Cefazolina Normon

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Cefazolina Normon Stungulyfsstofn og leysir, lausn 1 g
 • Skammtar:
 • 1 g
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfsstofn og leysir, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Cefazolina Normon Stungulyfsstofn og leysir, lausn 1 g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 0202c54a-60fc-e711-80db-00155d154609
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Cefazolina Normon 1g stungulyfsstofn og leysir, lausn, til inndælingar í bláæð.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Cefazolina Normon og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Cefazolin Normon

Hvernig nota á Cefazolin Normon

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Cefazolin Normon

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Cefazolina Normon og við hverju það er notað

Cefazolin er sýklalyf sem tilheyrir flokki cefalósporína

Sýklalyf eru notuð til að meðhöndla bakteríusýkingar en gagnast ekki til mehöndlunar

veirusýkinga eins og kvefs og slímhúðarbólgu.

Það er mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningunum með tilliti til skammta, inntöku og tímalengdar

meðferðar eins og læknirinn hefur mælt fyrir um.

Ekki geyma eða endurnota þetta lyf. Ef þú átt afgang af lyfinu eftir að meðferð er lokið skaltu

fara með það í apótekið til þess að hægt sé að farga því á réttan máta. Ekki má skola lyfjum

niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi.

Cefazolina Normon er notað til að meðhöndla eftirtaldar alvarlegar sýkingar af völdum næmra

baktería:

Öndunarfærasýkingar.

Þvag og kynfærasýkingar.

Sýkingar í húð og mjúkvefjum.

Sýkingar í gallvegum.

Sýkingar í beinum og liðum.

Blóðeitrun (blóðsýking af völdum baktería)

Hjartaþelsbólgu (sýking í klæðningu hjartans)

Til að fyrirbyggja sýkingar í skurðaðgerðum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Cefazolin Normon

Ekki má nota Cefazolin Normon:

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir cefazólíni, öðrum cefalósporínum eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Cefazolina Normon er

notað.

Ef þú ert með ofnæmi fyrir penicillínum, vegna þess að dæmi eru um krossofnæmi milli

penicillína og cefalósporína.

Ef þú hefur fengið einhverskonar ofnæmi, sérstaklega lyfjaofnæmi.

Ef þú ert með langvarandi niðurgang vegna þess að það gæti verið merki um sérstaka ristilbólgu

kallaða sýndarhimnuristilbólgu, sem getur verið alvarleg. Í þessu tilviki mun læknirinn ákveða

hvort gjöf cefazólíns skuli hætt og viðeigandi meðferð ávísuð.

Ofanísýkingar geta komið fram við langtímameðferð með cefazólíni.

Ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi (breytta nýrnastarfsemi) er hugsanlegt að læknirinn þurfi að

aðlaga cefazólínskammtinn sem þú átt að fá.

Ef þú þarft að fara í blóðprufur átt þú að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því að þú undirgangist

meðfer með þessu lyfi vegna þess að cefazólín getur haft áhrif á niðurstöðurnar.

Notkun annarra lyfja samhliða Cefazolin Normon

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Ekki á að nota cefazólín með:

Öðrum sýklalyfjum sem hafa sama verkunarhátt og cefazólín (t.d. tetracyklín, súlfónamíð,

erýtrómýcín og klóramfenikól).

Probenecid.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ef þú ert barnshafandi mun læknirinn ákveða hvort þetta lyf henti þér.

Brjóstagjöf

Ef þú ert með barn á brjósti mun læknirinn ákveða hvort þetta lyf henti þér.

Akstur og notkun véla

Engar vísbendingar eru um neikvæð áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Cefazolina Normon inniheldur natríum

Sjúklingar á matríumsnauðu mataræði eiga að hafa það í huga að þetta lyf inniheldur 48 g (2,087

mmól) af natríum í hverju hettuglas sem inniheldur 1 g af cefazólíni.

3.

Hvernig nota á Cefazolin Normon

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi. Mundu eftir að nota lyfið.

Læknirinn mun segja þér hversu löng meðferðin með Cefazolina Normon verður.

Venjulegur skammtur er:

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:

við vægum sýkingum, 500 mg á 8 klst fresti; við meðal-

alvarlegum til alvarlegum sýkingum, frá 500 mg til 1 g á 6 eða 8 klukkustunda fresti; við mjög

alvarlegum sýkingum, frá 1 til 1,5 g á 6 klukkustunda fresti.

Börn (yngri en 12 ára og eldri en 1 ár):

Heildar sólarhringsskammtur 25 til 50 mg á hvert kg af

líkamsþyngd, skipt í þrjá eða fjóra jafna skammta, virkar við flestum vægum til meða

alvarlegum

sýkingum. Heildar sólarhringsskammturinn skal ekki fara yfir 100 mg/kg, jafnvel þegar um alvarlegar

sýkingar er að ræða.

Fyrirbyggjandi meðferð

Til að koma í veg fyrir sýkingar í aðgerðum, eru ráðlagðir skammtar eftirfarandi:

a) 1 g gefið í bláæð frá 1/2 til 1 klukkustund áður en skurðaðgerð hefst.

b) Í langvarandi skurðaðgerðum (t.d. 2 klukkustundir eða lengri) frá 0,5 til 1 g í bláæð meðan

á aðgerð stendur (skammturinn er breytilegur eftir lengd íhlutunar).

c) frá 500 mg til 1 g í bláæð á 6 til 8 klst. fresti næstu 24 klukkustundir eftir aðgerð.

Mikilvægt er að fyrirbyggjandi skammtur fyrir skurðaðgerð sé gefinn rétt áður (frá 1/2 til 1

klukkustund) áður en skurðaðgerð hefst. Á sama hátt verður cefazólín gefið með viðeigandi millibili

meðan á skurðaðgerð stendur, ef þörf krefur.

Í skurðaðgerðum þar sem sýkingin getur verið sérstaklega alvarleg (t.d. opin hjartaskurðaðgerð og

gerviliðskipti), getur fyrirbyggjandi meðferð með cefazólíni verið lengd í 3-5 daga eftir aðgerð.

Ef merki eru um sýkingu, skal taka sýni fyrir ræktun til þess að greina orsakavaldinn þannig að hægt

sé að hefja viðeigandi meðferð.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Cefazólín má nota hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi þegar skammturinn er stilltur samkvæmt

ráðleggingum læknisins.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Talaðu við lækninn eða lyfjafræðing. Gjöf stórra óviðeigandi skammta af cefalósporínum til

inndælingar getur valdið flogum, sérstaklega hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Nauðsynlegt er að minnka skammtinn þegar um er að ræða skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 3. Hvernig

nota á Cefazolin Normon). Ef þú færð flog skal stöðva gjöf lyfsins strax; gefa má krampastillandi lyf

eftir mat á klínísku ástandi. Íhuga má blóðskilun ef um er að ræða mikla ofskömmtun.

Ef um er að ræða ofskömmtun eða inntöku fyrir slysni skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn eða

lyfjafræðing eða hringdu í eitrunarmiðstöð í síma: 543 2222, og tilgreinið nafn lyfsins og magnið sem

tekið var.

Ef gleymist að nota Cefazolin Normon

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir sem tengjast meðferð með Cefazolina Normon flokkast sem hér segir:

Blóð og eitlar:

daufkyrningafæð, hvítfrumnafæð, blóðflagnafæð og jákvæð bein eða óbein Coombs-

próf (prófanir sem leita að mótefnum gegn rauðum blóðkornum).

Meltingarfæri:

ógleði, lystarleysi, uppköst, niðurgangur og átusár í munni (hvítsveppasýking) í

sumum tilfellum. Einkenni sýndarhimnuristilbólgu geta komið fram meðan á meðferð stendur.

Nýrna- og þvagfæri:

Hækkuð gildi þvagefnis í blóði sem getur bent til minnkaðrar starfsemi nýrna.

Almennar aukaverkanir:

Verkir í vöðva á stungustað.

Ónæmiskerfi:

lyfjahiti, húðútbrot (útþotasótt), kláði í kynfærum kvenna, rauðkyrningafjöld (aukinn

fjöldi rauðkyrninga í blóði) og bráðaofnæmi (alvarleg ofnæmisviðbrögð í líkamanum).

Lifur og gall:

tímabundin hækkun á gildum transamínasa (lifrarensím).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Cefazolin Normon

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Blönduð lausn er stöðug í hámark 8 klukkustundir við 25°C, og í hámark 24 klukkustundir í kæli (2-

8°C).

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki skal nota lyfið ef vart verður við sýnilegar skemmdir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Cefazolina Normon inniheldur

Virka innihaldsefnið er cefazólín (sem cefazólínnatríum).

Önnur innihaldsefni eru:

Lykja með leysi: vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Cefazolina Normon og pakkningastærðir

Hver pakkning af Cefazolina Normon 1 g inniheldur 1 hettuglas með næstum hvítu dufti og 1 lykju

með gagnsæjum litlausum vökva.

Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmenn

Leiðbeiningar um rétta notkun lyfsins:

Fyrir gjöf í bláæð skal skoða lausnina til að athuga með aflitun, ef lausnin og ílátið leyfa það.

Stöðugt eða tímabundið innrennsli í bláæð:

Hægt er að gefa lyfið í gegnum helstu kerfi

innrennslisvökva þar sem hægt er að stjórna innrennslishraða eða í annarri innrennslisflösku í bláæð.

Blöndun 1 g af cefazólíni má gera með eigin leysi og síðan er hægt að þynna það með 50 til 100 ml af

einni af eftirfarandi lausnum sem notaðar eru í bláæð: 0,9% natríumklóríð, 5% eða 10% glúkósa, 5%

glúkósa í lakteraðri Ringerslausn, 0,9% natríumklóríð og 5% glúkósa, 0,45% natríumklóríð og 5%

glúkósa, 5% eða 10% frúktósa og lakteraðri Ringerslausn í vatni til inndælingar.

Bein inndæling í bláæð: Þynnt 1 g blandað í að minnsta kosti 10 ml af vatni til inndælingar. Sprauta

Bein inndæling í bláæð:

Þynnt 1 g blandað í að minnsta kosti 10 ml af vatni til inndælingar. Lausninni

skal sprauta hægt inn á 3 til 5 mínútum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

LABORATORIOS NORMON, S.A.

Ronda de Valdecarrizo, 6 – 28760 Tres Cantos – Madrid

Spánn

Umboðsaðili á Íslandi:

Williams & Halls ehf

Reykjavíkurvegi 62

220 Hafnarfjörður

Ísland

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður apríl 2018.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staða

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is