Ceplene

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Ceplene
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Ceplene
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Ónæmisörvandi,
 • Lækningarsvæði:
 • Kyrningahvítblæði, mergbólga, bráð
 • Ábendingar:
 • Ceplene viðhaldsmeðferð er ætluð fullorðnum sjúklingum með bráða mergbólgu í fyrsta meðferð með samhliða meðferð með interleukin-2 (IL-2). Verkun Ceplene hefur ekki verið sýnt að fullu hjá sjúklingum eldri en 60 ára.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 12

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000796
 • Leyfisdagur:
 • 06-10-2008
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000796
 • Síðasta uppfærsla:
 • 28-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Ceplene 0,5 mg/0,5 ml stungulyf, lausn

histamín tvíhýdróklóríð

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og

örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.

Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Ceplene og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Ceplene

Hvernig nota á Ceplene

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Ceplene

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Upplýsingar um Ceplene og við hverju það er notað

Ceplene tilheyrir hópi svokallaðra ónæmistemprandi lyfja. Þessi lyf hjálpa ónæmiskerfi líkamans að

berjast við sjúkdóma eins og krabbamein með því að styrkja náttúrulegt hlutverk ónæmiskerfisins í

baráttunni gegn sjúkdómum. Virka efnið í Ceplene er histamín tvíhýdróklóríð; það er nákvæmlega

eins og efni sem kemur fyrir náttúrulega í líkamanum. Það er notað ásamt litlum skömmtum af

interleukin-2 (IL-2), öðru lyfi sem hjálpar ónæmiskerfinu að berjast gegn sjúkdómum eins og

krabbameini.

Ceplene er notað hjá fullorðnum sjúklingum, ásamt IL-2 til meðferðar á sérstakri gerð hvítblæðis sem

nefnist brátt kyrningahvítblæði (AML) sem er krabbamein í blóðmyndandi frumum beinmergsins. Það

er notað til að viðhalda sjúkdómshléi (tímabili þar sem sjúkdómurinn er ekki eins alvarlegur eða

greinist ekki). Ceplene ásamt IL-2 mun hjálpa ónæmiskerfinu að ráðast á eftirlifandi

krabbameinsfrumur eftir fyrri krabbameinsmeðferð.

Í meðferðinni notar þú alltaf IL-2 OG Ceplene.

Spyrðu lækninn ef þú þarft frekari upplýsingar um

Ceplene eða IL-2.

Áður en byrjað er að nota Ceplene

Ekki má nota Ceplene

ef þú ert með ofnæmi fyrir histamíni eða einhverjum öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með alvarlegan hjartakvilla.

ef þú tekur eitthvað af eftirfarandi lyfjum:

Stera eins og prednisón og dexametasón. Þeir eru notaðir til að hefta starfsemi

ónæmiskerfisins (ónæmisbælandi) og draga úr bólgum.

Klónidín, lyf til meðferðar á háum blóðþrýstingi.

-blokka eins og címetidín, ranitidín, famótidín eða nísatidín sem eru lyf við

magasári, meltingartruflunum og brjóstsviða.

ef þú hefur gengist undir stofnfrumuígræðslu (eins konar beinmergsígræðsla) frá frumugjafa.

ef þú ert þunguð.

ef þú ert með barn á brjósti.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Ceplene er notað.

Ekki má dæla Ceplene og IL-2 inn á sama tíma. Dæla þarf IL-2 inn fyrst. Ceplene skal svo dæla inn

til 3 mínútum síðar.

Dæla verður Ceplene hægt inn í vefjalag undir húðinni (inngjöf undir húð) á um það bil

5 til 15 mínútum. Hröð inndæling getur valdið skyndilegri blóðþrýstingslækkun svo þig svimar eða

það líður jafnvel yfir þig.

Ceplene meðferðin hefst á lækningastofnun undir eftirliti læknis. Fylgjast verður með þér til að sjá

hvernig þú bregst við meðferðinni. Læknirinn athugar blóðþrýsting, púls og lungnastarfsemi.

Læknirinn athugar líka blóðið í þér á meðferðartímanum.

Ef þú hefur þjáðst af eftirfarandi kvillum verður fylgst með þér á sjúkrahúsinu næstu meðferðardagana

eða meðferðarloturnar:

blæðandi magasár,

heilablóðfall,

æðaþrengsli (útslagæðakvilli),

hjartasjúkdóm (lesið „Ekki má nota Ceplene“ hér fyrir ofan ef um er að ræða alvarlega

hjartasjúkdóma),

saga um sjálfsnæmissjúkdóma (þegar ónæmiskerfið ræðst á sínar eigin líkamsfrumur, eins og

rauðir úlfar, iktsýki, þarmabólga og sóri).

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú tekur önnur lyf en þau sem nefnd eru í „Notkun annarra lyfja samhliða

Ceplene“ eða ef þú ert á leið í uppskurð eða sérstaka röntgenrannsókn þar sem þarf að sprauta þig.

Ef þú ert með sýkingu mun læknirinn fylgjast náið með þér. Ef þú hefur verið með sýkingu innan við

14 dögum áður en þessi meðferð hefst þar sem þú þurftir að taka lyf (sýklalyf, sveppalyf,

veiruhamlandi lyf), mun læknirinn fylgjast náið með þér.

Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú notar lyfið ef þú ert með nýrnavandamál. Blóðþrýstingur getur

lækkað.

Ráðfærðu þig við lækninn áður en þú notar lyfið ef þú ert með lifrarvandamál. Hugsanlegt er að

læknirinn breyti skammtinum.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með að nota Ceplene fyrir börn og unglinga þar sem engar upplýsingar liggja fyrir um

notkun lyfsins í þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Ceplene

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð eða

kynnu að verða notuð einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Ef þú tekur eitthvað af eftirfarandi lyfjum skaltu ráðfæra þig við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú

byrjar að nota Ceplene. Sum þeirra má ekki taka á meðan meðferð með Ceplene stendur yfir, eða gera

þarf sérstakar varúðarráðstafanir:

Sterar

eins og prednisón og dexametasón. Þeir eru notaðir til að hefta starfsemi

ónæmiskerfisins (ónæmisbælandi) og draga úr bólgum (sjá að ofan „Ekki má nota Ceplene“).

H

2

-blokkar

eins og címetidín, ranitidín, famótidín eða nízatidín. Þetta eru lyf við magasári,

meltingartruflunum og brjóstsviða (sjá að ofan „Ekki má nota Ceplene“).

Andhistamín

ofnæmislyf.

Ákveðin

geðrofslyf

eins og klórprómazín, flúpentixól, tórídazín, klósapín og risperidón. Þau eru

notuð við meðferð geðrænna kvilla.

Þríhringlaga þunglyndislyf

eins og amitryptilín, imipramín, eða

mónóamínoxidasahemlar

eins og fenelzín, ísókarboxazíð, tranýlcýprómín eða móklóbemíð. Þau eru notuð við meðferð

þunglyndis.

Lyf gegn malaríu eða lyf notuð gegn sýkingum sem valda svefnsýki.

Beta-blokkar,

eins og própranólól, metóprólól, atenólól. Þetta eru lyf við hjartaöng og

hjartsláttarkvillum.

Hvers kyns

meðferð við háum blóðþrýstingi

(til dæmis tíazíð þvagræsilyf [ bendróflúazíð],

ACE-hemlar [captópríl], kalsíumhemlar [nífedipín] og alfablokkar [prazósín]).

Ef þú ert á leið í

uppskurð

eða sérstaka

röntgenrannsókn

þar sem þarf að sprauta þig skaltu fyrst

ganga úr skugga um að læknirinn viti að þú sért að taka Ceplene. Ákveðin lyf, notuð fyrir uppskurð (til

dæmis tauga- og vöðvablokkandi lyf og deyfandi verkjalyf) eða litarefni notuð við ákveðnar

röntgenmyndatökur, geta haft áhrif á virkni lyfsins.

Meðganga og brjóstagjöf

Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi notkun Ceplene á meðgöngu. Því má ekki nota Ceplene og

IL-2 á meðgöngu.

Bæði karlar og konur sem nota lyfið verða að nota öruggar getnaðarvarnir þar sem mikilvægt er að

geta ekki barn meðan á meðferð með Ceplene og IL-2 stendur.

Það er ekki vitað hvort Ceplene skilst út í brjóstamjólk. Því má ekki nota Ceplene og IL-2 við

brjóstagjöf.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Ekki skal aka eða nota vélar í klukkutíma eftir að hafa fengið Ceplene inndælingu þar sem það getur

lækkað blóðþrýsting og valdið sundli, svima og sjóntruflunum. Þetta getur haft áhrif á hæfni þína til að

aka eða stjórna vélum.

Hvernig nota á Ceplene

Notið Ceplene alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki viss um hvernig á að nota lyfið

leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum.

Þessi meðferð skal ákveðin af lækni með þekkingu á bráðu kyrningahvítblæði og vera undir hans

eftirliti.

Ráðlagður skammtur

Þar sem þú munt nota bæði IL-2 og Ceplene í samhliða meðferð, eru upplýsingar gefnar um skammta

fyrir bæði lyfin.

Interleukin-2 (IL-2)

IL-2 er dælt tvisvar á dag undir húð (í vefjalag rétt undir húðinni) 1 til 3 mínútum fyrir inndælingu á

Ceplene. Hver skammtur er reiknaður eftir líkamsþyngd þinni. Læknirinn lætur þig vita hve mikið það

er og hvernig þú dælir því inn.

Ceplene

Venjulegur skammtur af Ceplene er 0,5 ml af lausn tvisvar á dag

gefið inn hægt undir húð (í vefjalag

rétt undir húðinni).

Ceplene skal dæla inn 1 til 3 mínútum eftir gjöf á IL-2.

Lyfjunum tveimur, IL-2 og Ceplene, er báðum dælt inn tvisvar á dag, með minnst 6 klukkustundir á

milli inndælinga.

Meðferðartímabil og meðferðarhvíld

Meðferð með IL-2 og Ceplene varir í 81 vikur (rétt rúmlega 2 ár) og fer fram í meðferðarlotum.

Fyrstu 18 vikurnar: Þú notar IL-2 og Ceplene daglega í 3 vikur, á eftir kemur 3 vikna hlé (engin

meðferð).

Næstu 63 vikurnar: Þú notar IL-2 og Ceplene daglega í 3 vikur, á eftir kemur 6 vikna hlé (engin

meðferð).

Að sprauta Ceplene sjálfur/sjálf

Læknirinn mun hugsanlega ákveða að þægilegra sé að þú sprautir þig sjálfur/sjálf með IL-2 og

Ceplene.

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur kennir þér að sprauta þig. Ekki reyna að sprauta þig nema hæfur

fagaðili hafi þjálfað þig.

Mælt er með að þú hafir

alltaf einhvern hjá þér við inndælingu lyfsins,

t.d. fullorðinn

fjölskyldumeðlim, vin eða annan umönnunaraðila sem getur hjálpað þér ef þig sundlar eða þér finnst

vera að líða yfir þig.

Frekari upplýsingar um hvernig á að sprauta sig með lyfinu eru í kaflanum, „LEIÐBEININGAR

FYRIR ÞÁ SEM SPRAUTA SIG SJÁLFIR MEÐ CEPLENE“.

Læknirinn ráðleggur þér hugsanlega að viðeigandi sé að nota sprautudælu til að stjórna inndælingu á

Ceplene. Ef þú notar sprautudælu verður þú að fara eftir leiðbeiningum frá framleiðanda dælunnar og

þeirri þjálfun sem læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn veita þér.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Nota verður lyfið nákvæmlega eins og mælt er fyrir um að þú gerir. Ef þú dælir af slysni meira inn af

lyfinu en þér var sagt skaltu hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing án tafar.

Ef gleymist að taka Ceplene

Ekki á að taka viðbótarskammt til að bæta upp skammta sem gleymst hefur að taka. Haltu meðferðinni

áfram eins og mælt er fyrir um. Ef þú hefur misst af einum skammti á meðferðardegi skaltu hafa

samband við lækninn eða lyfjafræðing.

Ef hætt er að nota Ceplene

Ef þú vilt hætta að nota Ceplene skaltu ráðfæra þig við lækni fyrst. Hafðu tafarlaust samband við

lækninn ef þú hefur hætt að nota Ceplene að eigin frumkvæði.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir sem komu fram þegar Ceplene var notað samkvæmt fyrirmælum í þessum

fylgiseðli:

Lágþrýstingur (lágur blóðþrýstingur) getur verið mjög algengur og leitt til svima og yfirliðs. Ef þú

færð verulegt blóðþrýstingsfall eftir notkun Ceplene skaltu hafa tafarlaust samband við lækni eða að

minnsta kosti áður en þú færð fleiri skammta af Ceplene.

Mjög algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Sýking í efri öndunarvegi (öndunarfærum)

Fjölgun á vissri gerð hvítra blóðkorna í blóðinu (eósínfíklafjöld) og fækkun blóðflagna

(blóðflagnafæð).

Höfuðverkur og sundl.

Breytt bragðskyn (bragðtruflun).

Hraður hjartsláttur (hraðtaktur).

Roði.

Hósti, öndunarörðugleikar (mæði).

Ógleði, meltingartruflanir og niðurgangur.

Útbrot.

Verkir í liðum og vöðvum (liðverkir, vöðvaverkir).

Bólgin og hnúðótt húð á stungustað, þreyta, hiti (sótthiti), roði á stungustað, hitatilfinning,

viðbrögð á stungustað, kláði á stungustað, flensulík einkenni, skjálfti (kalda), bólga og verkir á

stungustað.

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Fækkun hvítra blóðkorna (hvítfrumnafæð).

Fækkun á ákveðinni gerð hvítra blóðkorna (daufkyrningafæð).

Bólga í lungum (lungnabólga).

Lystarleysi (anorexia).

Svefnleysi.

Að finna eigin hjartslátt (hjartsláttarónot).

Nefstífla.

Uppköst, verkur í efri hluta kviðar (kviðverkur) og munnþurrkur.

Bólga í maga (magabólga).

Þaninn kviður (uppþemba).

Óeðlilegur roði húðar (roðaþot), aukin svitamyndun (ofsvitnun), nætursviti og kláði.

Verkur í útlimum og bakverkur.

Ofsakláði, mar, útbrot og bólga á stungustað, máttleysi (þróttleysi) og brjóstverkur.

Aðrar aukaverkanir sem komu fram þegar Ceplene var notað í annars konar meðferð:

Mjög algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Húðþurrkur

Kvíði

Almennur lasleiki eða vanlíðan.

Vökvauppsöfnun í líkamanum, sér í lagi fótum (bjúgur)

Þyngdartap

Algengar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Allt hringsnýst (svimi).

Líkami þinn framleiðir ekki til nóg týroxín, sem er hormón í líkamanum (skjaldvakabrestur).

Fækkun rauðra blóðkorna (blóðleysi).

Vökvaskortur í líkamanum (ofþornun).

Þunglyndi.

Náladofi eða dofi í húð (tilfinningarglöp).

Hitakóf.

Blísturshljóð við öndun.

Hægðatregða, þaninn magi, bólginn munnur.

Eymsli og vefjamyndun í húðinni í kringum stungustaðinn.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Ceplene

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Ceplene eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og á miða á hettuglasi.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Má ekki frjósa.

Lausnina skal skoða með tilliti til agna og litar fyrir gjöf. Lausnin á að vera tær og litlaus.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Ceplene

Virka efnið er histamín tvíhýdróklóríð. Eitt hettuglas inniheldur 0,5 mg histamín tvíhýdróklóríð

í 0,5 ml lausn.

Önnur innihaldsefni eru vatn fyrir stungulyf og natríumklóríð og hugsanlega líka

natríumhýdroxíð og/eða saltsýra til pH-stillingar.

Útlit Ceplene og pakkningastærðir

Ceplene er tær, litlaus vökvi. Lyfið er í hettuglasi úr gleri með gráum brómóbútýl gúmmítappa og

innsiglað með bláu afrífanlegu innsiglisloki úr áli.

Ceplene er fáanlegt í pakkningastærðinni 14 hettuglös í pakka.

Markaðsleyfishafi

Noventia Pharma srl

Via Carlo PISACANE 31

I-47121 Forli (FC)

Ítalía

Framleiðandi

Labiana Pharmaceuticals, S.L.U.

C/ Casanova, 27-31

08757 Corbera de Llobregat (Barcelona)

Spánn

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Þetta lyf hefur fengið markaðsleyfi samkvæmt. ferli um „undantekningartilvik“.

Það þýðir að vegna þess hve sjaldgæfur sjúkdómurinn er hefur ekki reynst mögulegt að afla allra

tilskilinna upplýsinga um lyfið.

Lyfjastofnun Evrópu endurskoðar árlega allar nýjar upplýsingar um lyfið og fylgiseðillinn verður

uppfæður eftir því sem þörf krefur.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu:

http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

LEIÐBEININGAR FYRIR ÞÁ SEM SPRAUTA SIG SJÁLFIR MEÐ CEPLENE

Þessi kafli sýnir hvernig á að sprauta sig með Ceplene.

Almennar upplýsingar um skammta og notkun Ceplene og IL-2 er að finna í kafla 3, „Hvernig

nota á Ceplene“

Lesið eftirfarandi leiðbeiningar vandlega. Mikilvægt er að reyna ekki að sprauta sig sjálfur nema hafa

fengið sérstaka þjálfun til þess frá lækni eða hjúkrunarfræðingi. Ef þú ert óviss um hvernig þú átt að

sprauta þig, eða hefur einhverjar spurningar, ráðfærðu þig við lækninn eða hjúkrunarfræðing.

Ef þér finnst vera að líða yfir þig eða þig sundlar eftir inndælingar, láttu lækninn vita áður en þú

sprautar þig í næsta skipti. Verið getur að læknirinn vilji lengja inndælingartímann eða breyta

skammtinum.

Þú þarft að sprauta þig með Ceplene og IL-2 tvisvar á dag undir húð (í vefjalag rétt undir húðinni)

samkvæmt fyrirmælum læknisins.

Alltaf skal sprauta IL-2 fyrst. Ceplene er svo dælt inn

1 til 3 mínútum síðar.

Ekki skal blanda Ceplene saman við önnur lyf og ekki má þynna það.

Læknirinn þinn útskýrir undirbúning og inndælingu á IL-2.

Mælt er með að þú hafir

alltaf einhvern hjá þér við inndælingu Ceplene,

t.d. fullorðinn

fjölskyldumeðlim, vin eða annan umönnunaraðila sem getur hjálpað þér ef þig sundlar eða finnst vera

að líða yfir þig.

UNDIRBÚNINGUR FYRIR INNDÆLINGU MEÐ CEPLENE

Við undirbúning á Ceplene skammti þarf eftirfarandi:

1 hettuglas af Ceplene lausn (0,5 ml).

1 smitsæfða kvarðaða sprautu með nál.

1 sótthreinsandi sprittþurrku (vætta með spritti).

Aðferð

Takið 1 hettuglas úr öskjunni. Athugið fyrningardagsetningu (EXP) á merkimiða hettuglassins.

Ekki nota það ef síðasti mánaðardagur fyrningarmánaðar á umbúðum er liðinn.

Þvoið hendur vandlega með sápu og vatni.

Athugið merkimiðann aftur til að tryggja að rétt lyf sé notað. Lausnin verður að vera tær og

litlaus. Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef svo er ekki og notið annað hettuglas.

Fjarlægið plasthettuna af hettuglasinu, svo tappinn með innri gúmmíhringnum komi í ljós.

Notið sprittþurrku til að hreinsa gúmmíhluta tappans. Ekki snerta tappann með höndunum.

Takið upp smitsæfðu sprautuna. Takið eftir kvarðanum á henni. Hver tala (0,1, 0,2, 0,3, og svo

framvegis) stendur fyrir einn tíunda úr millilítra (0,1 ml). Með nálarhettuna enn á, dragið

stimpilinn aftur og sogið loft upp í sprautuna að því magni (fjölda millilítra) sem læknirinn

tilgreindi.

Sjá Mynd 1.

Takið nálarhettuna beint af. Látið hettuglasið standa á flötu undirlagi, stingið nálinni beint í

gegnum gúmmítappann inn í hettuglasið.

Þrýstið sprautustimplinum niður til að sprauta lofti niður í hettuglasið.

Sjá Mynd 2.

Mynd 1

Haldið á bæði hettuglasinu og sprautunni, hvolfið hettuglasinu. Lagið sprautuna til þannig að

sprautunálin standi rétt út úr gúmmítappanum en sé enn í lausninni.

Sjá Mynd 3.

Dragið stimpilinn hægt aftur og dragið lausnina upp í sprautuna að því magni (fjölda millilítra)

sem læknirinn tilgreindi. Ef loftbólur sjást í sprautunni, þrýstið lausninni hægt aftur í hettuglasið

og dragið svo lausnina inn í sprautuna á ný.

Fjarlægið nálina úr hettuglasinu. Ekki skal leggja sprautuna niður eða láta nálina snerta neitt.

Setjið hettuna aftur á nálina. Setjið sprautuna á hreint, slétt undirlag.

Hugsanlega er örlítið af lausn eftir í hettuglasinu. Henni þarf að skila til lyfjafræðingsins til

förgunar.

Athugið: Hettuglas með Ceplene inniheldur umframmagn til að auðveldara sé að draga upp

stakan 0,5 ml skammt.

Athugið sprautuna aftur til að tryggja að rétt magn hafið verið dregið upp í hana.

Takið sprautuna og fylgið „LEIÐBEININGUM UM INNDÆLINGU“ hér að neðan.

LEIÐBEININGAR UM INNDÆLINGU

Venjulega sprautar þú þig með tveimur 0,5 ml skömmtum á dag, nema læknirinn hafi tilgreint minni

skammt fyrir þig.

Við inndælinguna (sprautun) þarf eftirfarandi:

1 tilbúna sprautu með IL-2 skammtinum (sjá fylgiseðil fyrir IL-2 og

skammtafyrirmæli læknisins).

1 tilbúna sprautu með Ceplene.

Sprittþurrku (r).

Tímamæli, klukku eða úr með sekúnduvísi.

Ílát sem nálin getur ekki stungið gat á, til að farga notuðum sprautum á öruggan hátt.

Aðferð

Finnið þægilegan, stað með góðri lýsingu til að setjast og þar sem hægt er að leggjast aftur. Setjið

tilbúnar sprautur með IL-2, Ceplene og opnaða sprittþurrku innan seilingar. Í öryggisskyni er

mjög mikilvægt að sitja þar sem hægt er að halla sér aftur eða leggjast út af þegar inndæling fer

fram.

Mynd 3

Mynd 2

Sprautið IL-2 samkvæmt fyrirmælum.

Bíðið í 1 til 3 mínútur.

Finnið stað til að sprauta Ceplene. Veljið innanverð eða utanverð læri, handleggi eða maga.

Ekki

má dæla Ceplene og IL-2 inn á sama svæði.

Til dæmis, ef IL-2 er dælt í vinstri handlegg er

hægt að dæla Ceplene í vinstra eða hægra læri, maga eða hægri handlegg. Skiptið alltaf um

inndælingarstað. Sjá

Mynd 4

fyrir mögulega inndælingarstaði.

Tryggið að inndælingarsvæðið sér bert. Notið sprittþurrku til að hreinsa það. Látið svæðið þorna í

10 sekúndur.

Klípið hluta af hreinsuðu húðinni milli þumals og vísifingurs, án þess að kreista það.

Sjá

Mynd 5.

Haldið nálinni annað hvort lárétt (90°) eða í 45° horni að húðinni og stingið henni undir húðina

eins langt og hún gengur í einni, snöggri hreyfingu. Nálin þarf að ganga undir húðina en ekki í

blóðæðar fyrir neðan hana.

Sjá Mynd 6.

Dragið stimpilinn aðeins til baka.

Ef blóð kemur upp í sprautuna, ekki dæla Ceplene því nálin

hefur farið inn í æð.

Dragið nálina út og fargið sprautunni samkvæmt fyrirmælum. Náið í nýjan

skammt og hefjið ferlið á ný, jafnvel þótt 3 mínútur séu liðnar frá inndælingu IL-2.

Takið eftir kvarðanum á hverri sprautu. Hver tala (0,1, 0,2, 0,3, og svo framvegis) stendur fyrir

einn tíunda úr millilítra (0,1 ml).

Þrýstið sprautustimplinum niður og sprautið einum tíunda úr millilítra (0,1 ml) á mínútu, eða

hægar ef læknirinn gefur fyrirmæli um það.

Sjá Mynd 7.

Mynd 6

Mynd 5

Mynd 4

Aldrei sprauta Ceplene hraðar eða öllu í einu.

Þegar sprautan er tóm, skal draga nálina úr húðinni.

Þrýstið létt á stungustaðinn með sprittþurrkunni án þess að nudda.

Sitjið eða liggið fyrir í 20 mínútur

eftir inndælingu með Ceplene.

Fargið sprautunni í ílát sem nálin getur ekki stungið gat á samkvæmt fyrirmælum.

Mynd 7