Cerazette

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Cerazette Filmuhúðuð tafla 75 míkróg
 • Skammtar:
 • 75 míkróg
 • Lyfjaform:
 • Filmuhúðuð tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Cerazette Filmuhúðuð tafla 75 míkróg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a1102244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Cerazette 75 míkróg filmuhúðaðar töflur

desógestrel

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Cerazette og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Cerazette

Hvernig nota á Cerazette

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Cerazette

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Cerazette og við hverju það er notað

Cerazette er notað til að koma í veg fyrir óæskilega þungun. Cerazette inniheldur lítið magn af

kvenhormóninu desógestreli, sem er prógestógen. Því er Cerazette prógestógen-pilla. Öfugt við

samsettar getnaðarvarnartöflur innihalda prógestógen-pillur ekki östrógen.

Flestar prógestógen-pillur koma í veg fyrir að sæðisfrumur komist inn í legið. Prógestógen-pillur koma

ekki alltaf í veg fyrir þroska eggsins en það er aðalverkun samsettra getnaðarvarnartaflna. Cerazette er

frábrugðið flestum prógestógen-pillum því það inniheldur hormónaskammt sem er nægilega mikill til

þess að koma í veg fyrir að eggið þroskist. Því er Cerazette áhrifamikil getnaðarvörn.

Andstætt samsettum getnaðarvarnartöflum geta konur sem þola ekki östrógen og konur með barn á

brjósti notað Cerazette. Ókosturinn er hins vegar sá að óreglulegar blæðingar geta komið fram við

notkun Cerazette. Einnig geta blæðingar stöðvast.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Cerazette

Eins og önnur hormónalyf til getnaðarvarna veitir Cerazette ekki vernd gegn HIV sýkingu (AIDS) eða

öðrum sjúkdómum sem smitast við kynmök.

Ekki má nota Cerazette

ef um er að ræða ofnæmi fyrir desógestreli eða einhverju öðru innihaldsefni Cerazette

(talin

upp í kafla 6)

ef þú ert með blóðtappa. Blóðtappi er myndun blóðkakkar í æð (t.d. í fótleggjum (segamyndun í

djúpum bláæðum) eða lungum (lungnasegarek)).

ef þú ert með eða hefur verið með gulu (gulleita húð) eða alvarlegan lifrarsjúkdóm og

lifrarstarfsemi er ekki enn orðin eðlileg.

ef þú ert með eða grunur leikur á ákveðnu krabbameini, sem er viðkvæmt fyrir notkun

kynhormóna, eins og ákveðnar tegundir brjóstakrabbameins.

ef þú ert með blæðingar úr leggöngum af óþekktum orsökum.

Látið lækninn vita ef eitthvert ofangreindra atriða á við áður en byrjað er að nota Cerazette.

Hugsanlega ráðleggur læknirinn notkun getnaðarvarna án hormóna.

Hafið strax samband við lækninn ef eitthvert ofangreindra atriða kemur fram í fyrsta skipti meðan á

notkun Cerazette

stendur.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Cerazette er notað

ef þú ert með eða hefur fengið brjóstakrabbamein.

ef þú ert með krabbamein í lifur, því ekki er hægt að útiloka að Cerazette geti haft áhrif á það.

ef þú hefur fengið blóðtappa.

ef þú ert með sykursýki.

ef þú ert með flogaveiki (sjá kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða Cerzette“).

ef þú ert með berkla (sjá kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða Cerazette“).

ef þú ert með of háan blóðþrýsting.

ef þú ert með eða hefur fengið þungunarfreknur (gulbrúnar litabreytingar á húð, sérstaklega í

andliti). Ef svo er, skal forðast að vera mikið í sól eða útfjólubláu ljósi.

Ef Cerazette er notað og einhver af ofangreindum sjúkdómum á við getur tíðara eftirlit verið

nauðsynlegt. Læknirinn útskýrir nánar.

Brjóstakrabbamein

Mikilvægt er að brjóstin séu skoðuð reglulega. Hafa skal samband við lækninn ef ber finnst í brjósti.

Brjóstakrabbamein kemur heldur oftar fram hjá konum sem nota getnaðarvarnartöflur en hjá konum á

sama aldri sem ekki nota getnaðarvarnartöflur. Þegar kona hættir að nota getnaðarvarnartöflur dregur

smám saman úr hættunni og tíu árum eftir að notkun þeirra er hætt er hættan sú sama og hjá konum

sem aldrei hafa notað getnaðarvarnartöflur. Brjóstakrabbamein er sjaldgæft hjá konum yngri en 40 ára,

en hættan eykst með aldrinum. Því er hættan meiri eftir því sem konan er eldri þegar hún notar

getnaðarvarnartöflur, en það hefur minna að segja hve lengi konan hefur notað getnaðarvarnartöflur.

Af hverjum 10.000 konum, sem nota getnaðarvarnartöflur í allt að 5 ár, en hætta því um tvítugt, mun

10 árum eftir að notkun er hætt greinast innan við 1 kona með brjóstakrabbamein til viðbótar þeim 4,

sem venjulega greinast í þessum aldurshópi og nota ekki getnaðarvarnartöflur. Sömuleiðis munu af

hverjum 10.000 konum, sem nota getnaðarvarnartöflur í allt að 5 ár, en hætta því um þrítugt, greinast

5 konur með brjóstakrabbamein til viðbótar við þær 44 sem venjulega greinast í þessum aldurshópi og

nota ekki getnaðarvarnartöflur. Af þeim 10.000 konum sem nota getnaðarvarnartöflur í allt að 5 ár, en

hætta því um fertugt, greinast 20 konur með brjóstakrabbamein til viðbótar við þær 160 sem venjulega

greinast í þessum aldurshópi og nota ekki getnaðarvarnartöflur.

Hætta á brjóstakrabbameini hjá konum sem nota prógestógen-pillur sem einungis innihalda

prógestógen eins og Cerazette er af sömu stærðargráðu og hjá þeim sem nota samsettar

getnaðarvarnartöflur. Þó eru sannanir varðandi getnaðarvarnartöflur sem einungis innihalda

prógestógen ekki eins afgerandi.

Brjóstakrabbamein sem greinist hjá konum sem nota getnaðarvarnartöflur virðist dreifa sér minna en

brjóstakrabbamein sem greinist hjá konum sem ekki nota getnaðarvarnartöflur. Ekki er vitað hvort

mismunur á hættu á brjóstakrabbameini, sé vegna notkunar getnaðarvarnartaflna. Það getur líka verið

að þessar konur fari oftar í læknisskoðun og brjóstakrabbamein greinist því fyrr en ella.

Blóðtappar

Komi fram einkenni, sem benda til blóðtappa á strax að hafa samband við lækni. (Sjá einnig undir

fyrirsögninni „Reglulegt eftirlit“).

Blóðtappar eru blóðkökkur sem getur stíflað æð. Blóðtappar geta myndast í djúpum bláæðum fótleggja

(djúp bláæðasegamyndun). Ef slíkur blóðtappi losnar úr djúpum bláæðum getur hann færst til og lokað

lungnaslagæðum og valdið svokölluðu lungnasegareki. Blóðtappar í djúpum bláæðum myndast

sjaldan, en geta verið lífshættulegir. Blóðtappi í djúpum bláæðum getur myndast hjá öllum konum,

hvort sem þær nota getnaðarvarnartöflur eða ekki. Blóðtappi í djúpum bláæðum getur einnig myndast

á meðgöngu.

Hætta á blóðtappa í djúpum bláæðum er meiri hjá konum sem nota getnaðarvarnartöflur en hjá þeim

sem ekki nota getnaðarvarnartöflur. Hætta við notkun prógestógen-pilla eins og Cerazette, sem aðeins

inniheldur prógestógen, er talin vera minni en við notkun getnaðarvarnartaflna sem einnig innihalda

östrógen (samsettar getnaðarvarnartöflur).

Börn og unglingar

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Cerazette

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf eða náttúruvörur sem eru notaðar, hafa nýlega

verið notaðar eða gætu verið notaðar. Þú skalt einnig láta aðra lækna eða tannlækna sem ávísa öðru

lyfi (eða lyfjafræðing) vita að þú takir Cerazette. Þeir geta sagt þér hvort þú þarft að grípa til viðbótar

getnaðarvarna (t.d. verjur) og ef svo er hve lengi eða hvort breyta þurfi notkun á öðru lyfi sem þú

þarfnast.

Sum lyf \

- geta haft áhrif á blóðgildi Cerazette

- geta gert það

minna virkt í að fyrirbyggja þungun

- geta valdið óvæntum blæðingum

Þetta eru lyf til meðferðar við:

flogaveiki (t.d. prímidón, fenýtóín, karbamazepín, oxkarbazepín, felbamat, topiramat og

fenobarbital),

berklum (t.d. rifampicín, rifabutín),

HIV-sýkingu (t.d rítónavír, nelfínavír, nevírapín, efavirenz),

lifrarbólgu C sýkingu (t.d. boceprevír, telaprevír),

öðrum sýkingum (t.d. gríseófúlvín),

lungnaháþrýstingi (t.d. bosentan),

vægu þunglyndi (náttúrulyf sem innihalda jóhannesarjurt

(Hypericum perforatum)

ákveðnum bakteríusýkingum (t.d. claritromycin, erytromycin),

ákveðnum sveppasýkingum (t.d. ketókónazól, itrakónazól, flúkónazól),

háum blóðþrýstingi, hjartaöng eða ákveðnum takttruflunum í hjarta (t.d. diltíazem).

Ef þú notar lyf eða náttúruvörur sem gætu minnkað verkun Cerazette á einnig að nota aðra

getnaðarvörn sem ekki er hormón. Vegna þess að áhrif annarra lyfja á Cerazette geta varað í allt að

28 daga eftir að notkun lyfsins er hætt, er nauðsynlegt að nota getnaðarvörn til viðbótar í það langan

tíma. Læknirinn getur ráðlagt notkun annarra getnaðarvarna til viðbótar og ef svo er, hve lengi eigi að

nota þær.

Cerazette getur einnig haft áhrif á verkun annarra lyfja, annað hvort með því að auka verkunina (t.d.

lyf sem innihalda ciklosporin) eða draga úr verkuninni (t.d. lamótrigín).

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki má nota Cerazette

ef um þungun eða grun um þungun er að ræða.

Brjóstagjöf

Cerazette má nota meðan á brjóstagjöf stendur. Cerazette hefur hvorki áhrif á mjólkurmyndun né gæði

brjóstamjólkur. Smávægilegt magn af virka innihaldsefni Cerazette fer út í brjóstamjólk.

Engin áhrif hafa komið í ljós á vöxt og þroska barna í rannsókn þar sem börn mæðra sem notuðu

Cerazette voru á brjósti í 7 mánuði. Rannsóknin stóð þar til börnin voru 2,5 ára.

Látið lækninn vita ef barn er haft á brjósti og áhugi er á notkun Cerazette.

Akstur og notkun véla

Ekkert bendir til að notkun Cerazette hafi áhrif á viðbragðsflýti og einbeitingu.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Cerazette inniheldur laktósa

Cerazette inniheldur laktósa (mjólkursykur). Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest, skal hafa

samband við lækni áður en lyfið er tekið.

Reglulegt eftirlit

Meðan á notkun Cerazette stendur þarf að mæta í reglubundið eftirlit hjá lækninum. Tíðni og eðli

eftirlitsins er háð því hvað lækninum þykir henta þér.

Hafa skal tafarlaust samband við lækninn ef:

þú finnur fyrir miklum verkjum eða bólgu í fótleggjum, óútskýrðum verkjum í brjósti,

andþrengslum, óvenjulegum hósta, sérstaklega ef þú hóstar blóði (getur verið merki um

blóðtappa

þú skyndilega færð mikla kviðverki eða gulu (getur verið merki um

lifrarkvilla

þú finnur ber í brjósti (getur verið merki um

brjóstakrabbamein

þú skyndilega finnur fyrir miklum verkjum neðarlega í maga eða á magasvæði (getur verið merki

utanlegsfóstur).

þú verður rúmliggjandi í lengri tíma eða skurðaðgerð er fyrirhuguð (hafa skal samband við lækni

a.m.k. 4 vikum áður).

miklar blæðingar, sem ekki er skýring á, koma frá leggöngum.

þig grunar að þú sért

þunguð

3.

Hvernig nota á Cerazette

Hvernig og hvenær taka á töflurnar?

Hver pakkning af Cerazette inniheldur 28 töflur. Á framhlið töfluspjaldsins er prentuð ör milli

taflnanna. Ef töfluspjaldinu er snúið við sést að vikudagarnir eru prentaðir á bakhliðina. Hver dagur

svarar til einnar töflu.

Í hvert skipti sem byrjað er á nýju töfluspjaldi skal byrja á töflu úr efstu röðinni. Ekki má velja bara

einhverja töflu. Ef byrjað er t.d. á miðvikudegi skal taka töflu úr efstu röðinni þar sem stendur Mið.

Síðan er haldið áfram að taka inn töflu daglega þar til töfluspjaldið tæmist. Fylgið ávallt stefnu

örvanna á framhlið töfluspjaldsins. Á þennan hátt er hægt að athuga hvort tekin hefur verið tafla á

hverjum degi.

Taka á eina töflu daglega nokkurn veginn á sama tíma sólarhringsins. Töfluna á að gleypa með vatni.

Á meðan Cerazette er notað geta komið blæðingar en halda skal áfram að taka töflurnar eins og

venjulega. Þegar búið er að tæma eitt töfluspjald á að byrja á nýju töfluspjaldi af Cerazette næsta dag

án þess að gera hlé eða bíða eftir blæðingum.

Þannig er byrjað á fyrsta Cerazette töfluspjaldinu

Ef ekki hefur verið notuð hormónagetnaðarvörn síðasta mánuð

Bíðið eftir tíðablæðingum. Á fyrsta degi blæðinganna á að taka fyrstu Cerazette töfluna. Önnur

getnaðarvörn samtímis er ekki nauðsynleg.

Einnig má byrja á 2.-5. degi en þá verður að nota aðra getnaðarvörn samtímis (t.d. smokk, hettu)

fyrstu 7 dagana sem Cerazette er notað.

Ef skipt er frá annarri tegund getnaðarvarna, samsettri getnaðarvörn

(getnaðarvarnartöflum, skeiðarinnleggi eða getnaðarvarnarplástri)

Hefja má notkun Cerazette daginn eftir að síðasta taflan af samsettum getnaðarvarnartöflum er

tekin, eða skeiðarinnlegg fjarlægt eða forðaplástur fjarlægður (þ.e. ef ekki er gert hlé á töku

taflnanna, notkun skeiðarinnleggs eða notkun forðaplásturs). Ef samsettu

getnaðarvarnartöflurnar sem notaðar eru innihalda óvirkar töflur skal byrja notkun Cerazette

daginn eftir að síðasta virka taflan er tekin inn. Í vafaatriðum um mismun á virkum og óvirkum

töflum skal spyrja lækninn eða lyfjafræðing. Ef þessum leiðbeiningum er fylgt þarf ekki að nota

aðra getnaðarvörn samtímis.

Einnig má í síðasta lagi hefja notkun daginn eftir töflu-, skeiðarinnleggs- eða forðaplásturshlé

eða eftir að töku óvirku getnaðarvarnartaflnanna lýkur. Ef þessum leiðbeiningum er fylgt þarf

að nota aðra getnaðarvörn (t.d. smokk, hettu) fyrstu 7 dagana sem Cerazette er notað.

Ef skipt er frá annarri tegund af pillu, sem inniheldur aðeins prógestógen

Hætta má töku pillu sem inniheldur aðeins prógestógen hvenær sem er og byrja strax að taka

Cerazette. Önnur getnaðarvörn samtímis er ekki nauðsynleg.

Ef skipt er frá stungulyfi, vefjalyfi eða lykkju sem losar prógestógen

Byrja má töku Cerazette þann dag sem gefa á stungulyfið næst eða þann dag sem vefjalyfið eða

lykkjan er fjarlægð. Önnur getnaðarvörn samtímis er ekki nauðsynleg.

Eftir fæðingu

Byrja má notkun Cerazette á milli 21.-28. dags frá fæðingu. Ef byrjað er seinna að nota lyfið,

skal jafnframt nota aðra getnaðarvörn án hormóna (t.d. smokk, hettu) þar til fyrstu 7 dögunum

sem Cerazette er tekið er lokið. Hafi samfarir verið hafðar, skal útiloka þungun áður en byrjað

er að taka Cerazette. Frekari upplýsingar fyrir konur með barn á brjósti er að finna í kafla 2

„Áður en byrjað er að nota Cerazette“ undir fyrirsögninni „Meðganga og brjóstagjöf“.

Læknirinn getur einnig gefið ráðleggingar.

Eftir fósturlát eða fóstureyðingu

Læknirinn gefur ráðleggingar.

Ef gleymist að taka Cerazette töflur

minna en 12 klst.

hafa liðið frá því að taka átti síðustu töfluna er Cerazette ennþá örugg.

Takið töfluna sem gleymdist strax og munað er eftir því og haldið áfram að taka töflurnar eins

og ráð var fyrir gert.

meira en 12 klst.

líða frá því að taka átti síðustu töfluna getur öryggi Cerazette minnkað. Því

fleiri töflur sem gleymast þeim mun meiri hætta er á þungun. Takið töfluna sem gleymdist strax

og munað er eftir því og haldið áfram að taka töflurnar eins og ráð var fyrir gert. Notið einnig

aðra getnaðarvörn (t.d. smokk) næstu 7 dagana sem Cerazette er notað. Möguleiki er á þungun

ef konan hafði samfarir vikuna áður en hún byrjaði á að taka töflurnar og gleymir að taka eina

eða fleiri töflur fyrstu vikuna. Leitið ráða hjá lækni.

Magakvillar(t.d. uppköst, mikill niðurgangur)

Fylgja skal leiðbeiningum um töflur sem hafa gleymst. Ef uppköst verða innan 3-4 klst. eftir að

Cerazette tafla er tekin getur verið að virka efnið hafi ekki frásogast í svo miklu magni að full verkun

náist. Hið sama á við eftir mikinn niðurgang.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Þótt of margar Cerazette töflur hafi verið teknar inn í einu hefur ekki orðið vart við alvarleg skaðleg

áhrif. Hins vegar getur komið fram ógleði, uppköst, og hjá ungum stúlkum, smávægileg blæðing frá

leggöngum. Ef frekari upplýsinga er óskað skal hafa samband við lækni.

Ef hætt er að taka Cerazette töflur

Töku Cerazette má hætta hvenær sem er. Getnaðarvörnin er óvirk frá og með þeim degi sem töku er

hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Cerazette valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir í tengslum við notkun Cerazette er lýst í kafla 2, „Áður en byrjað er að nota

Cerazette“ undir „Brjóstakrabbamein“ og „Blóðtappar“. Lesið þennan kafla fyrir frekari upplýsingar

og hafið samband við lækninn ef það á við.

Við notkun Cerazette geta blæðingar orðið óreglulegar. Ýmist verða blæðingar litlar og ekki þörf á að

nota bindi eða meiri og líkjast tíðablæðingum, getur þá þurft að nota bindi. Einnig getur verið að engar

blæðingar verði. Þessar óreglulegu blæðingar benda ekki til þess að getnaðarvörn við notkun Cerazette

hafi minnkað. Sjaldnast er aðgerða þörf og halda skal áfram að taka Cerazette eins og áður. Ef

blæðingar eru hins vegar miklar eða vara lengi á að hafa samband við lækni.

Greint hefur verið frá eftirtöldum aukaverkunum við notkun Cerazette:

Algengar aukaverkanir (fleiri en

1 af hverjum 100 og færri en 1

af hverjum 10):

Sjaldgæfar aukaverkanir (fleiri

en 1 af hverjum 1.000 og færri

en 1 af hverjum 100):

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(færri en 1 af hverjum 1.000):

skapsveiflur, depurð,

minnkuð kynhvöt

höfuðverkur

ógleði

þrymlabólur

verkir í brjóstum,

óreglulegar eða engar

blæðingar

þyngdaraukning

sýkingar í leggöngum

óþægindi við notkun

snertilinsa

uppköst

hárlos

túrverkir

blöðrur á eggjastokkum

þreyta

útbrot, ofsakláði, blárauðir

hnútar með verkjum

(þrymlaroði) (þetta eru

viðbrögð í húð)

Fyrir utan ofannefndar aukaverkanir getur seyting úr brjóstum komið fram.

Þú skalt strax hafa samband við lækni ef þú finnur fyrir einkennum ofsabjúgs, eins og þrota í andliti,

tungu eða koki, kyngingarerfiðleikum eða ofsakláða og erfiðleikum með andardrátt.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Cerazette

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Cerazette töflur eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins með tilliti til hitastigs. Geymið

þynnupakkninguna í upprunalega skammtapokanum til varnar gegn ljósi og raka. Notist innan eins

mánaðar frá opnun skammtapokans.

Sýnt hefur verið fram á að virka efnið skapi umhverfisáhættu fyrir fiska.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Cerazette inniheldur

Virka innihaldsefnið: desógestrel (75 míkróg).

Önnur innihaldsefni: vatnsfrí kísilkvoða, α-tókóferól, maíssterkja, póvídon, sterínsýra,

hýprómellósi, makrógól 400, talkúm, títantvíoxíð (E171) mjólkursykurseinhýdrat (sjá einnig

„Cerazette inniheldur laktósa“ í kafla 2).

Lýsing á útliti og pakkningastærðir

Á hverri þynnupakkningu eru 28 hvítar, kringlóttar filmuhúðaðar töflur. Töflurnar eru merktar með

KV fyrir ofan 2 á annarri hliðinni og ORGANON* á hinni hliðinni. Hver pakkning af Cerazette

inniheldur 1, 3, 6 eða 13 þynnupakkningar. Hver þynnupakkning er í skammtapoka.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme B.V., Box 581, 2003 PC Haarlem, Holland.

Framleiðandi

N.V. Organon, P.O. Box 20, 5340 BH Oss, Hollandi

eða

Organon (Ireland) Ltd., Drynam Road, P.O. Box 2857, Swords, Dublin, Írland

Umboð

Vistor hf.

Sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í september 2017.