morgni eða að kvöldi.

Filmuhúðuðu töfluna/töflurnar má taka með eða án fæðu, en með vökva.

Áhrif Citalopram Bluefish koma ekki strax fram. Það munu líða a.m.k. tvær vikur áður en þú finnur

fyrir bata. Citalopram skal nota áfram í 4-6 mánuði eftir að sjúklingur er einkennalaus.

Meðferð hætt

Meðferð með Citalopram Bluefish skal hætt smám saman til að minnka hættuna á

fráhvarfseinkennum. Læknirinn mun minnka skammtinn á a.m.k. 1-2 vikum (sjá „Gætið sérstakrar

varúðar við notkun Citalopram Bluefish“).

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Eftirfarandi einkenni geta komið fram: syfja, dá, að geta ekki hreyft sig (hugstol), krampar, aukinn

hjartsláttur, aukin svitamyndun, ógleði, uppköst, blámi á vörum, tungu, húð og slímhúðum (vegna

skorts á súrefni í blóðinu) og hröð öndun.

Serótónínheilkenni getur einnig komið fram (sjá einkenni í „Gætið sérstakrar varúðar við notkun

Citalopram Bluefish“)

Ef gleymist að taka Citalopram Bluefish

Ef þú gleymir að taka Citalopram Bluefish skalt þú taka skammtinn þegar þú manst eftir því og síðan

taka næsta skammt á venjulegum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem

gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Citalopram Bluefish

Ekki hætta að nota Citalopram Bluefish fyrr en læknirinn segir þér að hætta. Hætta skal notkun

Citalopram Bluefish smám saman. Ráðlagt er að minnka skammtinn smám saman á tímabili sem er

a.m.k. 1-2 vikur. Það er mikilvægt að þú fylgir fyrirmælum læknisins. Þegar meðferð með Citalopram

Bluefish er hætt, einkum ef það er gert snögglega, geta komið fram fráhvarfseinkenni (sjá „Gætið

sérstakrar varúðar við notkun Citalopram Bluefish“). Ræddu við lækninn ef slík einkenni koma fram

eftir að þú hættir að nota Citalopram Bluefish.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir af völdum Citalopram Bluefish eru almennt vægar og skammvinnar. Þær eru

algengastar á fyrstu vikum meðferðar og dregur yfirleitt úr þeim þegar bati verður á þunglyndinu.

Fáir þú einhverja eftirfarandi aukaverkun, átt þú að hætta að taka citalopram og leita strax til læknis:

sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígshegðun

hreyfiröskun (utanstrýtueinkenni)

eirðarleysi og erfiðleikar við að standa eða sitja kyrr (hvíldaróþol)

veruleg ofnæmisviðbrögð (ásamt viðeigandi einkennum)

bólga í húð og slímhúð vegna vökvauppsöfnunar og bjúgur (ásamt viðeigandi einkennum)

hraður óreglulegur hjartsláttur, yfirlið sem getur verið einkenni lífshættulegs ástands sem kallast

„Torsades de Pointes“.

Aukaverkunum, sem greint hefur verið frá fyrir citalopram, er lýst hér að aftan og þær skráðar í þeirri

tíðni sem þær koma fyrir.

Tíðni er skilgreind sem;

mjög algengar

koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum

algengar

koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 einstaklingum

sjaldgæfar

koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 einstaklingum

mjög sjaldgæfar

koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 einstaklingum

tíðni ekki þekkt

ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Mjög algengar

syfja, svefnleysi

höfuðverkur

ógleði, munnþurrkur, aukin svitamyndun

Algengar

skjálfti, sundl

minnkuð matarlyst, þyngdartap, lystarstol

æsingur, kvíði, taugaveiklun, rugl

minnkuð kynhvöt

tilfinning um dofa, stingi og doða í húð (náladofi)

skert einbeitingarhæfni

suð í eyrum

niðurgangur, uppköst, harðlífi, meltingartruflanir, magaverkur, vindgangur, aukin

munnvatnsmyndun

vöðvaverkir, liðverkir

kláði

þreyta, geispar

vangeta hjá konum til að fá fullnægingu, tíðaverkir, getuleysi, sáðlátstruflanir

óeðlilegir draumar, minnistap, tilfinninga- og áhugaleysi

Sjaldgæfar

hægur hjartsláttur

hraður hjartsláttur

aukin matarlyst, þyngdaraukning

árásargirni, að vera úr tengslum við sjálfan sig (afsjálfgun), ofskynjanir, oflæti (að vera mjög

spennt(ur)), að vera ofvirk(ur) og auðveldlega pirruð(aður) eða trufluð(aður), sæluvíma

(bjartsýnis-, glaðværðar- og vellíðunarástand), aukin kynhvöt

yfirlið

ljósopsstækkun

ofsakláði

útbrot

hármissir

roði eða rauðir blettir á húð (purpura)

ljósnæmi (húðútbrot af völdum sólarljóss)

vandamál við þvaglát (þvagteppa)

miklar tíðablæðingar (asatíðir)

bjúgur (almenn bólga)

Mjög sjaldgæfar

blæðingar (t.d. frá leggöngum, meltingarvegi, húð og blæðing í símhúð)

alflog (grand mal krampi), ósjálfráðar hreyfingar

brenglað bragðskyn

lifrarbólga

hiti

minnkað magn natríums í blóði (blóðnatríumlækkun)

Tíðni ekki þekkt

minnkaður fjöldi blóðflagna (blóðflagnafæð)

óeðlileg hjartsláttartíðni eða takttruflanir í hjarta (hjartsláttartruflanir)

bólga (ofnæmisbjúgur) í húð eða slímhúð

skyndilegt, alvarlegt ofnæmisviðbragð (bráðaofnæmi), sem einkennist af verulegu

blóðþrýstingsfalli, húðútbrotum með kláða, bólgu í vörum, tungu og hálsi, og öndunarerfiðleikum

ofnæmi

ástand sem er þekkt sem SIADH (heilkenni óeðlilegrar seytingar á þvagstemmuvaka), aðallega

hjá öldruðum

lítið magn kalíums í blóði

kvíðaköst, tannagnístran, eirðarleysi

sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun

flog (krampar)

serótónínheilkenni (einkenni eru t.d. hár hiti, skjálfti, vöðvakippir og kvíði)

utanstrýtueinkenni (t.d. ósjálfráðar hreyfingar, skjálfti, vöðvastífleiki, vöðvasamdrættir)

eirðarleysistilfinning og eiga erfitt með að vera kyrr (hvíldaróþol)

hreyfierfiðleikar

sjóntruflanir

hjartasjúkdómur þekktur sem lenging á QT-bili (hjartsláttaróregla sem er hægt að greina með

hjartalínuriti

sundl þegar staðið er hratt upp, vegna lágs blóðþrýstings (réttstöðuþrýstingsfall)

blóðnasir

blóð í hægðum (blæðing í meltingarvegi eða endaþarmi)

óeðlilegar niðurstöður úr lifrarprófum

marblettir

óeðlileg mjólkurseyting úr geirvörtum hjá mönnum (mjólkurflæði)

sársaukafull sístaða reðurs

óreglulegar blæðingar

aukin hætta á beinbrotum hefur komið fram hjá sjúklingum sem taka lyf af þessari gerð.

Greint hefur verið frá tilvikum þar sem fólk fær sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugsanir, eða sýnir slíka

hegðun meðan citalopram er notað eða skömmu eftir að meðferð er hætt.

Aukin hætta á beinbrotum hefur komið fram hjá sjúklingum sem nota þessa tegund lyfja.

Fráhvarfseinkenni sem koma fram þegar meðferð er hætt

Sjá „Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Citalopram Bluefish“

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Citalopram Bluefish

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Citalopram Bluefish eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Citalopram Bluefish

Virka innihaldsefnið er citalopram.

Citalopram Bluefish 10 mg, 20 mg og 40 mg filmuhúðaðar töflur innihalda citalopram hýdróbrómíð,

sem jafngildir 10 mg, 20 mg og 40 mg af citaloprami.

Önnur innihaldsefni eru;

Töflukjarni:

Kópóvídón

Natríumkroskarmellósi (E468)

Glýceról (E471)

Laktósaeinhýdrat

Magnesíu sterat (e470b)

Maíssterkja

Örkristallaður sellulósi (E460)

Filmuhúð:

Hýprómellósi (E464)

Örkristallaður sellulósi (E460)

Makrógólsterat (E431)

Títantvíoxíð (E171)

Lýsing á útliti Citalopram Bluefish og pakkningastærðir

10mg & 20mg

Citalopram Bluefish 10 mg og 20 mg filmuhúðuðum töflum er pakkað í PVC/PVDC/ál þynnur og fást

í pakkningum sem innihalda 14, 20, 28, 30, 50, eða 100 töflur í hverri öskju.

40mg

Citalopram Bluefish 40 mg filmuhúðuðum töflum er pakkað í PVC/PVDC/ál þynnur og fást í

pakkningum sem innihalda 20, 28, 30, 50, eða 100 töflur í hverri öskju.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Bluefish Pharmaceuticals AB

P.O.Box 49013

100 28 Stockholm

Svíþjóð

Framleiðandi

Bluefish Pharmaceuticals AB

Gavlegatan 22

113 30 Stockholm

Svíþjóð

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Vistor hf., sími: 535 7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Nafn aðildarlands

HEITI LYFS

Austurríki (AT)

Citalopram Bluefish 10 mg/20 mg/40 mg Filmtabletten

Írland(IE)

Citalopram Bluefish 10 mg/20 mg/40 mg film-coated Tablets

Ísland

Citalopram Bluefish 10 mg/20 mg/40 mg filmuhúðaðar töflur

Frakkland (FR)

Citalopram Bluefish 20 mg comprimé pelliculé sécable

Holland (NL)

Citalopram Bluefish 10/20/40 mg filmomhulde Tabletten

Svíþjóð (SE)

Citalopram Bluefish 10 mg/20 mg/40 mg filmdragerade tabletter

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.