Cipramil

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Cipramil Filmuhúðuð tafla 20 mg
 • Skammtar:
 • 20 mg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Cipramil Filmuhúðuð tafla 20 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f3102244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Cipramil 10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur

Cítalópram (á formi hýdróbrómíðs)

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur

valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum:

Upplýsingar um Cipramil og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Cipramil

Hvernig nota á Cipramil

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Cipramil

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Cipramil og við hverju það er notað

Cipramil er lyf við þunglyndi. Cipramil tilheyrir flokki þunglyndislyfja sem er kallaður SSRI lyf

(SSRI = sértækir serótónín endurupptökuhemlar). Þessi lyf verka á serótónínkerfið í heilanum með því

að auka magn serótóníns. Truflun á serótónínkerfinu er talin mikilvægur þáttur í myndun þunglyndis

og skyldra sjúkdóma.

Cipramil er notað til:

Meðhöndlunar á þunglyndi

Að fyrirbyggja endurtekin þunglyndisköst

Meðhöndlunar felmtursraskana

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Cipramil

Ekki má nota Cipramil

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir cítalóprami eða einhverju öðru innihaldsefni Cipramil (talin upp

í kafla 6).

Ef þú tekur önnur lyf sem tilheyra flokki svokallaðra mónóamínoxídasa hemla (MAO-hemla).

Meðal MAO-hemla eru lyf eins og fenelzín, ípróníazíð, ísócarboxazíð, níalamíð,

tranýlcýprómín, selegilín (notað við Parkinsonssjúkdómi), móklóbemíð (notað við þunglyndi)

og línezólíð (sýklalyf).

Ef þú tekur lyf við geðsjúkdómum (pímózíð).

Ef þú hefur meðfæddar hjartsláttartruflanir eða hefur fengið þannig kast (sést á hjartalínuriti;

rannsókn til að sjá hvernig hjartað starfar).

Ef þú tekur lyf við hjartsláttartruflunum eða lyf sem geta haft áhrif á hjartsláttartakt

Sjá einnig kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða Cipramil“ hér fyrir neðan.

Bíða verður í 2 vikur áður en taka Cipramil hefst eftir að töku MAO-hemils hefur verið hætt.

Hefja má þó töku Cipramil einum sólarhring eftir að töku móklóbemíðs hefur verið hætt.

Eftir að töku Cipramil hefur verið hætt verður að líða ein vika áður en MAO-hemlar eru teknir.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Cipramil er notað. Ræddu við lækninn áður en

Cipramil er notað ef:

Þú ert í sjálfsvígshugleiðingum eða hugleiðir að valda sjálfum þér skaða.

Þú ert með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Læknirinn gæti þurft að aðlaga skammtinn.

Þú ert með flogaveiki eða sögu um krampaflog. Stöðva á meðferð með Cipramil ef flog koma

fyrir í fyrsta skipti, eða ef tíðni þeirra eykst (sjá einnig kafla 4 „Hugsanlegar aukaverkanir“).

Þú ert með sykursýki, þar sem Cipramil getur haft áhrif á blóðsykurinn. Aðlaga gæti þurft

skammta insúlíns og/eða annarra sykursýkislyfja.

Þú ert með oflæti (mani) eða hefur sögu um það.

Þú hefur aukna tilhneigingu til blæðinga eða hefur haft blæðingatruflanir (blæðingu úr húð eða

slímhúð, maga, þörmum eða legi).

Þú tekur lyf sem hafa áhrif á storknunareiginleika blóðsins (t.d. acetýlsalicýlsýru og warfarín).

Þú tekur náttúrulyf sem innihalda jóhannesarjurt/jónsmessurunna (hypericum perforatum).

Þú ert í raflostsmeðferð.

Þú ert með minnkað magn natríums í blóði – þetta á einkum við um aldraða sjúklinga í meðferð

með þvagræsilyfjum.

Þér hættir til sérstakra breytinga á hjartalínuriti (ECG, lenging QT-bils).

Þú ert með eða hefur haft hjartasjúkdóm eða hefur nýlega fengið hjartaáfall.

Þú ert með lága hjartsláttartíðni í hvíld og/eða þú veist að þú gætir haft of lág blóðsölt vegna

langvinns alvarlegs niðurgangs og uppkasta (ógleði), eða vegna notkunar þvagræsilyfja.

Þú upplifir hraðan eða óreglulegan hjartslátt, yfirlið, fall, eða sundl þegar staðið er upp, sem

gæti bent til óeðlilegrar hjartsláttartíðni.

Þú átt í vandræðum með útvíkkun ljósops.

Hafðu samband við lækninn ef:

Þú færð hita, vöðvastífleika eða skjálfta, ringl, pirring, óeðlilega kátínu og óróleika. Þetta ástand

er sjaldgæft en getur verið lífshættulegt. Hafðu því strax samband við lækninn eða bráðamóttöku

sjúkrahúss.

Þú færð einstök oflætisköst (mani, óeðlilega kátínu og óróleika).

Þú færð óþægilegt eirðarleysi á fyrstu vikum meðferðarinnar.

Þú færð flog eða flogaveiki versnar.

Vinsamlegast athugið

Sumir geðhvarfasjúklingar (manio-depressive) geta farið í oflætisfasa. Þetta einkennist af óvenjulegum

og ört breytilegum hugmyndum, óviðeigandi kátínu og yfirdrifinni líkamlegri virkni. Hafðu samband

við lækninn ef þú finnur fyrir þannig einkennum.

Einkenni eins og óróleiki eða erfiðleikar við að sitja eða standa kyrr geta einnig komið fyrir á fyrstu

vikum meðferðar. Hafðu strax samband við lækninn ef þú finnur fyrir þessum einkennum.

Sjálfsvígshugsanir og versnun þunglyndis eða kvíðaraskana

Ef þú ert þunglyndur og/eða með kvíðaraskanir geta stundum leitað á þig hugsanir um að valda

sjálfum þér skaða eða taka eigið líf. Þetta getur ágerst í upphafi lyfjameðferðar gegn þunglyndi, þar

sem öll þessi lyf þurfa einhvern tíma til að verka, venjulega um tvær vikur en stundum lengri tíma.

Líkur geta aukist á svona hugsunum:

Ef þú hefur áður haft hugsanir um að taka eigið líf eða valda sjálfum þér skaða.

Ef þú ert ung fullorðin manneskja. Í klínískum rannsóknum hefur komið fram að aukin hætta

er á sjálfsvígshegðun hjá fullorðnu fólki yngra en 25 ára með geðtruflanir, sem var á meðferð

með þunglyndislyfi.

Hvenær sem þú færð hugsanir um að valda sjálfum þér skaða eða taka eigið líf, skalt þú hafa

samstundis samband við lækni eða leita til sjúkrahúss.

Það gæti verið hjálplegt fyrir þig að segja ættingja eða nánum vini að þú sért með þunglyndi eða

kvíðaröskun og biðja þá um að lesa þennan fylgiseðil. Þú gætir beðið þá um að láta þig vita ef þeim

finnst þunglyndi þitt eða kvíði vera að versna, eða ef þeir hafa áhyggjur af breytingum á hegðun þinni.

Eftirfarandi atriði verður einnig að hafa í huga:

Ef þú ert yngri en 18 ára, er meiri hætta á aukaverkunum eins og sjálsvígstilraunum,

sjálfsvígshugsunum og fjandskap t.d. sem ógnandi eða ofbeldisfull hegðun, þrjósku og reiði, ef þú

tekur Cipramil eða önnur lyf úr sama flokki (SSRI). Læknirinn metur hvaða meðferð hentar þér

best.

Hugsanlega finnur þú fyrir auknum kvíða í byrjun meðferðar við felmtursröskun. Þessi

kvíðatilfinning minnkar venjulega á fyrstu vikum meðferðarinnar.

Neyslu áfengis ber að forðast meðan cítalópram er tekið.

Láttu alltaf vita við blóð- og þvagrannsóknir að þú ert í cítalóprammeðferð. Það getur haft áhrif á

niðurstöðurnar.

Notkun annarra lyfja samhliða Cipramil

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, t.d. náttúrulyf og vítamín- og

steinefnablöndur.

Notkun Cipramil með eftirfarandi lyfjum getur valdið alvarlegum aukaverkunum.

Lyf við geðsjúkdómum (pímózíð). Ekki má nota Cipramil með pímózíði.

Lyf við þunglyndi (ósérhæfðir mónóamínoxídasa hemlar (MAO hemlar), sem innihalda

fenelzín, ípróníazíð, ísócarboxazíð, níalamíð eða tranýlcýprómín sem virkt efni). Ef þú hefur

tekið eitthvert þessara lyfja verða að líða 14 dagar áður en þú byrjar að taka Cipramil.

Eftir að þú hættir að taka Cipramil verða að líða 7 dagar áður en þú tekur eitthvert þessara lyfja.

Önnur lyf við þunglyndi (afturkræfir, sérhæfðir MAO-A hemlar sem innihalda móklóbemíð). Þú

mátt ekki nota Cipramil um leið og móklóbemíð.

Sýklalyf (línezólíð).

Lyf við Parkinsonssjúkdómi (óafturkræfir MAO-B hemlar, sem innihalda selegilín), sem eykur

líkur á aukaverkunum. Ekki má taka meira en 10 mg af selegilíni daglega né rasagilín.

Ræddu við lækninn ef þú notar eftirfarandi:

Lyf við geðhvarfasýki (manio-depressive disorder) (litíum).

Ákveðna prótíndrykki við minnkaðri matarlyst eða sem viðbótanæringu, sem innihalda

amínósýruna tryptófan.

Lyf við mígreni (t.d. súmatriptan), sem getur aukið hættu á aukaverkunum.

Sterkt verkjalyf (tramadól), sem getur aukið hættu á aukaverkunum og lækkað krampaþröskuld.

Verkjalyf/gigtarlyf (acetýlsalicýlsýra, bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID).

Lyf við nikótínfíkn (búprópíon), sem getur lækkað krampaþröskuld.

Lyf við malaríu (meflókvín), sem getur lækkað krampaþröskuld.

Lyf við of háum magasýrum og magasári (címetidín). Verkun og aukaverkanir Cipramil geta

aukist.

Náttúrulyf sem innihalda jóhannesarjurt/jónsmessurunna (hypericum perforatum). Aukin hætta

er á aukaverkunum við samhliða notkun með Cipramil.

Blóðþynnandi lyf (t.d. warfarín og dípýridamól), þar sem hætta á blæðingartruflunum eykst.

Hjartalyf og blóðrýstingslækkandi lyf (flecaíníð, própafenón og metóprólól).

Önnur lyf við þunglyndi (t.d. klómipramín ímipramín, desipramín, amitriptýlín og nortriptýlín)

og við geðsjúkdómum/geðrofsástandi (t.d. halóperidól, perfenazín, zúklópentixól), sem geta

lækkað krampaþröskuld.

Lyf sem lækka styrk kalíums eða magnesíums í blóði, þar sem það getur aukið hættuna á

lífshættulegum hjártsláttartruflunum.

Ekki má taka Cipramil meðan á töku lyfja við hjartsláttartruflunum stendur eða lyf sem hafa áhrif á

hjartsláttartakt, eins og lyf við hjartsláttartruflunum úr flokki IA og III, geðrofslyf (t.d. fentíazín lyf,

pímózíð, halóperidól), þríhringlaga þunglyndislyf, ákveðin lyf við sýkingum (t.d. sparfloxacín,

moxifloxacín, erythromýcín í bláæð, pentamidín, malaríulyf einkum halófantrín), ákveðin

andhistamínlyf (astemízól, mízólastín). Hafir þú frekari spurningar um þetta skalt þú ræða það við

lækninn.

Fleiri lyf geta haft áhrif á verkun Cipramil, rétt eins og Cipramil getur haft áhrif á verkun annarra lyfja.

Venjulega hefur þetta ekki áhrif á meðferðina. Spyrðu lækninn eða lyfjafræðing, óskir þú nánari

upplýsinga um þetta.

Notkun Cipramil með mat, drykk eða áfengi

Cipramil má taka með máltíðum, en það er ekki nauðsynlegt (sjá kafla 3. „Hvernig nota á Cipramil“).

Cipramil eykur ekki áhrif áfengis. Þó ber að forðast neyslu áfengis meðan á meðferð með Cipramil

stendur.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Taktu ekki Cipramil ef þú ert þunguð eða ert með barn á

brjósti, nema þú hafir rætt áhættu og ávinning tökunnar við lækninn.

Ef þú tekur Cipramil á síðustu mánuðum meðgöngu getur nýfædda barnið fengið alvarlegar

aukaverkanir eða fráhvarfseinkenni eins og öndunarerfiðleika, bláleita húð/varir, óreglulega öndun

með öndunarhléum, sveiflur í líkamshita, flog, svefnhöfga og svefnörðugleika.

Gættu þess að ljósmóðirin og/eða læknirinn viti að þú sért að taka Cipramil. Meðan lyf eins og

Cipramil eru tekin, einkum á síðustu 3 mánuðum meðgöngu, geta þau aukið hættu á alvarlegu ástandi

hjá ungbörnum sem er kallað langvinnur lungnaháþrýstingur hjá nýburum, en það veldur því að barnið

andar hraðar og fær á sig bláleitan blæ. Þessi einkenni koma yfirleitt fyrst fram á fyrsta sólarhringnum

eftir fæðingu. Verðir þú þessa vör hjá barninu þínu átt þú að hafa strax samband við ljósmóðurina

og/eða lækninn.

Ekki má hætta meðferðinni skyndilega við þungun. Hafðu samband við lækninn ef þú óskar að gera

hlé á meðferðinni eða hætta henni.

Brjóstagjöf

Cipramil skilst út í brjóstamjólk. Meðan barn er haft á brjósti, má einungis taka Cipramil í samráði við

lækninn.

Frjósemi

Sýnt hefur verið fram á að Cipramil rýrir eiginleika sæðis í dýratilraunum. Fræðilega getur þetta haft

áhrif á frjósemi, en áhrif á frjósemi hjá mönnum hafa ekki sést ennþá.

Akstur og notkun véla

Hjá sumum veldur Cipramil það mikilli slævingu að það hefur áhrif á öryggi við vinnu og hæfni til að

ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Þú skalt því ekki aka bíl, hjóla á mótorhjóli eða reiðhjóli eða

stjórna tækjum eða vélum, ef þú finnur fyrir sundli eða syfju, þegar taka lyfsins hefst. Þú skalt því bíða

með að aka bíl o.s.frv. þangað til þessar verkanir eru horfnar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Cipramil inniheldur laktósa

Cipramil inniheldur laktósa. Leitið ráða hjá lækninum áður en þú byrjar að taka Cipramil ef læknirinn

hefur sagt þér að þú sért með óþol fyrir vissum sykrum.

3.

Hvernig nota á Cipramil

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Mikill munur er á skömmtum einstakra sjúklinga. Það er m.a. komið undir því hversu alvarlegur

sjúkdómurinn er.

Ráðlagður skammtur er:

Þunglyndi

Fullorðnir

Venjulegur skammtur er 20 mg á dag. Læknirinn mun hugsanlega auka skammtinn í allt að 40 mg á

dag.

Felmtursröskun (panic disorder)

Fullorðnir

Upphafsskammtur er 10 mg á dag fyrstu vikuna og læknirinn getur aukið skammtinn í 20 mg á dag

eftir fyrstu vikuna. Læknirinn getur ákveðið að auka skammtinn í allt að 40 mg á dag.

Aldraðir (eldri en 65 ára)

Upphafsskammtur er yfirleitt hálfur venjulegur skammtur þ.e.a.s. 10-20 mg á dag. Aldraðir eiga alla

jafna ekki að fá meira en 20 mg á dag.

Notkun handa börnum og unglingum

Börn og unglingar undir 18 ára aldri mega eingöngu nota Cipramil samkvæmt leiðbeiningum

læknisins. Um nánari upplýsingar vísast til kafla 2 „Áður en byrjað er að nota Cipramil“.

Skert nýrnastarfsemi

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta. Fylgið leiðbeiningum læknisins.

Skert lifrarstarfsemi

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta. Sjúklingar með lifrarsjúkdóma mega ekki fá meira en 20

mg á dag. Fylgið leiðbeiningum læknisins.

Hvernig og hvenær á að taka Cipramil

Taka á Cipramil á hverjum degi í einum skammti. Taka má Cipramil hvenær sem er dagsins án fæðu

eða með máltíð. Gleypa skal töflurnar með vatni. Ekki má tyggja þær.

Lengd meðferðar

Eins og við á um önnur lyf við þunglyndi og felmtursröskun, geta liðið nokkrar vikur áður en þú

finnur fyrir bata. Haltu áfram að taka Cipramil jafnvel þó að nokkur tími líði áður en þú finnur að

líðanin lagast.

Þú mátt ekki breyta skömmtum Cipramil án þess að ræða það fyrst við lækninn.

Læknirinn ákveður hversu lengi meðferðin á að standa. Eðlilegt er að meðferðin standi yfir í a.m.k.

6 mánuði. Taktu Cipramil áfram í þann tíma sem læknirinn hefur ráðlagt. Hættu ekki að taka lyfið þó

svo að þér sé farið að líða betur, nema læknirinn hafi ráðlagt það. Sjúkdómurinn sjálfur getur staðið

yfir í langan tíma og ef þú hættir meðferðinni of snemma geta einkennin komið aftur.

Sjúklingum með endurtekið þunglyndi getur hentað að halda meðferðinni áfram, í sumum tilvikum í

mörg ár, til að koma í veg fyrir ný þunglyndisköst.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Einkenni ofskömmtunar cítalóprams geta verið:

Lífshættulegur, óreglulegur hjartsláttur.

Flog.

Hraður eða hægur hjartsláttur.

Of hár eða of lágur blóðþrýstingur.

Hjartastopp.

Sljóleiki (svefnhöfgi).

Dá.

Ógleði og uppköst.

Sótthiti, vöðvastífleiki eða skjálfti, ringl, pirringur, óeðlileg kátína og æsingur.

Sundl.

Ljósopsútvíkkun.

Aukin svitamyndun.

Bláleit húð.

Oföndun.

Ef gleymist að taka Cipramil

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Halda skal áfram að

taka venjulegan skammt.

Ef hætt er að nota Cipramil

Hættu ekki að taka Cipramil fyrr en læknirinn ráðleggur það. Þegar meðferð lýkur er almennt ráðlagt

að minnka Cipramil skammtinn smám saman á nokkrum vikum. Hafðu samband við lækninn ef þú vilt

gera hlé á Cipramil meðferðinni eða hætta henni.

Ef meðferðinni er hætt snögglega getur það valdið vægum fráhvarfseinkennum sem ganga yfir eins og

sundli, hrolli, náladofa, svefntruflunum (ákafar draumfarir, martraðir, svefnleysi), kvíða og óróleika,

höfuðverk, ógleði, uppköstum, aukinni svitamyndun, skjálfta, ringl, viðkvæmni eða pirringi,

niðurgangi, sjóntruflunum og hjartsláttarónotum.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

Hafðu strax samband við lækninn ef sjúkdómseinkennin koma aftur eftir að meðferð með Cipramil er

hætt.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanirnar hverfa venjulega eftir nokkurra vikna meðhöndlun. Athugið að mörg þessarra

einkenna geta einnig verið einkenni sjúkdómsins og því dregur úr þeim þegar meðferðin fer að bera

árangur.

Alvarlegar aukaverkanir

Fáir þú eina eða fleiri neðangreindra aukaverkana, átt þú að hætta að taka Cipramil og hafa strax

samband við lækni eða bráðamóttöku sjúkrahúss. Hringdu í neyðarnúmerið 112 ef þarf.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af 10.000 sjúklingum)

Ógleði, vanlíðan, máttleysi í vöðvum, ringl, þreyta og vöðvaksjálfti vegna of lágs styrks

natríums í blóði. Þetta getur þróast yfir í alvarlega aukaverkun hjá sumum. Hafið samband við

lækninn.

Lifrarbólga, gula.

Krampaflog.

Aukaverkanir sem örsjaldan koma fyrir (geta komið fyrir hjá færri en 1 af 10.000 sjúklingum)

Skyndileg ofnæmisviðbrögð (á nokkrum mínútum eða klukkutímum) t.d. útbrot,

öndunarerfiðleikar og yfirlið (ofnæmislost).

Útbrot (ofsakláði) og ofnæmisbólgur. Ef um er að ræða þrota í andliti, vörum og tungu getur

þetta verið lífshættulegt.

Aukaverkanir þar sem tíðnin er ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi

gögnum)

Skýrt hefur verið frá tilvikum um sjálfsvísgshugsanir og sjálfsvígshegðun meðan á meðferð með

cítalóprami stendur eða skömmu eftir að meðferð lýkur. Hafið samband við lækni eða

bráðamóttöku sjúkrahúss.

Alvarlegar hjartsláttartruflanir með hröðum, óreglulegum hjartslætti.

Hár hiti, skjálfti og skyndilegir vöðvasamdrættir, ringl, óeðlileg kátína og óróleiki.

Fækkun blóðflagna, sem eykur hættu á blæðingum og marblettum.

Óvenjulegar blæðingar, þ.m.t. blæðingar í meltingarfærum (blóðug uppköst og/eða svartar

hægðir vegna blæðinga í maga og þörmum) og blæðingar úr legi.

Hraður óreglulegur hjartsláttur, yfirlið, sem gætu verið einkenni lífshættulegs ástands sem

kallað er „torsades de pointes“.

Aukaverkanir sem eru ekki alvarlegar

Eftirfarandi aukaverkanir eru yfirleitt vægar og hverfa venjulega eftir nokkurra daga meðhöndlun.

Athugið að margar aukaverkananna geta einnig verið einkenni sjúkdómsins og því dregur úr þeim

þegar meðferðin fer að bera árangur.

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af 10 sjúklingum)

Hjartsláttarónot, skjálfti, aukin svitamyndun.

Sljóleiki (svefnhöfgi), syfja, magnleysi og slappleiki.

Eirðarleysi, æsingur, svefnleysi, taugaveiklun.

Sundl.

Höfuðverkur

Þokusjón (vandræði við að lesa smátt letur).

Munnþurrkur, sem getur aukið hættu á tannskemmdum – og því er nauðsynlegt að bursta

tennurnar oftar en venjulega meðan á Cipramil meðferð stendur.

Ógleði, hægðatregða.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af 100 sjúklingum)

Minnkuð matarlyst, þyngdartap, aukin matarlyst, þyngdaraukning, truflanir á bragðskyni.

Niðurgangur, uppköst, magaóþægindi (þ.m.t. bakflæði, brjóstsviði), magaverkir, vindgangur.

Hraður hjartsláttur. Getur orðið alvarlegt. Fáir þú mjög hraðan og óreglulegan hjartslátt eða

vanlíðan eða líði yfir þig, átt þú að hafa samband við lækni eða bráðamóttöku sjúkrahúss.

Hringdu í neyðarnúmerið 112 ef þarf.

Of hár blóðþrýstingur. Hafðu samband við lækninn. Of háan blóðþrýsting verður að meðhöndla.

Mikið hækkaður blóðþrýstingur er alvarlegt ástand.

Sundl og jafnvel yfirlið (mögulega eingöngu þegar risið er upp) vegna lágs blóðþrýstings.

Sótthiti

Náladofi.

Þreyta, svefntruflanir, einkennilegar draumfarir.

Mígreni, eyrnasuð (tinnitus).

Sjóntruflanir.

Nefkvef, skútabólga (sinuitis), geispar.

Þvagtregða.

Kláði, útbrot.

Vöðvaverkir, liðverkir.

Truflanir á sáðláti, getuleysi (ristruflanir).

Tíðaverkir og erfitt með að fá fullnægingu.

Kyndeyfð.

Kvíði, rugl, sinnuleysi.

Minnkuð einbeitingarhæfni, truflanir á einbeitingu, minnisleysi.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af 1.000 sjúklingum)

Ofskynjanir. Getur verið alvarlegt. Þú ættir jafnvel að hafa samband við lækni eða

bráðamóttöku sjúkrahúss.

Hægur hjartsláttur. Getur orðið alvarlegt. Fáir þú mjög hægan hjartslátt eða vanlíðan eða líði

yfir þig, átt þú að hafa samband við lækni eða bráðamóttöku sjúkrahúss. Hringdu í

neyðarnúmerið 112 ef þarf.

Vanlíðan.

Yfirlið.

Flog.

Hreyfitruflanir.

Ljósopsútvíkkun.

Hósti.

Erfiðleikar við þvaglát og jafnvel þvagteppa. Getur verið eða orðið alvarlegt. Hafðu samband

við lækninn.

Ofsakláði, bjúgur (vökvasöfnun í líkamanum), ofnæmi. Hafið samband við lækninn.

Hárlos.

Aukið ljósnæmi húðar.

Smáblæðingar í húð og slímhúðum.

Óvenju miklar tíðablæðingar.

Árásargirni (ógnandi hegðun og jafnvel ofbeldishegðun), óraunveruleikatilfinning eða firring

gagnvart eigin sjálfi (sjálfshvarf).

Oflæti (mania).

Ofsakæti (víma).

Aukin kynlífslöngun.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá 1 til 10 af 10.000 sjúklingum)

Ósjálfráðar hreyfingar.

Blæðingar.

Getur ekki setið kyrr. Áköf fótaóeirð.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá færri en 1 af 10.000 sjúklingum)

Mjólkurstreymi úr brjóstum.

Aukaverkanir þar sem tíðnin er ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi

gögnum)

Slappleiki, máttleysi í vöðvum, sjálfti og óeðlileg hjartsláttartíðni vegna of lágs styrks kalíums í

blóði. Þetta getur þróast yfir í alvarlega aukaverkun hjá sumum. Hafið samband við lækninn.

Blóðnasir.

Blæðingar undir húð.

Óreglulegar og kröftugar tíðablæðingar.

Viðvarandi, kvalarfullt holdris (standpína). Hafið samband við lækni eða bráðamóttöku

sjúkrahúss sem fyrst.

Felmturskast.

Tannagnístran.

Aukin hætta á beinbrotum hefur sést hjá sjúklingum sem taka lyf af þessrari gerð.

Að þessu viðbættu getur Cipramil valdið aukaverkunum, sem þú tekur ekki eftir venjulega. Þar er um

að ræða breytingar á ákveðnum rannsóknarstofuniðurstöðum, t.d. lifrarprófum, sem verða eðlilegar

aftur þegar meðferðinni er hætt.

Tilkynning aukaverkana til Lyfjastofnunar

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Þar með er hægt að tilkynna aukaverkanir til

Lyfjastofnunarog bæta þannig þekkingu á aukaverkunum.

Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta einnig tilkynnt aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar.

Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar (sjá „Aukaverkanir“) www.lyfjastofnun.is.

5.

Hvernig geyma á Cipramil

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið Cipramil ekki við hærri hita en 30°C.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Cipramil 10 mg eða 20 mg filmuhúðaðar töflur innihalda:

Virka innihaldsefninð er: Cítalópram (á formi hýdróbrómíðs).

Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni: Maíssterkja, laktósaeinhýdrat, örkristölluð sellulósa, kópóvídon, glýseról 85%, natríum-

kroskarmellósa og magnesíumsterat.

Töfluhúð: Hýprómellósa 5, makrogól 400 og títantvíoxíð (E171).

Lýsing á útliti Cipramil og pakkningastærðir

Útlit

Cipramil filmuhúðaðar töflur fást í styrkleikunum 10 mg og 20 mg.

10 mg töflurnar eru kringlóttar og hvítar merktar með „CL“ á annarri hliðinni.

20 mg töflurnar eru sporöskjulaga og hvítar með deilistriki merktar með „C“ og „N“ sitt hvorum

megin við deilistrikið.

Pakkningastærðir

Cipramil fimuhúðaðar töflur fást í háþéttni pólýetýlen (HDPE) töfluílátum.

Háþéttni pólýetýlen (HDPE) töfluílát

10 mg, 20 mg:

100 stk.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

H. Lundbeck A/S

Ottiliavej 9

2500 Valby

Danmörk.

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

sími 535 7000.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í febrúar 2016.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is