Ciprofloxacin Alvogen

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Ciprofloxacin Alvogen Filmuhúðuð tafla 250 mg
 • Skammtar:
 • 250 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Ciprofloxacin Alvogen Filmuhúðuð tafla 250 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • fc102244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Ciprofloxacin Alvogen filmuhúðaðar töflur 250 mg og 500 mg

Cíprófloxacín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Ciprofloxacin Alvogen og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Ciprofloxacin Alvogen

Hvernig nota á Ciprofloxacin Alvogen

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Ciprofloxacin Alvogen

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Ciprofloxacin Alvogen og við hverju það er notað

Ciprofloxacin Alvogen er sýklalyf í flokki flúórókínólóna. Virka efnið er cíprófloxacín. Cíprófloxacín

drepur bakteríur sem valda sýkingum. Það verkar aðeins gegn ákveðnum bakteríustofnum.

Fullorðnir

Ciprofloxacin Alvogen eru notað hjá fullorðnum til að meðhöndla eftirfarandi bakteríusýkingar:

öndunarfærasýkingar

langvarandi eða endurtekna eyrna- eða skútabólgu

þvagfærasýkingar

sýkingar í eistum

sýkingar í kynfærum kvenna

sýkingar í meltingarfærum og innan kviðar

sýkingar í húð og mjúkvefjum

sýkingar í beinum og liðum

til að meðhöndla sýkingar hjá sjúklingum með lágt gildi hvítra blóðkorna (daufkyrningafæð)

til að fyrirbyggja sýkingar hjá sjúklingum með lágt gildi hvítra blóðkorna (daufkyrningafæð)

til að koma í veg fyrir sýkingar af völdum

Neisseria meningitidis

innöndunarmiltisbrandur

Ef þú ert með alvarlega sýkingu eða sýkingu af völdum fleiri en einnar bakteríutegundar, getur verið að þú

fáir annað sýklalyf til viðbótar við Ciprofloxacin Alvogen.

Börn og unglingar

Ciprofloxacin Alvogen er notað handa börnum og unglingum undir sérstöku eftirliti sérfræðings til að

meðhöndla eftirfarandi sýkingar:

sýkingar í lungum og berkjusýkingar hjá börnum og unglingum með slímseigjusjúkdóm (cystic

fibrosis)

þvagfærasýkingu með fylgikvilla, þar með talið sýkingu sem hefur náð til nýrna (nýra- og

skjóðubólga)

innöndunarmiltisbrandur

2.

Áður en byrjað er að nota Ciprofloxacin Alvogen

Ekki má nota Ciprofloxacin Alvogen

ef um er að ræða ofnæmi fyrir cíprófloxacíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með ofnæmi fyrir öðrum kínólónum.

samhliða notkun tizanidíns (sjá kafla 2: Notkun annarra lyfja).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Ciprofloxacin Alvogen er notað.

Láttu lækninn vita ef þú:

hefur einhvern tímann verið með nýrnasjúkdóm, þá þarf hugsanlega að breyta skömmtum

ert með flogaveiki eða aðra taugasjúkdóma

fékkst einkenni frá sinum meðan á fyrri meðferð með sýklalyfjum á borð við Ciprofloxacin Alvogen

stóð

ert með vöðvaslensfár (tegund vöðvamáttleysis)

hefur einhvern tímann verið með hjartsláttaróreglu

Hjartavandamál

Gæta þarf sérstakrar varúðar við notkun lyfja af þessu tagi, ef þú hefur fæðst með eða hefur fjölskyldusögu

um lengt QT bil (kemur fram á hjartarafriti), ójafnvægi er á söltum í blóði þínu (sérstaklega lítið kalíum

eða magnesíum í blóðinu), hefur mjög hægan hjartslátt (kallað hægtaktur), ert með veikt hjarta

(hjartabilun), hefur fengið hjartaáfall (hjartadrep), ert kvenkyns eða aldraður/öldruð eða tekur önnur lyf

sem valda óeðlilegum breytingum á hjartarafriti (sjá kaflann „Notkun annarra lyfja“).

Meðan á notkun Ciprofloxacin Alvogen stendur

Láttu lækninn tafarlaust vita ef eitthvað af eftirtöldu kemur fram

meðan á töku Ciprofloxacin Alvogen

stendur.

Læknirinn ákveður hvort nauðsynlegt sé að stöðva meðferð með Ciprofloxacin Alvogen.

Alvarlegt og skyndilegt ofnæmi

(bráðaofnæmi/lost, ofnæmisbjúgur). Jafnvel eftir fyrsta skammt

eru lítilsháttar líkur á að alvarlegt ofnæmi með eftirtöldum einkennum komi fram: Þyngsli fyrir

brjósti, svima-, lasleikatilfinning eða yfirlið, svimi þegar staðið er upp.

Ef þetta gerist skal hætta

töku Ciprofloxacin Alvogen og hafa tafarlaust samband við lækninn.

Verkur og bólga í liðum og sinum

kemur einstaka sinnum fram, einkum hjá öldruðum sem fá

einnig barkstera. Við fyrstu vísbendingar um verk eða bólgu skal hætta töku Ciprofloxacin Alvogen

og hlífa viðkomandi stað. Forðast skal ónauðsynlega hreyfingu, þar sem það getur aukið líkur á

sinarofi.

Ef þú ert með

flogaveiki

eða aðra

taugakvilla

eins og minnkað blóðflæði í heila eða hefur fengið

slag, geta aukaverkanir tengdar miðtaugakerfi komið fram. Ef það gerist skal hætta töku

Ciprofloxacin Alvogen og hafa tafarlaust samband við lækninn.

Viðbrögð af

geðrænum toga

geta komið fram eftir fyrsta skammt af Ciprofloxacin Alvogen. Ef þú

ert með

þunglyndi

eða

geðrof

geta einkennin versnað meðan á meðferð með Ciprofloxacin

Alvogen stendur. Ef það gerist skal hætta töku Ciprofloxacin Alvogen og hafa tafarlaust samband

við lækninn.

Þú getur fundið fyrir einkennum taugakvilla eins og verk, sviðatilfinningu, náladofa, doða og/eða

máttleysi. Ef það gerist skal hætta töku Ciprofloxacin Alvogen og hafa tafarlaust samband við

lækninn.

Þú getur fengið

niðurgang

þegar þú tekur sýklalyf á borð við Ciprofloxacin Alvogen eða jafnvel

nokkrum vikum eftir að töku þess er hætt. Ef hann er mikill eða viðvarandi, eða þú tekur eftir blóði

eða slími í hægðum, skal hætta töku Ciprofloxacin Alvogen, þar sem þetta getur verið lífshættulegt.

Ekki skal taka lyf sem stöðva eða hægja á þarmahreyfingum og hafa skal samband við lækninn.

Ef þú þarft að láta frá þér

blóð- eða þvagsýni

skaltu láta starfsfólk rannsóknarstofunnar eða lækninn

vita að þú sért á meðferð með Ciprofloxacin Alvogen.

Ciprofloxacin Alvogen getur valdið

lifrarskemmdum

. Ef þú tekur eftir einkennum eins og

lystarleysi, gulu (gul húð), dökku þvagi, kláða eða aumum kvið, skal hætta töku Ciprofloxacin

Alvogen og hafa tafarlaust samband við lækninn.

Ciprofloxacin Alvogen getur valdið fækkun hvítra blóðkorna og þá getur dregið úr

mótstöðu gegn

sýkingum

. Ef þú ert með sýkingu og finnur fyrir einkennum eins og hita eða alvarlegu versnandi

almennu ástandi eða hita með staðbundnum sýkingareinkennum eins og eymslum í hálsi/koki/munni

eða einkennum við þvagfæri skal tafarlaust hafa samband við lækninn. Blóðpróf verður tekið til þess

að kanna hugsanlega fækkun hvítra blóðkorna (kyrningahrap). Mikilvægt er að upplýsa lækninn um

að þú takir lyfið.

Ef arfbundinn skortur á glúkósa-6-fosfat dehýdrógenasa (G6PD) hefur verið staðfestur hjá þér eða í

fjölskyldunni skal hafa samband við lækninn, þar sem hætta er á blóðleysi þegar cíprófloxacín er

tekið.

Meðan á töku Ciprofloxacin Alvogen stendur

verður húðin viðkvæmari fyrir sólarljósi og útfjólubláu

ljósi.

Forðast skal sterka sól og útfjólublátt ljós eins og í sólarbekkjum.

Notkun annarra lyfja samhliða Ciprofloxacin Alvogen

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að

verða notuð.

Láttu lækninn vita ef þú tekur önnur lyf sem geta haft áhrif á hjartslátt þinn:

lyf við hjartsláttartruflunum (t.d. kínidín, hýdrókínidín, dísópýramíð, amíódarón, sótalól, dófetilíð,

ibútilíð)

þríhringja geðdeyfðarlyf

sum örverueyðandi lyf (þau sem tilheyra flokki makrólíða)

sum geðrofslyf.

Ekki má taka Ciprofloxacin Alvogen samhliða tizanidíni

, því það getur valdið aukaverkunum eins og

lágum blóðþrýstingi og syfju (sjá kafla 2: Ekki má nota Ciprofloxacin Alvogen).

Eftirtalin lyf geta milliverkað við Ciprofloxacin Alvogen í líkamanum. Ef Ciprofloxacin Alvogen er tekið

ásamt þessum lyfjum getur það haft áhrif á virkni lyfjanna. Þau geta einnig aukið líkur á aukaverkunum.

Láttu lækninn vita ef þú tekur:

warfarín eða önnur blóðþynningarlyf til inntöku

probenecíð (við þvagsýrugigt)

metótrexat (við ákveðnum tegundum krabbameins, psoriasis, liðagigt)

teófyllín (við vandamálum tengdum öndun)

tizanidín (við vöðvakrampa hjá sjúklingum með MS sjúkdóm)

klózapín (geðlyf)

rópíníról (við parkinsons veiki)

fenýtóín (við flogaveiki)

Ciprofloxacin Alvogen getur

aukið

þéttni eftirtalinna efna í blóði:

pentoxifyllín (við blóðrásartruflunum)

koffín

Sum lyf

draga ú

r áhrifum Ciprofloxacin Alvogen. Láttu lækninn vita ef þú tekur eða hefur hugsað þér að

taka:

lyf við brjóstsviða

steinefni (fæðubótarefni)

súkralfat

fosfatbindandi fjölliðu (t.d. sevelamer)

lyf eða uppbótarefni sem innihalda kalk, magnesíum, ál eða járn

Ef eitthvað af þessu er lífsnauðsynlegt skal taka Ciprofloxacin Alvogen um tveimur klst. fyrir eða ekki

fyrr en fjórum klst. eftir töku þessara efna.

Ef Ciprofloxacin Alvogen er tekið með mat eða drykk

Ekki skal borða eða drekka mjólkurafurðir (t.d. mjólk eða jógúrt) eða drykki með viðbættu kalki þegar

töflurnar eru teknar, nema því aðeins að töflurnar séu teknar með máltíð, þar sem það getur haft áhrif á

frásog virka efnisins.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Best er að forðast notkun Ciprofloxacin Alvogen á meðgöngu.

Ekki skal nota Ciprofloxacin Alvogen meðan á brjóstagjöf stendur því cíprófloxacín berst í brjóstamjólk

og það getur verið skaðlegt fyrir barnið.

Akstur og notkun véla

Ciprofloxacin Alvogen getur dregið úr árvekni. Aukaverkanir á taugar geta komið fram. Kannaðu því

áhrif Ciprofloxacin Alvogen á þig áður en þú ekur eða notar vélar. Ef þú ert í vafa skaltu tala við lækninn.

3.

Hvernig nota á Ciprofloxacin Alvogen

Læknirinn segir þér nákvæmlega hvað þú átt að taka mikið af Ciprofloxacin Alvogen, hversu oft og lengi.

Þetta fer eftir tegund og alvarleika sýkingarinnar.

Látið lækninn vita ef þú ert með nýrnasjúkdóm, því þá þarf hugsanlega að breyta skammtinum.

Meðferðin tekur yfirleitt 5 til 21 dag, en getur tekið lengri tíma ef um alvarlegar sýkingar er að ræða.

Taktu töflurnar nákvæmlega eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvað þú átt að taka

margar töflur og hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Töflurnar á að gleypa með miklum vökva. Ekki á að tyggja töflurnar, því þær bragðast ekki vel.

Best er að taka töflurnar um það bil á sama tíma dag hvern.

c.

Töflurnar má taka á matartíma eða á milli mála. Kalk sem er hluti af máltíð hefur ekki

alvarleg áhrif á upptöku lyfsins. Þó

á ekki

að taka Ciprofloxacin Alvogen töflur með

mjólkurafurðum t.d. mjólk eða jógúrt eða með kalkbættum ávaxtasafa.

Munið að drekka mikinn vökva með Ciprofloxacin Alvogen.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú tekur stærri skammt en mælt er fyrir um, skaltu tafarlaust hafa samband við lækni. Taktu

töflurnar og öskjuna með þér, ef hægt er.

Ef gleymist að taka Ciprofloxacin Alvogen

Taktu venjulegan skammt eins fljótt og hægt er og haltu síðan áfram að taka lyfið eins og hefur

verið ákveðið. Ef hins vegar er komið að næsta skammti, skaltu ekki taka skammtinn sem gleymdist

og halda síðan áfram eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem

gleymst hefur að taka. Vertu viss um að ljúka meðferðinni.

Ef hætt er að nota Ciprofloxacin Alvogen

Mikilvægt er að

ljúka meðferðinni

jafnvel þótt þér sé farið að líða betur eftir nokkra daga. Ef þú hættir of

fljótt að taka lyfið, er ekki víst að sýkingin hafi batnað fullkomlega og einkenni sýkingarinnar geta komið

aftur fram eða orðið verri. Einnig gætir þú hafa myndað þol gegn sýklalyfinu.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fram hjá 1-10 af hverjum 100 einstaklingum):

ógleði, niðurgangur.

liðverkur hjá börnum.

Sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá 1-10 af hverjum 1.000 einstaklingum):

sveppaofanísýking.

mikið magn eósínfíkla, ákveðin tegund hvítra blóðkorna.

lystarleysi.

ofvirkni eða óróleiki.

höfuðverkur, sundl, svefntruflanir, bragðtruflanir.

uppköst, magaverkur, meltingarvandamál eins og ólga í maga (meltingartruflanir/brjóstsviði) eða

uppþemba.

aukið magn ákveðinna efna í blóði (transamínasar og/eða bilirúbin).

útbrot, kláði eða ofsakláði.

liðverkur hjá fullorðnum.

léleg nýrnastarfsemi.

verkir í vöðvum og beinum, vanlíðan (þróttleysi), eða hiti.

aukinn alkalískur fosfatasi í blóði (ákveðið efni í blóði).

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fram hjá 1-10 af hverjum 10.000 einstaklingum):

ristilbólga, sem tengist notkun sýklalyfja (getur verið lífshættuleg í örfáum tilvikum) (sjá kafla 2:

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Ciprofloxacin Alvogen).

breyting á fjölda blóðkorna (blóðflagnafæð, hvítfrumnafjölgun, daufkyrningafæð, blóðleysi) aukið

eða minnkað magn blóðstorkuþáttar (thrombocytes).

ofnæmi, þroti (bjúgur), þroti í húð eða slímhúð sem myndast hratt (ofnæmisbjúgur)

aukinn sykur í blóði (blóðsykurhækkun).

ringlun, áttavilla, kvíði, sérkennilegir draumar, þunglyndi, ofskynjanir.

náladofi, óvenjulega mikið næmi fyrir örvun, minnkuð tilfinning í húð, skjálfti, krampar (sjá kafla

2: Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Ciprofloxacin Alvogen) staðfestuleysi.

sjónvandamál.

eyrnasuð, heyrnarleysi, skert heyrn.

hraður hjartsláttur.

æðavíkkun, blóðþrýstingslækkun eða yfirlið.

mæði, þar með talið astmaeinkenni.

lifrartruflun, gula eða lifrarbólga.

ljósnæmi (sjá kafla 2: Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Ciprofloxacin Alvogen).

vöðvaverkir, bólga í liðum, aukin vöðvaspenna eða krampi.

nýrnabilun, blóð eða kristallar í þvagi, þvagfærabólga (sjá kafla 2: Gæta skal sérstakrar varúðar við

notkun Ciprofloxacin Alvogen).

vökvasöfnun eða mikil svitamyndun.

óeðlilegt magn storkuþáttar (prótrompíns) eða aukið magn ensímsins amýlasa.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(geta komið fram hjá minna en 1 af hverjum 10.000

einstaklingum):

sérstök tegund fækkunar rauðra blóðkorna (blóðlýsublóðleysi), hættuleg minnkun á ákveðinni

tegund hvítra blóðkorna (kyrningahrap), fækkun rauðra og hvítra blóðkorna sem getur verið

hættuleg og beinmergsbæling sem getur einnig verið lífshættuleg (sjá kafla 2: Gæta skal sérstakrar

varúðar við notkun Ciprofloxacin Alvogen).

skyndilegt eða seinkað alvarlegt ofnæmi (bráðaofnæmi eða ofnæmislost, sem getur verið

lífshættulegt - sermissótt) (sjá kafla 2: Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Ciprofloxacin

Alvogen).

geðrænar truflanir (geðrofs viðbrögð) (sjá kafla 2: Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun

Ciprofloxacin Alvogen).

mígreni, truflun á samhæfingu, óstöðugur gangur, truflað lyktarskyn; þrýstingur í heila

(innankúpuþrýstingur).

truflað litarskyn.

bólga í æðaveggjum (æðabólga).

brisbólga.

lifrarfrumudauði (lifrardrep) sem örsjaldan veldur lífshættulegri lifrarbilun

depilblæðingar í húð, ýmiskonar húðútþot eða útbrot (t.d. Stevens-Johnson heilkenni sem getur verið

lífshættulegt eða drep í húðþekju).

vöðvamáttleysi, sinarbólga, sinarrof – einkum í stórum sinum (hásin) (sjá kafla 2: Gæta skal

sérstakrar varúðar við notkun Ciprofloxacin Alvogen); versnun einkenna vöðvaslensfárs (sjá kafla

2: Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Ciprofloxacin Alvogen).

Tíðni ekki þekkt (

ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

vandamál tengd taugakerfi eins og verkur, sviði, náladofi, doði og/eða máttleysi í útlimum.

óeðlilega hraður hjartsláttur, lífshættulega óreglulegur hjartsláttur, breytingar á hjartslætti (kallaðar

lenging á QT bili; sjást á hjartarafriti).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er

minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem

gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við

að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Ciprofloxacin Alvogen

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni. Fyrningardagsetning er síðasti

dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Ciprofloxacin Alvogen inniheldur

Virka innihaldsefnið er cíprófloxacínhýdróklóríð.

Önnur innihaldsefni eru maíssterkja, örkristallaður sellulósi, krospóvídón, kísiltvíoxíðkvoða,

magnesíumsterat, hýprómellósi, makrógól 4000 og títantvíoxíð.

Lýsing á útliti Ciprofloxacin Alvogen og pakkningastærðir

250 mg töflur: Hvítar til beinhvítar, tvíkúptar filmuhúðaðar töflur, með deiliskoru á annarri hliðinni og

merktar með „4“ á hinni.

500 mg töflur: Hvítar til beinhvítar, tvíkúptar filmuhúðaðar töflur, með deiliskoru á annarri hliðinni og

merktar með „5“ á hinni.

Töflunum er pakkað í PVC/ál þynnur sem settar eru í öskjur.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Alvogen ehf.

Sæmundargötu 15-19

101 Reykjavík

Ísland

Framleiðandi

Pharmathen S.A.

Dervenakion 6

Pallini 15351

Attikis

Grikkland

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið þá samband við markaðsleyfishafa.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júlí 2016.

Ráðleggingar/læknisfræðilegar upplýsingar

Sýklalyf eru notuð við bakteríusýkingum. Þau eru óvirk gegn veirusýkingum.

Hafi læknirinn ávísað sýklalyfi, eru þau ætluð við þeirri sýkingu sem þú ert með.

Þrátt fyrir sýklalyfið geta vissar bakteríur lifað áfram eða vaxið. Þetta kallast ónæmi: sumar

sýklalyfjameðferðir verða árangurslausar.

Misnotkun sýklalyfja eykur ónæmi. Ef ekki er tekið tillit til eftirfarandi atriða er stuðlað að ónæmi

bakteríunnar og þar með dregst bati á langinn eða áhrif sýklalyfsins minnka:

skammtastærð

hve oft á að taka lyfið

meðferðarlengd

Því er nauðsynlegt til að viðhalda áhrifum lyfsins með því að:

1 – Nota eingöngu sýklalyf þegar þau eru gefin samkvæmt lyfseðli.

2 – Fara nákvæmlega eftir fyrirmælum.

3 – Aldrei að nota sýklalyf sem gengur af án lyfseðils, jafnvel þótt þú ætlir að meðhöndla svipuð veikindi.

4 - Ekki gefa öðrum sýklalyf sem er ætlað þér, hugsanlega er það gagnslaust við sjúkdómi viðtakanda.

5 – Þegar meðferð er lokið skal skila lyfjaleifum í apótek til að tryggja að þeim sé fargað á réttan hátt.