Chloromycetin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Chloromycetin Augnsmyrsli 10 mg/ g
 • Skammtar:
 • 10 mg/ g
 • Lyfjaform:
 • Augnsmyrsli
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Chloromycetin Augnsmyrsli 10 mg/g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • c4102244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Chloromycetin 1 % augnsmyrsli

Klóramfenikól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru

mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Chloromycetin og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Chloromycetin

Hvernig nota á Chloromycetin

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Chloromycetin

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Chloromycetin og við hverju það er notað

Sýklalyf. Chloromycetin er notað við ýmsum sýkingum í auga af völdum baktería.

Chloromycetin inniheldur virka efnið klóramfenikól, sem hefur áhrif á margar mismunandi bakteríur

með því að hindra vöxt þeirra og fjölgun.

2.

Áður en byrjað er að nota Chloromycetin

Ekki má nota Chloromycetin

ef um er að ræða ofnæmi fyrir klóramfenikóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Chloromycetin er notað.

Ef þú ert með eða hefur fengið blóðsjúkdóm á eingöngu að nota Chloromycetin ef önnur lyf hafa ekki

reynst árangursrík.

Eins og önnur augnsmyrsli getur Chloromycetin valdið því að sár í hornhimnu gróa hægar.

Hafðu samband við lækninn ef enginn bati næst af Chloromycetin meðferðinni. Meðferð með

Chloromycetin augnsmyrsli getur valdið vexti lífvera, þar á meðal baktería og sveppa sem

Chloromycetin hefur ekki áhrif á.

Meðganga og brjóstagjöf

Notkun Chloromycetin augnsmyrslis hefur ekki verið rannsökuð á meðgöngu og við brjóstagjöf.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Engar vísbendingar hafa komið fram um að Chloromycetin augnsmyrsli hafi áhrif á hæfni til aksturs

og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertar árverkni. Eitt

að því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Chloromycetin

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Skammtar eru einstaklingsbundnir og ákveðnir af lækni.

Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna: Lítið magn af augnsmyrslinu er borið í auga á þriggja klst. fresti.

Meðferð á að halda áfram í a.m.k. tvo sólarhringa eftir að óþægindin eru horfin, til að koma í veg fyrir

að sýking taki sig upp aftur. Meðferðartíminn má þó ekki vera vera lengri en 7 dagar.

Augnsmyrslið er borið undir neðra augnlokið. Forðast á að láta túpuopið snerta augað. Óþægilegt

getur verið að fá smyrslið í augað þegar það er kalt. Varist því að nota smyrslið kalt.

Þegar túpan er opnuð í fyrsta sinni, getur verið að smyrslið sem kemur fyrst úr túpunni sé í fljótandi

formi. Ekki skal nota þetta smyrsl, heldur þrýsta á túpuna þar til smyrslið kemur í föstu formi, og bera

svo í augað.

Hægt er að auka staðbundin áhrif og draga úr almennri dreifingu lyfsins í líkamanum með því að

þrýsta á nef- og táragöng eða hafa augun lokuð í 2 mínútur eftir að lyfið er borið á.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef erting, verkur, bólga, aukin táraseyting eða ljósfælni kemur fram eftir að smyrslið hefur borist í

augað fyrir slysni á að skola augað/augun vel með volgu vatni í a.m.k. 15 mínútur. Ef einkenni eru enn

til staðar eftir 15 mínútur á að hafa samband við lækni.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og á við um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist ekki hjá öllum.

Ef þú færð sýkingu með einkennum eins og hita og versnandi almennri heilsu, eða hita ásamt

staðbundnum sýkingareinkennum, eins og til dæmis eymsli í hálsi/koki/munni eða erfiðleika við

þvaglát skal hafa samband við lækni eins fljótt og mögulegt er svo hægt sé að útiloka í blóðprufu skort

á blóðkornum (kyrningaleysi). Mikilvægt er að upplýsa um öll lyf sem eru notuð. Alvarleg breyting á

blóðmynd (kyrningaleysi) er skjaldgæf aukaverkun (getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

1.000 notendum).

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

Bólga í augum, roði í augum.

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 1.000 en færri en 1 af hverjum

100 notendum):

Ofnæmisviðbrögð, ofnæmi, endursýking, brunatilfinning.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

Skyntruflanir, sjóntaugaþroti.

Einnig hefur verið tilkynnt um eftirtaldar aukaverkanir (ekki hægt að ákvarða tíðni):

Áhrif á blóð, alvarleg ofnæmisviðbrögð, viðbrögð við hjálparefnum, bólga, ofsakláði,

blöðrukennd útbrot, útbrot í formi bletta/arða, kláði, hiti.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Chloromycetin

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Lyfið á ekki að nota lengur en í einn mánuð eftir að umbúðir hafa verið rofnar.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu, sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Chloromycetin inniheldur

Virka innihaldsefnið er klóramfenikól, 10 mg/g (1%) augnsmyrsli.

Önnur innihaldsefni eru hvítt vaselín og fljótandi paraffín.

Lýsing á útliti Chloromycetin og pakkningastærðir

Sæft krem, 4 g í túpu.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Pfizer ApS, Lautrupvang 8, DK-2750, Ballerup, Danmörk.

Framleiðandi

Pfizer Service, Company BVBA, Hoge Wei 10, Zaventem B-1930, Belgía.

Umboð á Íslandi

Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2016.